Morgunblaðið - 25.07.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1968
Vinnuveitendasam-
bandið í nýtt húsnæöi
- Stendur á viðrœðum við verkalýðs-
félögin á Norður- og Austurlandi
Vinnuiveibendasambandið flubti
nýlega í ný húsakynni við Garða
stræti, í hús Ólafs heitins Thors.
Hafa farið fram gagn.gerar breyt
ingar á húsinu, verið byggt við
það og innréttingiu breitt í nauð-
synlegt horf. Um síðustu 'helgi
var haldinn í ’húsinu fyrsti fund-
urinn. Voru það samtök vinnu-
vedtenda á Norðurlöndum, sem
héldiu hér árlegan fund sinn. Á
þessuim fundum eru rædd efna-
hagsmál og viðhorf í kaup- og
kjaramálum.
Á mánudag hófust viðræður
- ISRAELSMENN
Framhald af bis. 1
stjórnvöld hafi varla átt þátt í
undirbúningi að flugvélarráninu,
enda þótt ALsír hafi að formi til
átt í styfjöld við Israel síðan í
júnístríðinu í fyrra.
„Djarflegur verknaður
Málgagn stjómarinnar í Alsír,
blaðið E1 Moudjahid, kallar rán
ið á ísraelsku flugvélinni „djarf-
legan verknað" og heldur því
fram, að E1 A1 flugfélagi'ð sé ekki
venjulegt flugfélag, heldur sé
það notað í stríði og standi í
nánum tengslum við hermála-
ráðuneyti Israels. Sökum þessa
hafi rán Palestínu-Arabanna á
flugvélinni verið fullkomlega
lögmætt.
við fulltrúa frá verkalýðsfé-
lögum á Niorður- og Ausburlandi,
en viðræðum var frestað vegna
fundar hjá skipulagsnefnd A.S.Í.
Verður viðræðum fram 'haldið
n.k. þriðjiúdag. Á þessurn fund-
um er rætt um framkvæmd á
marzsamningum, að því er tek-
ur til ákvæðisvinnu, lestunar og
losunar, hreingerninga og fleira.
Sagði Barði Friðri'ksson við Mbl.
í gær, að samningum miðaði lítt
áfram, enda væiru þeár ekki
kornnir nema á rekspöl.
Hús Vinnuveitenðasambands Islands í Garðastræti 41. — Ljós m.: Sv. Þorm.
Hestamannamót á
Héraði um helgina
Egilsstöðum, 24. júlí.
UM næstu helgi verður Fjórð-
ungsmót hestamanna haldið á
Iðavöllum á Fljótsdalshéraði og
formlega vígður nýr skeiðvöllur,
sem hestamannafélagið Freyfaxi
hefur látið gera. Er völlurinn
mjög fullkominn og áðstaða fyr-
ir menn og hross hin ákjósanleg
asta. Yfirsýn yfir sýningarsvæð-
ið er með afbrigðum góð. Allar
hlaupabrautir eru merktar og
Þórir Hall, forseti Heklu afhendir forseta Öskju klúbbfána að
gjöf.
Stofnskrárfagnaður Kiwanis-
klúbbs á Vopnafirði
FYRRA Laugardag vaT afhent
formleg stofnskrá Kiwanis-
klúbbsins Öskju á Vopnatfirði, að
viðsitöddum svæðisstjóra klúbb-
anna hér á landi, Bjama B. Ás-
geirssyni og allmörgum gestum
úr klúbbunum Heklu og Kötlu í
Reykjavík.
Athöfn þessi fór fram á há-
tíðarfundi í félagsheimiliniu á
Vopnafirði. Sórstaklega var boð-
ið til fundarins forseta Lions-
klúbbs Vopnafjarðar og sat vara
forseti hátíð.na.
HaTaldur Gíslason sveitarstjóiri
forseti Öskju, var veizlustjóri og
bauð hann gesti velkomna. Há-
táðina sábu um áttatíu manns.
VEÐRIÐ
BÚIZT er við hægri suðlægri átt
á morgun og skýjuðu veðri, en
lÆtilli úrkomu. Austan til á land-
inu verður hægviðri og þurrt
með björtu veðri á nokkrum stöð
um. Búizt er við áframhaíldanidi
ihlýinduim.
Forseti Heklu, Þórir Hall hélt
ræðu og flutti kveðju klúbbs-
ins og atfhenti félaigsfána Öskju,
sem gjöf frá Heklu, Þar næst
afhenti Bjarni Ásgeirisson svæð-
isstjóri stotfnskrárskjalið í for-
fölllum Eiinars A. Jónssonar, sem
er fyrsti varatforseti Krwanis Int-
emational í Evrópu. Þé aifhenti
Ásgeir Hjörleifsson, forseti Kötlu
klúbbnum að gjötf veglega fiund-
arbjöllu og hamar. PáiLl A. Páls-
son flutti kveðju frá HelgatfeLli
í Vestmannaeyjum og afheniti
ræðupúlt að gjötf.
Þá flutti ræðu Gunnar Valde-
marsson bóindi í Teigi, sem rakti
sögu Vopnatfjarðar og lýsti hérað
inu. Varatforseti Lionsklúbbsins
á Vopnatfirði flutti ávarp og ósk-
aði Kiwanismönnium á Vopna-
firði til hamingju með daginn
og vænti góðs samistarfs klúbb
anna hér etftir sem hingað til.
Hátíðinni lauk með því að stig
inn var dans til kl. þrjú um nótt-
ima og fór fagnaðurinn hið bezta
fram.
Sem kunnuigt er annast Kiw-
anisklúbbarnÍT hér á landi fjár
öflun til ýmis konar hjálparstartf
semi.
hefur hver hestur ákveðna braut
til að hlaupa á.
Á mótinu koma fram hestar
víðsvegar að af landinu. Reyna
sig þar í annað sinn Þytur,
Sveins Kr. Sveinssonar, mesti
hlaupahestur landsins, og Funi,
Gunnars Jónssonar á Egilsstöð-
um í 800 metra hlaupi. Telja
hestamenn, að þetta verði tví-
sýnasta 800 metra hlaup á árinu.
Þeir Funi og Þytur voru sem
kunnugt er, númer eitt og tvö á
Landsmóti hestamanna á Hólum.
Þarna verður margt glæsilegra
gæðinga, þ. á m. Reykur og
Blakkur Jóhönnu Kristjánsdótt-
ur úr Reykjavík. Sigurður Ólafs
son mætir með stökkhryssuna
Gulu-Glettu og skeiðhryssuna
Busku.
Á kynbótasýningunni kemur
fram það bezta af austfirzka og
hornfirzka stofninum og mun
þar verða margur fallegur hest-
ur. Lagður hefur verið reiðveg-
ur frá Egilsstöðum á mótsstað-
inn og er hann 10—12 kílómetra
langur. Er það til mikils öryggis
fyrir hestamenn og hagræðis
fyrir bílaumferð.
Undirbúningur og bygging
skeiðvallarins hefur tekið nokk-
um tíma og hefur þar margur
lagt hönd á plóginn.
— Hákon.
Gripsholm kom
í morgun
SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Grips
holm var væntanlegt á ytri höfn
ina í Reykjavík um kl. 4 í morg-
un. Búizt er við að farþegar
komi í land um kl. 8.
— Falsaðir dollarar
Framhald af bls. 1
Seðlarnir f'un-dust í 1-eyni-
hóifi í einbýlishúsi í Brick
Township í dag og hafa átta
manneskjur verið handteknar
vegna máls þessa. Prenitvélin,
sem notuð var við að prenta
peningana hefuT ekki fundizt
og sagði yfirmaður leynílög-
reglnnnar í New Jersey, Frank
B. Wood, að henni hefði að öll
uin líkindum verið sökkt í sæ
Hinsvegar hefðu fundizt í hús
inu blektegundir ýmisis konar
og sýrur, sem notaðar hetfðu
verið við peningagerðina.
Wood sagði, að seðlarnir hetfðu
verið ágæta vel gerðir en þó
ekki betur en svo, að við nán-
ari aðgæzlu hefði vel mátt
greina, að þeir væru falsaðir
Sláttur hafinn í
flestum sveitum
SLÁTTUR er nú hafinn í flest-
um sveitum landsins þó í mörg-
um sveitum sé aðeins farið að
slá á fiáum bæjum, að því er
Gísli Kristjánsson hjá Búnaðar-
félaginu sagði í gær. Hefur orð-
ið góð nýtimg á því, sem komið
er í hlöðu.
Á Miðnorðurlandi hefur slátt-
ur gengið ágætlega að undan-
förnu en á norðausburhorni
landsins og á Vestfjörðum er á-
standið öllu verra. Á mörgum
bæjum er þar ekki hafinn slátt-
ur og á nokkrum mun hann ekki
hefjast fyrr en um næstu mán-
aðamót. Um þessar mundir er
bezta sprettutíð á þessum slóð-
um og er hægt að segja, að nú
sé Loksins hafin þar spretta fyr-
ir alvöru.
Á Austurlandi er bezta
sprettutíð nú og víða hafinn
sláttur og á Suðurlandi er sLátt-
ur almennt í fullum garngi. Þó
munu uppsveitir vera verr sett-
ar en lágsveitir. Bezt er ástandið
á Suðvesturlandi, þar sem segja
miá að sumarið 'hafi verið sæmi-
legt. Sláttur er hálfnaðuT sums
staðar á þeim svæðum, sem bezt
hefur gengið.
Hólahótíðin verður 4. úgúst
Hin árlega Hólahátíð verður
að þessu sinni sunnudaginn 4.
ágúst n.'k. „verzlunarmanna-
sunnudaginn“. Að veniju varður
þar guðsþjónusta, sem hefst kl. 2
e.h. Seinni part dags verður saim
koma í kirkjunni, þar sem flutt
verða erindi og vöndiuð tónlist.
Á sama tíma verður væntanlega
barnasamkoma í íþróttahúsi
Hólaskóia. Aðalfundur Hóla-
félagsins verður kl. 11 f.h. sama
daig.
Biskup íslands ví'gir á þessari
hátíð kirkjuklukkiur þær, sem
tilkynnt var, að íslenzka þjóðin
gæfi Hóladómkirkju á 200 ára
afmæli kirkjunniar 1963. Klukk-
urnar, sem eru 3, verða settar
í kirkjuturninn, sem jafnframt
er minnismerki Jóns Arasonar.
Ein kLukknanna ber áletrun
tekna úr skáldskap hans, önnur
áletrun sem er andlátsbæn heil-
ags Jóns Ögmundssonar og hin
þriðja áletrun úr sálmi, sem
Frófessors-
embætti í sögu
PRÓFESSORSEMBÆTTI í sögu
við heimspekideiLd Háskóla ís-
lands er aiuglýst Laust til um-
sóknar og er umsóknaTfrestur til
12. ágúst.
- BULGARAR
Framhald af bls. I
íu í Albaníu, sex starfsmenn búlg
arska sendiráðsins þar og frétta-
maður búlgörsku fréttastofunn-
ar, BTA, hafi verið reknir úr
landi vegna „f jandsamlegrar starf
semi“ þeirra í Albaniu. Er svo
litið á, að hér sé um að ræða
hefndarráðstöfun vegna þess að
sendiherra Albaníu í Búlgaríu og
fimm starfsmenn albanska sendi-
ráðsins i Sofiu voru nýlega rekn
ir þaðan á þeirri forsendu, að þeir
hefðu reynt að fá landsbúa tll að
taka að sér verkefni og stunda
starfsemi andstæða hagsmunum
Búlgaríu.
talin er eftir Guðbrand biskup
Þorlálsson.
HóLafélagið, sem fyxir hátíð-
inni stendiur, væntir þess, að
Norðlendingar og ferðamenn,
sem væntanlega verða margir í
Norðurlandi um þessa helgi,
fjölmenni iheim að HóLum þenn-
an dag.
Nánar verður sagt firá hátið-
inni síðair.
FJh. Hólafélagsins.
Þórir Stephensen.
sóknarpreistur á Sauð’árkróki
fonmaður.
Þ Það var ednu sinni kona ð
— Kynþáttaóeirðir
Framhald af bls. 1
skyttur skothríð á þá af naer-
liggjandi húsþökum. Áður en
lauk höfðu sjö blökkumenn og
þrír lögreglumenn verið drepn-
ir.
Borgarstjórinn í Cleveland,
Carl B. Stokes, sem er blökku-
maður, sagði í dag, að þessi á-
tök hefðu ekki komið á óvart,
bandaríska leyniþjónustan hefði
varað við því, að til átaka mundi
koma í dag miðvikudag, svo að
þau hefðu aðeins hafizt fyrr en
áætlað var. Eirtn blökkumann-
anna, sem handtekinn var, upp-
lýsti, að í flokki hans hefðu
verið sautján menn, allir vel bún
ir vopnum. Töldust þeir allir til
hinna svonefndu „svörtu þjóð-
ernissinna". Nokkrir félagar
hans voru felldir í viðureign-
inni og aðrir handteknir.
Stokes sagði, að viðureignin
hefði ekki staðið mikið lengur
en hálfa klukkustund, en á þeim
tíma hefði árásarmönnunum tek
izt að varpa fjórum íkveikju-
sprengjum og valda miklu tjóni
á húsum, verzlunum og bifreið-
um.
Menn hafa gert sér vonir um,
að Stokes takist að kom í veg
fyrir óeirðir í Cleveland. Hann
gat sér mikinn orðstír og álit,
þegar honum tókst að koma í
veg fyrir átök eftir morðið á
blökkumannaleiðtoganum, dr.
Martin Luther King.