Morgunblaðið - 25.07.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1968, Blaðsíða 1
24 SÍÐUR 156. tbl. 55. árg. FIMMTUDAGUR 25. JULÍ 1968 Prentsmiðja Morgublaðsins Tíu féllu í kynþátta- óeirðum I Cieveland Cleveland, 24. júlí — AP — O TIL kynþáttaátaka kom í nótt í borginni Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum og áttu upp- hafið nokkrir menn búnir riffl- um, skammbyssum og öðrum vopnum. Þeir hófu skothríð á lögreglumenn, sem voru á ferð um íbúðarhverfi blökkumanna. Átökin breiddust ört út og lauk þeim svo, að tíu manns lágu í valnum, fimmtíu voru handtekn ir, þar af um helmingur að ræna og rupla í verzlunum, um 200 manns misstu heimili sín af völd um eldsvoða og eignatjón, er lauslega metið á rúmlega 100.000 dollara. Vegna átakanna var í dag tekið fyrir alla áfengissölu í Cleveland og nágrenni. Þjóð- varðliðar í Ohio, 15.000 menn rúmlega, hafa fengið skipun um að vera við öllu búnir og 4000 voru sendir til stærstu borga rík isins til þess að hjálpa lögregl- unni við að halda upp lögum i og reglu. Geysilegur hiti hafði | verið í Ohio í gær og var í gær kveldi, þegar átökin hófust um 28 stig á Celsius. S Átökin hófust, þegar lögreglu- menn kómu með dráttarbíl til þess að draga burt bílflak, sem var í vegi fyrir umferð. Þegar þeir voru að verki hófu leyni- Framhald á bls. 2 Fundur æðstu leiðtoga Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna ekki byrjaður Fundurinn fer fram með leynd, en fundarstaður talinn Kosice í Slovakíu. Duncan Sandys skorar á brezku stjórnina oð kalla saman Öryggisráðið vegna Tékkóslóvakíu Prag, Moskvu og London, 24. júlí. NTB-AP. • Talið var líklegt, að for- sætisnefnd kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu og fram- kvæmdanefnd sovézka komm únistaflokksins komi saman, ef til vill í dag, á fund, senni- lega einhversstaðar í Slóva- kíu og er borgin Kosice við sovézku landamærin talin líklegur fundarstaður. • Samkvæmt óstaðfestum fréttum fór framkvæmda- nefnd sovézka kommúnista- flokksins, en í henni eru 11 manns, frá Moskvu á þriðjudagskvöld áleiðis til fundarstaðarins. í Prag er sagt, að fundarstaðnum verði haldið leyndum og að ekki verði tilkynnt neitt um við- ræðurnar fyrr en lokayfirlýs- ing fundarins verður gefin út. • Talið er, að hinar miklu heræfingar Sovétríkj- anna við vesturlandamæri þeirra leiði í ljós vaxandi taugastríð gegn Tékkóslóva- kíu. Heræfingarnar eigi að sýna, að valdhafarnir í Moskvu séu ákveðnir í því að stöðva frelsisþróunina í Tékkóslóvakíu án tillits til þess, hvað slíkt muni kosta. Sovézku valdhafarnir séu greinilega þeirrar skoðunar, að frelsisþróunin ógni stöðu kommúnistaflokksins í Tékkó slóvakíu og þannig öryggi Sovétríkjanna í Austur- Evrópu. • Duncan Sandys, fyrrver- andi varnarmálaráðherra Bretlands, skoraði í dag ein- dregið á brezku ríkisstjórn- ina að eiga frumkvæði að því, að Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna verði kallað saman þegar í stað til fundar um Tékkóslóvakíu. • Ákveðið hefur verið, að heræfingar þær, sem áform- aðar voru í Vestur-Þýzka- Framhald á bls. 23 Sovézkir herflutningavagn- iar í Tékkóslóvakíu á leið til isovézku landamæranna. Mynd ) þessi var tekin í borginni | Presov 21. júlí sl., en þann ■ dag hafði verið lofað, að allur ' sovézkur her skyldi fara brott )í síðasta lagi frá Tékkóslóva- ) kíu. Sovézku landamærin eru i um 60 mílur fyrir austan ’ Presov og vitnesk jan um so- I vézkan her enn svo Iangt ) inni í landinu sama dag og i hann átti allur að vera á brott ’þaðan í síðasta lagi olli mikl- ) um kvíða á meðal almenn- | ings. (AP-mynd). Bulgaror reknir frd Albaníu.... Vínarborg, 24. júlí — AP: ÚTVARPIÐ \ Tirana skýrir frá því í dag, að sendiherra Búlgar- Framhaid á bls. 2 Tuttugu og tveir Israelsmenn í haldi í Alsír eftir rán El Al þotunnar - Blað stjórnarinnar þar lýsir yfir yfir velþóknun sinni á flugvélarráninu ÍSRAELSMENN þeir, 22 að tölu, sem voru með farþegaþotu E1 A1 flugfélagsins í Israels er Kvarta undan ,ögrunum‘ við flota- æfingarnar .Sever' — Itrekaðar ásakanir Sovétríkjanna Moskvu, 24. júlí — NTB — SOVÉZKI flotaforinginn Nikolaj Charlamov endurtók í dag fyrri fullyrðingar af hálfu Sovétríkj- anna um, að flugvélar og skip frá „vissum Nato-löndum“ hefðu gerzt sek um ögrandi aðgerðir á meðan flotæfingarnar „Sever" (Norður) fóru fram, en þeim lauk fyrir skömmu. Flotaforing- inn flutti þessa yfirlýsingu í til- efni „flotadagsins”. Samtímis því, sem lítið er rætt í sovézkum blöðum um miklar heræfingar Sovétmanna í austur- hluta Sovétríkjanna og á svæð- unum á vesturlandamærunum er enn skrifað mikið um Sever- æfingarnar í blöðum í Moskvu. Charlamov flotaforingi lýsir því yfir, að Sever-æfingarnar hafi sýnt, að Sovétríkin, Pólland og Austur-Þýzkaland hafi yfir að ráða nægum herflota til þess að hrinda árás flota heimsvalda- sinna og sigrast á honum. — Það kann að vera viðeigandi að minna á, að herfræðingar Nato- ríkjanna eru að undirbúa hern- aðarævintýri á landi, á sjó og i lofti, sagði flotaforinginn, sem gaf í skyn, að skip og flugvélar vissra Nato-ríkja skapi eins kon ar styrjaldarástand. Flotaforinginn nefndi engar sérstakar þjóðir, en blöð i Sov- étríkjunum hafa áður m.a. á- sakað danskar og brezkar flug- vélar um áreitni. Charlamov sagði ennfremur i viðtalinu, sem fór fram við blað ið „Moscow News“, sem gefið er út á ensku, að óboðnar flug- sveitir Nato hefðu fylgzt með öllum gangi flotaæfinganna og gert sig sekar um ögrandi að- gerðir, m.a. flogið yfir skipin, sem þátt tóku í æfingunum. neydd var til þess að lenda í Alsír aðfaranótt þriðjudagsins, eiga á hættu, að þeim verði hald ið andstætt vilja þeirra um lang an tíma í Alsír. Áhöfn flugvélar innar voru 10 manns og á meðal farþeganna voru 12 frá Israel. Flogið var með aðra farþega vélarinnar, en þeir voru 23, ti'l Evrópu sáðdegis í gær, eftir að farið hafði verið með þá í skoð- unarferð um Algeirsborg. Yfir- völd í Alsír hafa að sinni ekki sagt neitt um frekari örlög Israelsmannanna. Ekki er held- ur vitað, hvað varð um eða hvað verður um þá þrjá Palestínu- menn, sem með vopnavaldi neyddu flugmenn vélarinnar til þess að breyta stefnu hennar. ísraelska flugvélin, sem var stór þota af gerðinni Boeing 707, var á leið frá Róm til Tel Aviv, er mennirnir þrír, sem tilheyra arabiskri hermdarverkahreyf- ingu gegn ísrael, lögðu til at- lögu. Hreyfing þeirra — Þjóðarhreyf ingin fyrir frelsun Palestínu — tiikynnti í Beirut í Líbanon í gærkvöldi, að hún ein bæri á- byrg’ð á flugvélarráninu. Skor- aði hún á alsírsk stjórnarvöld að halda flugvélinni og ísraels- mönnunum eftir sem gislum fyr- ir arabiska skæruliða, sem eru í haldi í ísrael. Fréttamenn í Algeirsborg eru þeirrar skoðunar, að alsírsk Framhald á bls. 2 Rúoilega 2 iuillj. falsaðra dollara Brick Township, • New Jersey, 24. júlí — AP t ISTARFSMENN bandarísku I leyniþjónustunnar gerðu í dag I upptæka falsaða 20 dollara peningaseðla, að upphæð er 1 nemur meira en tveimur millj | ónum dollara. Er það önnur mesta fúlga falsaðra peninga- seðla, sem fundizt hafa í ' Bandaríkjunum — hin mesta I til þessa fannst í New York í I desember sl. og nam hún 4,2 milljónum dollara. Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.