Morgunblaðið - 25.07.1968, Side 17

Morgunblaðið - 25.07.1968, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1968 17 Gróiurlendi bjargað úr klém eyðingarafla Ungir Húnvetningar í uppgrœðsluferð BLÖNDUÓSI, 23. júlí — Síðast- liðinn laugardag fór 25 manna hópur frá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga fram á Auðkúluheiði í þeim erindagjörð um að græða gömul sár og koma í veg fyrir önnur ný á gróður- feldi heiðarinnar. Tildrög far- arinnar voru þau, að á síðasta sambandsþingi var ákveðið að ungmennafélög sýslunnar skyldu starfa meira en þau hafa áður gert að landgræðslu. Á þinginu var mættur fulltrúi frá UMFÍ, Eysteinn Þorvaldsson. Hét hann félögunum stuðningi og kom þeirn í samband við Land- græðslu íslands. Þar var ekki í kot vísað. Landgræðslan bauð að leggja fram 11 lestir af fræi og áburði og flytja bæði efni og starfsfólk fram á heiði, samband inu að kostnaðarlausu. Ingva Þorsteinssyni var falið að ákveða hvar fræinu yrði sáð og vaidi hann stað á Auðkúlu- heiði, skammt norður af Helgu- feili. Þar hefur orðið talsverður uppblástur og honum er ekki lokið, þó að miklu meira sé um það á Auðkúluheiði að land sé að gróa upp heldur en blása upp. Á þessu svæði, sem liggur fast við veginn og blasir við augum vegfarenda, er löng en mjó ræma, þar sem jarðvegur og gróður er að eyðast. Þar er mjög þurrt og sendið flatlendi og hætt við áframhaldandi upp- blæstri. Fræi og áburði var dreift á þessa ræmu og nokkuð út fyrir hana. Þar vaxa nokkr- ar tegundir harðgerðra blóm- jurta á marflötum mel og fylgja uppblæstrinum fast eftir ert gras hefur ekki náð þar neinni fót- festu. Þarna var sáð í 20 hektara lands og kjarni og trífosfat bor- ið á. Þrír menn, sem starfa að gerð gróðurkorta undir stjórn Ingva Þorsteinssonar, voru staddir á heiðinni og leiðbeindu land- græðslufólkinu. Voru það þeir Gylfi Már Guðbergsson, Einar Gíslason og Ólafur Gislason. Það skiptir litlu máli varðandi haga á víðlendum heiðum hvort þar er 20 hekturum meira eða minna af grónu landi, en ef þessi tilraun tekst er mörgum sinnum stærra gróðurlendi bjargað úr k!óm eyðingarafl- anna. Líklega gætu tölvísir menn reiknað hagnaðinn út i krónum á svipaðan 'hátt og þeg- ar strönduðu skipi er bjargað af skeri. En björgunarstarf af þessu tagi verður seint metið til fjár. Þökk sé öllum, sem þarna áttu hlut að máli. — Björn. Stefán A. Jónsson, bóndi á K agðarhóli, ræðir við þremenn- ingana, sem starfa að gróður kortagerð. ■■ Fræi dreift á land, sem er að blása upp. (Ljósm. Björn Bergmann) Heimasæturnar Iétu ekki sinn hlut eftir Iiggja. Hér er Guð- rún Björnsdóttir á Ytri Löngumýri að verki. „Bak við mig bíður dauðinn“. Kaffihlé. Páll Pétursson, bóndi á Höllustöðum, kom með dráttarvélina sína en landgræðslan lagði til áburðardreifara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.