Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1968 23 BORAÐ EFTIR HEITU VATNI í Námaskarði og á Reykjanesi Unnið er í sumar að borunum (ina vegna fyrirhugaðrar gufu- eftir heitu vatni á tveimur stöð- rafstöðvar. En á Reykj anesi um utan Reykjavíkur, á Reykja- hefur verið borað í 10 —12 ára nesi og við Námafjall. Við Náma gamla holu, en hætt við það, þar fjall er verið að undirbúa borun ' eð svo mikil gufa kom í hana Humarveiðin ákaf- lega treg — HUMARVEIÐI hefur verið ákaf lega treg hjá bátunum sem róa Hanoiútvorp hvassyrt Hong Kong 2. júlí AP HANOI-útvarpið sendi frásér orðsendingu í dag og hvatti Viet Cong menn til að herða enn and stöðuna og baráttuna gegn bandarískum árásaröflum og leppstjóm þeirra. Þar er tilmæl um Bandaríkjanna hafnað al- gerlega, en þeir höfðu beint þeirri áskorun til N-Vietnama, að þeir hættu vöru- og vopna- sendingum til S-Vietnam, ef Bandaríkjamenn hættu loftárás um. Segir ennfremur í orðsending- unni, að þessi krafa sé heimsku leg og sýni dæmalausa þver- móðsku BandaTÍkjamatnna. Þeir hafi frá byrjun verið árásarað- ili og verði að stöðva allarhern aðar aðgerðir í Vietnam, áður en N-Vietnamar og Viet Cong inuni slaka til. úr höfnum á Suðurlandi, frá Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Fjórir bátar róa frá Eyrar- bakka. Voru giæftir fremur stirðar framan af, að sögn frétta ritara blaðsins á staðnum. Og þegar hægt hefur verið að stunda veiðarnar, hefur afli ver- ið sérlega rýr. Hafa Eyrarbakka bátar reynt fyrir sér á öllu svæð inu frá Selvogi og austur undir Hornafjörð, en alls staðar verið sama sagan, rýr afli. Einnig fæst mjög lítill fiskur með þeim hum ar, sem veíðist. Humarveiðin var afar treg í fyrstu, en hefur glæðzt síðustu tvær sjóferðirnar, sagði frétta- ritari Mbl. á Stokkseyri. Hafa bátarnir nú fengið 80—120 körf- ur á bát. Með því fá þeir 6—7 tonn af bolfiski, aðallega löngu. Fimm bátar eru við humar- veiðar frá Þorlákshöfn. Hefur þeim gengið illa, bæði verið stopular gæftir og afli verið lé- legur þegar gaf. - KAL Framhald af bls. 24. tún til víðar, t.d. við Hrútafjörð og á Norðausturlandi. Klaki er enn í jörðu um meg- inhluta landsins. Mjög lítið er farið að þiðna á Norðaustur- landi, þar sem þykkt lag er af klaka og ekki nema 10 sm nið- ur á hann. Slæmu vorin eru orðin 3—4 í röð á Norðausturlandi. Tún eru v85a orðin stórskemmd og gefa ekkert af sér og versna alltaf. Árið 1965 var verst hvað þetta snertir á Austuriandi og 1967 á Norðurlandi. Sláttur ekki fyrr en í ágúst í framhaldi af ummælum búnaðarmálastjóra um að ástand ið væri hvað verst við Hrúta- fjörð og Húnaflóa, áttum við tal um þetta við fréttaritara Mbl. á Hólmavík á Ströndum og á Staðarbakka í Miðfirði. Sr. Andrés á Hólmavík sagði, a!ð mjög mikið kal væri allt frá Hrúafirði og norður um Stranda sýslu. Þó virtist kal minna á dalajörðunum, þar sem snjór hefur meira legið yfir og varið. Hafa bændur tjáð honum, að mest hafi kalið í vor, því eftir að snjóa fór að taka upp, þá gerði skörp frost. Andrés kvaðst hafa talað við bændur í gær- morgun og spurt þá hvenær þeir héldu a’ð sláttur mundi geta hafizt. Þeir töldu fráleitt að það gæti orðið fyrr en í ágúst og sennilega ekki fyrr en undir miðjan þann mánuð. Þetta táknar það að ekki verður sleg- ið nema einu sinni það sem venjulega er slegið tvisvar. Og þegar svo kalblettimir bætast við, þá verður mjög lítiS um hey. Ekki er ísinn enn farinn af þessum slóðum. Og fara allstór ísrek fram og aftur eftir vind- áttum um sjöinn. I gær var Steingrímsfjörður lokaður af ís. Þó komust færábátar út. Isinn hrellir þá, en útlit er fyrir sæmi legan afla á færi. Svo seint tek- ur snjó upp, að aðalleiðin til Barðastrandasýslu, um Trölla- tunguheiði, var ekki rudd fyrr en fyrir fáum dögum. Sum tún eyðilögð í ár Benedikt á Staðarbakka sagði aS í Miðfirði og í nágrenninu væri mikið kal á mörgum bæj- um, þó það væri dálítið mis- jafnt. Eru sum tún að sjá eyði- lögð í þetta sinn, sérstaklega nýlega ræktað land. En gömlu túnin virðast standa sig betur. Hefur það aldrei komið fyrir á þeim slóðum, að svona mikið kali. Fyrir utan kalið, sag'ði Benedikt að menn gerðu sér vonir um að annars staðar sprytti, ef nú gæti hlýnað. Hvergi er byrjaður sláttur og byrjar varla fyrr en eftir hálf- an mánuð. Enn er ísinn inni á öllum fjörðum og æði kulda- legt, sagði Benedikt. Plægja upp kalblettina og sá aftur Þá átti Mbl. tal við Siggeir í Holti á Síðu. Hann sagtii að á Síðunni væri spretta slæm, og yrði ekki almennt farið að slá fyrr en upp úr miðjum mán- uði, þó einstaka maður væri að byrja. En ástandið væri þar ekki svo tiltakanlega slæmt, mið að við annars sta’ðar. Aftur á móti væru mikil brögð að kali í Skaftártungunni. Hefðu sumir tekið _það ráð að plægja upp og sá aftur. Á Flögu væri t.d. búið að taka þannig fyrir stórt stykki af túni. Mikill kuldi, en menn vongóðir Kristján í Vogum í Mývatns- sveit sagði að sjálfsagt væri ástand verra en í Mývatnssveit- inni. Viða væri að vísu kal, bæði nýtt og gamalt, en sums staðar væri farið að spretta, og liti ekk ert illa út með sum túnin. Þó er enn kalt, snjóaði í fjöll í fyrrinótt og var ekki nema tveggja stiga hiti bæði í gær- morgun og fyrrakvöld. Taldi Kristján að ef þornaði, þá mundi standa til bóta með sprettuna. strax á 15 m dýpi, og verður því byrjað á annarri holu skammt frá. Þessi mikla gufa í gömlu hol- unni á Reykjonesi bendir til þess, að hún hafi eitthvað breytt sér síðan hún var grafiin. Virð- ist hafa komið sprunga í gegn- um holuna í jarðskjálftunum í vetur. En sjaldan er nokkur kraftur í hita svona rétt undir yfirborðinu, að því er ísleifur Jónsson verkfræðingur sagði okkur. Þessi hola var 10 —12 ára gömul, um 160 m djúp og hefur verið opki og blásið síðan hún var boruð. Hún er austur af Reykjanesvita, við veginn til Grindavíkur. Var búið að steypa í efsta hluta holunnar, þegar þessi mikla gufa kom. Er nú verið að byrja á annarri holu í um 200 m fjarlægð frá henni. í Námaskarði er ætlunin að bora 700 — 1000 metra niður, að því er ísleifur tjáði Mbl. Norðurlandsborinn hefur verið við Námafjall síðan í fyrra. Búa bormenn sig undir að bora þarna 2 — 3 holur, en það fer þó eftir árangri hve margar þær verða. Næg not eru fyrir jarð- hitann, því auk þess sem fyrir- hugað er að byrja á fyrstu gufu- rafstöðinni á Islandi þarna í haust, þá kemur Kísiliðjan til með að þurfa meiri orku seinna. Hallg rí mskirkju gefið listaverk í DAG, 3. júlí, eru liðin hundrað ár síðan Ásgeir Eyþórsson, fyrr- um kaupmaður á Kóranesi og Kosningaúrslitin í YFIRLITINU um úrslit forseta kosninganna í blaðinu í gær var atkvæðatala Gunnars Thorodd- sens sögð hin sama í Suðurlands kjördæmi og í Reykjaneskjör- dæmi, en Gunnar hlaut 3161 at- kvæði í Suðurlandskjördæmi. hent Hallgrímskirkju í Reykjavík dýrmæta og fagra gjöf, til minn- ingar um þau. Er það helgimynd úr steindu gleri, gerð í Englandi, af sömu meisturum og gerðu gluggana, er nú prýða Bessa- staðakirkju. Er hún hinn vand- aðasti gripur. Myndin er síðasta stórverk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, og kom hún fullunn- in til landsins eftir lát lista- mannsins. Það er enn ekki ákveðið, hvar myndinni verður fyrir komið í kirkjunni til frambúðar, en sú ákvörðun verður gerð í samráði við gefendurna. En allir, sem að Hallgrímskirkju og hennar mál- um standa, eru þakklátir gefend- unum fyrir rausn þeirra og góð- vild til kirkjunnar, sem kemur fram í því, að þeir vilja minnast látinna foreldra eða forfeðra sinna á einum merkisdegi ættar- innar með því að gefa slíka minn ingargjöf til Haillgrímskirkju. (Frétt frá Hallgrímskirkju í Reykjavík). Straumsfirði, fæddist. Hann var faðir Ásgeirs, forseta íslands, og þeirra systkina. í tilefni af þessu aldarafmæli hafa afkomendur Ásgeirs Eyþórssonar og konu hans, Jensínu Matthíasdóttur, af- Nýir eigendur að Ferstiklu - NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri Ferstiklu og hafa þeir tekið upp nokkrar nýjungar í rekstri staðarins. Sú helzta er, að sett hafa verið mjög góð Dalamenn unnu sveitnkeppni í skúk LOKIÐ er nú forkeppni í sveita keppni UMFÍ í skák. Um síðustu helgi kepptu þrjú héraðssam- bönd á Blönduósi, þ.e. Ung- mennasamband Austur-Húnvetn inga, Ungmennasamband Dala- manna og Ungmennasamband Skagafjarðar. Leikar fóru þannig að UMSD og USAH gerðu jafntefli 2:2, UMSS og USAH gerðu einnig j afntefli 2:2, en UMSD vann UMSS með 3:1. Dalamenn fengu þannig samtals 5 vinninga, Aust- ur-Húnvetningar 4 og Skagfirð- ingar 3 vinninga. í sigursveit UHSD voru Gisli Gunnlaugsson, Guðmundur Sigursteinsson, Jó- hann Þorsteinsson og Ólafur Jó- hannsson. Margir kunnir skák- menn hafa tekið þátt í keppn- inni, t.d. var Jónas Halldórsson í liði Húnvetninga og Freysteinn Þorbergsson í sveit Skagfirðinga Áður höfðu Ungmennasam- band Eyjafjarðar og Ungmenna- samband Kjalarnesþings unnið sér rétt til þátttöku í úrslita- keppninni og keppa þau því ásamt Ungmennasambandi Dala manna á Landsmótinu á Eiðum 13,—14. júli. hljómburðartæki í gamla veit- ingaskálann og munu verða þar um helgar í sumar dansleikir og leikið undir af plötum. Verður fyrsti dansleikurinn n.k. föstu- dagskvöld. Eins og áður verður veitinga- sala í skálanum niður við veg- inn og er þar opið allan sólar- hringinn. Gefst þar vegfanend um kostur á alls konar heitum mat. Þá verður einnig hægt að fá nestispakka til lengri og skemmri ferðalaga. f gamla veitingaskálanum verð ur og starfrækt veitingasala. Er þar góð aðstaða til þess að taka á móti ferðahópum, en þar verð ur að panta matinn fyrirfram. Sagði framkvæmdastjórinn Hall dór Júlíusson við fréttamenn, er þeim var boðið að njóta gest- risni staðarins, að gamli veit- ingaskálinn yrði ekki starfrækt ur sem veitingasala nema fyrir slíka hópa. Hann sagði einnig, að vínveitingar væru ekki, en þó myndu ferðahópar geta fengið vínveitingaleyfi. Að Ferstiklu verður einnig hægt að fá veiðileyfi í Þóris- staðavátni, sem er þar skammt frá. — ......litrík og litglöð Framhald af bls. 24. myndin síung, litrík og lit- glöð og hefur þann eigin- leika að njóta sín ágætlega bæði í dagsbirtu og við ljós. Á vetrarkvöldum fyllir hún stofuna líka af birtu og blómaskrúði. — Hvað finnst þér um þessa Kjarvalssýningu? — Það er reglulega gaman að sjá þessa fjölbreyttu og þó persónulegu Kjarvals- sýningu, fyrirmannlega og hófsamlega. Svona á Kjarval eftir að lifa í beztu og per- sónulegustu verkum sínum. — Nú mun ekki vera til nein heildarskrá yfir verk Kjarvals. — Um það var einu sinni rætt í menntamálaráði, að láta gera fræSilega mynda- skrá um verk Kjarvals og er enn framundan, ef nógu kunnugir menn fást til sam- vinnu um slíkt heimilda- verk og líklegt þykir, að það sé framkvæmanlegt til fulls. Fyrir löngu töluðum við Kjarval saman um slík efni í útvarp og einu sinni — það var heima hjá honum — sagði hann mér langt mál um listir og listamenn, skyn- samlegt og skemmtilegt. En það verður ekki rakið í svip fyrir framan þessa mynd. Það er líka meira en nóg að hafa ánægjuna af því að skoða þessa fallegu sýningu. - BRETAR Framhald af bls. 1. Ekkert hefur enn verið látið uppi um hvort Ray muni áfrýja málinu, en talið er víst að hann muni gera það. Getur hann fyrst áfrýjað málinu til hæsta- réttar. Staðfesti hæstiréttur dóm undirréttar getur Ray á- frýjað til lávarðadeildarinnar. Framsalsheimildin var veitt á tveimur forsendum, að Ray væri glæpamaður á flótta frá morðákæru og dómi fyrir rán. Veðurspáin kl. 22 í gærkv.: Um 600 km. S-SA af Hvarfi er alldjúp lægð, en hæða- hryggur á Grænlandshafi. — Færist hvort tveggja hægt í austur eða NA. Veðurhorfur: Súðvesturland og miðin: Hæg breytileg átt, léttskýjað. Faxaflói til Vest- fjarða og miðin: V-gola, þurrt en víðast skýjað. Norð- urland og miðin: V-gola, létt- skýjað. NA-Iand og miðin: NV-gola, þokuslæðingur á miðunum, en víðast léttskýj- að. Austfirðir, Súðausturland og miðin: Hægviðri og þurrt en víðast skýjað. Norðaustur- djúp og Austurdjúp: Vestan 2—4 vindstig, skýjað og sums staðar dálítil súld. Veðurhorfur á fimmtudag: Hæg, breytileg átt, þurrt veð- ur, víða skýjað við sjóinn, en yfirieitt bjart veður í inn- sveitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.