Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGuh 13. ÁGÚST 1968 ilknðQmitlrlfttoife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj 6r narf ulltr úi Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johcuinessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kx. 7.00 eintakið. TÆKNIN OG LANDBÚNAÐURINN í gær voru rétt 50 ár liðin frá því að fyrsta dráttar vélin kom hingað til lands. Voru það tveir merkir útvegs bændur á Akranesi, þeir Þórð ur Ásmundsson og Bjarni Ólafsson, sem beittu sér fyrir þessari nýjung. Heimilisdrátt arvélin varð síðar undirstað- an að vélvæðingu landbúnað arins og þar með nútímabú- skap á íslandi. Nú munu vera nær 10 þúsund dráttarvélar í landinu. Það þýðir að svo að segja hver einasti bóndi á heimilisdráttarvél og sumir fleiri en eina. í þessu sambandi má einn- ig minnast á það, að um þess ar mundir eru liðin 25 ár síðan fyrstu jarðýturnar, sem Verkfæranefnd og Vélasjóð- ur höfðu forgöngu um að fá fluttar til landsins voru tekn ar í notkun. Með tilkomu þessara stórvirku tækja og heimilisdráttarvélanna var tæknin tekin í þágu íslenzks landbúnaðar. Beltisdráttar- vélarnar áttu einnig ríkan þátt í að bæta aðstöðuna til vegagerðar og margvíslegra framkvæmda um land allt. Nýr tími var runnin upp á sviði verklegra framkvæmda og ræktunar á íslandi. íslenzkir bændur skildu kall hins nýja tíma. Mikil eftirspurn var eftir hinum nýju og stórvirku tækjum. Ræktun og vegagerð fleygði fram. Við lok síðari heims- styrjaldarinnar var Pétur heitinn Magnússon landbún- aðarráðherra. Hann hafði glöggan skiining á gildi vél- væðingarinnar fyrir sveitirn- ar og Nýsköpunarstjórnin lagði mikið kapp á að greiða fyrir innflutningi landbúnað arvéla og aðstoða bændur til þess að eignast þær. Þessi saga tæknivæðingar landbúnaðarins rifjast upp nú, þegar mesta landbúnaðar sýning, sem hér hefur verið haldin, stendur yfir. Á þess- ari sýningu er margt sem vek ur athygli áhorfandans. Með- al þess sem athyglisverðast er er þáttur vélanna í bú- skapnum. íslenzkir bændur eiga í dag mikinn og góðan vélakost. f skjóli hans hefur framleiðsla landbúnaðaraf- urða stóraukizt á örskömm- um tíma, þrátt fyrir það að því fólki hefur stöðugt farið fækkandi, sem vinnur land- búnaðarstörf. Árið 1910 er talið að 47,6% af heildarmann afla þjóðarinnar hafi unnið við landbúnað en árið 1965 12,7%. Tölur þær, sem Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra nefndi í ræðu sinni við opnun landbúnaðarsýningar- innar voru hinar athyglisverð ustu. Hann komst þar m.a. að orði á þessa leið: „Árið 1947 var stærð túna 40,400 hektarar, en 1967 104, 700 hektarar. Mjólkurfram- leiðslan var 1947 67 þús. tonn en árið 1967 121,198 tonn. Kjötfrarhleiðslan var árið 1947 11,518 tonn en 18,850 tonn 1967. Fjölgun búpenings hefur orðið mjög mikil á þessu tímabili. Meðalbústærð er áætluð 1947, 183 ærgildi pr. bónda, en 1967 350 ærgildi. Árið 1947 voru 634 heimilis- dráttarvélar á landinu, en 1967 9.655.“ Það er vissulega rík ástæða til þess að hvetja fólk til að skoða hina miklu og athyglis verðu landbúnaðarsýningu, sem nú stendur yfir. Ungir og gamlir sækja þangað marg víslegan og hagnýtan fróð- leik. BEJTUSKORTUR Tlforg vandamál steðja að íslenzkum sjávarútvegi um þessar mundir. Eitt þeirra er beituskortur. Má segja að engar birgðir séu nú í landinu af beitu. Þó munu vera til um 200 tonn af freðsíld á Akra- nesi. Beituskorturinn er að sjálf sögðu afleiðing þess að síld hefur ekki veiðst við landið svo nokkru nemi undanfarna mánuði. Er nú svo komið að beitulaust er orðið í flestum landshlutum. Það er þess vegna nauðsyn lega að ráðstafanir verði gerð ar til að afla beitu með ein- hverjum hætti. Kemur þá helzt til mála, að gera út skip á hin fjarlægu mið til þess að afla síldar til frystingar ef ekki rætist úr um síldarafla á heimamiðum. Nokkurra síld ar hefur orðið vart hér við Suð-Vesturland og einnig lítil lega fyrir Vestfjörðum. Er nauðsynlegt að leggja höfuð- kapp á síldarleit á þessum slóðum. Sú beitusíld, sem sótt yrði langt austur í haf hlyti að verða mjög dýr. Þess vegna má einskis láta ófreist að til að afla hennar á heima miðum. Það hefur stundum komið fyrir að þurft hefur að kaupa beitu erlendis frá. Mjög óhag kvæmt væri ef grípa þyrfti til slíkra úrræða nú. Gjald- eyrisstaða bankanna hefur farið mjög versnandi undan- ygsj UTAN ÚR HEIMI SÁTTASEMJARARNIR IADDIS ABEBA ) Málamiðlun í Nígeríu er mikilvœgasta , verkefni Einingarsamtaka Afríkuríkja EININGARSAMTÖK Afríku ríkja (OAU) hafa nú með höndum erfiðasta verkefni sitt til þessa: Að koma á sátt- um í borgarastríðinu í Níger- íu. Þeim tilraunum stjórnar slyngasti stjórnmálamaður í Afríku, Heile Selassie Eþí- ópíukeisari. Ef viðræður fulltrúa Níger íustjórnar óg Biafra í Addis Abeba reynast árangurslaus- ar, er ólíklegt að annað tæki færi gefist til þess að leysa deiluna á friðsamlegan hátt áður en til úrslita dregur í stríðinu. Einingarsamtökin voru stofnuð árið 1963 og hafa það hlutverk, að ráða fram úr deilumálum afrískra ríkja án þess að vopnum sé beitt. Oft hafa þau komið miklu til leiðar. Árið 1963 geisuðu bardag- ar milli Alsír og Marokkó út af landamæraþrætum í Sa hara. Eftir skamma hríð tókst að semja um vopnahlé undir forystu Eþíópíukeisara og forseta Malí, Modibo Kei- ta. Síðan hefur þar ekki kom- ið til átaka, þótt deilumálið sé enn ekki útkljáð að fullu. Aftur komu samtökin í góð- ar þarfir árið 1965 eftir fall herforingjastjórnarinnar í Sú dan. íbúarnir í sunnanverðu landinu sem eru ekki Múham eðstrúar eins og aðrir lands- menn, gerðu uppreisn gegn nýju stjórninni, en OAU sendi samninganefnd á vett- vang til þess að undirbúa nýja stjórnarskrá.- Þar náðist sá árangur, að allir flokkar sameinuðust um drög að nýrri stjórnarskrá, þótt hún sé ekki fullgerð enn. lokum tókst að hrekja þá úr landinu og inn í Rwanda. Kongóstjórn krafðist þess, að þeir yrðu framseldir, en Rwandastjórn neitaði. Það leiddi til vinslita með ríkjun- um tveimur. OAU tókst ekki aðeins að sætta stjórnirnar, heldur einnig að semja um brottflutning málaliðanna til Anthony Enahoro, forsvarsm aður stjórnarinnar í Lagos á fundinum í Addis Abeba, ás amt öðrum fulltrúum. Næsta ár kom það í hlut Súdans að stöðva landamæra skærur milli Eþíópíu og Sóm alíu. Erfiðara reyndist að útkljá deilumál Kenya og Sómalíu. f september síðastliðnum, þeg ar skærur höfðu staðið í fimm ár á landamærunum, tókst for seta Zambíu, Kenneth Kaunda að fá bæði ríkin til þess að hætta hernaðaraðgerðum og taka upp stjórnmálatengsl. Síðasta afrekið var að koma málaliðum Jeans Schrams of- ursta burt úr Afríku. Mála- liðarnir höfðu herjað í Kon- gó mánuðum saman, en að Evrópu. Þeir eiga líf sitt að launa Einingarsamtökum Af- ríkuríkja. Auk þess sem hér hefur verið talið hafa samtökin haft árangursrík afskipti af fjölmörgum smærri málum. Hins vegar brást þeim boga listin í Kongóuppreisninni 1964-1965, þegar Afríkuríkin skiptust í tvo öndverða hópa. En mikilvægasta hlutverk samtakanna til þessa er að stöðva borgarastríðið í stærsta ríki í Afríku — Ní- geríu. Nígeríustjórn býst við langdregnum viðræðum Rauði krossinn gerir hlé á flutningum Addis Abeba og Lagos, 10. ágúst. NTB-AP. Friðarviðraeður fulltrúa Níger- íu og Biafra í Addis Abeba munu geta staðið langt fram í september, þótt þæi hafi verið árangurslausar til þessa, sagðí talsmaður Nígeríustjórnar í gær. — Ég efast um að Biaframenn gangi frá samningaborðinu öðru sinni, sagði hann enn fremur, og fullyrti að samninganefnd Níger- íu mundi sitja fundi á meðan nokkur von væri um samkomu- lag og enginn reyndi að beita þvingunum. Tilkynnt var í Biafra í dag að hr.undið hefði verið áhlaupi hers Nígeríustjórnar. Útvarpið skýrði frá því, að herinn hefði gert árás skammt frá Opobo, 65 km austur af Port Harcourt, sem Nígeríum.enn tóku á sitt vald um miðjan maí og þar með helzta flugvöll Biafra. Hinsveg- ar segjast Nígeríumenn halda þrátt fyrir áhlaup Biafrahers og hyggja ekki á sókn um sinn. farið og þýðingarmikið er að fyllstu hagsýni sé gætt um meðferð erlends gjaldeyris. Verðfall á frystum fiski og saltfiski, ásamt aflabresti á síldveiðum og óvenjulega lágu verði á síldarafurðum eru mikið áfall fyrir íslenzk- an þjóðarbúskap. Erfiðleik- arnir sem af þessu leiða eru ekki aðeins vandkvæði sjáv- arútvegsins heldur lands- manna allra. Þess vegna verða allir að leggjast á eitt í baráttunni gegn erfiðleikun um. Það er ekki nóg að tala um hættu á atvinnuleysi. Öll ábyrg öfl í þjóðfélaginu verða að sameinast um að bæta að- stöðu bjargræðisveganna. En öruggur rekstur framleiðslu- tækjanna er frumskilyrði þess að almenningur í land- inu hafi næga atvinnu og njóti öryggis um afkomu sína. Leiðtogi Biaframanma, Odum- egwu Ojukvu, ofursti, lýsti fyrir viku yfir einhliða vopnahléi með an viðræðurnar standa yfir, en sífellt berast þó fréttir af vopna viðskiptum. Rauði krossinn hefur ákveðið að stöðva flugferðir með vistir og lyf frá spánisku eynni Fern- ando Po til Biafra, vegna þess að hvað eftiir annað hefur verið skotið á vélarnar síðustu nætur. Flutningarnir hafa farið fram á nóttunni af öryggisástæðum, en áhættan er nú orðin mikil. Rauði krossimn muin reyna að komast að samkomulagi við deiluaðila um flutmimga á nauð- synjavörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.