Morgunblaðið - 03.07.1968, Síða 14

Morgunblaðið - 03.07.1968, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 196« Æfingum Varsjárbanda- lagsins lokið Prag 30. júní AP. NTB. Á SUNNUDAG lauk heræfingum þeim á vegum Varsjárbandalags ins, sem hafa staðið yfir að und- anförnu, m.a. í Tékkóslóvakíu undir stjórn sovézka hershöfð- ingjans Ivan Yakubovsky. Sícýrt t Sonur minn og bróðir okkar, Karl Ágúst Vilhjálmsson, andaðist þ. 27. júní í Ros Tamúr Saudi-Arabíu. Fyrir mína hönd og systkina og annarra vandamanna. Sveinrún Bjarnadóttir og systkin. t Elskuleg eiginkona mín, móð- ir og amma, Hansína Kristjánsdóttir anda'ðist að St. Jósepsspítal- anum 2. júlí. Guðmundur Helgason, Gnðriður Guðmundsdóttir, Amar Guðmundsson, Louis Guðmundsson. t Bróðir minn, Guðjón Guðmundur Oberman, andaðist á heimili móður okkar, Josef Irzraelslaan 33 Ryswyk, Hollandi, þann 21. júní. Jarðarförin hefur þegar farið fram. Kristín Jóhannesdóttir Oberman. t Eiginmaður minn, Jón Guðnason, frá Sléttu, Sléttuhreppi, lézt á heimili okkar, Hraun- braut 14, þann 29. júní. Jarð- arförin fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 10.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Emelía Albertsdóttir. var frá því, að opinber tilkynn- ing yrði gefin út á morgun eða hinn daginn um æfingarnar. Flokkar frá Sovétríkjunum, A -Þýzkalandi, Ungverjalandi, Pól landi og Tékkóslóvakíu tóku þátt í æfingunum. Eins og skýrt var frá, þegar þessar æfingar voru ákveðnar vöktu þær all- mikla andúð, einkum í Tékkósló- vakíu. 17. júnl sam- koma í New York 17. JÚNf SAMKOMA íslendingafélagsins i New York var haldin undir beru lofti í trjálundi við Valhalla, í Westchesterhéraði, en þangað er um klukkustundar a/stur frá New York borg. Sigurður Helgason, formaður félagsins, setti samkomuna með stuttu ávarpi, en síðan var hljóð færaleikur og leikir ýmiskonar bæði fyrir börn og fullorðna. Að lokum var dansað á palli til kl. 9 um kvöldið. Matur var framreiddur fyrir alla, glóðarsteiktur á hlóðum. Fyrir veitingunum stóð hinn á- gæti bryti Flemming Thorberg, en hann er jafnframt í stjórn félagsins. Samkoman fór hið bezta fram \ og um 600 manns voru viðstadd- ir. Var góður rómur gerður að veitingum og skemmtun allri. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Bæklingnr nm sem ökutæki ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að á undanförnum árum hafa hlotist mörg slys við notkun dráttarvéla, og má áreiðanlega rekja mörg slysanna til vankunn áttu í notkun þeirra. Nú hefur Framkvæmdanefnd hægri umferðar ír samvinnu við Slysavarnarfélag fslands gefið út bækling, þar sem á skýran og ein faldan hátt er bent á helstu atr iði, sem hafa þarf í huga við Bróðir minn og mágur, Árni Ágústsson, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu, fimmtudaginn 4. júlí kl. 3 e.h. Astriður ölafsdóttir, Sigurður Kristmundsson, Vesturgötu 26A. Eiginmaður minn, Guðmundur Gunnlaugsson prentari, Barónsstíg 11, andaðist 25. f. m. Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 4. júlí kl. 10.30 f.h. frá Dómkirkj- unni. Þeir sem vildu minnast hans eru vinsamlega beðnir að láta minningarsjó'ð Hall- grímskirkju í Reykjavík njóta þess. Ingibjörg Einarsdóttir. dróttorvélar notkun dráttarvéla. Bæklingur- notkun dráttarvéla. Bæklinginn prýða 14 litmyndir, til Skýrimg- ar, og hefur Leifur Þorsteinsson tekið þær allar af dráttarvélum af hinum ýmsu tegundum í vinnu. Bæklingi þessum verður nú á næstunni dreift til allra sveita býla á landinu, en nú fer eimmitt sá tími í hönd, þegar dráttarvél- ar eru mest notaðar, og margir nýliðar byrja að stjóma þeim. Ættu allir stjórnendur dráttar- véla að kynna sér efni bæklings ins „Dráttarvélar eru ökutæki“. FAÐIR minn er ofstækismaður í trúmálum. Hann hefur ekki sleppt sunnudagaskóla í fjörutíu og tvö ár. Hann situr alltaf fremst í kirkjunni, og hann sækir ævinlega bænasamkomumar á miðvikudagskvöldum. Fólk lætur yfirleitt ekki svona nú á tímum. Er eitthvað óeðlilegt við föður minn? SAMKVÆMT lýsingu yðar er faðir yðar eins og þeir staðföstu og heilsteyptu kristnu menn, sem þessi þjóð var grundvölluð á í upphafi. Hann virðist vera óeðli- legur einungis vegna þess, að undirmálsmenn eru svo margir. Hann breytir eftir því, sem aðrir láta sér nægja að predika. Hann hefur hugrekki til þess að fara eftir sannfæringu sinn, en margir hafa enga sannfæringu. Hann er sjálfstæður maður, en margir eru aðeins eftirlíkingar. Ef það er rangt að vera guð- hræddur og heilsteyptur og lifa heiðarlegu lífi og trúa því, að Biblían sé orð Guðs — þá er faðir yðar óeðlilegur og „ofstækismaður í trúmálum". En ef Guð er til, ef við erum ódauðlegir, ef við erum skap- aðir í Guðs mynd, ef Biblían er sönn og söfnuður- inn er líkami Krists, þá er faðir yðar vitrari en marg- ir nútímamenn. Hann er í raun réttri „salt jarðar“, og það væri betra að lifa í heiminum og kirkjan væri sterkari stofnun, ef slíkir menn væru fleiri. Pétur Stefán Jónsson, læknir — Minning Fæddur 9. nóvember 1900 — Dáinn 10. marz 1968. Það er sorgar dagur, þá falla miklir menn, og morgunljóminn fölnar þótt að skíni. En þetta er gangur lífsins, og fátt við segja senn, og síst þeim manni, er dauðinn valdið sýni. Öllum flytjum þakkir, er störfin stunda vel og stöðugt eru að líkna hinum veika. Þú varst Pétur, einn þeirra, í hernum móti hel, og hafðir oftast betur, þá gekkst til slíkra leika. Nú þegar ertu allur, við kveðjum klökkum hug, kært vfð þökkum, margar líknar stundir. Enda lika þakklát þeim sem gaf þér dáð og dug, og dyggðugt skin, að græða margra undir. Nú stöndum eftir fátæk, þá farinn ertu brott, til friðar hafnar, störf þar bíða góðum. Og sjóður þinn á himnum er stór. Þú gerðir gott, græddir, deyfðir, bættir, kvala hljóðum. Já, það er mikill hópur, sem kveður kæran vin, kærleiks ríkan dreng og vilja sterkan. Minningarnar ylja, í gegnum skúra skin, en skarðið fyllist seint, fyr lækni merkan. Jón G. Pálsson, frá Garði. Allar gerdir Myndamóta •Fyrir auglýsingar 'Bcekur og timarit •Litprentun Minnkum og Stakkum OPÍÐ frá kl. 8-22 MYIVDAMOT hf. simi 17152 MORGUNBLADSNIÍSINU Alúðarþakkir til allra, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 19. júní, með heimsókn um, gjöfum og skeytum. Heill og hamingja fylgi ykkur öll- um. Elísabet Jónsdóttir, Sólvallagötu 74. t Útför móður okkar, Margrétar Níelsdóttur Faxabraut 1, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 3 júlí kl. 2 eftir hádegi. Alexander Magnússon, Kristín Magnúsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Svavar Magnússon. t Útför, Sigríðar Marteinsdóttur Skeiðarvogi 17, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 13.30. Bræður og fjölskyldur þeirra. t Hjartans þakklæti færi ég öllum fjær og nær fyrir sýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins míns, Ólafs Bjarnasonar blikksmiðS. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður J. Tómasdóttir. t Innilega þökkum við auð- sýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför bróður okkar, Magnúsar Loftssonar Haukholtum. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarliði Landsspitalans fyrir frábæra hjúkrun í veik- indum hans. Systkin hins látna. Innilegt þakklæti sendi ég vinum mínum og ættingjum nær og fjær sem glöddu mig á margan hátt á 70 ára af- mæli minu þ. 25 júní sl. Lifið heiL Inga Austfjörð, Þingvallastræti 37, Akureyri. t Útför eiginmanns míns, Eggerts Ólafssonar Iýsismatsmanns, Tjarnargötu 30, Reykjavík, vedður frá Dómkirkjunni föstud. 5. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítalasjóðs Hringsins. Ragnhildur Gottskálksdóttir. t Hjartans þakklæti fyrir auð- sýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför dóttur minnar, Guðlaugar Arnórsdóttur. Guð blessi ykkur 011. Kristín Gunnlaugsdóttir og fjölskylda. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem andlát, Ólafar Jónu ólafsdóttur, heiðruðu, útför hennar, eða minntust hennar á annan hátt. — Sérstakar þakkir fær- um við Iæknum og hjúkrunar fólki Borgarsjúkrahússins fyr ir góða umönnun í hinni þungu sjúkdómslegu. Ólafur Ingi Arnason og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför, Jóhönnu Margrétar Eiríksdóttur Haga. Haraldur Georgsson, Jóhanna Stefánsdóttir, Eiríkur Stefánsson, Gestur Stefánsson, Ágúst Hafberg og fjölskyldur. Hugheilar þakkir sendum við öllurn þeim vinum og vanda- mönnum er me'ð heimsókn- um, gjöfum og skeytum minntust okkar á gullbrúð- kaupsdegi okkar 29. júní sL Við óskum ykkur allrar guðs blessunar. — Lifið heil. María M. Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannsson, Þingvöllum, Helgafellssveit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.