Morgunblaðið - 25.07.1968, Side 14

Morgunblaðið - 25.07.1968, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIM'MTUDAGUR 25. JÚLÍ 1968 Gísli G. Axelsson Minning Fæddur 3. apríl 1947. Dáinn 15. júlí 1968. „Jörðin er móðir alLs og einnig gröf, allt endar þar sem lífið fæst að gjöf“. í VOR, er daginn tók að lengja, var margt rætt og áformað á Álfhólsvegi 43. Öll áttum við okkar framtíðardrauma og áform, er framkvæma skyldi. Þannig var og með Gilla. Hann setti markið hátt og hugð- ist fullnema sig sem bezt á sínu sviði. Við, sem kynntumst stað- festu hans, sjálfsaga og iðni, vor- um þess fullviss, að honum, fremur en okk,ur hinum, tækilsit að umbreyta flestum sínum framtíðardraumum í veruleika. Sizt gat nokkurn órað fyrir því, að á miðju sumri yrði svo sviplega bundinn endir á hans t Maðurinn minn Grímur Þorkelsson, skipstjóri Reynimel 58 andáðist í Landakotsspítala 24. þessa mánaðar. Sigríður Jónsdóttir. t Móðir mín Guðrún Sigurðardóttir frá Seli andaðist á Elliheimilinu Grund 23. þ.m. Svanhvít Jensen. t Jarðarför Valdimars Gíslasonar múrarameistara Keflavík og minningarathöfn um Helga Valdimar Jónsson Siglufirði fer fram frá Keflavíkurkirkju Iaugardaginn 27. júlí kl. 2 síðdegis. Kristín G. Valdimarsdóttir, Kolbrún Valdimarsdóttir, Dröfn Pétursdóttir, Jón A. Valdimarsson, Guðrún Sigurðardóttir. t Útför Nínu Guðrúnar Gunn- laugsdóttur og Steingríms Bjömssonar Selvogsgrunni 3 sem létust af slysförum 15. þ.m., verður gerð frá Foss- vogskirkju föstudaginn 26. þ. m. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast þeirra er bent á Flugbjörg- unarsveitina og aðrar hjálp- arsveitir. Sigríður Jónsdóttir, Gunnlaugur Eggertsson, Ragnhildur Sóley Steingríms- dóttir, Hjálmar Bjarnason. dugmikla lífskraft. Flugið er orðinn ríkur þáttur í atvinnulífi þjóðar okkar, og því starfi ætlaði hann að helga krafta sína. Hann hafði numið flugvirkjun hjá Flugfélagi ís- lands í tæp þrjú ár, og jafn- framt því erfiða námi lagði hann stund á flugnám í rúm tvö ár. í námi hans og starfi komu skýít fram hæfileikar hans, og það sem hann tók sér fyrir hendur átti hug hans allan. Glaðastur var hann, er hann hafði hve mest fyrir stafni. Hann gekk að öllu með kappi, nákvæmni, ástundun og óbifandi staðfestu, og þá eiginleika dóðu allir þeir sem kynntust honum. Ævi Gísla var stutt, en minn- ingin er göfug. Hann var fædd- ur að Felli í Kjós, ólst þar upp til sex ára aldurs, og síðan bjó hann hjá foreldrum sínum í Kópavogi. Til þess var tekið hve samband hans við þau var innilegt og frjálst, og mun það vefjast í bjartan minniskrans. Fátækleg orð okkar fá ekki lýst þeim harmi við svo skyndi- legan missi, en Tómas Guð- mundsson kvað: ,,Ó, skín ei ljúfast ævi þeirra yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir“. Systir og mágur. t In memoriam. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærrL Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og þvi er gjöfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. M.Á. HUGUR minn reikar á þessari stundu um nokkur ár aftur í tímann, til fárra daga, er eytt var við Hvalvatn. Það húmar að um kvöldið og blá mózka læðist yfir landið og leggst eins og dularhjúpur yfir náttúruna alla, sem býzt sem óðast til nætur eftir dagsins önn. Hljóð dagsins þagna eitt af öðru og fjallanóttin ríkir ein. Tveir fullvaxnir lómar láta t Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu samúð og vinarhug við fráfall og útfar Júlíusar Jakobssonar frá Sæbóli, Grundarfirði Börn og tengdaböm. t Þökkum hjartanlega öllum þeim sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför Sigríðar A. Björnsdóttur Grettisgötu 45A Systkin og vandamenn. lygna ölduna fleyta sér á vatn- inu. Þeir sveigja saman hálsa sína í sameiginlegum draumi um að heilsa saman nýjum degi að nóttu liðinni. Og í mislitum tjöldum á vatnsbakkanum kúrð- um við nokkrir félagar úr Kópavogi og hvíldumst eftir leik og veiðar við vatnið. Þenn- an dag höfðu verið bakaðar pönnukökuT við hlóðir, tid að fíra afmælum og þið tvö, Guð- rún og Björn, grófuð afgangs viðinn efst í sandinn í fjörunni, þar sem hann mundi haldast þurr og nofchæfur og bíða þess tíma að við kæmum aftur og endurtækjum leikinn. Því sér- hvern góðan dag viljum við gera aftur. Að Hvalvatni höfum við ekki komið síðan, en góða daga höfum við átt marga sam- an. Mér eru minnisstæðir dag- ar, þegar Norðurlandamót kvenna í handknattleik var háð hér á íslandi og lauk með ís- lenzkum sigri, einnig óteljandi stundir með Leikfélagi Kópa- vogs og síðast en ekki sízt ljúf- ar stundir heima. Og það verð- ur að segja, að beztar af ölilum stundum og kynnum eru stund- irnar heima, því þar erum við næst sjálfum okkur, lífi okkar, ást og hamingjusól. Það var gaman að fylgjast með þróuninni, sjá hvernig unga fólkið glímdi við sín reynsluár, vitandi að brátt tækju manndómsárin við. Hin fyrstu uppvaxinnar kynslóðar Kópavogsæsku. Það skipti svo miklu máli hvernig til tækizt, að kæmi til skila manndómur- inn allur, þannig að börnin yrðu menn. Fjögur íslenzk ungmenni leggja til fjalla á Faxa sínum. Þeim Faxa, sem ég veit að Gisli sonur ykkar unni. Þau koma ekki aftur. í barnabyggð- inni í Kópavogi er eins ung- mennis vant. Eina hönd, sem ætlaði að vinna verkin stór, vantar. Ein rödd, sem átti eftir að segja sitt, þögnuð. Nú skiptir ekki lengur máli um okkar veika vilja í heimsins amstri. Litlu stundirnar, innst og heima, það hvernig hönd lét að hendi ástvinar, stuðningur pabba og mömmu við drenginn sinn, þær stundir einar sem notaðar voru til kærleiks varð- veitast, þegar hinar eru gengn- ar. Axel og Guðrún ,ég veit ég mæli ekki aðeins fyrir mig og Björn og börnin okkar, heldur einnig til allra foreldra í Kópa- vogi, er ég votta ykkur og þeim öllum, sem nú eiga raunastund- ir einlæga samúð okkar og hlut- tekningu vegna fráfalls ástvina ykkar þann 15. júlí síðastliðinn. Gunnvör Braga. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts sonar okkar. Arndís Guðnadóttir, Sigurður G. Sigurðsson. ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Austurbæjarbíó: ORRUSTAN MIKLA (The Battle of the Bulge) í árslok árið 1944 voru Þjóð- verjar illa staddir á vesturvíg- stöðvunum. Gerðu þeir þá ör- væntingarfulla árás í Ardenna- fjöllum, með miklum herstyrk, fótgönguliði og skriðdrekasveit- um, og var orrusta þessi nefnd „Battle of the Bulge“. Misstu Bandamenn þar sjötíu og sjö þúsumd menn, þar af átta þúsund látna og fjörutíu og átta þúsund særða. Áætlað var að Þjóðverjax hafi misst um hundr- að og tuttugu þúsund menn. Má því reikna með að um tuttugu þúsund menn hafi látið lífið í þessum átökum. Það er dýr land spilda, sem þarna var barizt um. Auk þess misstu Þjóðverj- ar sjö hundruð skriðdreka og nokkur þúsund önnur faratæki. Þarna var því á ferðinni meiri háttar harmleikur og mikil orr- usta. Stóð hún aliLs í þrjár viík- ur. Gagnstætt því sem myndin segir frá, var allmikill undir- búninguT og viðbúnaðiur af Bandamanna hálfu, áður en að- aðalorustan hófst. Þessi miklu ragnarök verða að smáskærum' í myndinni. Helzt er að sjá að allir séu asn- ar, nema Henry Fonda, sem leik ur hinn óhjákvæmi’sga lágt setta liðsforingja, sem hefur rétt fyrir sér, þegar þeir háfctsettu hafa allir rangt fyrir sér. FÉLAGSLÍF Ferðafélag íslands ráðgerir eftirtaldar ferðir um verzlunarmannahelgina: 1. Þórsmörk. 2. Landmannalaugar. 3. Breiðafjarðareyjar oig kringum Jökul. 4. Kerlinigarfjöll og Hvera- vellir. 5. Hvanngil á Fjallabaks- veg syðri. 6. Hítárdalur og Hnappa- dalur. 7. Veiðivötn. Ferðirnar hefjast allar á laugardaig. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, öldugötu 3, símar 11798 — 19533. LAIJS STAÐA Starf yfirljósmóðutr við fæð- ingardeildina á Sólvangi í Hafnarfirði er laust til um- sóknar. Hmsóknarfrestur er tU 10. ágúist næstkosnandi. Sólvangi, 24. júlí '1968. Forstjórinn. ÖKUKENNSLA Torfi Jbgeirsson Sími 20037 Dana Andrews leikur vel pressaðan hrokagi'kk og Robert Ryan herforingja, sem eftir svipnum að dæma á erfitt með að ákveða sig. Hvorugur hefur nein tækifæri til átaka. Eini maðurinn, sem áhorfendur virt- ust hafa nokkurn áhuga á, er Lelly Savalas, sem leikur fé- gráðugan braskara af góðum húmor. Varla hefði hann þó vak- ið svona mikla hrifningu í góðri mynd. Tveimur kvenmönnum er komið inn í myndina sem snöggvast og er engu líkara en að einhver hafi áttað sig á að engin ást var í myndinni og grip ið næsta kvenmann. Eru þaa atriði algerlega úr öllu sam- bandi við atburði í myndinni. Versti galli myndarinnar er þó sá að hún nær ekki að gefa neina hugmynd eða tilfinningu um stórkostleika slíkrar orrustu. Skriðdrekarnir eru flestir greinilega eftirlíkingar og verða því minna ógnandi. Hermenn- irnir eru fáir. Þjóðverjarnir eru vondir hernaðarsinnar, en þó er hafður einn friðarsinni með, því ekki mega þeir allir vera vond- ir. Það gæti skilizt sem þröng- sýni. í stuttu máli sagt, léleg mynd. Ekki er þó ástæða til að ætla, að aðsókn skorti, eins og hagar til um kvikmyndir í öðrum kvikmyndahúsum. Endursýning- ar og drasl er yfirgnæfandi. Væri ekki reynandi að sýna góð ar myndir á meðan sjónvarpið er í fríinu. Ég er ekki frá því að eitthvað af nýjum gestum gæti bætzt við. Skölahótelin d vegnni Ferðaskrifstofu ríkisins bjóðayður velkomin i surriar d eftiríöldum stöðum: 1 REYKHOLTI í BORGARFIRÐI 2 REYKJASKÓLA HRÚTAFIRÐI 3 MENNTASKÓLANUM AKUREYRI 4 EIÐASKÓLA 5 MENNTASKÓLANUM LAUGARVATNI 6 SKÓGASKÓLA 7 SJÓMANNASKÓLAN- UM REYKJAVÍK Alls staðar er framreiddur hinn vinsceli m orgunverður r Gröfur óskust til Ieigu Tvö stykki JCB 3, eitt stykki Brþyt X2. Upplýsingar í síma 52485.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.