Morgunblaðið - 10.07.1968, Page 8

Morgunblaðið - 10.07.1968, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 106« 8 SÖNGMÓT UM SÓLSTÖOUR MÝVATNSBRÉF FRÁ KRISTJÁNI ÞÓRÓLFSSYNI, BJÖRK Björk, Mývatnssveit, 28. júní SÖNGMÓT Heklu, sambands norðlenzkra karlakóra, hið 10., var haldið um síðustu helgi, á Húsavík, í Mývatnssveit, og Skagafirði. Alls tóku 9 karlakór- arar þátt í mótinu að þessu sinni, Karlakór Akureyrar ,söngstjóri Guðmundur Jóhannsson, Karla- kór Bólstaðarhlíðarhrepps, söng- stjórar Jón Tryggvason og Gest- ur Guðmundsson, Karlakór Dal- víkur, söngstjóri Gestur Hjör- leifsson, Karlakórinn „Feykir", söngstjóri Árni Ingimundarson, Karlakórinn „Geysir", söngstjóri Jan Kisa, Karlakórinn „Heimir", söngstjóri Jón Björnsson, Karla- kór Mývatnssveitar, söngstjóri Örn Friðriksson, Karlakór Reyk- dæla, söngstjóri Þóroddur Jón- asson og Karlakórinn „Þrymur", söngstjóri Sigurður Sigurjónsson. Hekla, Samband norðlenzkra karlakóra, er stofnað árið 1934. Stjórn sambandsins skipa nú: Ás- kell Jónsson, formaður, Þráinn Þórisson, ritari og Árni Jóhann- esson, gjaldkeri. Söngmót sambandsins hafa áður verið haldin sem hér segir: Á Akureyri 1935, Laugum og Húsavík 1936, Akureyri 1938, 1940 og 1944, Akureyri, Húsavík og Laugum 1948, Akureyri og Skagafirði 1953, Akureyri og Mývatnssveit 1957 og Akureyri og í Húnavatnssýslu 1963. Varla er hægt að segja að veðr ið hafi verið hlýlegt hér móts- dagana. Á laugardagsmorgun, þegar kórarnir voru að leggja af stað til Húsavíkur, var jörð al- hvít, norðan átt og éljagangur. Ekki var sérlega sumarlegt um að litast á Húsavík, hafísinn dreifður um allan Skjálfandaflóa og Húsavíkurfjall grátt niður að rótum. Betur rættist þó úr veðr- inu en áhorfðist um morguninn, sólin fór að skína, og snjóinn tók upp, er á daginn leið. Þótt svalt væri úti, var vissulega gott að koma í nýja félagsheimilið á Húsavík. Ekki er enn nema hluti af þessu húsi fullgerður, m.a. er aðalsamkomusalur hússins ófrá- genginn. Á Sjómannadaginn sl. héldu sjómenn á Húsavík sam- komu í þessum sal. Áður var bú- ið að laga þar til, og koma fyrir ýmsum táknrænum hlutum við- komandi útgerð. Var þetta að mörgu leyti frumlegt og fór vel við umhverfið. í þessum stóra sal setti Áskell Jónsson, formað- ur sambandsins, 10. söngmót Heklu með nokkrum orðum. Fyrst sungu allir kórarnir sam- an „Hefjum glaðir Heklusöng, hjartaslögin undir taka“, eftir Jónas Tryggvason, lag eftir Ás- kel Snorrason. Laginu stjórnaði Páll H. Jónsson. Síðan söng hver kór sín sérlög, 3-4. Að því loknu söng samkór Þingeyinga þrjú lög, þ.e. Þrymur á Húsavík, Karlakór Reykdæla og Karlakór Mývatnssveitar. Síðast sungu all- ir kórarnir saman þjóðsönginn, stjórnandi var Jónas Helgason á Grænavatni. Jónas var heiðurs- söngstjóri á þessu móti ásamt Friðrik A. Friðrikssyni, en hann gat því miður ekki verið við- staddur vegna anna. Jónas á Grænavatni stjórnaði Karlakór Mývatnssveitar og Friðrik A. Friðriksson karlakórnum „Þrym“ fjölmörg ár. Mættu þeir þá með kóra sína á Heklusöngmótum. Að loknum samsöng á Húsa- vík, sem tók um tvær og hálfa klukkustund buðu kórfélagar á Húsavík, í Reykjadal og Mývatns sveit öllum söngbræðrum úr kór- unum vestan Vaðlaheiðar ti! kvöldverðar á heimilum sínum. Kl. 9 um kvöldið var annar sam- söngur mótsins í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Aðsókn var frá- bær, eða eins og húsrými frekast leyfði og undirtektir áheyrenda voru mjög góðar. Þar með lauk söngmótinu þennan dag, og kór- arnir héldu af stað heimleiðis. Sunnudaginn 23. júní var vetr- arlegt hér á Norðurlandi. Þegar þeir kórar lögðu af stað kl. tíu um morguninn, er lengstu leið áttu fyrir höndum, gekk á með dimmum éljum, og frostið var tvö stig í byggð. Svipað veður hélzt allan daginn. Um kvöldið var komið snjóföl á jörð. Þótt ekki bæri bjart yfir Skagafirði þennan dag var hinsvegar mjög ánægjulegt að koma inn í hið stórglæsilega félagsheimili þeirra Miðgarð. Mega þeir sannarlega vera stoltir af að eiga slíka fé- lags- og menningarmiðstöð. All- ur er frágangur' þarna, bæði úti og inni, með þeim ágætum og til fyrirmyndar að á betra verð- ur ekki kosið. í þessu myndarlega heimili tóku karlakórarnir í Skagafirði á móti aðkomukórun- um með veglegu kaffisamsæti, er hófst kl. 16. Mikill fjöldi sat þessa veizlu, margar ræður voru fluttar og mikið sungið undir stjórn Áskels Jónssonar. Veit- ingar voru allar með miklum myndarbrag, og báru vitni um skagfirzka rausn og höfðingsskap. Ekki er að efa, að skagfirzkar húsmæður og heimasætur hafa mikið lagt á sig við undirbúning þessarar glæsilegu veizlu. Kl. 9 um kvöldið hófst þriðji og síðasti samsöngur mótsins í Miðgarði. Þetta stóra hús var þéttskipað og undirtektir áheyr- enda mjög góðar. Síðast sungur allir kórarnir saman Heklusöng- inn undir stjórn Páls H. Jóns- sonar og þjóðsönginn, sem Jón Björnsson stjórnaði. Allur söng- urinn var hljóðritaður. Að lok- um ávarpaði Áskell Jónsson, for- maður Heklu, alla viðstadda, þakkaði þeim komuna, og óskaði öllum góðrar 'heimferðar, og sleit síðan 10. söngmóti Heklu. Það verður vissulega að telj- ast mikið afrek að koma á svo f dag á hann áttatíu og fimm ára afmæli, gamli heiðursmaður- inn og sævíkingurinn, Páll Páls som, skipstjóri og útvegsmaður í Heimabæ í Hnífsdal. f rúm 70 ár hefur hann ýtt bát úr vör, fyrst litlum árabátum, síðan opn um vélbátum og loks stærri þil- farsbátum. Alltaf hefur Páll Pálsson verið á sjónum. Nú síð- ustu árin rær hann lítilli trillu fram í Djúpið, stundum með kola net eða grásleppunet, stundum með færi eða línu. Hann er í áratugi skipstjóri á þilfarsbát- um frá Hnífsdal, er heppinn og aflasæll skipstjóri, traustur og djarfur, sækir sjóinn fast og er brautryðjandi í byggðarlagi sínu, ásamt bræðrum sínum og frændum. Síðar tekur hann þátt í útgerð stærri skipa. En þá eru synir hans teknir við skipstjórn. Það er margsögð saga og kunn, að fáir staðir á íslandi hafa lagt fram jafn marga af- burða aflamenn og sjósóknara og Hnífsdalur. f þessu þrjú hundruð íbúa kauptúni er svo að segja hver einasta starfhæf hönd starfandi að útflutnings- framleiðslu. Framlag þess til sköpunar gjaldeyris og þjóðar- auðs er þessv.egna stórt. Páll Pálsson í Heimabæ er dæmigerður fulltrúi þeirrar kyn slóðar, sem með frábærri atorku og dugnaði brauzt frá fátækt til bjargálna og lagði grundvöll að nútíma þjóðfélagi á íslandi. Þessi kynslóð unni sér aldrei hvíldar. Hún stritaði nótt sem nýtan dag. Þeim, sem nú lifa finnst mörgum þetta hafa verið sálarlaust og tilgangslaust strit. En sannleikurinn er þó sá, að þessi harka var óhjákvæmileg. Atvinnutækin voru frumstæð og allt varð að byggja upp. Ekkert var til, ekki bryggja, ekki brú, ekki vegur. Aldamótakynslóðin tók við landinu lítt numdu. Saga hins nýja landnáms verður ekki rak- in hér. En menn með skapgerð Páls Pálssonar voru framherjar þess. Óbilandi kjarkur, harka og þrautseigja voru höfuðþættir hennar. En þetta var það, sem ruddi braut nýjum og betri tíma. Merkur Hnífsdælingur, Valde- mar Bjöm Valdemarsson fræði- maður, sem skrifaði Arnardals- ætt, mesta ættfræðirit á íslandi segist hafa skrifað hana í þakk- lætisskyni fyrir afrek forfeðra fjölmennu söngmóti sem þessu, slíkt krefst að sjálfsögðu mikils undirbúnings. Flestir kórfélagar hafa ýmsum erfiðum störfum að gegna, margar og strangar æfing- ar verða þeir að sækja, og sum- ir um langan veg. Þrátt fyrir allt fullyrði ég að þetta söngmót Heklu tókst ágætlega, og var öll- um til sóma er að stóðu, og þátt- takendum til mikillar ánægju. — Kristján. sinna, í þakklætisskyni fyrir það að þeim tókst að sigrast á erfið- leikunum og opna dyr nýs og betri tíma. Þetta er vel mælt og drengi- lega og vel þess vert að eftir því sé munað, þótt einhverjir kalli það vafalaust karlagrobb. En þetta átti aðeins að vera örstutt heillaósk til gamals vin- ar, sem sakir skapfestu, dugnað- ar og drengskapar verðskuldar þakkir og virðingu allra. Heima- byggð og hérað Páls Pálssonar þakkar honum mikilsvert braut- ryðjanda starf. Vinir hans, ætt- ingjar og venzlafólk þakka hon- um tryggð og umhyggju um leið og þeir biðja honum blessunar á efri árum. Páll Pálsson notar áttugasta og fimmta afmælisdag sinn til þess að taka sér nokkurra daga orlof. Hann er að skoða land- ið sitt, og að því er ég veit bezt ætlaði hann sjóleiðina umhverf- is hólmann. Svo kemur hann heim í Hnífsdal og fer á sjóinn aftur. Fiskurinn er vonandi genginn í Djúpið, þó hann gangi nú ekki eins langt inn og í gamla daga. — Lifðu heill og sæll, gamli vinur og félagi. S.Bj. I ----------------- IMjósnari dæmd- ur í Danmörku Kaupmannahöfn, 9. júlí. NTB AUSTUR-ÞÝZKI verkfræðingur inn Gustav Haase var í dag dæmdur til tveggja og háifs árs fangelsisvistar fyrir njósnir. Dóm urinn var kveðinn upp í héraðs- réttinum í Lyngby og lagði dóm- arinn áherzlu á það, að tekið færi tillit til þess að verknaður Haases hefði ekki haft í för með sér mikla hættu fyrir hagsmuni Danmerkur. Haase viðurkenndi fyrir rétt- inum að hafa staðið í sambandi við austur-þýzkt njósnakerfi, sem verið var að koma á fót í Dan- mörku og Svíþjóð og hefði hann meðal annars haft umsjón með radíótækjum, sem grafin voru í jörðu víðsvegar í báðum lönd- unum. Þetta njósnamál komst upp í byrjun þessa árs, þegar leyni- þjónustur Danmerkur og Sví- þjóðar létu til skarar skríða eftir að hafa fylgzt með Haase í mörg ár. Véltæknifræðingur óskar eftir atvinnu strax. Tilboð merkt: „8427“ sendist blaðinu. Tilboð óskast í frágang fjölbýlishúsalóðar nr. 49 — 51 — 101 — 103 og 105 — 107 við Háaleitisbraut skv. fyrirliggjandi teikningu og verklýsingu. Tilboð berist fyrir 18. júlí til Óla Runólfssonar, Háaleitisbraut 49, sem gefur allar nánari upplýsingar. Sími: 33277. Rýmingarsala Aðeins í 3 daga. — Mikil verðlækkun. GLUGGINN Laugavegi 49. K.S.Í. Í.S.Í. LAUGARDALSVÖLLUR Norðurlandamót unglinga í knattspyrnu heldur áfram í kvöld miðvikudaginn 10. júlí og hefst kl. 7 e.h. þá leika: Danmörk — Pólland Dómari: Rafn Hjaltalín. Strax að leik loknum hefst leikur milli íslendinga og IMorðmanna L>ómari: Guðjón Finnhogason. Verð aðgöngumiða: Barnamiðar kr. 25.00, stúku- sæti kr. 100.00 og gilda miðarnir á báða leikina. KN ATTSP YRN USAMB ANDIÐ. TILBOÐ óskast í Willys Tuxedo ’66 í því ástandi sem bifreiðin er eftir veltu. Upplýsingar í síma 14382. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til sölu Mercedes Benz 190 og ’62. Má greiðast að mestu eða öllu leyti með skuldabréfum. Er í góðu standi. Opel Record árg. ’66 ekinn 8—9 þús. km. Fæst á góðu verði. Upplýsingar í síma 17730 frá kl. 12:30 til 2:30 í dag, til sýnis í Mávahlíð 16. Upplýsingar næstu kvöld í síma 52157. 85 oro f dag: Páll Pálsson útvegs- maður, Hnífsdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.