Morgunblaðið - 25.07.1968, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1968
— Mér er sama um það nú
orðið og var það líka að mestu þá
En hann vissi eins vel og hún,
að nú var hún að ljúga.
Aftur varð þögn og þau stóðu
og horfðu hvort á annað, án
þess að vita, hvað þau áttu að
segja. Hún þóttist vita, að hann
langaði mest til að losna frá
henni. Hún hafði ekki verið það
viðkunnanleg við hann.
— Vilduð þér ganga ofurlítið
um þilfarið með mér? sagði hann
allt í einu. — Það er gott að
venjast sjónum, strax fyrstu dag-
ana.
Hún kinkaði kolli og gekk af
stað með honum. Henni fannst
hún mjög lítil við hliðina á hon-
um. Rauðbrúna hárið á henni
náði honum rétt í axlarhæð.
Betty, sem lá í garðstól og var
að lesa í bók, gretti sig framan í
Pam um leið og þau gengu fram-
hjá henni, rétt eins og hún vildi
segja: — Jæja, þú ert þá strax
búin að ná þér í einn!
Stundarkorn gengu þau saman,
án þess að orð væri sagt. Henni
datt í hug, að hann væri að
reyna að finna sér eitthvert
hættulaust umtalsefni. Sjálf var
var hún að reyna það sama, en
með litlum árangri.
Vitanlega hefðu þau getað
fengið sér umtalsefni, svo að
hundruðum skipti. Þau h-efðu get-
að rætt samfarþega sína, talað
um káeturnar sínar, eða þá mat-
inn, sem þau fengu. Þau hefðu
getað talað um þessa miljón ann-
arra hluta, sem ungur maður og
ung kona, sem hittast i fyrsta
sinn, tala um. En á einhvern und-
arlegan hátt fannst henni öll
þessi umtalsefni vera þegar upp
urin. Næstum frá fyrstu byrjun
fannst henni kunningsskapur
þeirra vera eitthvað miklu drama
tiskari en svo.
Jeff Maitland hefur víst fund-
izt eitthvað svipað, því að þegar
12
-----—-------- »
hann rauf þögnina, kom hann
að sama efninu aftur.
— Þér megið ekki halda, að ég
sé ónærgætinn og vilji angra
yður- en ég hef oft hugsað um
það, hversvegna stúlka tekur
sér það miklu nær að verða svik-
in, en karlmaður. Vitanlega
gremst karlmanninum það í bili,
en ég held ekki, að hann verði
raunverulega særður - ekki eins
mikið og stúlkan. Og ég skil
ekki, hversvegna þetta þarf að
vera svona.
Hún brosti ofurlitið. — Ég
skil nú ekki í því heldur. Þegar
þér segið það svona, verður
þetta ekki rökrétt. En hugsar
nokkurt okkar annars rökrétt,
ef í harðbakka slær?
Hann hugsaði sig um og það
leið nokkur stund áður en
hann svaraði:
— Kannski gerum við það
ekki, játaði hann, - en það ætti
bara að gera okkur velviljaðri
gagnvart yfirsjónum annarra.
Því að það sem okkur kann að
finnast yfirsjón, er ef til vill í
þeirra augum sjálfsagður hlutur.
Og ef út í það er farið, verðum
við öll að lifa fyrst og fremst
fyrir sjálf okkur. Við getum
ekki eyðilagt okkar eigin líf af
eintómri hræðslu við að særa
aðra, og jafnvel þótt við gerum
það, þá mundi hlutaðeigandi
sjaldnast kunna að meta það
eða þakka. Hann þagnaði og hló
feimnislega. — Yður finnst sjálf
sagt ég vera að bulla tóma vit-
leysu.
Það fannst henni ekki. Hún
fann greinilega, að hann var að
halda uppi vörnum fyrir systur
sína og Hugh. Já, og því skyldi
hann ekki gera það? Ef deila
átti að verða um þetta, var ekki
nema eðlilegt, að hann stæði
þeirra megin. Hún láði honum
það ekkert. En hinsvegar lang-
aði hana að spyrja hann um syst
ur hans - hvernig hún liti út,
hvort hjónaband þeirra Hugh
væri hamingjusamt. En einhvern-
veginn kom hún sér ekki að því.
— Þér hafið verið í fríi í
Englandi? spurði hún, þegar
þögnin fór að verða nokkuð
löng.
Hann kinkaði kolli. — Já, ég
var mánaðartíma í London. Ég
þurfti nú ekkert að vera að taka
mér frí, en mér fannst betra að
fara burt nokkurn tíma, svo að
Kay og Hugh hefðu húsið út af
fyrir sig.
— Ætlið þér að búa með þeim,
þegar þér komið aftur?
Hann hló. — Nei, guð forði
mér frá því! Ég ætla að byggja
hús handa sjálfum mér annars
staðar á landareigninni.
Þau voru nú búin að ganga
nokkra hringi um þilfarið.Þegar
GESTUR GUÐMUNDSSON, SIGURÐUR GUOMUNOSSON OG ÞÓRARINN ELD-
JÁRN LESA UPP EIGIN VERK.
LÁTIÐ BLÓMIN TALA
Blómvendir,
sem þér hafið
ánægju af að
gefa
Blómsveigar,
blómaprýði
við útfarir
Blómaunnendur velja blómin frá Blómahúsinu. Blómin vand-
lega meðhöndluð, sem tryggir að þau endast vel.
Munið — næg bílastæði.
þau gengu framhjá reykskálan-
um sáu þau inn um opin glugg-
ann, að þjónarnir voru að bera
fram samlokur handa farþegun-
um, til að éta með kvöld-
drykknum.
Hann stakk uppá því, að þau
færu inn og fengju sér eitt glas,
en hún hristi höfuðið.
— Ég er hálfþreytt, og ég
held ég verði að fara í háttinn,
ef yður er sama.
— En hvað um að leika tennis
á þilfarinu í fyrramálið? sagði
hann. — Einhverja hreifingu
verður maður að hafa.
Hún hristi aftur höfuðið. —
Ég býst við, að ég verði að
vinna í fyrramálið.
Það leið skuggi yfir andlit
hans og hún sá, að hann hleypti
brúnum.
— Sjáið þér til, ungfrú Hard-
ing, sagði hann, hálfstamandi, -
þér eruð væntanlega ekki að
reyna að forðast mig, þó með
allri kurteisi? Þér eruð ekki
móðguð við mig af því að systir
mín náði í kærastann yðar, eða
hvað? Svo bætti hánn við með
afsakandi hlátri: — Ég kem víst
klaufalega orðum að þessu.
Hún hló líka, og það var hress
andi hlátur. Hún var ekki leng-
ur gröm í skapi. Hún skildi
ekkert í, hvað yfir hana hafði
komið rétt áður.
— Nei, ég er ekki reið við
yður, sagði hún, - og vissulega
var þetta ekki nein afsökun eða
fyrirsláttur. Ég þarf að vinna á
morgnana. Þér skiljið, að ég er
hér ekki sem venjulegur farþegi,
heldur er ég í vinnu. Ég þarf að
gefa konum hérna nudd, til þess
að grenna þær, svo að þær geti
legið í letinni allan daginn, án
þess að hlaupa í spik.
Það hafði létt yfir svipnum á
honum meðan hún sagði þetta.
— Það var ágætt, sagði hann.
— Þá getum við verið jafngóð-
ir vinir.
— Já, ef þér viljið hafa það
svo. . .þá skulum við verða vinir
Hann greip aðra hönd hennar.
Þa-ð var eitthvað h-ressandi og
róandi er hann þrýsti höndina.
— Ég þykist vita, að ég ætli
að njóta þessarar ferðar, Pam.
Má ég kalla yður Pam?
Hún varð ofurlítið vandræða-
leg og varð hissa á því sjálf. En
á einhvern einkennilegan hátt,
varð hún glöð. Miklu glaðari en
hún hafði verið undanfarna
mánuði.
Hún var enn dálítið móð er
hún kom til káetu sinnar. Betty
sat með krosslagða fætur á neðri
kojunni, í ljósgrænum náttfötum.
Hún sagði og brosti ertnislega
þegar Pam kom inn.
— Jæja, svo þú náðir þá í
unga manninn, eða hvað? Þú
lætur svei mér ekki grasið gróa
undir fótum þér, verð ég að
segja. Hver er hann?
— Hann er kunningi minn,
sagði Pam og fór undan í flæm-
ingi. — Hann heitir Jeff Mait-
25 JÚLÍ.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl.
Varaðu þig á Amor í dag. Reyndu að ljúka dagsverkinu
snemm-a, því að margt glepur, er á líður.
Nautið 20. apríl — 20. mai.
Þú skalt hugsa utn heimilið í dag, viðgerðir, eða eitthvað þess
háttar. Ræddu fjölskylduvandamálin snemma, og sinnfu síðan
hugð-arefnum.
Tvíburamir 21. maí — 20. júní.
Ljúktu brófaskritftum, semdu við nágrannana, láttu ekki þitt
eftir liggja, og bjóddu heim í kvöld.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Eyddu ekki tímanum til einskis. Vertu harður við sjálían þig,
en taktu lífinu með ró í kvöld.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Gefðu heilsu þinni gaum, komdu reglu á þín eink-amál, og hittu
kunningjana í kvöld.
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Þér vegnar vel, og mikil gróeka er í efnahagsmálum þínum.
Biddu um kauphækkun, ef þér finnst þú eiga -það skilið.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Sterkir straumar eru í á-stamálum. Ef þú getur einbeitt þér að
vinnu þinni, verður arður þinn mikill.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Fól-k er samvinnuþýttl Reyndu að koma fram opinberlega.
Bogmaðurinn 22. nóv — 21. des.
Ef þú hefur góða sköpunargáfu, þá eru tækitfærin á hverju strái.
Líklegt er, að þér bjóðist fjárhagsleg aðstoð.
Steingeitin 22. des. -!). jan.
Gakktu snemma til verks. Hættu um hádegið. Það er tilefni
til að fagna einhverju.
Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr.
Samvin-na gengur vel. Gerðu þinn skerf fyrir há-degið. At-
hugaðu hag eldra fólksins.
Fiskarnir 19. febr. — 20. marz.
Þetta virðist ætla að ganga vel í dag. En það getur orðið þér
dýrkeypt.