Morgunblaðið - 22.06.1968, Síða 18

Morgunblaðið - 22.06.1968, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 19« Sturlaugur Jónsson stórkaupm. - Minning í DAG verður gerð útför Stur- laugs Jónssonar stórkaupmanns, sem andaðist að Hvítabandinu 13. þ.m. eftir stutta legu. Sturlaugur var fæddur 10. des- ember 1895 á Skipum við Stokks eyri. Foreldrar hans voru þau Jón Sturlaugsson, hafnsögumað- ur og formaður á Stokkseyri, og kona hans, Vilborg Hannesdótt- ir frá Skipum. — Jón Sturlaugs- son var landsþekktur fyrir sjó- mennsku og björgunarstörf, en frá ættum þeirra hjóna er nánar greint í BERGSÆTT dr. Guðna Jónssonar. Eins og flest ungmenni á Stokkseyri á þeim tíma, fór Stur laugur snemma að sækja sjóinn og varð mjög ungur formaður á vélbát frá Stokkseyri. Hugðist hann gera sjómennsku að ævi- starfi sínu, og fyrir framgjarna menn hlaut því leiðin að liggja í Stýrimannaskólann. — Stur- laugur sótti um inngöngu í skól- ann árið 1920, en var synjað vegna litblindu. Framavonir Sturlaugs á vettvangi sjó- mennsku urðu þar með að engu. Þá þegar hóf hann nám í Verzl- unarskóla fslands og lauk þaðan prófi árið 1924. Skömmu síðar t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Björn Júlíus Grímsson, Drápuhlíð 48, andaðist að heimili sínu að morgni 21. júní. Sigurlaug Soffía Björnsdóttir, börn, tengdasonur og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Úraníus Guðmundsson Boðaslóð, Vestmannaeyjum, andaðist að heimili sínu 17. júní. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju 22. júní kl. 2 e.h. Lilja Magnúsdóttir, börn, tengdadóttir og barnabörn. t Fóstra okkar, Vigdís G. Blöndal, lézt þriðjudaginn 18. þ.m. Út- för hennar verður gerð mánu- daginn 24. júní n.k. kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Nanna Björnsdóttir, Vignir Benediktsson. t Halldór Kristinsson fyrrverandi héraðslæknir, Hrauntungu 59, Kópavogi, sem lézt í Landspítalanum þann 18. þessa mánaðar, verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkj- unni, mánudaginn 24. júní, kl. 4.30. Blóm eru afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Rauða kross íslands eða aðrar líknarstofn- anir. María Jenný Jónasdóttir, Kristín Halldórsdóttir Eyfells, Þórir Halldórsson, Jónas Halldórsson, Kári Halldórsson, Atli Halldórsson, Magnús Halldórsson. setti Sturlaugur á stofn heild- verzlxm, fyrst með öðrum, en frá 1930-1945 í félagi við Jón S. Helgason frá Stokkseyri, og eftir að leiðir skildu, rak Sturlaugur fyrirtækið einn. Við Sturlaugur kynntumst í barnaskóla, og hófst þá vinátta okkar, sem hélzt óslitið til ævi- loka Sturlaugs, og aldrei hefur borið skugga á. Vorum við mjög samrýmdir, meðan báðir áttu heima á Stokkseyri. Sturlaugur var óvenjulega heil steyptur maður og stefnufastur. Hann rækti öll störf sín af mikl- um áhuga og kostgæfni, og tók töluverðan þátt í félagsmálum stéttar sinnar. Hann var sérstak- lega ræktarsamur við átthaga sína, var m.a. einn af stofnend- um Stokkseyringafélagsins, og formaður þessu fyrstu árin. Árið 1929 kvæntist Sturlaugur Guðborgu Þórðardóttur frá Laugabóli við ísafjarðardjúp. Þau eignuðust tvo syni, Jón, verzlunarmann, og Þórð við- skiptafræðing. Hin síðustu ár hafa báðir synimir verið sam- starfsmenn föður síns við fyrir- tæki hans. Sturlaugur missti konu sína á síðasta ári eftir langa og erfiða vanheilsu. Er það með fádæm- um, hve vel Sturlaugur annaðist um konu sína í hinum erfiðu veikindum hennar, og sýnir það eitt með mörgu, hver manndóms- maður Sturlaugur var. Við hjónin vottum sonum t Faðir okkar, Sturlaugur Jónsson stórkaupmaður, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju laugardaginn 22. júní 1968 kl. 10.30. Jón Sturlaugsson, Þórður Sturlaugsson. t Hljóðlát þökk fyrir ástúð og vináttu mér og fjölskyldu minni veitta, við andlát og útför eiginmanns míns, Jónasar Þorbergssonar fyrrverandi útvarpsstjóra. Sigurlaug M. Jónasdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar okk- ar, unnusta, bróður og mágs, Konráðs Sigfússonar Svalbarði 9, Hafnarfirði. Jóhanna Konráðsdóttir, Sigfús Borgþórsson, unnusta, systkin og mágkona t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðaför eiginmanns míns, föður, afa og tengdaföður okkar, Ragnars Benediktssonar Vesturvegi 29, Vestmannaeyjum. Guðmunda Jónsdóttir börn, barnabörn og tengdasonur. Sturlaugs, systkinum hans og öðr um aðstandendum, innilega sam- úð okkar. Blessuð sé minning hins látna. Vilhjálmur Árnason. í DAG fer fram útför Sturlaugs Jónssonar, stórkaupmanns, hér í Reykjavík, sem lézt hinn 13. þ.m. á sjötugasta og þriðja ald- ursári. Það er ekki ætlun mín með þessum fátæklegu skrifum að fjölyrða um æviferil Sturlaugs eða gera skil athafnamanninum, sem í æsku sá með draumsýn aldamótamannsins, vélvæðingu framtíðarinnar til hagsbóta fyrir þjóðina, tók þátt í uppbygging- unni, auðnaðist að sjá árangur af lífsstarfinu og gleðjast hið innra að vel loknu dagsverki, heldur er hér kvaddur hinztu kveðju Stokkseyringurinn Sturlaugur Jónsson frá Vinaminni. f ljóðelsku hjarta athafna- mannsins, sem flíkaði eigi heit- um tilfinningum sínum, bærðist áttbyggðarástin bundin sterkari taug, sem eigi brast, þó athafna- svið væri fjarri æskustöðvum. Hugurinn var „heima“, þar sem hvert sker, hver brimsins boði og sund á skerjóttri strönd, eiga sér nafn og til þess að styrkja enn betur tengzl Stokkseyringa búsettra hér í Reykjavík og ná- grenni, við æskustöðvarnar, stuðlaði Sturlaugur að og stofn- aði, ásamt fleirum, Stokkseyr- ingafélagið í Reykjavík fyrir u.þ.b. tuttugu og fimm árum og varð hann fyrsti formaður þess. Fyrir hönd þessa félags, þakka ég Sturlaugi í dag ötula for- mennsku fyrstu árin, óeigingjarnt starf Og holl ráð alía tíð og við öll í félaginu okkar þökkum það „vinaminni“, sem hugur okkar geymir um mætan mann. Blessun fylgi honum á ferð þeirri, sem nú er hafin. Sonum, systkinum og ættingj- um öllum sendum við hlýjar samúðarkveðjur. Hilmar Pálsson. Innilegar þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörn- um, svo og öðrum ættingjum og vinum, sem glöddu mig með gjöfum og heillaskeytum á 60 ára afmæli mínu, þann 9. júní sl. Sigurjón Björnsson. Ég þakka öllum sem sendu mér heillaóskir eða sýndu mér vinarhug á afmæli mínu, 23. maí sl. Jón Engilberts. Guðrún Erlendsdóttir Arnbjargarlæk í DAG fer fram frá Norðtungu- kirkju útför Guðrúnar Erlends- dóttur á Arnbjargarlæk. Guðrún var fædd að Sturlureykjum í Reykholtsdal 3. júní 1887, dóttir hjónanna Erlendar Gunnarsson- ar og Andreu Jóhannesdóttur, sem bjuggu þar allan sinn bú- skap. Guðrún ólst þar upp í fjöl- mennum systkinahópi og fór snemma orð af atgjörfi hennar og glæsileik. Guðrún fluttist að Arnbjargar- læk árið 1914 og giftist Davíð Þorsteinssyni hreppstjóra, sem þá hafði byrjað þar búskap á föð urleifð sinni. Bjuggu þau þar miklu rausnarbúi á meðan heilsa þeirra leyfði. Guðrún var frábær að dugnaði og myndarskap og sem húsmóðir átti hún fáa sína líka. Um nokk- urt skeið ráku þau hjón sumar- gistihús að Arnbjargarlæk og voru mjög samhent um að láta gestum sínum líða vel í hinum glæsilegu húsakynnum. Kynni okkar Guðrúar byrjuðu fyrir 34 árum, þegar ég dvaldi á sumrin í Borgarfirði og eftir að ég varð búsett þar tókst með okk ur einlæg vinátta, sem alldrei bar skugga á. Guðrún var skapmikil kona og ekki allra, sem kallað er, en þeir sem áttu því láni að fagna að eignast vináttu hennar gátu ekki fundið traustari né tryggari vin. Margar ógleymanlegar ánægju stundir áttum við hvortveggja hjónin saman ýmist að Arnbjarg arlæk eða á Kleppjárnsreykjum. Aldrei kom ég svo að Arnbjargar læk að Guðrún tæki mér ekki opnum örmum, hvernig sem á stóð fyrir henni við sín umfangs miklu húsmóðurstörf. Fyrir þetta og ótal margt annað vil ég nú færa Guðrúnu þakkir mínar, þegar leiðir okkar skiljast. Þau Guðrún og Davíð eignuð- ust 3 börn, sem öll búa rausnar- búi í Borgarfirði, Guðrún ekkja Péturs Bjarnasonar hreppstjóri á Grund, Andrea, sem er gift Magnúsi Kristjánssyni hrepp- stjóra í Norðtungu og Aðalsteinn bóndi á Arnbjargarlæk, kvæntur Brynhildi Eyjólfsdóttur ljósmóð- ur. Þau hjónin áttu við mikla van heilsu að stríða mörg síðustu ár- in og dvöldu þá hjá dætrum sín- um ýmist í Norðtungu eða á Grund. Það var einlæg ósk þeirra beggja að þurfa ekki að fara á sjúkrahús eða elliheimili og þá ósk fengu þau uppfyllta, því að Guðrún dóttir þeirra tóku þau á heimili sitt og annaðist þau og hjúkraði þeim af frábærri hlýju og dugnaði. Mér er vel kunnugt um þá miklu fórnfýsi, sem Guð- rún á Grund færði, með því að annast foreldra sína, bæði rúm- liggjandi á þann hátt sem hún gerði og mun slíkt vera fágætt nú á dögum. f dag verður Guðrún á Arn- bjargarlæk lögð til hinztu hvíld- ar við hlið manns síns, sem and- aðist síðast liðið haust. Blessuð sé minning hennar. Magnea Jóhannesdóttir. SVAR MITT o§ EFTIR BILLY GRAHAM j MÉR virðist, ef Guð væri til, að hann mundi ekki Ieyfa alla þessa synd og þjáningu, sem til er í heiminum. ÞÉR haldið, að þessi heimur væri paradís, ef Guð væri til. Einu gleymið þér: Maðurinn hefur frelsi til þess að hafa heiminn eins og hann óskar sér. Guð á ekki sök á eymd heimsins, heldur maðurinn. Það eru vísvitandi uppreisn og athafnir mannsins gegn Guði, sem valda því, að heimurinn er ekki paradís, og söm var ástæðan til þess, að Eden varð ekki varanleg paradís. Hugsum okkur góðviljaðan mann, sem gefur syni sínum bifreið. Hann veit ekki fyrirfram, að gjöf hans muni draga þungan dilk á eftir sér. Munduð þér ásaka manninn, þótt sonurinn misnotaði þessa miklu gjöf og ylti bifreiðinni, og meiddist illa? Munduð þér spyrja: „Hví leyfði faðirinn, að annað eins slys kæmi fyrir?“ Guð setur okkur í þessa undurfögru veröld. Hann gaf okkur frjálsan vilja. Hann mælti fyrir um ákveðn ar reglur okkur til heilla. Er sanngjarnt að ásaka Guð, ef við brjótum þær — og það höfum við gert — og verðum að þola hörmulegar afleiðingar þess? Hinn saklausi verður alltaf að þjást vegna hins seka. Það hefur alltaf alvarleg eftirköst að lítilsvirða lög Guðs, bæði fyrir einstaklinginn og heildina. Jafnvel Guð verður að gjalda afbrota okkar. Þau kostuðu dauða sonar hans á krossinum. Já, Drottinn er miklu meira en sanngjarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.