Morgunblaðið - 25.07.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1968 15 1 Stúdentaskákbréf 2 YBBS er lítil borg við Dóná. Fyrst þegar við komum hingað héldum við, að íbúarnir væru með afbrigðum þjófhræddir, því að í öðru hverju húsi voru riml- ar fyrir öllum gluggum. Síðar komumst við að því, að borgin telur fimm þúsund íbúa, en tvö þúsund fáráðlinga og drykkju- sjúklinga frá Vín. Og ekki á af borginni lifandi að ganga, því að í sumar bætist ein geðveiki við manntaflið. Annars er Ybbs ró- leg borg á bökkum Dónár. Dóná líður hér fram hjá kolmórauð, og fljótabátarnir ösla upp og niður ána. Við Ybbs er stífla í ánni og skipalyfta. Síðar segir m.a. í bréfinu: ÖNNUR UMFERÐ í annarri umferð sátu Eng- lendingar hjá, en við tefldum við íra. Guðmundur hafði svart gegn Keojh og vann örugglega eftir ónákvæmni írans í byrjun. Bragi hafði hvítt gegn MacGrill an, og var fljótlega samið jafn- tefli eftir mikil mannakaup. Haukur hafði svart gegn Ro- berts. Náði Haukur heldur betri stöðu, en þegar taflið fór að ein faldast, tók Haukur upp sið Laskers og hætti að leika beztu leikjunum, en lék þeim aemhann taldi gefa sálfræðilega bezta vinningsmöguleika. En sálarlíf írans reyndist fullflókið og fékk Haukur gjörtapað tafl. f fjóra tíma mátti Haukur liggja undir öxinni, Með einum leik hefði frinn getað gert út um skákina. En sá leikur kom ekki, og Haukur náði jafntefli. Jón Hálfdánarson tefldi við Gibson, og var írinn greinilega minnug- ur illrar meðferðar af Jóns hendi í fyrri viðureign. Hugðist hann bjarga sér í endatafl fljót- lega, en gleymdi að þar er Jón sterkastur. Enda mátti Gibson gefast upp átta leikum síðar. í þessari umferð unnu Danir Svía 3.1.2-1.2. ÞRIÐJA UMFERÐ f þriðju umferð mættum við Dönum. Og nú var að duga eða drepast. Fyrir umferðina elfdi Haukur seið að fornum sið. Veitti vísan: „Up skulum órum sverðum" okkur einna mestan styrk. Guðmundur átti í höggi við Björn-Brink-Clausen, fyrr- verandi Norðurlandameistara. Brink er hálfur fslendingur, en fæddur og™uppalinn í Danmörku og skilur ekki íslenzku. Guð- mundur hafði hvítt og telfdi spánska leikinn. Brink samein- aði þrjú afbrigði í byrjunninni, og reyndist blandan fullsterk fyrir Guðmund. En Guðmundur er manna seigastur í vörn, eins og Friðrik fékk að reyna í síð- asta Reykjavíkurmóti. í biðstöð- unni var Guðmundur að vísu með peði undir, en átti biskupa- parið, og var staðan tvíeggjuð. Eftir að tekið var til við skák- Sextug í dag: Guðrún Guðmundsdóttir IMýju-Grund, Seltjarnarnesi MIKIL vinkona mín og kven- hetja, Guðrún á Nýju-Grund, er sextug í dag. Ég hefi þekkt 'hana um tugi ára og aldrei bor- ið skuigga á okkar vináttu, enda er hún tryggðartröll og vinur vina sinna. Guðrún er Skagfirð- ingur, þ.e.a.s. Fljótamaður, því að hún er fædd og uppaiin í Fljótunum, einni fegurstu sveit landsins, fædd á Neðra Haga- nesi, 25. júlí 1908. Ólst upp í sveitinni sinni, í foreldralhúsum, unz hún ung fór hingað á Suð- urnes og lærði sauma og aðr- ar kvenlegar listir. Hennar ferð hingað suður varð þó síðar til þess að hún kynntist vöskum manni úr Hrunamanna'hreppn- um, Þorsteini Guðbrandssynx frá Bolafæti. Var þá ekki að sök- um að spyrja: Með þeim tókust heitar ástir, er enn standa, og voru þau saman gefin árið 1934. Þá var kreppa í landi og þurfti harðar hendur og sterkan vilja til þess að bjargast og vera fremur veitandi en þiggjandi, en þetta tókst þeim Guðrúnu og Þorsteini, er hans hlutur ekki gerður lítill þótt sagt sé að dugn- aður henr\ar sé dæmafár. Guð- rún hefir þurft að berjast við þrálát veikindi mikinn hluta ævi sinnar, en það er eins og ekkert á hana bíti, eldlegur á'hugi hennar, bjartsýni og þoi- inmæði hafa sigrast á öllum þrautifm. Slíkt er fáum ^efið. Þorsteinn og Guðrún hafa nú um nokkurt skeið rekið prjóna- stofuna Iðunni ,af sama dugn- aðinum og fyrirhyggjunni og allt annað, sem þau hafa lagt hönd að. Heiðarleiki í viðskipt- um er þeirra aðal ásamt vöru- vöndun og geta þeir bezt um dæmt, sem skipti hafa átt við fyrirtækið. Það er mikil gæfa að eiga þau hjón að vinum, í þeirra urtagarði er mikið um lífgrös, þeirra ihendur fægja sár en valda þeim ekki. Ég ætlaði að senda Guðrúnu vísu í afmælis- gjöf og hún fær hana þegar ég sé hana næst, en nú er hún um borð í Esjunni í hringferð um landið. Ég óska Guðrúnu til hamingju með afmælið um leið og ég mælist til þess við þann, sem öllu ræður, að hún fái enn um langa stund að gleðja mig og aðra slíka kumpána, haldi sem sagt áfram að gleðja aðra. Það er hennar fag. Þorsteini mínum óska ég svo til hamingju með brúði sína frá Neðra-Haganesi. Það er án sam- anburðar hans bezta fjárfesting. Friðfinnur Ólafsson. Skrifstofa Veðurstofunnar og deildir i Sjómannaskóla verða lokaðar vegna jarðarfarar fyrir hádegi föstudaginn 26. júlí. Veðurstofa íslands. ina að nýju, var fljótlega sam- ið jafntefli. Bragi tefldi með svart á móti Moens Moe. Byrj- unin var Sikileyjarleikur. Báð- ir keppendur hugsuðu eins og þeir væru að ráða lífsgátuna yf ir skákborðinu. Lentu þeir í heiftarlegu tímahraki, og þá dró til tíðinda. Moe drap hrók með hrók og skákaði kóngi Braga. Bragi svaraði ekki skákinni, og drap hinn hrók Danas með drott ingu. Slíkt er að sjálfsögðu ekki leyfilegt. Nú gerðist margt í einni svipan, og eru menn ekki á eitt sáttir um atburðarrásina. En eitt er víst, að yfirsetumað- urinn tók drottningu Braga og setti hana á fyrri reit og sagði keppendum að halda áfram. Þá svaraði Bragi skákinni og drap réttan hrók. Klukkan gekk á Danann, og hann var að falla, og í fátinu svaraði hann leikn- um. Keppendur tefldu síðan áfram í írafári, og þegar fjöru- tíu leikjum var náð, var Bragi kominn með létt unnið tafl. Þeg- ar Daninn var búinn að jafna sig eftir tímahrakið, sá hann, hverjum brögðum hann hafði verið beittur. Það kom í ljós, að Bragi hefði getað borið drottn- inguna fyrir hrókskákina, en þá var staðan að sjálfsögðu töpuð hjá honum. Daninn kærði skák- ina, og þannig stóðu málin um kvöldið. Okkur íslendingum var Ijóst, að Daninn hafði fyrirgert rétti sínum með því að tefla áfram, eftir að Bragi hafði leik- ið ólöglega leiknum. Hefði hann kært þá, hefði skákin verið dæmd af Braga: Þar eð okkur var dýrmætur hver vinningur, vorum við ákveðnir að krefjast þess, að skákin yrði tefld áfram, Rifjuðum við þá upp allar gaml ar erjur Dana og íslendinga. En morguninn eftir sigraði íþrótta- andinn, enda er fleira gott en illt með íslendingum og Dönum. Bragi bauð Moe jafntefli, og þáði hann það, og voru allir ánægðir með þau málalok, eins og komið var. Haukur tefldi í þessari umferð við Frode-Fihl- Jensen. Þeir léku Sikileyjar- vörn, og virtist Daninn ætla að knúsa Hauk í byrjuninni, en það voru missýningar. Haukur fann í flókinni stöðu fallega leikfléttu, og skiptist taflið upp í endatafl, þar sem Haukur stóð mun betur. Haukur lét kné fylgja kviði og vann. Jón tefldi við Kölbek. Daninn lék f4 í fyrsta leik og tefldi afbrigði, sem Larsen hefur nokkrum sinn um beitt (b4). Jón hélt jöfnu tafli, og smám saman fækkaði mönnunum. Kom upp drottning- arendatafl, sem virtist vera jafn t.efli. En þegar klukkan fór að reka á eftir Dananum, álpaðist hann með kónginn út á mitt borð Jóni tókst að skipta upp drottn- íngum og fá uþp riddaraenda- tafl, sem leit út fyrir að vera gjörunnið. Þegar tekið var til við skákina aftur, var meira hald í stöðunni en ráð var fyrir gert, og átti Jón erfitt með að finna vinningsleið. Þegar til kom, valdi hann leið, sem var vægast sagt tvíeggjuð, og virt- ist vera að glopra skákinni nið- ur í jafntefli. Þegar svarf til stáls, reyndist hann eiga kóngs leiki í ætt við skákþraut, okk- ur öllum til hugarléttis. Þrír vinningar gegn einum gegn Dön um var sætur sigur. FJÓRÐA UMFERÐ í fjórðu umferð telfdum við við Svía. Til að vera öruggir I úrslit, þurftum við að vinna á öllum borðum. Jón vann sinn andstæðing fljótlega og nokkuð fallega. Skömmu síðar reyndist Haukur andstæðingi sínum fremri í flækjum og mátaði hann Þá beindist athyglin að efstu borðunum. Á fyrsta borði tefldi Guðmundur við Dahl og á öðru Bragi við Holmstrand. í skák Braga hurfu drottningar- nar fljótlega af borðinu. Hafði Bragi betri stöðu, sem hann ynni, ef mikið lægi við. Þá reið á Guðmundi. Hafði hann svart og tókst fljótlega að jafna tafl- ið, en náði ekki meiru um hríð. Notuðu keppendur mikinn tíma enda var staðan flókin. f tíma- hrakinu færðist Guðmundur í ham, en Svíinn lyppaðist niður í sætinu og skalf. Þegar Guð- mundur hafði náð drottningunni af Svíanum fyrir tvo hróka, var ekki að sökum að spyrja. Drottn ing Guðipundar gekk berserks- gang um vígvöllinn, en menn Svíans horfðu aðgerðarlausir á. Svíinn féll á tíma í tapaðri stöðu. f þessari umferð fengu Danir uppreisn æru sinnar. Þeir gjörsigruðu Englendinga 3%-%. Var þetta mikill hnekkir fyrir Englendinga, því að hefðu þeir náð einum vinning meir, hefðu þeir verið nokkuð öruggir um að komast í úrslit. Þegar þessi úrslit voru kunn, sömdum við hið snarasta jafntefli í skák .Braga, því að útséð var um það, að Englendingar gætu ekki náð okkur, hvernig sem færi í síð- ustu umferð. FIMMTA UMFERÐ f fimmtu og síðustu umferð sátum við hjá. Danir áttu í höggi við íra, en Englendingar við Svía. Lauk keppni Dana og íra fljótlega 2V2—1%, hvort sem samið hafði verið um úrslitin fyrirfram eða ekki. Að minnsta kosti voru þá Danir ör- uggir í A-úrslit og frar í B- úrslit. Englendingar gerðu Sví- um gþð skil, 4-0. Með þeim sigri komust þeir upp að hliðinni á Dönum, en þar sem Danir unnu Englendinga, komast Danir áfram, en Englendingar sitja eft ir í B. Lokastaðan í 4. riðli er þá: fsland 11 v., 2. Danmörk 10% v., 3. England 10Yz v., 4. írland 5v. og 5. Svíþjóð 3 v. Jón Hálfdánarson. - FISKVEIÐAR Framhald af bls. 13 orðið gífurlega miklar framfarir í sjávarútvegi og fiskiðnaði Bret lands, V-Þýzkalands, Sovétríkj- anna, Póllands, A-Þýzkalands og Noregs frá því árið 1960, m.a. með tilkomu stórra og vel útbú- inna hraðfrystitogara. Á örfáum árum hefur framleiðsla hrað frystitogaranna valdið gjörbylt- ingu í framboði hraðfrystra sjáv arafurða, sem hefur aukizt langt umfram neyzluaukningu, samtím is því sem verðlag matvæla eins og frystra kjúklinga, sem kepp- ir við fiskafurðir um hylli neyt- enda, hefur farið stórlega lækk- andi. Eftirspurn hefur að vísu auk izt eftir hraðfrystum fiski, en sú eftirspurn hefur ekki verið í neinu samræmi við hina stór- auknu framleiðslu. Fiskneyzla á íbúa stendur yfirleitt í stað og fer í sumum löndum minnkandi, en heildarneyzla hraðfrystra sjávarafurða eykst þó jafnt og þétt, eftir því sem fólksfjölgun eykst í helztu neyzlulöndum og markaðskerfið víkkar út. T.d. má nefna, að í Sovétríkjunum hefur fiskneyzla aukizt mikið og hið sama má segja um A-Þýzka- land. Hins vegar hefur fersk- fiskneyzla dregizt saman í V- Þýzkalandi og víðar á megin- landi Evrópu. Til þess að gera sér viðhlýt- andi grein fyrir, hvað raúnveru lega hefur átt sér stað, er nauð- synlegt að rekja þróunina í fram leiðslu og útflutningi hrað- frystra sjávarafurða í helztu framleiðslulöndum síðasta ára- tug. Þau lönd, sem hér um ræð- ir eru einkum: Bandaríkin, So- vétríkin, Bretland, V-Þýzkaland Noregur, fsland, Danmörk, Pól- land og A-Þýzkaland. Yfirleitt er mjög erfitt að fá sambæri- lega unnar skýrslur yfir fram- leiðslu, útflutning, sölu og neyzlu sjávarafurða í þessum löndum, en í þessum greinaflokki er stuðst við hinar helztu fáan- legu heimildir í sérhverju landi. Þá er þess að geta, að yfirleitt koma nákvæmar upplýsingar um þetta efni einu til tveimur árum eftir að viðkomandi framleiðslu- og sölutímabili lýkur. Mlklar framfarir: Framfarir í fiskveiðum heims- ins hafa aldrei verið jafn stór- stígar og hraðar og á s.l. 20 ár- um. f töflu nr. 1 yfir fiskafla heimsins sést, að á tímabilinu 1948 til 1966 jókst heildaraflinn úr 19.6 millj. smálestum í 58,8 millj. smálestir árið 1966 eða um 200%. Árið 1948 fóru aðeins 1 millj. smál. í frystingu eða 5.1% heildaraflans, en árið 1966, 7 millj. smál. eða 11.9%. Aflinn þre faldast, en sá hluti hans sem fer í frystingu sjöfaldast. Á þessu tímabili rísa upp nýjar fiskveiði- þjóðir, eins og t.d. Sovétríkin, sem nú er forustuþjóð í fisk- veiðum. Eldri fiskveiðiþjóðir hafa einnig tileinkað sér nýja og stórbrotna veiðitækni, sem skilar margföldum árangri miðað við það sem áður þekktist. Fiskveið- um og fiskvinnslu fleygir fram, en í sölu og dreifingu hins mikla afla er framþróunin meira hæg- fara. Markaðir háþróaðra þjóða, þar sem gnægð er matvæl, eru yfirfullir af fyrsta flokks sjáv arafurðum á sama tíma sem % hluti mannkynsins eða um 2000 millj. manns lifa við sult eða jafnvel á mörkum hungursneyð ar. Stærri og stærri hluti aflans fer í dýrafóður til framleiðslu á dýrum kjötafurðum fyrir gnægt- arborð hinna auðugri þjóða. Af- urðirnar eru of dýrar fyrir hið sveltandi fólk og það skortir fjármagn, skipulag og vilja til að byggja upp nauðsynlegt sölu- og dreifingarkerfi. TAFLA I. Fiskafli heimsins og nýting í frystingu 1948-1966 (miilj. smál.): Þar af í Heildarafli: frystingu: Smál. Smál. %. 1948 19,6 L0 5,1 1955 27,6 2,0 7,2 1960 40,0 3,5 8,8 1961 43,4 4,1 9,4 1962 46,9 4,4 9,4 1963 48,2 4,8 10.0 1964 52,5 5,3 10,1 1965 53,3 6,2 11,6 1966 58,8 7,0 11,9 Lífskjaraskerðing: Afleiðingar þessa er offram- boð fiskafurða inn á þróuðu markaðina í Evrópu og Ameríku með þar af leiðandi verðfalli. Sjávarútvegur og fiskiðnaður helztu fiskveiðiþjóða situr þvi nú uppi með mikla og dýra fjár- festingu í skipum, vélum, tækj- um og þess háttar, samtímis því, sem verðlag afurðanna fer hrað ^allandi á helztu mörkuðum. I sumum löndum hefur þegar myndazt neyðarástand og eru allar horfur á, að hið sama muni eiga sér stað hérlendis á næst- unni, ef eigi verður breyting á rekstrarstöðu þessara atvinnu- greina. En slikt mun því miður ekki geta átt sér stað án mikill- ar fórnar þjóðarinnar allrar. Þetta er bitur sannleikur, sem nnuðsynlegt er að íslenzku þjóð- inni sé sagður strax, á sem skýr- astan hátt. Hér er ekki lengur um að tefla, hvort Pétur eða Páll eigi að fjalla um eða reka þennan atvinnurekstur, heldur það, hvort þjóðin skilar sér heilli og samtaka út úr þeim miklu vandræðum, sem framund- an eru vegna breyttra og versn- andi afkomumöguleika í höfuð- atvinnuvegi þjóðarinnar. íbúor Knli- iorníu fleiri í en í Knnndo J Los Angeles, 23. júlí — AP t ÍBÚAFJÖLDI Kaliforníu er 4 orðinn 20 milljónir, sem- er f meira en íbúafjöldi Kanada. 7 Næstum því helmingurinn t af 20 millj. íbúum þessa rík-1 í is býr í fimm héruðum um - i hverfis Los Angeles. í í átta ár hefur íbúum Kali- J forníu fjölgað um jjað bil Vhálfa millj. á hverju ári og i árið 2000 kann að vera, að í íbúarnir verði orðnir helm- 7 ingi fleiri en nú. J íbúar Kanada eru 19.9 i milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.