Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JTTLf \<m < 10 Gleymdu ekki harðfisknum —EF ÞÚ KEMUR VESTliR — Rœtt við Vestur-íslendinga, sem komnir eru að hitta frœndur og vini STÓR hópur Vestur-íslendinga kom hingað til lands í gær og mun hann dveljast hér þennan mánuð. Við hittum nokkra þeirra og ræddum stuttlega við þá, og fyrst tókum við tali Björn Bald winsson, en hann hittum við í fordyrinu á Hótel Borg. „Hefur þú komið hér áður, Björn“?. „Nei, þetta er í fyrsta skipti, sem ég kem hingað. Ég fæddist fyrir vestan, sama árið og pabbi kom til Ameríku árið 1903. Hann var ættaður frá Borgarfirði Björn Baldwinsson, útgerðarmaður. ey3tra, en móðir mín hér María Björnsdóttir, Þorleifssonar á Patreksfirði." „Og hvar býrð þú?“ „Ég bý í The Narrow í Mani- toba. Þar var stór íslendinganý- lenda og er reyndar enn, — við Manitobavatn, enda er byggðin kölluð Nýja-fsland.“ „Og hvað gerir þú?“ „Ég var útgerðamaður, en er nú seztur í helgan stein. En meðan ég var að þessu gerði ég út nokkra báta, en mest veidd- um við á ís. Við veiðum aðallega hvítfisk og styrju, en hún er veidd í ánum.“ „Varstu kannski líka frysti- húsaeigandi? „Nei, það hef ég aldrei verið. Fiskurinn var allur seldur ís- aður eða frystur í Winnipeg". „Og hvert selduð þið fiskinn?" „Mest til Bandaríkjanna. Og við lentum í sömu erfiðleikum og ég er að heyra að þið hafið lent í, að mikil tregða varð á fisksölu þangað fyrir einu til tveimur árum. Það er að vísu svolítið að lagast, en verðfallið varð nokkuð mikið og hefur fiskurinn lítið hækkað.“ „Er mikil samheldni hjá fs- lendingunum? “ „Já, það er ekki hægt að segja annað. Hún fór að vísu minnk- andí á tímabili, en nú virðist unga fólkið vera að fá aukinn áhuga, en það er á annan hátt en áður. Ég hef verið í íslend- ingadagsnefnd í nokkur ár og við erum komnir á þá skoðun, að það sé hyggilegra að láta fundina fara meira fram áensku en íslenzku ef unga fólkið á að vilja mæta. Það er ekki til neins að halda áfram islenzkunni á fundunum, því að unga fólkið talar hana yfirleitt ekki og eftir 20-25 ár verður hún að mestu horfin. Annars hafa íslendingar yfir- leitt staðið sig vel, og t.d. eru nú fimm þingmenn og einn ráð- herra fslendingar á þinginu í Manitoba." „Fyrst þú minntist á stjórn- mál, hvernig þótti þér sigurTru deau?“ „Mér likaði hann mjög vel. Við þurfum einmitt svoleiðis rnenn, sem eru fastir á sínum skoðunum. Við Vestur-íslending arnir höfum flestir fylgt Frjáls- lynda flokknum að málum frá upphafi og ég tel eins og ég sagði áðan, sigur Trudeaus mjög ánægjulegan“. Og við kvöddum Björn, Hann þurfti að fara að hitta frændur sína hér. Úti í Pósthússtræti hittum við tvær broshýrar konur, þær Krist ínu Sigurðsson og Sigríði Ólafs- son frá Riverton í Manitoba. Þær sögðust aldrei hafa komið hingað fyrr, en nú væru þær setztar í helgan stein og þvi ákveðið að koma til fslands. Frú Sigríður sagðist vera Þing eyingur. „Faðir minn hét Sigur- geir Einarsson af Hólsfjöllum, en móðir mín var Guðbjörg Björnsdóttir frá Þistilfirði. Ég er gift Ólafi Ólafssyni í River- ton.“ „Og hvað starfar maðurinn þinn?“ „Hann hefur nú fengist við ýmislegt um ævina, enda er hann í The Prairie Board og assistance." „Hvað er það?“ „Það er ráð, sem veitir til- sögn og hjálp þeim sléttubúum, sem þess óska. Og hann verður því að kunna tökin á hlutunum og geta hvort heldur sem er unnið störfin til sjávar eða 'Sveita,“ „Og hvað verðið þið lengi hér?“ „Við tökum þátt í þessari hóp ferð til íslands og þann 14. för- um við til Akureyrar og þá ætti ég að geta hitt eitthvað af frændum rnínurn." — Finnst ykkur móttökurnar kaldar hérna, og veðurguðirnir — Nei nei, mér er alltaf of heitt allsstaðar, og heima bað fólkið mig blessaða að hafa nú með mér nóg af hlýjum fötum. Nú það gerði ég, ég veit nú ekki hversvegna, því að það er venjulega miklu kaldara þar, sem ég á heima, en það getur verið gott að hafa þykku fötin með, ef farið verður út á lamd það er víst kaldara, þar, sem ís- inn er. En loftið er svo hreint hérna hjá ykkur, sem engum kolum þurfið að brenna og þar sem engar jámbrautir eru, Ég hress- ist öll við að anda því að mér, og hlakka til að vera hér áfram og gera það. Frú Kristín Sigurðsson sagð- ist vera austfirskrar ættar. „Móðir mín hét Helga Guð- mundsdóttir og var frá Flögu í Breiðdal, en faðir minn hét Bjami Marteinsson og hann var frá Suður-Múlasýslu, ég man nú ekki nafnið alveg strax, en það var einnig í Breiðdalnum, — jú hann var frá Gilsárteigi." „Og voruð þið mörg systkin- in?“ „Við vorum sjö, og fæddust öll fyrir vestan." „Og var erfitt að búa þar á þeim tíma?“ „Já, það var mjög erfitt líf fyrir þá sem komu vestur fyrst. Annars fór faðir minn ekki fyrr en 1876 vestur um haf.“ „Hefur þú hitt eitthvað af ætt ingjum þínum núna?“ Kristín hló: „Við erum nú svo nýkomin, að þess er tæplega von. En ég hef þó hitt eina frænku mína Selmu listfræðing. Annars ætlum við að reyna að fara til Austfjarða og hitta frændur okk-ar þar.“ Og svo kvöddu þær Kristín og Sigríður okkur og sögðust ætla að fara að verzla. Inni á Hótel Borg rákumst við á háan, grannan og hæruskot- inn mann, Wilhelm Kristjánsson frá Winnipeg. — Ég hef aldrei komið hér áður, er því mjög ánægður yfir því að vera hér. - Ég er fæddur og upp al- inn í Grunnavatnssveit í Mani- toba, það er austan við Lundar. — Faðir minn var einn af þrem ur frumbyggjum Grunnavatns- sveitar, og segir það í sjálfu sér nokkra sögu. Hann fór vestur 1887, frá Selárdal í Hörðudal, Dalasýslu, en móðir mín var frá Hólmlátri, á Skógarströnd, Snæfellssýslu, þar sem Eiríkur Rauði dvaldi síðast, áður en hann fór til Grænlamds. Móðir mín fór vestur 1893, og er enn á lífi. — Hún fékk mér langan nafna lista fólks, sem ég ætla að hitta að máli og heilsa upp á, þegar ég fer vestur á Snæfellsnes. Hún sagði mér, að hamn-æi- hvað hét hann nú aftur-séra Ánni Þórarinsson hefði fermt sig, og hann átti nú svo mörg börn, sem hún nefndi, og ég ætla að reyna að ná til og skila kveðju til frá henni. — Eruð þér hér einn á ferð? — Nei, nei, frúin. Konan mín er einhverstaðar úti að ganga og skoða bæinn, kannski hún komi inn, meðan við sitjum hér. — Hún er íslenzk líka og heit ir Jónína Þórunn Helgadóttir Jónssonar frá Eskiholti, rétt hjá Borgamesi, og er því frænka hans Jóns Magnússonar héma á Hótel Borg. Hún er fædd og uppalin í Winnipeg, og var Fjall konan á Íslendingahátíð í Gimli fyrir 2 árum. — Starf mitt er við Bréfa- skóla í Manitoba. Ég hef skrif- að bók, sem nefnist The Ice- landic People in Manitoba, sem The Wallingford Press gaf út. Hún held ég fáist hér í bóka- búð Snæbjarnar Jónssonar, The English Book Shop. Við hjónin erum hér í þess- arri hópferð, sem farin var að vestan þ. 30.7 og farið verður aftur vestur um haf 30. júlí. Við ætlum samt að taka okkur út úr hópnum og fara til Englands tíunda júlí og hafa þar viðdvöl til 24. júlí. Við eigum börn þar og barnabörn. — Já? — Við eigum að vísu fimm börn og öll uppkomin, en ekk- ert þeirra hefur gifzt fólki af íslenzku bergi, þrjú hafa gifzt Bretum, eitt Bandaríkjamanni og eitt Pólverja, svo að barnabörn- in verða nú heilmikið blönduð, góður „cocktail". — Það hefur sjálfsagt verið erfitt að koma upp og mennta stóran hóp fyrir frumbyggja? — Já, en allt hefur þetta far- ið vel. Ég fékk seinna, 1925-26 styrk sem heitir Imperial Daughters of the Empire, og fór til Oxford, á St. Catherinés College þar til að nema hag- fræði og sögu. — Er það algengt. — Það eru ekki mjög margir sem það hafa fengið, en þó veit ég að Helgi Jóhnson fékk hann, og tveir voru Rhode's Scholars, sem kallað er, þeir próf. Skúli Johnson og the, hon. Joseph Thorson, var þetta kringum 1909 og 1910. — Eru fleiri ættingjar roeð í förinni? — Já, móðurbróðir minn, Hjálmur Danielsson, sem stofn- aði blaðið The Icelandic Cana- dian, sem kemur út ársfjórðungs lega, og er eina blaðið, sem við höfum gefið út á ensku. Hann vann við það frá 1942-68. — Ég var í báðum heimsstyrj öldunum, þeirri fyrri í Frakk- landi en í þeirri síðari var ég majór, og var í Ganada, en yngri roennirnir fóru þá út að berjast, ég vann við þjálfun þeirra. — Hvað viljið þér segja að lokum? — Að lokum þetta, við erum áhaflega ánægð með að vera komin hingað veðrið er fagurt, og landið frítt, og vel er tekið á móti okkur. Og sfðast, en ekki sízt — Það er hægt að elska tvö lönd, engu síður ©n það er hægt að elska tvo afa og tvær ömmur, sem að hvoru foreldri standa. — Við þökkum Wilhelm Krist jáns þessi ágætu orð. Úti á Kjarvalssýningu hittum við Jenny Elizabeth Thorvalds- ison frá Gardena, úthverfi Los Angelesborgar í Californíu. Hún er að koma út og biður okkur í öllum bænum að koma með sér í skuggann. Kristín Sigurðsson og Sigríður Ólafsson á leið að verzla. Wilhelm Kristjánson foringi og skólastjóri. — Mér er nefnilega alltaf of heitt, en því kaldara, sem er, því betur líður mér. Það er þetta víkingablóð í mér, segir hún hlæjandi. — Móðir mín var Þórunn Pét ursdóttir, hún var mikið á Val- þjófsstað, en maðir minn Stíg- ur Þorvaldsson, Stígssonar frá Kelduskógum á Berufjarðar- strönd. Ég er búin að kaupa mynd af Valþjófsstaðarhurðinni. Mér finnst hún vera skyld mér, því, að móðir mín var þar mikið í æsku. — Nei ég er ekki gift, ég segi alltaf að það geti hver bjáni gert — Það er meirivandi að láta ekki ná í sig. Þetta má ég nú kannski ekki segja, þær verða kannski öskureiðar kyn- systur mínar, en ég hef nú allt af sagt þetta, og ekki sízt þegar fólk hefur verið að vorkenna mér að vera ógift. En mér hef- ur nú aldrei þótt neitt fyrir því að vera það ekki, síður en svo! — f stað heimilis hef ég þá haft hjúkrunarstörf, ég hef ver- ið skólahjúkrunarkona hjá Bo- ard og Educadion í 35 ár, en núna er ég hætt og komin á eftirlaun og er farin að skemmta mér. — Og bráðum ætla ég upp á Akranes og síðan í hringferð með Esjunni kringum landið og vona að komast alla leið fyrir ísnum, sem verður nú allavega nýstárleg sjón, ef hann verður á leið minni. — Það hefur hvarflað að mér að setjast að á Norður Pólnum kannski meira í gríni en alvöru. — Ég kom hérna 1930 á Al- þingishátíðina og þá bæði rigndi og snjóaði á mig. Já — ég held mér hafi verið nógu kalt þá. Ég lá í tjaldi. — En í öllum bænum, ef þið komið til Los Angeles, þá leitið þið að mér í símaskránni og komið ég get gefið ykkur gott kaffi — mér þykir svo góður ís- lenzkur matur. — Og við þökkum ágætt boð og lofum — ef svo kynni að verða að koma með harðfisk til að hafa með kaffinu. Jenny Elizabeth Thorvaldsson fyrir utan Kjarvalssýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.