Morgunblaðið - 03.07.1968, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.07.1968, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 196« Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Bækur og f jðltæki Eru bækur prentaðar til að vera lesnar? Og sé svo, hvernig á þá að lesa þær? Á hver að lesa fyrir sig í þögn og hljóði? Eða á einn að lesa upphátt fyrir aðra? Þessar spurningar kunna nú að þykja ekki aðeins ótímabær- ar, heldur beinlínis skrítnar. Samt er ekki ófyrirsynju að velta þeim ögn fyrir sér. Ljó'ð, sögur og ef til vill einnig leikrit urðu til löngu á undan ritmáli og miðuðust ekki við bækur, heldur við flutning í heyranda hljóði. Enn er farið með skrifuð sem óskráð ljóð á þann hátt, að ekki sé minnzt á allar gamansögurnar, sem ganga manna á meðal. Góðir sögu- menn eru vinsælir í sínum hóp. Lungi munnlegrar frásagnar felst ekki aðeins í orðum, held- ur einnig í áherzlum og lát- brag'ði sögumanns — persón- unni í einu orði sagt. Þannig fara menn misjafnt með sömu söguna, hver eftir sinni lyndis- einkunn. Og á sömu lund skilja menn misjafnt sögu, sem þeir heyra eða lesa. Sumir höfundar leiðbeina les- endum (og lesurum) með því t. d. að skáletra orð, sem sérstök áherzla skal hvíla á. „Ég gat tínt grasblað," sagði Grasa- Gudda. Áherzlan hvílir á gat, því kerlingin er sýknt og heil- agt að mikla fyrir sér góða, gengna daga. Sé áherzla Guddu ekki virt, gerbreytast blæbrigði málsgreinarinnar. Naumast þarf að taka fram, að höfundur sníður form sitt í samræmi við sennilega miðlun á hverjum tíma. Dróttkvæ'ðin voru ekki ort til að prentast í bókum, heldur til að flytjast í heyranda hljóði frammi fyrir kóngum og hirðmönnum. Rímur voru ortar hvorki til að prenta, lesa né syngja, heldur til að kveða. Langar sögubækur komu, um leið og herbergjum fjölgaði í húsum og fólk tók að ein- angrast, hvert í sínu kamesi. Loss komu svo leikhús, kvik- myndahús og fjöltæki: útvarp og sjónvarp. Hver hafði þá tíma og nemning að grúfa sig ofan í bækur? Þegar fjölmiðlun hófst hér- lendis, voru ljóðabækur og sögu- bækur löngu teknar að sliga hill ur bókasafna. En leikrit voru að kalla óskráð. Dreifbýlisfólk hafði skiljanlega haft lítið við leikrit að gera. Starfsemi Þjóðleikhússins hófst með sýning þriggja íslenzk ra leikrita. Var það þá tilviljun, að langbezt skyldi tekið því leik ritinu, sem var í rauninni alls ekki leikrit, heldur skáldsaga, færð í leikbúning fyrir nefnt tækifæri? Skáldsagnahöfundar fyrri tíma hafa vafalaust gert ráð fyrir, að sögur sínar yrðu lesnar, hvort heldur var: upphátt eða í hljóði. Hins vegar er ósenni- legt, að þeir hafi haft minnsta grun um, að þær yrðu nokkru sinni fluttar sem leikrit á leik- sviði. Og fjöltæki þarf vitaskuld ekki áð nefna í þessu sambandi. Um slíkt og þvílíkt hefur þá varla dreymt. Saklaust er að geta sér til, að Jón Thoroddsen hefði samið leikrit, ef íslenzkt leikhús hefði verið til á hans tíð. En því var ekki að heilsa. Þess vegna varð hann að fella mergjuð samtöl persóna sinna inn í skáldsögumar, enda þó þau hefðu mátt sóma sér fullt svo vel, ef ekki betur, í leikrit- um. Síðar var svo reynt að bæta fyrir leikhúsleysi fortíðarinnar: sögur Jóns voru báðar fær'öar í leikbúning og hafa margir notið þeirra þannig. Einar H. Kvaran var fyrst og fremst skáldsagna- og smásagna höfundur, eins og kunnugt er. En hann hafði mikinn áhuga á leiklist, og á þeim stundum, þegar vænlegast horfði um ís- lenzkt leikhús, þá samdi hann leikrit. í vor var ein skáldsagna hans, Sögur Rannveigar, flutt sem leik rit í útvarpinu. Flutningurinn tókst ágætlega og kann að hafa vakið meiri athygli á sögunni en upplestur hefði nokkru sinni vakið. íslandsklukkan var, eins og ég vék að, búin í leikform og frum- sýnd við opnun Þjóðleikhússins. Halldór Laxness hafði þá þegar sent frá sér eitt leikrit. Síðan hefur hann samið fleiri, sem leikin hafa verið jafnótt sem hann hefur sent þau frá sér. Samt hefur ekkert leikrit hans notið meira gengis en íslands- klukkan. Me’ðal þjóða, sem búa til kvik myndir, er algengt, að skáldsög- ur séu notaðar sem kvikmynda- efni. Við teljumst ekki kvik- myndaþjóð, ekki enn, hvað svo sem verður. Samt hafa fáeinar íslenzkar skáldsögur verið dubb- aðar upp á tjaldið. Fyrst þeirra var Borgarættin eftir Gunnar Gunnarsson. Gunnar var þá ung- ur og upprennandi höfundur í Danmörku. Svíar mynduðu Sölku Völku Halldórs Laxness. Og Þjóðverjar gerðu kvikmynd eftir Morgni lífsins, skáldsögu Kristmanns Guðmundssonar. Og gleymum ekki Sjötíu og níu af stöðinni, „fyrstu íslenzku kvik- myndinni". Deila má um, hvort þessar kvikmyndir hafi gefið rétta eða ranga mynd af skáldverkum höfundanna; hvort þær hafi fækkáð eða fjölgað lesendum sjálfra skáldverkanna (slíkt væri vafalaust hægt að kanna); hvort höfundunum hafi yfirleitt verið greiði gerður með því að umbreyta þannig verkum þeirra; og síðast, en ekki sízt, hver áhrif slík umbreyting hefur á viðhorf almennings til bókmenntanna. Örugglega vekur kvikmynd eftir skáldsögu nokkra athygli á höfundinum sem slíkum, þann- ig að önnur verk hans, sem ekki er kostur að kynnast nema lesa þau, ættu að njóta góðs af. Oft er skírskotað til skáldverks í kvikmyndaauglýsingum og, á sama hátt, til kvikmyndar, þegar skáldverk er auglýst. Misminnir mig t. d., að Sjötíu og níu af stöðinni hafi verið endurútgefin um þær mundir, er kvikmyndin 10 ÁRA ÁBYRGÐ TVÖFALT EINANGRUNAR GLER 20ára revnsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON&CO HF r 10 ÁRA ÁBYRGÐ UTAVER PLASTINO-KORK 22-24 30280-32262 Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt. VÉLSMIÐJUR - RENNIVERKSTÆÐI Höfum fyrirliggjandi frá NORTON, smergelléreft í rúllum, flesta grófleika. Stærðir: 2I4”x 50 yds og 4”x 50 yds. . GUDNIUNDSSON 8 KUARAN HF. ÁRMÚLA 1«, HEVKJAVÍK, SÍMI 35722 Skrifstofustörf — símavarzla Iðnfyrirtæki vill ráða röska skrifstofu- stúlku, ensku- og dönskukunnátta nauð- synleg. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Stjórnsöm — 8300“. Jasmin, Snorrabraut 22 Austurlenzkir skrautmunir, til tækifærisgjafa. í þessari viku verða seldar lítið gallaðar vörur með 30—50% afslætti. Lítið inn og sjáið úrvalið. Einnig margar tegundir af reykelsi. J A S M I N Snorrabraut 22 — Sími 11625. Lokað vegna sumarleyfa fró 15. 7. — 7. 8. PRJÓNASTOFAN IÐUNN HF. Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi. kom fram á sjónarsvi’ðið? Því er ekki að neita, að smekk ur margra kvikmyndaframleið- enda, eða réttara sagt sá smekk- ur, sem þeir hafa hingað til að- hyllzt, hefur verið næsta lág- kúrulegur frá sjónarmiði bók- menntamanna séð. Hversu mörg góð skáldverk hafa ekki birzt á tjaldinu sem útþynnt og væmin vella, gersneydd þeim markmið- um, sem voru ef til vill kjarni skáldverksins, en í stað þess höfðandi til tilfinninga einfaldra og óupplýstra sálna? Hversu lengi hefur ekki t. d. Kaninn leikið þann leik í kvikmynda- framleiðslu sinni? En slíkt er ekki álög, heldur framkvæmda- atri'ði, nánast, og tjóir ekki aí5 draga af því þá ályktun, að kvik myndun skáldverks þurfi ávallt og alls staðar að horfa til út- þynningar og lágkúru. Enda má benda á dæmi, þar sem sóma- samlega hefur tekizt. Er ekki Borgarættin enn í gildi — kvik- mynd, sem vert er að horfa á, þó tækninni hafa skilað drjúg- um fram á við, síðan hún var gerð fyrir hálfri öld? Nú er sjónvarpið að breiðast út um landið. Sjónvarp býður upp á fleiri og jafnvel betri úr- ræði til bókmenntakynningar en áður hafa gefizt. Vonandi verða þau úrræ'ði könnuð og notuð með hugkvæmni. Ekki var ófyrirsynju, að Nó- belsskáldið skyldi látið prýða skerminn fyrsta dag íslenzks sjónvarps. Manni skildist það vera svo sem til hátíðabrigða. Síðan hafa fleiri höfundar kom- ið fram í sjónvarpinu og lesið þar úr verkum sínum. En er ekki klén nýting á sjón- varpi að halda þvílíkar sýningar á rithöfundum? Dugir ekki hljóð varp sem fyrr til einfalds upp- lestrar? Hverjum dytti t.d. í hug að bjóða upp á tveggja tíma mynd í kvikmyndahúsi, þar sem ekkert væri að sjá nema einn höfundur, sem stæði hreyf- ingarlaus á tjaldinu allan tím- ann og gerði ekki annað en lesa eftir sig sögu eða kveðskap? Upplestur er fyrir eyrað og óþarft að horfa hverja stund á lesarann, sem stendur kannski grafkyrr við púlt eða situr eins og límdur við stól. Unnt hlýtur að kynna skáldverk á áhrifa- meiri hátt í sjónvarpi, ekki að- eins sögur, heldur einnig ljóð, jafnvel þó upplestrarforminu sé að nokkru leyti haldið. Kveðskap má með ýmsu móti setja á svið ekki síður en laust mál; hefur líka oft veri'ð reynt og tekizt vel. Auðvitað má segja sem svo, að ljóð sé aðeins ljóð og ekkert fram yfir það, og eigi að blanda einhverju saman við flutning þess, hljóti slfkt að draga athyglina frá því sjálfu. Áhrifin verði þannig gagnstæð því, sem tilætlað var. Sé litið á ljóðið sem hreint form, er þa'ð rétt , en rangt, ef litið er á málin frá hagnýtu sjónarmiði séð, það er að segja, ef spurt er um það eitt, hvort kynna skuli ljóð í nútíma fjöl- tæki eins og sjónvarpi, þó frum- gerð þeirra sé að engu leyti mið- uð við slíka kynning. Alla tíð hafa einhver ljóð ver- ið ort me'ð hliðsjón af sérstök- um flutningi, jafnvel sérstöku umhverfi. Ég minntist á drótt- kvæðin, sem þykja nú tyrfin, negld og njörvuð. Töfrar þeirra hafa áreiðanlega falizt í ein- hverju fleira en bókstafnum, ef til vill í framsögn skáldanna og stemming tilætlaðs um hverfis. Miðaldaskáld í Evrópu léku á strengjahljóðfæri undir upp- lestri. íslendingar kölluðu það kvæðaslátt. Sýmbólistarnir um aldamótin kusu að þylja ljóð sín við daufa birtu, jafnvel dempað rautt ljós, töldu það auka áhrif ljóðanna. Ég nefni þessi dæmi ekki vegna þess, að mér komi til hugar, að nokkur fari beinlínis að endurvekja þau, heldur til að minna á þá einföldu staðreynd, að skáldskapurinn er annað og meira en stafur á bók. Bókin er aðeins eitt tæki til að koma honum á framfæri — eitt af mörgum hugsanlegum. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.