Morgunblaðið - 22.06.1968, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.06.1968, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 196« * SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Meðal leikenda: Jane Fonda, Tony Franciosa, Jim Hutton. í>ESSI kvikmynd sker sig mjög úr þeim gamíanmyndum, þar sem reynt er að framkalla kátínu með takmarkalausum og í alla staði fjarstseðum skrípalátum. >ótt hún sé fyrst og fremst gam- anmynd, þá leikur undirstraum- ur lífskönnunar og alvöru um gamansemina, þannig að áhorf- andinn brýtur tíðum heilann um það, hvort betur hæfi, að reka upp hláturroku eða leiða hugann í kyrrð að þeim staðreyndum, sem húmoarinn beinist að. þær verði of langdregnar. Menn hafa yfirleitt ekki langlundar- geð til að hafa ánægju af inmi- haldslausri framsetningu fáran- legra, sem vega þungt í innbyrð- issamanburði fjarstæðra skrípa- mynda. Kvikmynd þessi, er, eins og áður getur, í flokki betri gam- anmynda. í byrjun virðist hún raunar engu góðu lofa. Ung, ný- gift hjón halda af stað í brúð- kaupsferð og rífast í sífellu alla leiðina, með orðalagi, sem ekki er óalgengt í lélegum „försum“. Myndin verður fyrst verulega skemmtileg, þegar fleiri aðiljar koma fram: gamall striðsfélagi hins nýgifta, sem eiginkcxnan er nýhlaupin frá, svo og miður við- felldnir tengdaforeldrar þessa stríðsfélaga. Einkum er tal þeirra félaga um dvöl sína í Kóreu, um kvenfólk og hjúskap yfirleitt, bráðsmellið, og þótt ýmsar al- mennar fullyrðingar þeirra og eiginkvenna þeirra muni ekki dregnar í dilk óhagganlegra sarnn inda, þá róta þær upp í hugum áhorfenda, verða þeim hvöt til að leita fótfestu í staðreyndum og lífssannindum mitt í allri kátínumnL Dæmi: „öllum giftum mönn- um fimrist þeir hafa verið svikn- ir, þegar þeir sjá snotra stúlku‘‘, i núTsi Satt að segja er maður oft svolítjð kvíðafullur, þegar mað- ur gengur í kvikmyndahús, til að sjá auglýstar gamanmyndir. Þær eru oftar en hitt of fjar- stæðukenmdar og langdregnar, til að halda mönnum ánægðum við efnið til myndarloka. — Ekki er þó þar með sagt, að kvikmynd ir, sem hafa þann eina tilgang að vekja mönnum hlátur, án þess að læða skynsamlegum hug- leiðingum að í leiðinnL eigi ekki rétt á sér. Það má líta á þær sem ákveðið listaverk út af fyrir sig, og fer þvi þó fjarri, að öll- um slíkum myndtun verði skipað í sama gæðaflokk. Einhver mesta hættan, sem þeim myndum er búin, er sú, eins og áður var vikið að, að SULNASALUR Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar skemmtir. Borðpantanir í síma 20221 eftir kl. 4. Dansað til kl. 1. GESTIR ATHITGIÐ að borðum er aðeins haldið til kl. 20.30. segir annar þeirra félaga. Þessi staðhæfing veður vist seint við- urkennd algild regla — sem bet- ur fer — en svona lífsfílósófía á mörkum þess að vera fjarstæða og hafa sannleikskorn í sér fólg- ið, getur hentað einkar vel gam- anmyndum af þessari gerð. Ég sé ekki ástæðu til að ræða frekar um efni kvikmyndar þessarar. Þótt ég mæli með henni sem gamanmynd, þá af- sala ég mér ábyrgð á þvi, að hún sé jafnt við smekk allra. Eigi er því heldur að neita, að sum at- riði hennar eru foýsna farsa- kennd og húmorinn stundum heldur ódýr. — En að mínum dómi tékur hún fram flestumi þeim gamanmyndum, sem sýnd- ar hafa verið í Stór-Reykjavíb á yfirstandandi árL S. K. OPIÐ FRÁ 8 — 1. ORION ásamt söngkonunni SIGRÚNU HARÐARDÓTTUR skemmta í kvold. ALLIR í SIGTÚN. SIGTÚN. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 en það var að sprauta vatni úr rananum upp í munninn, þegar hann var þyrstur. Það voru bara lítil fílabörn, sem ráku munninn ofan í vatnið, þegar þau drukku. „Gaman er að eiga frí- dag“, hugsaði Grani. „Ekkert að gera, aðeins að vera, aðeins að vera til“. Þá heyrði hann ein- hvern tala í ávítandi tón. Það var Apamamma. Hún hélt í rófuna á Agga litla apaketti og hristi hann til. „Hvað er um að vera?“ spurði Grani. „Aggi er forugur upp fyrir haus og hann vill ekki láta mig baða sig“, svaraði Apamamma. „Ég hef ekkert sér- stakt fyrir stafni í dag“, sagði Grani, „ég held ég ætti að hjálpa til“. Hann saug vatn upp í ranann og gaf Agga litla ærlegt steypibað, en Apa- mamma þvoði hann og þvældi á meðan. Aftur og aftur sprautaði Grani nýrri vatnsgusu yfir litla apaköttinn, unz hann var tandurhreinn. „Heppin var ég, að þú skyldir hjálpa mér“, sagði Apamamma, alls- hugar fegin, „og þakka þér nú kærlega fyrir“. „Sjálfþakkað“, svaraði Grani. Hann blakaði eyr- unum, sveiflaði rananum og rölti inn í frumskóg- inn. „Ekkert að gera, aðeins að vera, aðeins að vera til“. En nú heyrði Grani snörl í einhverju dýri. Hann svipaðist um og sá Ljónamömmu. Hún æddi fram og aftur kring um stofninn á stóru tré. „Hvað er að?“ spurði Grani. „Leó litli klifraði upp í þetta tré og nú þorir hann ekki niður aftur. Ég get ekki bjargað hon- um, af því að greinin er ekki nógu sterk til að halda mér uppi“, svaraði Ljónamamma. „Ég hef ekkert sér- stakt fyrir stafni í dag“, sagði Grani. „ég held ég ætti að hjálpa til“. Grani lyfti rananum og teygði hann og teygði. Hann vafði honum gæti- lega um ljónsungann, sem hann setti varlega niður í grasið hjá mömmu sinni. „Heppin var ég að þú skyldir hjálpa mér“, sagði Ljónamamma, „og þakka þér nú kærlega fyrir“. „Sjálfþakkað", svaraði Grani. Hann blakaði eyr- unum ,vingsaði rananum og skokkaði léttilega nið ur að vatninu. „Ekkert að gera, aðeins að vera, aðeins að vera til“. Þarna stóð laufskrúð- ugt og fallegt tré. „Rétti staðurinn til að hvíla sig og hugsa“, sagði Grani við sjálfan sig. En ekki var hann fyrr seztur, en hann heyrði einhvern segja: „Ýtið nú og ýtið og samtaka nú“. Síðan varð stundar- þögn. Grani var næstum horfinn í dagdrauma, þegar hann heyrði aðra rödd: „Það stoðar ekki hót. Hvað getum við gert?“ Grani stóð á fætur. Hann flýtti sér þangað, sem raddirnar komu frá. Þar sá hann Refa- mömmu, Refapabba og Refabörnin fimm. „Hvað er að?“ spurði Grani. „Trjábolur hefur fall- ið fyrir húsdyrnar okk- ar“, sagði Refapabbi. „Húsið okkar er nefni- lega undir rótunum á þessu tré“, útskýrði Refamamma. „Ég hef ekkert sér- stakt fyrir stafni í dag“, sagði Grani, „ég held ég ætti að hjálpa til“. Grani setti ranann und ir trjástofninn og ýtti og lyfti og hann gat auð- veldlega velt honum frá. „Heppin vorum við, að þú skyldir hjálpa okkur“, sögðu Rebbarnir allir ein um rómi, „og þakka þér nú kærlega fyrir“. „Sjálfþakkað“, svaraði Grani. Hann blakaði eyr- unum, vingsaði rananum og hélt af stað niður að ánni. „Ekkert að gera, aðeins að vera, aðeins að vera til“. Þegar hann kom niður að ánni, sá hann frænku sína, frú Smartfíls og Fílsa litla frænda, þar sem þau stóðu úti í vatn inu. „Þú verður samt að halda áfram að reyna, Fílsi minn“, heyrði hann frú Smartfíls segja. „Hvað er að?“ spurði Grani. „Ó, Grani“, andvarp- aði frú Smartfíls, „hann Fílsi minn er nú orðinn næstum jafn gamall þér, en hann hefur ekki enn- þá lært að drekka öðru- vísi en að setja munninn ofan í vatnið“. „Hvenær sem ég reyni að sprauta vatni upp í munninn, fer það inn í eyrun á mér í stað- inn“, sagði Fílsi litli. „Það tekur sinn tíma að læra þetta“, sagði Grani. „Ég hef ekkert sérstakt fyrir stafni í dag, hver veit, nema ég geti hjálpað þér“. „Sjáðu bara“, kallaði Fisli í öngum sínum. Hann saug vatn upp í ranann og reyndi að sprauta þvi upp í opinn munninn, en það fór næstum allt upp í eyrun á honum í staðinn. „Svona fór líka fyrir mér,“ sagði Grani. „Reyndu að opna munn- inn svolítið meira og lyftu rananum ekki al- veg svona hátt“. Fílsi reyndi aftur. Nú „Sjálfþakkað“, svaraði Grani. Hann blakaði eyr unum, vingsaði rananum og hélt af stað heimleið- is. Innan stundar var hann kominn til mömmu. „Áttir þú skemmtilegan dag?“ spurði Fíla- mamma. „Já, þetta hefur verið góður dagur“, svaraði Grani brosandi. „En ég er bæði þreyttur og svangur og ætla að fá kvöldmatinn og fara snemma að hátta. Ég hefði aldrei trúað, að það gæti verið svona þreytandi að eiga frídag og hvíla sig“, bætti hann hlægjandi við. fór þó ekki nema svo' sem helmingur vatnsins upp í eyrun á honum. „Haltu höfðinu hærra“, sagði Grani. Fílsi litli reyndi aftur. Nú tókst honum betur og vatnsbunan fór beint upp í munninn á honum. „Ekki dropi í eyrun“, sagði Filsi hróðugur. „Heppinn var ég, að þú skyldir hjálpa mér. Og þakka þér nú kærlega fyrir“. SIUÆLKI Bóndi (reiður af þvl að konan hans gerir ekki við fötin hans): „Líttu á, María. Nú er ekki nema einn hnappur eftir á frakkanum mín- um“. Konan: „Já, það er satt, það lítur mjög illa út. Þú ættir heldur að slíta hann af honum líka“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.