Morgunblaðið - 25.07.1968, Síða 3

Morgunblaðið - 25.07.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚU 19«« 3 Elísabet verkstýra. Árni Haukur Björnsson við garðreit systur sinnar. Skræk eða Stjáni blái“, segir strákur. „Hvað við ætlum að gera við uppskeruna?“ segir lítil táta, „nú, auðvitað ætlum við að borða hana!“ Elísabet segir starfið ganga vel, hver umsjónarkona hef- ur þrjár götur til að líta eft- ir. Börnin í þessum görðum eru þrjú hundruð og sex, en verkstjórarnir sjö. Það er ekki svo afleit tala. aldri og hafa því hlotið virð- ingarstöðurnar í görðunum, og ekki skortir góð ráð og glaðlegar uppörvanir til upp- vaxandi kynslóðar. Fyrsti jarðyrkinn, sem við hittum, hét Árni Haukur Björnsson: „Ég rækta hérna margar tegundir, eins og radísur, salat, grænkál, rófur næpur, kartöflur og blómkál. Annars Garðyrkjufólkið: Rúnar, Guðmundur, Ráðhildur, Jakobína, Ásgeir, Bárður og Kristín. Uppskeruglöð æska Skyndiheimsókn í skólagarðana KUJKKAN er að verða 3 og vinnudegi barnungra garð- yrkjubændanna í skólagörð- unum við Reykjavíkurflug- völl er að Ijúka. Við fundum þar að máli nokkrar merkis- manneskjur, sem planta, sá og uppskera á þessum reit, undir verkstjórn ungra stúlkna. Þær eru á tvítugs- á hún systir mín þennan garðreit, og ég er að reita arfa og hef voðalega mikið að gera, því að það er ekkert víst, að ég megi vera að því að koma hingað í bráð“. „Af hverju?“ „Það getur verið, að við heima förum í útilegu norð- ur, öll saman, en kennarinn ætlar þá að passa þetta fynr okkur á meðan“. ★ Hinum megin í garðinum sjáum við blómarós, um- kringda börnum. Hún sagðist heita Elísabet og vera verk- stjóri: „Ég er Handíða- og myndlistarskólanum á vet- urna“. „Hvérnig er uppskeran?" „Jarðvegurinn hérna við götuna er ekki eins góður og þarna nær trjánum. Það er svo mikið ryk hérna. í vor sáðum við öllu grænmetinu, nema kálinu, því plöntum við út og eins blómunum. Við bárum svo skarna á garðana og uppskeran er bara góð. Það eru sumir búnir að taka tvisvar upp radísur í sumar. Og þarna er einn, sem ræktar heilmikið spínat“. „Já, alveg eins og Skipper Skozkir skátar í heimsókn Drengjadeild eitthundrað'sex- tugustu og fjórðu skátasveitar Glasgowborgar er i viku heim- sókn á íslandi. Dvelur hún í Safnaðarheimili Langholtssafnað ar. Komu gestirnir síðastliðinn sunnudag, og halda aftur heim- leiðis eftir hádegi næstkomandi laugardag. Fyrirliði þeirra, Walter Wil- Seyðisfjarðar- prestakall laust BISKUP íslands hefur auglýst Seyðisfjarðarprestakai! laust til umsóknar, að því er fram kom í fréttatilkynningu frá Biskups- skrifstofunni í gær. Umsóknar- írestur rennur út 15. ágúst. Skóloslit Tón- listorskólons Tónlistarskólanum í Reykja- vík var slitfð laugardaginn 25. maí. Skólastjórinn Jón Nordal flutti skólaslitaræðu, gerði grein fyrir vetrarstarfinu og afhenti prófskirteini. Sex nemendur luku burtfararprófi á þesu vori, þrír söngkenarar: Arnþrúður Sæmundsdóttir, Fanney Karls- dóttir og Snorri Bjarnason, og þrír einleikarar: Hafsteinn Guð- mundsson fagottleikari, Helga Hauksdóttir fiðluleikari og Lára Rafnsdóttir píanóleikari. Skóla- starfið var mjög fjölbreytt í vet- ur og fjöldi tónleika haldnir bæði innan skólans og fyrir al- menning. son, höfuðsmaður, sagði þá hafa hlotið hérna hinar höfðingleg- usitu móttökur, og farið víða. Sagði hann, að þeir hefðu skoðað Reykjavíkurborg, þar á méðal Alþingishúsið, Þjóðminjasafnið, og farið upp í Árbæjarhverfi. Sagði hann einnig, að þeir myndu fara til Krýsuvíkur, og á fimmtudaginn kemur ætluðu þeir að fara upp í hvalstöð í kynnisför. Hafði hann orð á því, að þeir hefðu orðið aðnjótandi sérstakr- ar gestrisni Sturlaugs Böðvars- sonar á Akranesi, en hann bæði sýndi þeim frystihús og fisk- iðju, og hafði síðan boð inni fyrir allan hópinn heima hjá sér. Sagði hann, að flestir skozkir skátar hefðu heimsótt Danmörku hingað til, en 164. sveitin hefði endilega viljað kanna nýjar sló'ð ir, og sparað saman í þeim til- gangi í tvö ár. Samþykkt hefði þegar verið, að byrja að spara saman fyrir næstu heimsókn hingað, svo mikil væri ánægjan með ferðina hingað. Við sérstaka athöfn í Lang- holtskirkju, afhenti skátasveitin kirkjunni Biblíu að gjöf. Blóðbankann vantar blóð TILFINN ANLEG vöntun er nú á blóði í Blóðbankanum í flokki O Rh + . Eru þeir, sem tilheyra þeim blóðflokki, vin- / samlega beðnir um að gefa / blóð í dag og næstu daga. 7 Opið er virka daga frá kl. 7 9—11 og 13—16, nema á laug- J ardögum frá kl. 9—11. 1 Væntir Blóðbankinn þess að fólk bregðist vel við og gefi blóð, helzt nú þegar. Skátahópurinn fyrir utan Safnaðarheimili Langholtssafnaðar. Nöfn þeirra eru B. Airdrie, George Brannhill, Marshall Carstairs, George Chapmann, Harold Glass, Robert MacMilIan, David O’Shea, William Reader, Robert Stuart, Alex McKenzie, en foringjarnir eru: Staff Sargent William Dun- lop, Staff Sargent, Ian Clark, Deildarstjórarnir: Robert Warrender, William Lowry, Maureen McNabb og Margot Gibson, og íyrirliði allrar sveitarinnar, Walter Wilson, liöfuðsmaður. STAKSTEIKAR Fræðandi vanga- veltur og byssukúlur Á meðan sovézkar hersveitir dveljast í óleyfi í Tékkóslóvak- íu og sovézkar hersveitir eru á leiðinni til landamæra Sovétríkj anna og Tékkóslóvakíu, á með- an sovézkir leiðtogar krefjast þess að frelsisþróunin í Tékkó- slóvakíu verði stöðvuð og sov- ézk blöð ausa svívirðingum yfir forustumenn Tékka og Slóvaka, í stuttu máli, á meðan heimur- inn stendur á öndinni yfir því, hvort sovézkt herveldi verður notað til þess að kúga Tékka og Slóvaka, birtir kommúnistablað- ið á íslandi „fræðilega túlkun“ á Marxismanum í leit sinni á skýr- ingum á deilum Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu. Blaðið upplýsir í gær að „hálfþrítugur sagði Karl Marx einum vina sinna í bréfi að hann hefði einsett sér að „ástunda vægðarlausa gagnrýni á öllu því sem er“ . . . “. í fram- haldi af þessum stórmerku upp- ljóstrunum segir kommúnista blaðið á íslandi að „einstefnan, sem tekin var upp í hinu fyrsta sósíalistíska ríki, Sovétríkjunum átti sér sögulegar forsendur, sem vafalítið urðu ekki umflúnar“. „Einstefna“ nefnist öðru nafni á máli kommúnista „lýðræðisleg miðskipun“ en á venjulegu máli einræði og hinar „sögulegu for- sendur" sem ekki urðu „um- flúnar“ í Sovétríkjunum að mati kommúnistablaðsins á Islandi voru einfaldlega þær að Jósef Stalín vildi tryggja sér öll völd í Sóvétríkjunum og í því skyni lét hann myrða alla helztu sam starfsmenn sína. Síðan hefur ein ræði ríkt í Sovétríkjunum og þótt Stalín sé löngu fallinn og nýir mcnn teknir við hefur eng- in breyting orðið á einræðinu í Sovétríkjunum. Það blívur þar og í helztu leppríkjum kommún- ismans. Og það liggur nú fyrir skýr yfirlýsing frá Sovétríkjun- um um það, að kommúnískt þjóðskipulag geti að mati leið- toganna í Kreml, ekki staðizt nema í skjóli einræðis. Hitt er svo annað mál að fræðilegar vangaveltur kommúnistablaðsins hér á landi og loðin yfirlýsing um stuðning við þá skoðun Tékka og Slóvaka „að þeir telja frjálsa skoðanamyndun ekki að- eins æsilega, heldur beinlínis frumskiiyrði fyrir lausn á þeim margvíslegu vandamálum, se*n þjóð þeirra hefur við að glíma . . . “ gagna Tékkum og Slóvök- um lítt gagnvart byssukúlum Sov étmanna. íhlutun um málefni annars sósíalísks ríkis En úr því að kommúnistablað- ið telur sér nauðsynlegt að ræða þetta alvarlega máli á „fræði- legum“ grundvelli og í ljósi þess sem Karl Marx sagði hálfþrít- ugur verður að umbera slíkt tal enda þótt það sé tilgangslítið þeg ar um örlög þjóðar er að ræða. En þá er þeim mun brýnna að kommúnistablaðið svari annarri spurningu. Hver var afstaða Karls Marx til í- hlutunar eins sósíalísks ríkis um málefni annars sósíalísks ríkis? Þeir, sem ekki hafa játast trú- arkenningum Karls Marx gera sér auðvitað grein fyrir því, að deilur Sovétríkjanna og Tékkó- slovakíu eru ekkert annað en spurning um það, hvort stór- veldi ætlar að beita smáþjóð of- beldi. En við ofsatrúarmenn verður að ræða með sérstökum hætti og þess vegna skal komm- únistablaðið spurt ofangreindrar spurningar. Og þá dugir ekki að koma með útskýringar, sem byggðar eru á túlkunum Lenins á verkum Marx eða túlkunum Stalíns á túlkunum Lenins á kenn ingum Marx.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.