Morgunblaðið - 25.07.1968, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1968
Sjónvarp, hross
og sveitir landsins
LÍKLEGA þykir júnímánuður
ekki rétti tíminn til umhugsun-
ar um veturinn og oll þau vanda
mál er honum eru samfara. En
er ég nú blaða í ýmsum skrifum
um viðhorf manna og viðbúnað
við vetrarkomu, er gott að minn-
ast þess að sumarið er stutt, og
veturinn því ekki svo fjarri, er
okkur kann að sýnast á miðju
sumri. Skylt er okkur einnig, að
vænta þess einlægt, að komandi
vetur geti orðið enn þyngri í
skauti, en sá er síðast kvaddi.
Eins og ðllum er kunnugt, er
timaritið „F’reyr'* málgagn land-
búnaðarmála. Kennir þar
margra grasa er gaman er að fá
vitneskju um. — í jólablaði
„Freys“ eru meðal anars falleg-
ar norskar sveitamyndir af börn
um og búpeningi, er vert er að
gefa gaum, Jafnframt því að
vera hreinasta augnayndi, má
mikið meira af þeim læra en
allskonar langhundum í rituðu
máli, um það hverjar eru að-
ferðir og kröfur þeirra þjóða, ér
meira en á yfirborðinu telja sig
siðmenntað fólk, um aðbúnað
allan, hirðingu, fóðrun og vistar-
verur húsdýra þeirra. Þá fyrst
að þau skili sem beztum arði,
og í öðru lagi veiti eigendum
sínum þá ánægju og varanlegu
gleði, er ætíð er því samfara að
sjá og umgangast vel með far-
in og sældarleg dýr.
Islendingar hafa nú vaknað
upp við þann vonda draum, að
harðinda-vetur á tslandi er ekki
nein þjóðsaga, heldur bláköld
gamalkunn staðreynd, er fáir
virðast Iengur reikna með. Ekki
er þó hægt að segja a'ð einn
slíkur, er reyndar er ekki en séð
fyrir endan á, hafi að þessu
sinni komið fyrirvaralaust, held
ur undangengin ár sýnt þess
merki að veðurfarsbreytingar til
hins verra væru í aðsigi.
Ég hefi oft undrazt, og geri
enn, að þeir menn er skepnum
hafa fyrir að sjá geti gengið
bjartsýnir móti vetri og unað
glaðir við sitt, þótt að í hlöður
þeirra vanti á haustnóttum nokk
ur hundruð hestbuxði af heyi,
svo samræmi sé í milli skepnu-
fjölda og heyjaforða. Og þótt
þeir ennfremur eigi engan hús-
kofa, eða bara vesælt skýli, fyr-
ir þann fénað er setja skal á úti-
ganginn einan saman. Það má
nú kalla að láta slag standa og
tefla á tæpasta vað. Kunnugir
telja að ásetningur manna fari
síversnandi, og sjaldan verið
jafn háskalegur og gálaus og hin
síðari ár, miðast þá meira að
segja ekki eingöngu við erfiðu
árin, en engu síður þau hag-
stæðu.
1 flestum árum heyrist um þa'ð
rætt er líður að jólum, að ástand
ið í fóðurmálum sé ískyggilegt,
og er fram kemur á útmánuði
teljist það beinlínis geigvænlegt.
Manni verður á að spyrja hvað
áunnizt hafi með nýjum breytt-
um og bættum búnaðarháttum,
þar sem lærdómur, þekking og
rannsóknir gefa einskonar for-
skrift um allt það er að búnaði
lítur.
Er nú meira öryggi, mannúð
og fyrirhyggja en áður var, er
menn og dýr njóti góðs af?
Gamlar búvenjur á Islandi
eru svo sem ekki neitt til að
stæra sig af, en hafa þær allar
breytzt til batnaðar? Sumar
þeirra, þær er sízt máttu niður
falla eru nú gengnar fyrir bí.
Heyfirningar eru nú að mestu
strikaðar út af prógramminu, en
voru samt eins og allir vita und-
irstaðan mesta, og eini mótleik-
urinn við grasleysis- og harð-
indaárum. Eiginlega má segja að
þær hafi verið forsenda þess að
landbúnaður gæti yfirleitt hald-
ið velli á íslandi.
Ég spyr enn um útigöngu-
hrossin, ekki verða þau líklega
alin á kjamfóðri, er allan bú-
skap er að sliga. Sé það rétt
hermt að ennþá eigi menn þetta
frá fjörutíu, fimmtíu og upp í
eitt hundrað hross, og aðrir enn
fleiri, verða fullyrðingar um úti
fóðrun fyrir slíkan fjölda, að
teljast léttvægar. Þar með er
samt ekki sagt að þeir sem eiga
mun færri, meðhöndli þau neitt
betur. — Er fyrst kom nokkur
skriður á málefni íslenzka hests-
ins, hrossaræktarsamband sett á
laggimar með ráðunautum og
öllu tilheyrandi, hugðu margir
gott til þeirra ráðstafana, og
töldu réttilega að þar væri eitt
vandamál ö'ðru fremur aðkall-
andi. Óhóflega hrossaeign lands-
manna varð að takmarka, og
þoldi það enga bið. Aldagamla
forsmán um meðferð hrossanna,
skildi afmá, og öllum þeim mál-
um komið í það horf, er mann-
sæmandi gætu talizt tuttugustu
aldar fólki, er telja vill sig til
menningarþjóða.
En allt fór þetta á annan veg.
Forráðamenn voru þar á öðru
máli, hverju sinna bæri.
Vandamál útigönguhestsins er
því engan veginn leyst, vegna
þess að því hefir nákvæmlega
ekkert verið sinnt. t Tímanum
eru við og við greinarflokkar er
nefnast „Hestar og menn“. Þetta
er afskaplega falleg fyrirsögn og
gefur reyndar fyrirheit um það
a'ð nú skuli hafizt handa, og
kvalræði útigönguhrossa muni
nú brátt til lykta leitt. En nei,
þar er rætt um allt aðra hluti.
Það verður því að líta svo á,
að þrátt fyrir hin margvíslegu
sambönd og samtök hestamanna,
er þó munu að nokkru vera á
vegum opinberra aðila, með eig-
in tímarit og önnur málgögn, er
ná lóuidshorna í milli, hafi enn-
þá ekki séð dagsins ljós á ís-
landi neinar þær ráðstafanir,
einstaklingar eða félagssamtök,
er unnið hafi neitt til hagsbóta
fyrir íslenzk hross almennt.
Þessar gælur og skrípaleikur
með reiðhestinn eiga ekki neitt
skylt við það, og lofsöngurinn
um þarfasta þjóninn, er nú eins
og svo margt annað bara til á
pappírnum.
Engu er það fremur líkt, en
að það teljist nýtt fyrirbæri, að
til séu reiðhestar á íslandi, en
svo langt sem sagnir herma hafa
ekki svo fáir úrvalsgæðingar
verið okkar fylgifiskar, er alla
kosti góðhestsins áttu til að
bera, ásamt fegurð, reisn og
glæsibrag. Voru þeir jafnan eig-
endum sínum til yndis og unað-
ar, þótt ekki stæðu þeir I slíku
sviðsljósi sem nútíma reiðhest-
urinn, er nánast má telja „stat-
us-symbol“ okkar tíma, en voru
eins og vera bar dreifðir út um
alla landsbyggðina.
Vafasamt verður því að ætla,
að hrossaræktar-sérfræðingum
framtíðarinnar takist betur til
um ræktun fullkomnari gæð-
inga, eins og líka tamning góð-
hesta, og eiginlega allra hesta,
verður ekki lærð í skólum, held-
ur er slíkt meðfæddur hæfileiki,
sem sannarlega er ekki öllum
gefinn.
Hrossarækt til útflutnings hef-
ir í seinni tíð verið ofarlega á
baugi. Mun nú vera á prjónun-
um meiri háttar markaðsleit,
einnig um hin suðlægari lönd.
Var þar tilnefndur Spánn, sem
frægur er fyrir sitt ófyrirleitna
„dyrplagari" og hvers konar
skepnuniðslu.
Hinn vfðfrægi og veraldarvani
rithöfundur Emst Hemingway
lét svo ummælt að nautaatið
spænska væri skömm öllu mann-
kyni, þótt það sé nú reyndar
notað hér sem auglýsingaáróður
til skemmtiferða um Spán. ís-
lendingum ofbýður nú ekki allt,
er hesturinn þeirra á í hlut. Ef
til vill gæti glamrað í gulli í ein-
hverri námuholu þessara hálí
siðmenntu þjóða, þar sem hent-
ugt verkefni mætti finna litlum
klakaklár.
Stóðhestaeign á að banna á
Islandi, nema þá undir ströngu
eftirliti, um hús og fóður.
Hrossa og hreindýrarækt er
fráleit og forkastanleg, í landi
sem einlægt má vænta þeirrar
veðráttu, sem engri skepnu er
lífvænt í, sem eingöngu lifir á
gróðri jarðar. Virðist ekki svo
erfitt að draga þar af lærdóm
frá liðnum árum. Hrossarækt-
ar- og einhverskonar uppeldis-
stöðvar hafa svo sem verið rekn
ar í landi okkar og ekki gefið
sérlega skemmtilega reynslu.
Hvað skyldu annars liggja marg
ir dauðir hreindýraskrokkar um
hálendi Austurlands, nú og frá
liðnum árum? Hverju þjónar
þetta eiginlega, og hverjum er
það til gagns eða skemmtunar?
íslenzkt sjónvarp er nú orðið
okkar eign og fagna því allir.
Margháttaðar vonir eru við það
bundnar. Hefir þa'ð nú þegar
sýnt þann þegnskap að taka inn
í dagskrá sína allítarlega kynn-
ingu íslenzkra atvinnuvega,
einkum útgerðar og iðnaðar
ýmiskonar.
Hins vegar hefir litið borið
fyrir augu okkar frá byggðum
landsins, og þeim atvinnuvegin-
um, er þó um langan aldur mátti
heita næstum einn um það hlut-
verk að halda lífinu í því fólki,
er hér hafði kosið sér bólfestu.
Það væri því í mesta máta æski-
legt að sjónvarpið sæi sér fært
að skyggnast um út um sveitir
landsins. Verða þær þó ennþá
að teljast hið raunverulega Is-
land, en sem við er í bæjunum
búum höfum að mestu slitnað
úr tengslum við, og vitum næsta
litið hvað gerist í okkar eigin
landi. Á það jafnt við yngri sem
eldri.
Við viljum sjá sveitafólkið við
sín daglegu störf, úti sem inni,
sumar og vetur. Búfénað í sum-
arhögum, litla kálfa, kindur,
lömb, kýr, hesta og lítil folöld,
yfirleitt allt er þar lifir og allt
er þar gerist. Sjálfsagt væri
einnig að sýndar yrðu sannar og
lifandi myndir um ævi útigöngu
hrossanna, í öllum veðrum og á
öllum tímum, allt frá haustdög-
um til vorgróanda. Það eru
nefnilega ennþá til þeir íslend-
ingar er halda því blákalt fram
a'ð allt tal um hraklega ævi úti-
gangshesta sé ekki annað en
snakk og fleypur, sem ástæðu-
laust sé að gefa minnsta gaum.
Væri því gott að fá úr því skor-
ið og yrði þar sjón sögu rík-
ari.
Nokkuð hefir verið deilt á
sjónvarpið fyrir sýningar ýmia
konar atburða, er sannarlega
voru ekki neitt augnagaman, svo
sem viðurstyggilegt skemmti-
dráp fugla og ófleygra unga I
Vestmannaeyjum, ásamt skelfi-
legum aðförum við sláturstörf i
Færeyjum, grindadrápi hér og
þar, selkópa-hryðjuverkum við
Alaska o. fl. — Þetta er nú bara
það sem gerist, svona er nú sam
tfð okkar, og er ekki nema gott
að það komi fram í dagsljósið,
og reyndar margt fleira af svip-
uðu tagi. Við vitum þá hvar við
stöndum, og mættu slíkar kynn-
ingar og sjónarspil verða til þess
að opna augu fólks betur en er
fyrir því sem fram fer allt I
kringum, og framkalla fordæm-
ingu á öllum slíkum skítlegum
illverkum, framin á varnarlaus-
um dýrunum, þá erum við ekki
neitt of góð til að vera sjónar-
vottar. Reyndar ætti sjónvarpið
að vera á verði hvar sem hægt
er að standa menn að ýmis kon-
ar óhæfuverkum um meðferð
málleysingjanna, bæði barna,
unglinga og fullorðins fólka.
Annars virðist fólk yfirleitt
ákaflega samtaka um að hilma
yfir allt slíkt, þó að öðrum ávixð
ingum náungans sem minna er
um vert, sé haldið hátt á loftL
Sigurlaug Björnsdóttir
frá Veðramóti.
Skrifstofuhúsnœði
óskast til leigu (eða hugsanlegra kaupa). Stærð 70—90
ferm. Tilboð óskast send afgr. Mb). fyrir 31. júlí, merkt:
„5145“.
Verksmiðjuvinna
Liðtækur kvenmaður óskast til starfa í sumar og vet-
ur í verksmiðjunni Varmaplast við Kleppsveg.
Upplýsingar gefnar hjá Þ. Þorgrímssyni & Co,
Suðurlandsbraut 6.
Látið mæla og athuga rafgeyminn áður en
lagt er í langferð.
RAFGEYMAÞJÖNUSTA PÓLA
Þverholti 15.
§k
Atvinna
Sparisjóður alþýðu óskar að ráða til sín starfsmann
vanan bankastörfum. bókhalds- eða gjaldkerastörfum.
Eiginhandarumsóknum, er greini aldur, menntun og
fyrri störf, skal skilað í pósthólf 453 fyrir sunnudags-
kvöld 28. júlL
Sparisjóður alþýðu.
Stúlka
á aldrinum 25—35 ára óskast, sem fyrst fyrir fjöl-
skyldu með 3 böm, aldur 8, 10 og 12 ára, í Glasgow. —
Verður að hafa bílpróf. Getur haft bíl til eigin nota.
Sérherbergi og sjónvarp. Upplýsingar á Hótel Sögu,
milli kl. 5 og 7 til föstudagskvölds.
Verkstœðisformaður
Vel útbúið bílaverkstæði úti á landi vantar verkstæðis-
formann strax.
íbúð fylglr.
Tilboð, merkt: „Bílaverkstæði — 8410“ leggist inn á
afgr. Mbl.