Morgunblaðið - 25.07.1968, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1968
Verkamenn eru öflugustu
stuöningsmenn Dubceks
— Rússar vilja ekki heyra
sannleikann, segja verkamennirnir
BREZKUR blaðamaður, Rich-
ard West, fréttaritari Sunday
Times, kynnti sér í síðustu viku
viðhorf verkamanna í Tékkósló
vakíu tO atburðanna sem hafa
verið að gerast í landinu og deil
unnar við Rússa. Hann komst
fljótlega að raun utíi, að verka-
menn eru traustustu stuðnings-
menn Alexanders Dubceks og
stjómarinnar. Frásögn hans fer
hér á eftir:
Verkstjóri úr kommúnista-
flokknum í Tos-Hostivar- verk-
smiðjunni í Prag lét í ljós þetta
álit á deilu Tékkóslóvaka og
Rússa: „Rússar Pólverjar og
Austur-Þjóðverjar vita ekki
hvað hér er að gerast. — Þeir
segja, að aðeins menntamenn >g
stúdentar standi á bak við mið-
stjórn okkar og Alexander Du-
bcek. Þeir segja, að verkalýðs-
stéttin vilji afturhvart til Nov-
otnykerfisins. En verkamenn
eru eindregnustu stuðningsménn
miðstjórnarinnar og Dubeeks.
— Rússar reyna ekki einu
sinni að benda á hvað verka-
mennirnir hérna hugsa. Þú kem-
ur í þessa verksmiðju frá ensku
blaði og spyrð okkur hvað við
hugsum. En enginn hér hefur
séð blaðamann fra Pravda eða
nokkru öðru blaði þeirra koma
til þess að tala við okkur Rúss-
ar fá rangar upplýsingar og
þeir vilja ekki heyra sannleik-
ann.
— Hver einasti verkamaður,
eða við skulum segja níu af
hverjum tíu, .stendur á bak við
miðstjórnina. Það kann að vera
að 10 til 15 meðlima flokksins
styðji Novotny og íhaldsmenn-
ina. Og jafnvel utan raða flokks
ins eru nokkrir sem fylgja Nov-
otny að málum — ekki af sann-
færingu heldur ótta.“
Úr verksmiðjum sem þessari
og frá verkamönnum sem þess-
um hefur Dubcek fengið þann
styrk, sem gert hefur honum
kleift að berjast gegn tilraunum
Rússa til að kollvarpa tékkósló-
vakísku stjórninni. Iðnverka-
menn, fyrst og fremst verka-
menn Prag, eru stærsta, bezt
skipulagða og herskáasta aflið í
stjórnmálum Tékkóslóvakíu.
Þeir andvarpa
Verkamenn í Prag skipuðu
áhlaupasveitir kommúnista í
byltingu þeirra 1948. Þegar Nov
otny var vikið úr forsetaembætt
inu í marz ferðaðist hann milli
versmiðjanna í Prag í þeirri
von, að verkamenn veittu hon-
•um stuðning til þess að komast
aftur í forsetaembættið. Til-
raun hans fór út um þúfur, á
sama hátt og áróður Rússa í
gíðustu viku fór út um þúfur.
í Tos-Hostivar-verksmiðjunni
leggst vinna að mestu leyti
niður þegar útvarpið flytur frétt
ir og fréttaauka, og fólkið hóp-
ast alvörugefið kringum ferða-
útvarpstæki sín. En þeir eru
anir bárust frá herskáum flokks
mönnum úr röðum verkamanna,
en á því leikur enginn vafi að
þær njóta heilshugar stuðnings
allra verkamanna.
Af efnahagslegum ástæðum
gera Rússar og stuðningsmenn
þeirra sér vonir um stuðning
verkamanna. Megnið af útflutn
— En kaupið er vandamál.
Venjulegur verkamáður fær
2.100 (tékkóslóvakískar) krón-
ur í mánaðarlaun (á að gizka
7.000 ísl. krónur), en verkfræð-
ingar fá aðeins 6% hærri laun.
Við þurfum að minrusta, kosti 30%
launamismun Og fyrrverandi
stjórn á sökina á því, að við
höfum spillt verkamönnum okk-
ar. Þe"ir vöndust á það að leggja
áherzlu á magn frekar en gæði,
og lélegir verkamenn fengu
greidd sömu laun og góðir yerka
menn.“
Kalousek hefur verið kommún
isti alla ævi, en geðjast ekki að
austur-þýzka kommúnistaleiðtog
anum Walter Ulbricht. „Ulbricht
er hræddur við núverandi vald
hafa í Tékkóslóvakíu vegna þess
að hann óttast að eins fari fyr-
ir honum og Novotny," sagði
Tékkar og láta ekki bera á póli-
tískum ákafa, sem býr innra
með þeim.
Þegar útvarpið vitnar í síð-
ustu árásargrein Pravda and-
varpa verkamennirnir og fussa
svo að sannfæring þeirra kemur
greinilega í Ijós. Þegar góðar
fréttir eru sagðar, eins og þegar
Tito heldur ræðu til stuðnings
Dubcek, brosa þeir og kinka
kolli.
Aðeins einu sinni heyrði ég
pólitíska upphrópun. Það var
þegar vélritunarstúlka heyrði
sagt frá yfirlýsingu, sem birt-
ist í pólsku blaði þess efnis, að
Tékkóslóvakar væru að selja
sig í hendur Vestur-Þjóðverjum.
Hún lagði frá sér kaffibollann,
ygldi sig og sagði mjög ákveð-
in: „Það er ekki satt.“
Tvívegis í síðustu viku sendu
verkamenn frá sér ályk’tanir með
fjölda undirskrifta. f annarri
ályktuninni var skorað á Rússa
að flytja herlið sitt úr landi. í
hinni var lýst yfir stuðningi við
þrákelknislegt svar Dubceks við
þvingunum Rússa. Þessar álykt-
Ungir Tékkar í Prag.
ingi Tékkóslóvakíu beinist til
austantjaldslandanna, og því er
haldið fram, að viðskiptabann
muni lama iðnað Tékkóslóvakíu
Þá er því einnig haldið fram,
að tékkóskóvakískum iðnverka
mönnum hafi verið hampað á
valdatíma Novotnys, og að iðn-
aður landsina þurfi góða efna-
hagsáætlun eins og Austur-Þjóð
verjar hafi gert, en hjá þeim
er lífsstaðallinn rúmlega fjórð-
un£i hærri en í Tékkóslóvakíu.
Eg bar þessi atriði undir Stan
hann. „Ég hef komið til Austur-
Þýzkalands, og landið er eins
og gríðarstórt fangelsi. Fólkið
vill ekki talg við mann.“
— En Þjóðverjar klúðra líka
öllu sem þeir koma nálægt —
lýðræði, síðan fasisma og núna
sósíalisma."
Þegar til lengdar lætur leggja
Kalousek og aðrir, sem ég tal-
aði við, meira upp úr pólitísku
frelsi en efnahagslegum hagsbót
um. „Við og Rússar,“ sagði
hann, „erum einfaldlega ólíkar
þú veizt er fátt hvimleiðara í
lífinu en þegar einhver vill veita
aðstoð, sem maður vill ekki
þiggja.“
Þegar hér var komið hringdi
síminn og Kalousek svaraði. Á
eftir sneri hann sér að mér, and
varpaði og sagði: „Þetta var
einn af verkamönnunum, sem
vildi spyrja mig um nýja álykt-
un. Þú veizt, að ég er ekki sam-
þykkur. þessúm ályktunum, jafn
vel þótt ég sé sammála því, sem
í þeim stendur. Fólkið æsir sig
vinna leggst niður og það kost-
ar peninga. Fólk ætti að halda
kyrru fyrir heima hjá sér og
fara ekki út á göturnar fyrr en
rétti tíminn kemur og þess er
þörf.
— Á Novotny-tímanum voru
þeir alltaf að samþykkja álykt-
anir, þar sem þeir skoruðu á
Bandaríkjamenn að flytja her-
sveitir sínar frá Vietnam. Núna
skora þeir á Rússa að flytja
hersveitir sínar frá Tékkóslóv-
akíu.“
Á kvöldin, þegar íbúar Prag
fara heim frá vinnu flyzt vett-
vangur taugastríðsins frá út-
varpstækjunum til sjónvarps-
tækjanna.
Iðulega erií talsmenn flokks-
ins og stjórnarinnar látnir gefa
sjónvarpsáhorfendum skýringar
á því, hvers vegna rússneskar
hersveitir eru enn á tékkóskóv-
akískri grund. Fréttamennirnir
eru harðskeyttir og ósveigjan-
legir. Þegar háttsettur • embætt-
ismaður hreyfði þeirri mótbáru
í síðustu viku, að hann fengi
ekki upplýsingar fyrr en morg-
uninn eftir, sagði fréttamaður-
inn: „Þú hefur þá ekkert á móti
því, að ég komi heim til þín
klukkan sex með myndatöku-
mann?“
Tékkneskum sjónvarpsmynda-
vélum hefur verið komið fyrir
við landamærastöðvarnar á norð
urlandamærunum, í von um að
fá megi myndir af brottför rússn
esku hersveitanna. Þegar her-
sveitirnar fóru ekki, voru auðir
vegir sýndir í sjónvarpinu.
Þótt ástandið sé hættulegt ein
kennist það af tékkneskir hátt-
prýði og stillingu. Tékkar eru
ekki þannig skapi farnir að þeir
fari að taka upp á mótmælaað-
gerðum, grjótkasti á sendiráð
eða að hoppa upp á borð í kaffi
húsum og kveikja í bifreiðum. f
Prag, þar sem jafnvel „hippar-
nir“ bera á sér nafnspjöld, hafa
mótmælin í garð Rússa ekki
verið hávær. Enginn hefur séð
áletranir eins og „Rússar farið
heim“ eins og sum vestræn blöð
hafa sagt frá og önnur_ slagorð
reyndar ekki heldur.
Eini óróinn, sem vart verður
við, er þegar fólk hópast saman
til að kaupa einhver hinna rót-
tækari bókmenntablaða, en ekki
Veíarar óskast
Okkur vantar vefara í gólfteppadeild
ag dúkadeild að Álafossi
Uppíýsingar á skrifstofu Álafoss, Þingholtsstræti 2.
Ferðamenn frá Vestur-Þýzkalandi og fleiri Vestur-Evrópulöndum hafa flykkzt til Tékkóslóv-
akíu á undanförnum vikum.
islav Kalousek, aðalforstjóra Tos
Hostivar. Hann hafði engar
áhyggjur af viðskiptamálunum.
„Við seljum framleiðslu okkar
til margra landa, og helmingur
útflutnings okkar fer til Vestur
landa,“ sagði hann. „Framleiðsla
okkar hefur aukizt um 10 af
hundraði á þessu ári, og við
getum selt fleiri vélar til Vestur
landa.
— Við njótum miklu meira
frelsis en áður í þessari verk-
smiðju. Við höfum ekki lengur
yfir höfði okkar sömu gömlu fá-
ráðlingana, sem voru alltaf að
skipta sér af framleiðslunni. Við
getum sjálfir fundið okkur við-
skiptavini. Varahlutir og dreif-
ing valda okkur engum erfiðleik
um.
þjóðir. Við viljum ekki lifa eins
og þeir: við höfum ólíkt hugar-
far.
— Við viljum ekki heraga.
Við höfum fengið okkur full-
sadda á þessum skrifstofuem-
bættismönnum, sem tala eins og
grammófón-plötur og segja við
18 ára stúlkur að þær megi bara
dansa polka og við mig að ég
geti ekki verið þekktur fyrir að
fá mér vínflösku á veitingahúsi
af því að ég er aðalforstjóri.
Taugastríð
— Við höfum okkar eigin her
og lögreglu. Ef einhverjir
reyna að kollvarpa sósíalisman-
um hérna í Tékkóslóvakíu, þá
geta lögregla okkar og her séð
fyrir þeim. Við þurfum ekki á
aðstoð Rússa að halda. Eins og
er meira orð á því gerandi en
þegar fólk safnast í biðröð í
London til að kaupa Times Lit-
erary Supplement.
Dubcek þurfti ekki að taka
það fram í sjónvarpsávarpi sínu,
að forðast yrði að gera of mikið
úr atburðunum. Sjálfur var Du-
bcek rólegur og stillilegur, en
meðal annars vegna rólyndisins
nýtur hann meira álits en nokkru
sinni. Sjálfstraust hans og mynd
ugleiki hafa haft þau áhrif, að
almenningur hefur tileinkað sér
þessa eiginleika.
„Ég þoli ekki þetta taugastríð
Ég þoli ekki spennuna," sagði
tékkneskur vinur minn, en síð'-
an stillti hann sig og sagði: „Jú
víst geri ég það. Og þú veizt að
við munum sigra.“