Morgunblaðið - 28.07.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1968, Blaðsíða 3
-------------------------------------------------------------------------------o MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 3 t Sr. Jón Auðuns, dómprófostur: Engillinn í nætursortanum SKOÐUM gamla mynd, nítján alda gamla: í brothættri skel velkjast í vetrarstorminum hundruð dauða dæmdra manna. Öll lífsvon er úti og menn hafa gripið til ör- þrifaráða, sem koma þó að engu haldi. Það syngur í reiða og ró. Mairriðí skipinu bland- ast angistarveini mannanna. Myrkur, stórsjór og stormur eiga allan leik á borði við ve- sæla menn. En einn er þarna innanborðs öðruvísi maður en allir hinir. Hann æðrast ekki. Hann krýpur á kné þar sem brimlöðrið geng- ur yfir skipið. Og innan stund- ar heyrir hann ekki lengur storminn öskra og mennina veina í dauðaangistinni. Hann talar við Drottin, þann Drott- in, sem áður hafði frelsað hann úr lífsháska og leitt hann á margbreyttum, stundum ótrú- lega erfiðum vegi. Og Drottinn svarar honum. í sortanum sér hann engil, í storminum heyrir hann engils- raust: Vertu óhræddur, Páll, fyrir keisarann vestur í Rómaborg átt þú að koma. Guð ætlar að gefa líf öllum, sem í skipinu eru með þér, en skipið mun farast. Gesturinn hverfur, rödd hans hljóðnar, en öruggur gengur gamli Páll fram. Hann hrópar gegn um storminn og nær eyr- um skipsstjórnarmanna og ann- arra innanborðs. Hann segir þeim vitrun sína, tekur í sínar hendur stjórn á skipinu. í morgunsárið standa þeir all- ir lífs á ströndinni, en skipið liðast sundur í brimgarðinum. Allt fór eins og engillinn í næt- ursortanum hafði sagt fyrir. Frá þessari frægu sjóferð seg- ir sjónarvottur í Postulasögunni. Svo ákjósanlega heimild höfum við að þessari sögu. Það er ljóst, að sannfæringar- þunginn í orðum Páls, trúar- kraftur þessa andlega risa, bjargfast traust hans á sanngildi þess, sem hann heyrði og sá en öðrum var hulið, allt hefir þetta haft þau áhrif á dauðaskelfdan mannfjöldann í skiþinu, að þeir hiýða og bjargast. Það er sennilegt, að fæstir þessara manna hefðu gefið nokk urn gaum orðum Páls ef þeir hefðu ekki staðið andspænis augljósum lífsháska. Það reyn- ist ennþá svo, að „meðan við höldum heilum bát“ er hugsað lítt um engilinn og lítið hirt um trú og traust. En máttarvöld himnanna sjá um það, að við siglum ekki ævinlega lognsæ- inn. Þegar „fjör og heilsa hnígur“, ástvinamissir eða annar harmur ber hjá okkur að dyrum svo að „hugrekkinu tapar sorgum bar- in sál“, eins og Bólu-iHjálmar lýsir lífsraun sinni, þá förum við að sjá lífið í öðnu ljósi en fyrr. Og þá mæna menn eftir englinum i nætursortanum, þótt þeir hirtu litt um hann áður. Trúir þú því, að þegar líf þitt verðiur eins og hrannað haf þá stendur hjá þér engill Drottins? Ef slíkir sendiboðar eru ekki enn á ferð meðal manna, eru sögur Ritningarinnar af slikum gestum ósannar og aumasta blekking. Af því að slíkur vin- ur var með Páli voðanóttina á Miðjarðarhafi, er hann einnig með þér í háska þínum, hver sem hann er. Fyrir því eru ekki aðeins gamlar sögusagnir, heldur marg föld ný reynslurök, að slíkur verndarvinur sé með þér 1 mannraun þinni. Hvern boðskap mun hann bera? Hann ber þann boðskap, að yfir öllum mönnum sé vakað af kærleika og hárri speki og aldrei fremur en þegar spor þeirra verði erfið og baráttan tvisýn. Hann ber þann boðskap, að á bak við stormana bíði hinn blái, lygni sær. Hann ber þann boðskap, að jafnvel þótt fleyið sem ber oss farist, þá munum vér sjálf halda lífi og standa á nýrri strönd í morgunsárið. Þennan boðskap bar engillinn Páli postula stormanóttina á Miðjarðarhafi. Þegar um þig standa stormar á þessi vökuli vinur sama erindi við þig. Heimsókn á Eskifjörð: Félagsstarfsemi er að lifna við aftur Rabbað við Þorleif Jónsson, sveitarstjóra ÞORLEIFUR Jónsson, sveit- arstjóri á Eskifirði ,er Norð- firðingur fæddur, bjó í Hafn arfirði yfir þrjátíu ára skeið, og var þar lögreglumaður, blaðaútgefandi, bæjarfull- trúi og útgerðarmaður. Að því búnu tók við dvöl i Stykk ishólmi og fyrir fimm árum kom hann til Eskifjarðar og hefur gegnt embætti sveitar- stjóra síðan. Á Austfjarðareisu minni á dögunum ,leit ég inn í skrif- stofu til Þorleifs og hann sagði mér frá helztu málum staðarins. — Hérna er ágætis fólk, sem hefur áhuga á vexti og viðgangi staðarins ,segir Þor- leifur — það hefur sýnt sig, að unga fólkið vill ekki flytja burt. — Hvernig er með áhuga manna á félags- og menning- arstarfsemi? — Félagsstarfsemi lá að mestu niðri á uppgangstím- unum, nú er hún að lifna við aftur. Lionsklúbbur starfar af fjöri, íþróttastarfsemi er vaknandi og stór og glæsileg íþróttahöll í byggingu. Ef ekki hallar á öfuga hlið get- um við tekið hluta hennar í notkun á næsta ári. Sundlaug var fullgerð árið 1962 og er mikið sótt. Íþróttavöllurinn er orðinn allgóður. Á sumrin er leiðbeint í handknattleik og knattspyrnu, á vetrum í skíðaíþrótt. — Og framkvæmdir á veg- um hreppsins? — Það er náttúrlega íþróttahúsið, sem ég nefndi. Við stefnum að því að auika við barna- og unglingaskól- ann, ný viðbygging við félags heimilið er að komast í gagn ið, og verður þar aðstaða til tómstundaiðknana ýmis kon- ar, svo sem skák og bridge. Vatnsveitan hefur verið stóraukin og endurbætur gerðar á frárennsliskerfinu, reynt verður að halda áfram að leggja aðalgötuna varan- Þorleifur Jónsson, sveitarstjóri. legu efni. Prýðileg aðstaða er til heilsugæzlu og fleira mætti nefna. — En eins og málum er háttað þessa mánuðina, verð- ur ekki sagt, að allt leiki í lyndi hér frekar en annars staðar. Vegna hárra tekna undanfarin ár hafa margir há opinber gjöld, sem þeim reyn ist erfitt að standa skil á. Tekjur til álagningar fyrir sveitarfélagið eru brestandi og tekjustofnar þess hafa rýrnað stórlega. Þegar svo greiðslugeta manna minnkar verulega, verður að gera ráð fyrir að framkvæmdir minnki og samdráttur verði á ýmsum sviðum. — Hér hefur verið lítið um atvinnu í sumar, heldur Þorleifur áfram — og skóla- fólkið hefur hreint ekkert haft að gera. Hreppurinn gekkst fyrir unglingavinnu um mánaðartíma. ur.glingarn ir unnu við lagfæringu gatna, hreinsun- í görðum o.fl. Svo höfðum við ekki fé til að halda þessu áfram. Verka- menn hafa enga eftirvinnu fengið um langan tíma. Þó megum við ekki barma okk- ur um of. Síldveiðar og vinna við sildina stóðu fram . yfir áramótin, síðan tók við þorsk vertíð, sem var nokkuð góð og vinna við saltfiskverkun, svo að atvinna hefur alltaf verið nokkur, en ekki þau uppgrip, sem menn eiga að venjast eftir síðustu ár. Litl- ir dekkbátar hafa róið í vor og sumar og veitt oft vel, eft- ir að ísinn hvarf loksins. Þetss ir bátar geta ekki sótt langt vegna strauma, en reytings- vinna hefur einnig verið við verkun þessa afla. — En svo kemur nú síldin í haust? — Já, og hún bjargar okk- ur eins og fleirum. Allt er til- búið til að taka á móti henni, flestir gengu þannig frá hnút um í fyrra, að lítils undir- búnings er þörf í ár. Hér eru tvær verksmiðjur, sem hrepp urinn rekur og sex söltunar- stöðvar voru starfræktar í fyrra. Við töpuðum talsvert á bræðslunni, en aftur á móti var söltun ágæt. Óhætt er að fullyrða, að á Eskifirði er af- bragðs aðstaða til að taka á móti síld, hér er ný höfn, góð- ar verksmiðjur, veiðarfæra- verkstæði með meiru. — Það er enginn vafi á því, að við höfum öll skil- yrði til að lifa góðu lífi á Eskifirði, svo framarlega sem sjávarútvegurinn bregst ekki, sagði Þorleifur að lokum. —h.k. Ítalíuferðir tfalska blómaströndin - London brottf. 26. júlí (fullt) og 9. ágúst (2 sæti). Róm - Sorrento - London brottf. 16. óg. (4 sæti), og 30. óg. (2 sæti). Crikkland - London brottf. 13. sept. (nokkur sæti). Ferðin, sem fólk treystir Ferðin, sem fólk nýtur Ferðin, sem tryggir yður mest fyrir peningana er Spcínarferðir Verð frá kr. 10.900,- með söluskatti Lloret de Mar — skemmtilegasti baðstaður Spánar ■:■ 4 dagar London brottf. 26. júlí (fullt), 9. ógúst (fuTlt). 16. óg. (2 sæti). 23. óg. (4 sæti), 30. ág. (fó sæti), 6. sept., 13. sept. (fullt). TORREMOLINOS, brottf. 23. ágúst (fá sæti), 20. sept. (4 sæti). Benidorm, brottf. 20. sept. (fá sæti). Mið-Evrópuferðin vinsœla 3. ágúst Síðustu sœtin í sumarferðirnar FERÐASKRIFSTOFAN -_________.______________ ÚTSÝH UTSYNARFERÐ Austurstræti 17 Sími 2010023510. Hestaþing á Hornafirði Höfn, Hornafirði, 26. júlL HIÐ árlega hestaþing Hesta- mannafélagsins Hornfirðingur var haldið á Stapasandi síðast- liðinn laugardag. Keppt var í 300 og 250 metra stökki og einnig var góðhesta- 'keppni í 300 metra stökki. Fyirst- ur varð Börkur Ragnars Þrúð- marssonar, Miðfelli, á 24,5 sek., annar Léttir Sigurðar Sigfinns- sonar á sama tíma. í 250 metr- um var fyrstur Bangsi Sigrúnar Eiriksdóttur, Höfn, 2,8 sekúnd- um. Góðhestur dagsins var Reyn ir, eigandi Helgi Sæmundsson, Bóli, annar Sörli Guðbrands Sigfússonar, Skálafelli. — Gunnar. REZT að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.