Morgunblaðið - 03.07.1968, Page 13

Morgunblaðið - 03.07.1968, Page 13
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 196« 13 Sigurbur Sverrir Páísson: BREZKUR KVIKMYNDAIÐNAÐUR gagnrýninnar Skopmynd úr Evening Standard á frumsýningardaginn. HVAÐA gagn er að kvikmynda- gagnrýni (eða gagnrýni yfir- yfirleitt)? Er nokkur þörf fyrir gagnrýnendur? Ef svo er, hvert á þá að vera markmið þeirra? Þessar gömlu spurningar fengu nýlega byr undir báða vængi og hafa hrellt gagnrýnend ur Lundúnablaðanna. Virðast að minnsta kosti nokkrir kvik- myndagerðarmenn vera farnir að líta á þá sem óvelkomin sníkjudýr, sem betur hyrfu að annarri iðju. Mesta úlfaþytinn gerði Tony Richardson með bréfi, sem hann sendi til The Times, daginn áð- ur en frumsýna átti nýjustu mynd hans, „The Charge Of The Brigade“, tveggja milljón punda stórmynd. Skýrði hann þar frá ástæðunum fyrir því, að engum gagnrýnanda yrði boðið að sjá myndina, hvorki á undan frum- sýningunni, sem er venja, eða á eftir. Sagði hann þar meðal annars, að enskir kvikmyndagagnrýnend ur væru þeir persónulegustu, hroðvirknustu og góðvilja- minnstu í heiminum, og væru álitnir svo á alþjóðavettvangi. Skrifuðu þeir gagnrýni eins og þeir væru að skrifa slúðurdálk. „Grundvallarástæðan fyrir mis- tökum gagnrýnenda okkar er sú, að þeir skilja ekki tilgang sinn. Flestir þeirra álíta verk sitt vel gert, ef þeim tekst að skrifa ein- hverja léttvæga þvælu, sem skemmtir lesendum þeirra. Tak- mark þeirra er einungis orða- skrúð og er það hrein tilviljun ef þeir minnast á verkið, sem upphaflega kom þeim til þess að taka sér penna í hönd. En hlut- verk gagnrýnandans verður að ver". að einbeita sér að því, sem hann er að skrifa um og þjóð- félaginu, sem hann lifir í. Hon- um tekst vel, því aðeins að hann stuð i að því að betri myndir séu gerðar, og kenni almenningi að njóta þeirra. Markmið hans á að vera að veita sem flestum sem bezlan skilning á verkinu". Einnig hélt hann því fram, að gagnrýnendur höguðu sér eins og heimtufrek dekurbörn, sem bráí t færu að tala um rétt sinn. „Tii þess að bæta hið vesæla ástand hérna, vildi ég stinga upp á þrennu: í fyrsta lagi að láta gagnrýnendur sjá myndirnar við sömu aðstæður og almenningur sér þær, svo að þeir geti skynjað viðbrögð almennra áhorfenda; í öðru lagi að gefa þeim lengri tíma til þess að íhuga það, sem þeir hafa séð og skrifa með meiri ábyrgðartilfinningu fyrir því, hyaða áhrif þeir hafa á vinsæld- ir myndarinnar og þar með ann- arra í náinni framtíð; í þriðja lagi að vega skoðun eins gagn- rýnanda á móti andstæðri skoð- un annars, sem ekki þyrfti að vera atvinnugagnrýnandi, eins pg gert er í mörgum öðrum lönd- um“. Viðbrögð gagnrýnendanna voru mismunandi, en flestir fóru þó til þess að sjá myndina. Segir sagan, að bæði kvöldblöðin hafi keypt miða fyrir gagnrýnendur sína á frumsýninguna fyrir 25 gns (ca. 3.600 kr.), en aðrir létu sér nægja að fara daginn eftir og borga 25 sh (ca 170 kr.). Einn gagnrýnenda fór þó alls ekki, en það var Mr. Maurice F. Speed, sem hefur gefið út árbókina Film Review í fjölda mörg ár. Taldi hann sig óverðugan að taka þeim ásökunum, sem Ric- hardson demdi yfir stétt hans, og þrjóskaðist við að gagnrýna. ■Orsökin fyrir þessari óvæntu árás virðist.yera sú, að gagnrýn- endurnir höfðu rétt áður rifið í sig myndina „Romeo & Juliet“ eftir Franco Zeffrelli, sem var svipuð að kostnaði og íburði og sem Ridhardson taldi vera gull- fallega mynd. Virðist hann hafa tekið upp það ráð, að móðga skriffinnana vegna hræðslu við lélega dóma. Fyrir utan Tom Jones, sem aflaði honum Oscars- verðlauna, hafa þrjár síðustu myndir hans, „The Loved One“, „Mademoiselle" og „The Sailor From Gibraltar“, hlotið lélega dóma. Með því að ráðast með heift á gagnrýnendur, gat hann varið bæði myndina og sjálfan sig gegn slæmum dómum frá þeim í framtíðinni. („Auðvitað skrifa þeir illa um mig, sjáið bara hvað ég skrifa illa um þá“.) En þar sem fleiri kvikmynda- gerðarmenn eins og Zeffrelli o,g Lindsay Anderson tóku undir með Richardson, virðist fleira koma til en persónuleg vörn. (Zeffrelli sagðist vera algjör- lega sammála Tony, en þó mundi hann aldrei ganga svo langt, að neita að bjóða gagnrýnendunum að sjá mynd eftir sig.) Eða gerði hann þetta bara allt í auglýsingaskyni? Ástæðan fyr- ir því að hann valdi einmitt þessa mynd sem svipu á gagnrýnendur er sú, að hann var svo öruggur um vinsældir hennar, að hann taldi sig geta tekið áhættuna. Og í rauninni hefur honum snúizt þetta í hag, því að allir, sem ræddu málið í blöðunum, virt- ust hafa horn í síðu gagnrýnend- anna og voru honum hjartanlega sammála. Hver sem ástæðan var, þá vakti Richardson upp sígilda spurningu, sem allir hinna ákærðu kusu að leiða hjá sér. Aftur á móti ósköpuðust þeir yf- ir þessum ranglátu ásökunum og sneri einn þeirra sér til lesend- anna og hvatti þá til að skrj|a blaðinu og láta í Ijós álit sitt. Bréfritarinn, sem svaraði, var innilega sammála Richardson en upplýsti einnig, að allir, sem hann þekkti, læsu aldrei kvik- myndagagnrýni. Einni miklvægri spurningu er ennþá ósvarað, og það er hvérsu mikil áhrif gagnrýnandinn hef- ur. Meðan henni er ósvárað get- ur listamaðurinn kennt lélegri gagnrýni um allar sínar ófarir. Mundi ekki vera úr vegi að fram kvæma nákvæma skoðanakönn- un á gildi gagnrýninnar einn' góð an veðurdag. Eða ef til vill er það viðkomandi aðilum fyrír beztu að þessari spurningu sé ekki svarað? „Seztu niður áður en ég stæ þig niður“ voru ummæli Richard Brooks, ér ’hann tók á móti John Russell Taylor á hóteli sínu, þar sem hann bjó með Truman Cap- ote. Brooks og Capote höfðu kom ið til London í tilefni af frum- sýningunni á mynd þeirra „In Cold Blood“. Nokkrir gagnrýn- endur höfðu verið all-harðorðir og meinyrtir í þeirra garð og var Mr. Taylor einn af þeim. Tildrögin að þessu atviki eru dagsett aðfaranótt 15. nóvember 1959, þegar Clutter-fjölskyldan var myrt fyrir 40 dollara á eyði- legum bóndabæ í Kansas. 14. apríl, 1965, voru Perry Smith og Richard Hickock hengdir fyrir glæpinn. í rúm fimm ár einbeitti Trum- an Capote sér að því að kynnast morðingjunum, bakgrunni þeirra og öllum aðstæðum. Þegar þeir voru teknir af lífi voru þeir orðn ir góðir vinir. í janúar 1966, gaf Capote út bókina „In Cold Blood“, og varð hún um leið met- sölubók. 40 dollararnir ávöxtuðu sig og Capote var gagnrýndur. Bókin er djúpsæ sálfræðileg rannsókn á því, hvað kom þess- um tveimur ókunnugu mönnum til þess að fremja svona hroða- legan glæp, sem ekki gaf neitt í aðra hönd. Síðastliðið ár gerði Richard Brooks svo kvikmynd upp úr bókinni. Við kvikmyndatökuna notaði Brooks alla sömu staðina og morðingjarnir höfðu notað, og til þess að leika þá fékk hann tvo óþekkta leikara, Robert Blake og Scott Wilson, sem líkt- ust Smith og Hickock mjög í út- liti. Nákvæm eftirlíking á raun- veruleikanum varð aðalsmerki myndarinnar. Þegar einn af tæknimönnunum . kveikti sér í sígarettu inni í húsi Clutters, þá hastaði Brooks á hann og kunn- gerði, að Mr. Clutter hefði ekki leyft neinum að reykja í húsinu, svo að hann mundi ekki þola það heldur. Ávöxturinn af þessari nákvæmni varð heimiidarmynd, sem ekki var stílfærð að neinu öðru leyti en til þess að komast sem næst raunveruleikanum. En þar.sem bókin er löng og mynd- in stutt varð Brooks að velja og hafna. Um leið leggur hann áherzlu á sumt, sleppir öðru! Myndin dveiur mest allan tím- ann með morðingjunum. Clutter- fjölskyldunni eru lítil skil gerð og sjálf morðin eru aðeins gefin i skyn með fjórum byssuskotum. Áherzlan er lögð á sálarlíf af- brotamannanna ög sýnt hvernig framferði foreldranna hefur mót- að lífsferil þeirra. Sjálfir dáðst þeir að feðrum sínum og eru í rauninni að engu leyti frábrugðn ir ungum mönnum. Réttarhöldin, sem tóku um fimm ár, eru af- greidd á nokkrum sekúndum, en hengingunum aftur lýst í smá- atriðum. Það, sem gagnrýnendur greindi á um, voru áherzlurnar. Flestir höfðu lesið bókina og myndað sér ákveðnar skoðanir, enda skiptust dómarnir í svart og hvítt. („Kvikmýndagagnrýn- andi ætti aldrei að lesa neitt, nema ef væri textana með er- lendum myndu.m“, sagði einn þeirra). Lítil áherzla lögð á morð in, mikil á hengingu fanganna. Hvað var Brooks að fara? Var hann að reka áróður fyrir afnámi dauðarefsingar og dirfðist hann að nota til þess glæp, sem á sín- um tíma vakti viðbjóð og hryll- ingu hins vestræna heims? Þessa hugmynd fengu margir gagn- rýnendur og töldu þetta vera markmið myndarinnar. Glæpur- inn fegraður, hegningin of ströng. En höfundurinn var ekki á sömu skoðun. „Hvað var rangt við að gera spegilmynd af raun- veruleikanum? Það hryllilegasta við glæpinn var, að morðingjarn- ir hefðu getað verið hver sem var. Það sem vakti strax áhuga minn við myndina var sú hug- mynd, að glæpur gerir alla að vissu leyti varnarlausa. Fólk hugsar: „Það hefði getað verið ég“. Það er þessi tilfinning, sem ég vil að áhorfendur skynji, þeg- ar þeir horfa á myndina“. En hér stendur h.nífurinn einmitt í kúnni, þar sem myndin verkar alls ekki eins og hún á að gera og munu flestir fara á mis við hinn raunverulega tilgang höf- undanna. Capote gefur sjálfur ástæðuna fyrir því, að hengingarnar eru sýndar (í fyrsta sinn, sem slíkt sést í Englandi). „Hengingar eru enn við lýði í Kansas. Við vild- um láta fólk sjá það; henging er framkvæmd af ríkinu í nafni fóiksins, en hvað eru þeir marg- ir, sem hafa raunverulega séð mann hengdan?“ Myndin rótar sannarlega til i huga áhorfenda og það mun hvíla þungt á gagnrýnendum og dreif- endum myndarinnar að hún verði ekki misskilinn. Hér er ekki á ferðinni nein venjuleg glæpamynd úr Hollywood-heil- anum. Og það má segja, að mynd in sé strax farin að hafa áhrif. Kvengagnrýnandi einn, sem dró myndina niður í svaðið og jós á iiana skammaryrðum, var í snatri send í fimm mánaða sumarfrí. Franco Zeffrelli er ítalskur leikstjóri, sem undanfarin ár hef- ur verið að gutla við Shakespeare í Englandi, bæði á sviði og á tjaldi. Báðar myndir hans, „The Taming Of Shrew“ og „Romeo & Juliet“, hlutu konunglega frumsýningu, og er það einni of mikið að áiiti gagnrýnendanna. Töldu þeir fyrri myndina vera verðuga, þó ekki væri nema fyr- ir aðalieikarana, E. Taylor og R. Burton, en um slíkar stjörnur var ekki að ræða í seinni mynd- inni. Rómeó og Júlía eru leikin af óþekktum táningum, Leonard Whiting, 17 ára, og Olivia Huss- ey, 16 ára, sem bæði höfðu áður hlotið einhverja reynslu á sviði. Tilgangur Zeffrellis, eins og í fyrri myndinni, var að gera sem raunveruiegasta mynd eftir leik- riti Shakespeares og var textan- um haldið óbreyttum. En mót- sögnin í leikritinu hefur alltaf verið, að ef hægt er að fá leik- ara með næga reynslu, til þess að túlka þessi erfiðu hlutverk, eru þeir undantekningarlaust orðnir of gamiir, og ef réttur ald- ur er látinn haldast, skortir hina ungu leikara þjálfun og reynslu til þess að túlka persónurnar og skila textanum ósködduðum. Tilgangur Zeffrellis er skýr; meginþorri kvikmyndahúsgesta í dag er ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. „Romeo & Juliet“ er frægasti ástarharmleikur, sem heimurinn þekkir og með því að taka myndina í fallegum litum á strætum Rómar og auglýsa mynd ina sem „óvenjulega“, með mynd af Rómeó og Júlíu nöktuni í bólinu, tryggir hann sér góða aðsókn. Eini gallinn við myndina er textinn, og ef Zeffrelli hefði verið sjálfum sér samkvæmur í öllum raunveruleikanum, þá hefði hann átt að umrita textann algjörlega, því að bæði leikrit og kvikmyndir hafa tvær óaðskiljan legar hliðar, aðra sýnilega, hina heyranlega, og er ekki nóg að umrita aðra. Þær verða að fylgj- ast að. London, 5./5. 1968. Sig. Sverrir Pálsson. Rnhert Blake og Scott Wilson styrkja taugarnar meðan Brooks rifjar upp fyrir þeim næsta atriði. Leonard Whiting og Olivia Husssy sem Rómeó og Júlía.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.