Morgunblaðið - 10.07.1968, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.07.1968, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 106« 13 Hvernig er þetta unga fólk og hvaðan kem ur það ? Næturdvöl í einum kennslusal a Svartaskóla. 4. GREIN ÞÆR staöhæfingar sem fram hafa komið, að róttæku stúd- entarnir í Vesturheimi séu mestan part misheppnaðir ung- lingar, sem ekki nenni að sinna námi, atvinnuleysingjar eða heimskir letingjar, eiga sér yf- irleitt enga stoð. Flestir þess- ara manna eru vel gefnir og hafa góða menntun. Að visu geta mislitir sauðir slæðzt inn- an um, en í flestum löndum er kjarni þeirra gæddur gáfum vel umfram meðallag. Þetta eru ungir menn og konur, sem gætu, ef þau hefðu áhuga á því, notað hæfileika sína til þess að komast til áhrifa innan hins hefðbundna þjóðfélags og stjórnskipunarkerfis, sem þau nú berjast gegn. Margir eru ekki aðeins ,,stúdentar“ held- ur „akademikerar", einskonar atvinnustúdentar, einkum í löndum þar sem ekki eru sett tímatakmörk fyrir háskólavist. Þeir nema gjarna fleiri greinar en eina og vinna fyrir sér á milli, ef þeir þurfa þess með, án þess að slíta böndin við há- skólann. Aðrir hafa á einn eða annan hátt dregizt inn í virk- ar inótmælahreyfingar eða bar- áttu, i Englandi gegn kjarn- orkuvopnum, i Bandarikjunum fyrir auknum réttindum blökkumanna og síðan orðið kyrrir þótt vandamálin og bar- áttumálin hafi orðið önnur. Þessar hreyfingar eru sem áður sagði samsettar af marg- víslegum öflum og að þeim liggja margbreytilegar hug- myndir. Ýmislegt er þó ein- kennandi fyrir þær, m.a. koma stúdentarnir oft úr ákveðnum þjóðfélagsstéttum eða hafa al- izt upp við svipaðan hugmynda heim. í Afríku, Brazilíu, Chile og Panama, svo nokkur lönd séu nefnd, koma byltingarsinn- ar oftast utan af landinu eða frá smábæjum og eru af fjöl- skyldum ,er hafa haft litlar eða takmarkaðar tekjur og tekju- möguleika. Stúdentar, sem koma úr yfirstéttum vanþró- uðu ríkjanna hneigjast fremur til að styðja ríkjandi valdhafa og halda ekki uppi hörðum mótmælum. í Evrópu og Banda ríkjunum koma byltingarsinn- ar aðallega frá miðstéttum. í löndum mótmælenda og áhrifa svæðum engilsaxa eru lækna- stúdentar tíðum heldur íhalds- samir. í Suður-Ameríku og ýmsum öðrum kaþólskum landsvæðum eru þeir venju- lega til vinstri ,sennilega vegna þess, að kirkjan heldur gjarna uppi andstöðu við vísindin og almennar tryggingar og heil- brigðiseftirlit er ekki eins öfl- ugt og í löndum mótmælenda. Stúdentar, sem lesa lög í Bandaríkjunum, eru yfirleitt ekki háværir. f>eir líta svo á, að þeir séu að búa sig undir virðingarverð hlutverk í þjóð- félaginu og vilja gjarna við- halda þeim forréttindum, og frama-möguleikum, sem stétt þeirra hefur haft. í löndum, þar sem lögfræðin er í meira mæli talin hluti þjóðfélagsvís- inda og rekin á heimspekilegri grundvelli, eru lögfræðistúdent ar oftar vinstri menn og jafn- vel mjög róttækir. í Evrópu og Bandaríkjunum er flesta vinstri menn að finna meðal þeirra, sem lesa tungu- mál, þjóðfélagsfræði, sálfræði, bókmenntir, nema listgreinar ýmiss konar og. þess háttar. Það má rekja til ýmissa or- saka, en sennilega er þar þungt á metunum að þessar háskóla- deildir eru oftast allt of þétt- setnar og mikill skortur hæfra kennara, — ennfremur, að stúdentar í þessum greinum eiga sér ekki eins vísa atvinnu- möguleika að námi loknu og þeir, sem stunda vísindanám. H'utverk þeirra í þjóðfélaginu er ekki eins augljóst og afmark að og hlutverk tækni- og vís- indamanna. Enn kemur það til að þessar greinar þjálfa menn í að gagnrýna, skilgreina og endurbæta þjóðfélagið og er þá eðlilegt, að þeir dragist að öðr- um, sem áhuga hafa í þær átt- ir. í þessar deildir háskóla- anna safnast einnig fólk, sem leitar lausna á eigin vandamál- um engu síður en vandamálum þjóðfélagsins, fólk, sem e.t.v. er viðkvæmara, hrifnæmara, flóknara í hugsun og eðli og lítur ekki vandamálin eins ein- földum augum óg nemendur í vísindum .Finnist þessu fólki fræðslan í háskólanum örvandi og áhugavekjandi, verður hún þeim sterk freisting að hefjast handa um úrbætur sem fyrst. Finnist þeim á hinn bóginn kennslan einihliða, sem er miklu algengara, verða iþeir eirðarlausir og uppreisnargjarn ir, þeim finnst þeir sviknir. í báðum tilfellum líta þeir með gagnrýni til þeirra sem fást við vísindi og tækni, til manna þessarar nýju stéttar, sem þeir segja framleidda á færibandi til þess að þrengja enn klafana, sem tækniþjóðfélagið og nú- tímavísindin leggi á mannssál- ina. í valdabaráttunni innan þjóðfélagsins finnst þeim, er nema húmanísk fræði og þjóð- félagsfræði, að þeir standi ein- ir og óstuddir og þeir verða órólegir og öryggislausir. „Börnin sem alltaf voru tekin upp4t ? Menntamenn í Bandaríkjun- um hafa undanfarið reynt að kanna og gera sér grein fyrir uppruna hinna róttæku vinstri manna þar. Þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir séu yfirleitt góðum gáfum gæddir og komi úr efri mið- stéttum; foreldrar þeirra eru gjarnan frjálslyndir og jafn- vel hneigðir til vinstri og hafa oft verið börnum sínum eftir- látssamir uppalendur. Oft eru þeir mótmælendatrúar eða Gyð ingar. David nokkur Riesman segir, þegar hann talar um hið frjálsa uppeldi þeirra, að bylt- ingarmennirnir séu „börnin sem alltaf voru tekin upp“ og á þá við, að þeir séu börnin, sem allt var látið eftir, böm- in, sem tekin voru upp úr vöggu sinni, þegar er í þeim heyrðist, börnin sem eru því vön, allt frá barnæsku, að fljótt sé orðið við kröfum þeirra. Þeir, sem hafa fylgzt með starfsemi stúdenta í Bandaríkj- unum segja, að margt bendi til þess, að hinir róttæku geri ekki uppreisn gegn foreldrum sín- um, þeir þurfi þess ekki, því að foreldrarnir leggi engin bönd á þá. Hinsvegar virðist þeir oft leita þess sem þeir telja, að foreldrana hafi skort. Sálfræðingur einn skrifar: Ef segja má, að finna megi ein- hvern sálfræðilegan þráð, er gengur gegnum starfsemi stúd- entanna, þá er það einmitt, að þeir líta á heim foreldranna sem sinn eigin, Þegar þeir gagnrýna foreldrana gagnrýna þeir ekki það, sem foreldrarn- ir trúa á, heldur að þeir skuli ekki sjálfir lifa í samræmi við þær skoðanir og þau verðmæti, sem þeir innræti börnum sín- um. Hér má finna hliðstæðu við kommúnistaríkin þar sem stúd entarnir krefjast þess, að flokkskerfið sýni í verki, að það starfi samkvæmt þeim hug sjónum, sem það segist bera fyrir brjósti og að sýnt sé í verki það frelsi og þær trygg- ingar um réttindi, sem kveðið er á um í stjórnarskránni. * Oskipulegar augnabliks- aðgerðir Róttæku stúdentarnir 1 Frakklandi, V-Þýzkalandi, Bretlandi og Japan og öðrum þróuðum iðnaðarríkjum eru mjög svipaðir þeim róttæku í Bandaríkjunum. Þeir eru yfir- leitt greindir vel, úr efri mið- stéttum og nema þjóðfélagsvís- indi eða húmanísk fræði. Þeir hafa e.t.v. ekki jafn eindregið samþykki foreldranna og í Bandaríkjunum, en feti þó oft í þeirra fótspor á einn eða ann- an hátt. Lítum á Peter Brandt, sem berst gegn stjórnskipulag- inu í Vestur-Berlín enda þótt faðir hans sé einn af hornstein- um þess. Hann er þar í raun og veru að feta í fótspor föður síns, hornsteinsins sjálfs, sem Framhald á blg. 14 Stúlkur hafa ekki latio siu eftir liggja í barattu stúdenta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.