Morgunblaðið - 25.07.1968, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1968
60 beztu fótbolta-
menn Evrópu
- valdir sem kandidatar i
Evrópulið gegn Brasiliumönnum
ALÞJÓÐA knattspyrnusamband
ið valdi í gær hóp 60 knatt-
spyrnumanna, sem það telur
„60 beztu leikmenn Evrópu“. Úr
þeim hópi verður síðan valið lið
það, sem keppa á fyrir Evrópu
gegn Brasilíu, en sá leikur er
ákveðinn í nóvember.
Alþjóðasambandið hefur
stungið upp á að þessi leikur,
sem efnt er til til þess að minn-
ast að 10 ár eru liðin síðan
Brasilíumenn fyrst urðu heims-
meistarar, fari fram í Rio de
Janeiro 6. nóv. Endanlegt lið al-
þjóðasambahdsins verður valið
8. október á fundi „landsliðs-
nefndar“ FIFA.
Meðal hinna 60 beztu má
nefna eftirtalda 25 menn:
England:
Alan Ball, George Banks,
Bobby Charlton, Bobby Moore
og Wilson.
Ungverjaland:
Florian Albert, Bene, Farkas
og Szucs.
Norður-lrland:
George Best.
Ítalía:
Domenghini, Facchetti, Mazz-
ola og Rivera.
Portúgal:
Augusto, Eusebio og Simoes.
Skotland:
Johnstone, Dennis Law og
Lennox.
Sovétríkin:
Metrevelli,
Jashin.
Júgóslavía:
Dzajic, Fazlagic og Osim.
Þrjá af þessum leikmönnum
fáum við vonandi að sjá, áður
en úrvalsliðið leikur, Portúgal-
ana Augusto, Eusebio og Simo-
es, ef þeir mæta með Benfica
gegn Val í Laugardalnum 18.
september nk.
Shesterney og
Opið bréf til
íþróttasíðunnar
EG hef alltaf talið mig mikinn
íþróttaunnanda og viljað hag
íþróttahreyfingarinnar sem mest
an og beztan. Alltaf hefi ég
skilið nauðsyn þess, að heil-
brigð sál hafi hreiður í heil-
brigðum líkama. Trú minni á ís-
lenzkt íþróttafólk hefur verið
fá takmörk sett og ég vonaði
alltaf, að það mundi hefja
merki þjóðarinnar upp á hæsta
tind dáða og afreka, jafnt inn-
anlands og utan.
En svo bresta krosstré sem
önnur tré. 14—-2! Frjálsíþrótta-
menn eru langt frá lægstu mörk
110 þjóðir
í IMexico
NÚ hafa 110 lönd tilkynnt þátt-
töku sína í Olympíuleikunum í
Mexico. Síðustu tiikynningarnar
komu frá N-Kóreu, Sirra Leone
og Kongó. Þetta er algert met
í þátttöku. í Tokíó-leikunum
tóku þátt 94 þjóðir, og höfðu
þá aldrei verið eins margar.
um á Olympíuleikana, og þó
að sundmenn þjóðarinnar séu í
neðstu sætum á Norðurlanda-
mótum, setja þeir samt glæsileg
íslandsmet og íþróttaráðin fagna
þeim sem þjóðhetjum.
Þið segizt vera fjárvana! Samt
sendið þið á erlenda grund
hópa íþróttamanna og farar-
stjóra (fl.t.)„ sem gera lítt ann-
að en baka þjóðinni skömm og
ófrægja hana í augum útlendra.
Svo snúa þeir heim með stór
töp á bakinu, sigurreyfir og
segja að 2—0 upp í 14—2 og 3.
upp í 10. sæti sé í rauninni stór-
sigur, því að rúmin hafi verið
hörð, maturinn vondur og veðr-
inu beinlínis stefnt gegn þeim.
„Hvað veldur, hver heldur?"
Liggur dugleysið hjá stjórnum
íþróttahreyfingarinnar, íþrótta-
fólkinu sjálfu eða flýtur þjóðin
öll í öldudal dugleysis, ofeldis
og ómenningar? Getur stjórn
íþróttasambandsins svarað mér?
Virðingarfyllst,
Gunnlaugur Sveinsson.
P.s. Vert er að geta þess, að
handknattleiksmenn virðast þeir
einu, sem einhvern dug sýna.
Vel heppnuð skíðamót
í Kerlingarfjöllum
UM síðustu helgi, fjölmennti
skíðafólk inn í Kerlingarfjöll
en þar fór fram hið árlega sum-
armót skíðamanna. í Kerlingar-
fjöllum er nú mikill snjór,
sennilega sá mesti síðan skólinn
tók til starfa.
Skiðakeppnin, sem var svig,
var haldin uppi í Keis og keppt
var í karlaflokki og drengja-
flokki. Valdimar Örnólfsson
lagði brautina af mikiíli snilld.
Mótstjóri var Þórir Lárusson,
formaður S.K.R.R.
Um kvöldið var haldin kvöld-
vaka og fór þá fram verðiauna-
afhending og síðan var dansað
af miklu fjöri fram eftir nóttu.
Úrslit:
Karlaflokkur:
1. Arnór Guðbjartsson, Á,
50.8 — 53.2 = 104.0
2. Haraldur Pálsson, ÍR,
52.0 — 53.1 = 105.1
3. Leifur Gíslason, KR,
52.6 — 52.7 = 105.3
4. Knut Rönning, ÍR,
55.4 _ 50.8 = 106.2
Drengjaflokkur:
1. Tómas Jónsson, Á,
52.0 — 53.7 = 105.7
2. Haraldur Haraldsson, ÍR,
58.6 — 51.7 = 110.3
3. Gunnar Eiríksson,
72.5 — 73.7 = 146.2
4. Kristján Árnason,
93.1 — 78.3 = 171.4
I harðri
keppni
URSLIT 100 metra hlaupsins
í Meistaramótinu. Fyrstur
varð Valbjörn Þorláksson,
KR, en svo sem sjá má var
keppni um annað sætið milli
Guðmundar Jónssonar, HSK,
Dg Þorvaldar Benediktssonar,
ÍBV, afar hörð. Guðmundur
(fjær) dæmdist annar. Fjórði
er Reynir Hjartarson, ÍBA,
ag um fimmta og sjötta sæt-
ið var baráttan milii Jóhanns
Friðgeirssonar, UMSE, og
Trausta Sveinbjörnssonar,
UMSK.
Ekki er hægt að segja að
grlndahlaup stúlknanna sé
$tílfagurt, en keppni var jöfn
og skemmtileg. íslandsmeist-
ari varð Þuríður Jónsdóttir,
HSK, sem er lengst til hægri
á myndinni, en önnur varð
Bergþóra Jónsdóttir, ÍR, sem
er þriðja frá vinstri.
Bendlin öruggur
með 8000 stig
\
Hættir Guðimindur keppni?
KURT BENDLIN, Vestur-Þjóð-
verjinn, sem í fyrra setti heims-
met í tugþraut er nú að kom-
ast í fulla þjálfun og verður
ekki auðveldlega sigraður á OL
í Mexico. Á dögunum keppti
hann í Kassel í Þýzkalandi og
sigraði örugglega hlaut 8086 stig,
en heimsmet hans er 8319 stig.
Aðalkeppinautur hans var
Bandaríkjamaðurinn Bill Toom-
ey sem á dögunum náði 8037
stigum. Hann hafði forystu eftir
mjög vel heppnaðan fyrri dag,
en brást algerlega síðari daginn
og hafnaði í þriðja sætL Úr-
slitin urðu hjá efstu mönnum:
Kurt Bendlin: 8086 stig (10.6—
7.30, — 14.15 — 1.80 — 48.6 —
15.0 — 46.29 — 4.70 — 58.98 —
4:33.2).
Hans Joachim Walde 7322 — 10.8
— 6.92 — 14.61 — 1.92 — 50.6 —
15.0 — 45.29 — 4.20 — 62.63 —
4:40.0).
Bill Toomey 7628 stig (10.4 —
7.39 — 14.04 — 1.92 — 48.0 —
15.0 — 41.85 3.70 56.66 — 5:14.0).
i - vegna „rógskrita" Þjóðviljans
ÞAÐ þarf engan að undra
þótt Guðmundur Hermanns-
son yrði bæði undrandi og
sár, eftir að hafa lesið frá-
sögn Þjóðviljans frá Meistara
móti íslands í frjálsum íþrótt
um, en þar er veitzt að Guð-
mundi á mjög ósmekklegan
hátt.
— Ef þátttaka mín í íþrótt-
um gefur einstökum mönnum
tækifæri til þess að ráðast á
mig með rógskrifum, get ég
ekkert annað gert en að hætta
þátttöku, sagði Guðmundur.
í frásögn sinni af mótinu
notar Þjóðviljablaðamaðurinn
tækifærið og ræðst að Guð-
mundi fyrir störf hans í lög-
reglunni. Hvaða tilgangi það
þjónar ætti áð vera augljóst.
Óþarfi er að fara orðum
um hversu skrif þessi eru til-
hæfulaus. Guðmundur Her-
mannsson er þekktur fyrir
aðgætni og ábyrgð í störfum
sínum, svo sem allir þeir sem
bezt til þekkja geta borið um.
Frami hans.innan lögreglunn
ar ér engin tilviljun.
Umrædd skrif Þjóðviljans
verður að teljast smekklaus
blaðamennska. Sannast sagna
hélt maður að Guðmundur
ætti annað skilið af áhuga-
mönnum um iþróttir en að
verða fyrir slíku.
ISLAMDSIUOTIÐ
1. DEILD
í kvöld kl. 8 keppa á
Vestmannaeyjavelli
ÍBV - ÍBK
Mótanefnd