Morgunblaðið - 10.07.1968, Page 14

Morgunblaðið - 10.07.1968, Page 14
14 MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLl 196« - STUDENTAR Framhald af bls. 13 barðist gegn nazismanum, hin- um ríkjandi valdaaðila, er hann var ungur maður. Daniel Cohn Bendit, sem kom svo mjög við sögu í óeirðunum 1 Frakklandi á dögunum, hefur numið þjóðfélagsfræði í París. Foreldrar hans flúðu frá Þýzka landi undan stjórn nazista: J>eir eru nú látnir; hann stend- ur einn uppi 23 ára að aldri, en nýtur styrks frá þýzka rík- inu og hyggst verða lögfræðing ur, er tímar líði. Co-hn Bendit er sérkennilegt dæmi um mann, sem er í senn umbóta- sinni og byltingarsinni. Hann talar alltaf um þörf þess að steypa borgaralegum stjórnum af stóli og beita valdi, ef nauð- t Guðmundur Guðmundsson frá Höfn, Dýrafirði, andaðist að Hrafnistu aðfara- nótt þriðjudagsins 9. júlí. Börn og tengdabörn. t Hjartkær móðir mín, tengda- móðir og amma, Jónína Baldvinsdóttir lézt á Landspítalanum 9. júlí. Jarðarförin ákveðin síðar. Vignir B. Árnason, Sigrún Langelyth og böm. t Elskuleg eiginkona mín, Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir frá Reykjahlíð, lézt að heimili sínu, 7. júlí sl. Fyrir hönd aðstandenda. Gestur Guðmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Þuríður Pálsdóttir frá Skógum andaðist á Borgarsjúkrahús- inu 9. júlí. Jarðarförin aug- lýst síðar. K jartan Ólason Páll Ólason Kristín Matthíasdóttir Súsana Stefánsdóttir Sigurveig Pálsdóttir. t Elsku litli drengurinn okkar Þorlákur sem lézt af slysförum 4. júlí sl. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 10,30 f.h. Svala Veturliðadóttir Richard Þorláksson. syn krefur, gegn arðránsmið- stöðvunum; — en hann er einnig fús að samþykkja end- urbætur og eftirgjafir sem um- bótatákn, jafnvel þótt þær séu ekkert takmark í sjálfu sér. Eins og Dutchkie og aðrir slíkir trúir hann ekki á neitt sérstakt þjóðfélagsform, hann trúir á þjóðfélag, sem sé í stöðugri breytingu og þar sem byltingar verði í sífellu. Eins og David Adelstein, einn af forystumönn um brezkra stúdenta dreymir hann um, að sá tími komi þeg- ar ekkert bil er lengur midli stúdenta og verkamanna, vegna þess að þá hafi allir tíma til þess að gera hvort- tveggja, að starfa og stunda nám í senn. Bendit hefur orðið fyrir sterkum áhirfum af Marx og Lenin ,en hann hafnar bylt- ingunni sem múghreyfingu, er fámennur hópur stjórnar. Bylt- ingarminnihlutinn verður að hans áliti sífellt að vera bylt- ingarmenn ekki skipuleggjend- ur. Hann segir, að hreyfing hinna róttæku eigi styrk sinn að þakka því, að hún byggi á óskipulögðum augnabliksað- gerðum, er hún veiti í allan sinn kraft, án þess að reyna að stjórna eða notfæra sér frek ar þau öfl, sem hún hafi leyst úr læðingi. Eins og Debray lítur hann svo á, að aðgerðir komi fyrst t Faðir okkar, Júlíus Jakobsson frá Sæbóli, Grundarfirði, ver’ður jairffeettur fimmtudag- inn 11. þ.m. kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju. — Blóm af- beðin, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysavamafélag íslands. Böm hins látna. t Móðir mín, Ólöf B. Jónsdóttir Silfurgötu 9, ísafirði verður jarðsungin frá ísa- fjarðarkirkju föstudaginn 12. þ.m. kl. 2 e.h. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna. Þórir Þórisson. t Móðir okkar Guðrún Þorsteinsdóttir frá Bergstöðum verður jarðsett að Hmna 12. júlí kl. 2. Kveðjuathöfn verð- ur í Dómkirkjunni sama dag kl. 9.30. Bílferð verður að lokinni kveðjuathöfn. Börn hinnar látnu. t Eiginkona mín, móðir, tengda móðir og amma Hansína Ingibjörg Kristjánsdóttir Laugarásvegi 54, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 1.30. Guðmundur Helgason Guðríður Guðmundsdóttir Einar G. Ásgeirssoon Ámar Guðmundsson Sigríður Guðmundsdóttir Louis Guðmundsson og barnabörn. síðan hugsjónimar, enda skapi aðgerðirnar hugsjónir. Megin- tilgangur hans í augnablikinu er að steypa stjórnum af stóli. Síðan reiknar hann með því að vinstri menn taki völdin. En verði sú vinstri stjórn á borð við stjórn Harolds Wil- sons, sem ekki hafi gert annað en smábreytingar í Bretlandi, muni vinstri öflin halda áfram baráttunni og ekki hætta fyrr en þau hafi fengið á komið verulegum breytingpm, — hverjar þær breytingar eiga að vera greinir hann ekki nánar. Á hinn bóginn hefur Bendit eins og margir aðrir róttækir stúdentar litla trú á kommún- istum og ber litla virðingu fyr- ir þeim. Þó fylgir hann þeirri stefnu að krefjast algers að- igerðarfrelsis fyrir vinstri menn en sýna hvorki umburð- arlyndi né samúð þeim, er hafi sjónarmið hlynnt Bandaríkja- mönnum eða „fasistum11 eins og hann kemst að orði. Þetta kemur fram á einfaldan hátt í ræðum hans — Bendit er snjall ræðumaður og á gott með að kveða sér hljóðs, hljóð- nemalaust. — Þar segir • hann einfaldlega: „Kapitalíska þjóð- félagskerfið verður að hverfa og stúdentar að neita að taka þátt í því, neita að taka að sér þau hlutverk, sem það hefur ætlað þeim að inna af hendi“. Að brjóta upp þjóðfélagið í sífellu Það er á hinn bóginn ekki auðhlaupið að því að halda starfandi samtökum, þar sem helzt má ekki vera skipulag, helzt engin forysta ,helzt eng- ar fastar kennisetningar og þó alveg ákveðin afstaða og sífelld hugsjónaleg barátta. Samtök stúdentanna eru tíðum skipu- lagslítil og formlítil. Þar er t Hjartans þakkir til allra sem glöddu okkur með heimsókn- um, gjöfum og skeytum á gullbrúðskaupsdegi okkar 29. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Þorsteinsdóttir Sigurður Bjarnason Reykholti Fáskrúðsfirði. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar Sigurveigar Jóhannsdóttur að Koti á Rangárvöllum. Systkin hinnar látnu. t Þökkum hjartanlega öllum þeim, er auðsýndu samúð og vinarhug við fráfall og jarð- arför Guðmundar Guðmundssonar, prentara. Ingibjörg Einarsdóttir Guðríður Guðmundsdóttir Sveinn Helgasoon Þóra Sigurðardóttir Jóhannes Guðmundsson Erla Þórðardóttir Richard Jónsson Þórdís Guðmundsdóttir og barnaböm. leitazt við að halda samvinnu ólíkra afla, draga ákveðin hugsjónaleg mörk, án þess að festast í kennisetning- um. Stúdentar þessir verða að finna leiðina, sem liggur milli einangrunar og þess að glata hreinleika hreyf- ingarinnar vegna samstarfsins við aðra. Áður en þeir vita af, eru þeir e.t.v. búnir að mynda skipuleg samtök ,vitandi, að þannig er auðveldara að starfa og þarinig verður starfið áhrifa meira — en þá reyna þeir, sem halda fast við þessar hugmynd- ir, að leysa skipulagið upp og koma því til leiðar að hreyfing in verði á ný fljótandi og laus í reipum. Þannig telja þeir að hægt sé að brjóta þjóðfélagið upp jafnóðum, þannig að allt- af verði ríkjandi lýðræði með sívirkri þátttöku þjóðfélags- þegnanna. Meðal almennings á Vestur- löndum hefur þessi starfsemi og þessar hugmyndir stúdent- anna ákaflega misjafnlega mikið fylgi. Framan af gerðu flestar vestrænar stjórnir þá skissu að beita lögreglu gegn þeim af miklu meiri hörku en ástæða var til, en víðast hvar hafa þær séð að þrátt fyrir tára gas, skeinur og sár voru stúd- entarnir harla ánægðir með þessi viðbrögð. Hefur því að undanförnu verið haldið veru- lega aftur af lögregluvaldinu í slíkum viðureignum. Er skemmst að minnast þeirrar skissu, er franska lögreglan gerði er hún réðst inn á skóla- svæði Sorbonne með misþyrm- ingum og táragasi, enda var í síðari átökum lögð rík áherzla á, að ekki væri beitt meiri harðleikni en nauðsyn krefði. í Bretlandi hefur lögreglan t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við and- lát og jar’ðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Rósu Jóhannsdóttur Þverveg 76. Árni Jónsson Jóhanna Arnadóttir Aðalsteinn Björnsson Kristín Aðalsteinsdóttir Árný Aðalsteinsdóttir Björn Aðalsteinsson. verið hvað happasælust í með- ferð sinni á stúdentum og yfir- völd leitazt við að kanna kröf- ur stúdenta með það fyrir aug- um að koma til móts við þær. Enda hefur það þegar dregið skarpasta bitið úr þeim harð- skeyttustu meðal stúdenta. í Bandaríkjunum hefur lögregl- ' an leitazt við að sýna meiri gætni og hófsemi en áður og víða hafa verið hafnar viðræð- ur um breytingar á reglugerð- um og meiri ítök stúdenta í málum háskólanna. í Vestur- Framhald á hls. 15 Konur Megrunaræfingar fyrir konur á öllum aldri. Þriggja vikna kúr, sex tím ar á viku. Aðeins tíu konur í hverjum flokki. Dagtímar — kvöldtímar. Góð húsakynni. Böð á staðnum. Konum einnig gefinn kost- ur á matarkúr eftir læknis. ráði. Prentaðar leiðbeiningar fyrir heimaæfingar. Nú er rétti tíminn til að grenna og fegra líkamann fyrir sumarleyfin. Tímapantanir alla daga kl. 9—5 í síma 83730. Kynnið yður frábæran ár- angur. t Innilegar þakkir flytjum við þeim er sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför Árna Ágústssonar. Sérstaklega þökkum við Ásgeiri Péturssyni og bræðr- um hans alla hjálp og vin- semd er þeir hafa sýnt okk- ur. Ástríður Ólafsdóttir Sigurður Kristmundssoon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.