Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1'3. ÁGÚST 196« 15 Prag varpaði öndinni léttar IVIokkrir íbúar Prag skýra frá viðhorfum símim eftir fundiua í Cirena nad Tisou og Bratislava EFTIR FRETTAMANN MBL. í PRAG, MAGNÚS SIGURÐSSON Prag varpaði öndinni léttar og svo gerði þjóðin öll. Kl. 7 síðdegis þennan sunnudag 4. ágúst hafði Alexander Dubc- ek, leiðtogi kommúnistaflokks ins, komið fram í sjónvarpi og talað í útvarp, þar sem hann skýrði þjóð sinni frá niðurstöðum fundanna í Cierna nad Tisou og Bratis- lava. Niðurstöðurnar voru vissvúega fagnaðarefni, því að: 1. Sovétríkin höfðu fallið frá kröfum sínum um að fá að hafa her í Tékkó- slóvakíu. 2. Prentfrelsi yrði ekki skert og haldið yrði áfram þeirri frelsisþróun, sem haf izt hefði í landinu í janúar sl. 3. Engir leynilegar samn- inPar hefðu verið gerðir við Sovétríkin. Me 'ónkröfur Sovétríkjanna höfðu falizt í tveimur fyrst- greindu atriðunum og ef þær hefðu náð fram að ganga, hefð’ bróunin í Tékkóslóvak- íu snúizt við og landið að nýju orðið að löffregluríki. En Letta samkomulag þýddi einní e- annað sízt veigaminna. Sové+rikin ætluðu ekki að beita hervaldi gegn Tékkó- slóvaVíu, en sú hæt.ta hafði legi^ \ loftinu marpar vikur þar ' undan og sennileffa náð hám "ki þriðiudaginn 30. júlí, er f1 '+tist um sovézkar, aust- ur-þv/kar og pólskar her- svei+;r gráar fyrir járnum á land e nærum Tékkóslóvakíu í norðri, austri og í suðri, sama dag og fundurinn í Ciema nad Tisou hófst. Þetta hafði verið undurfag ur d^o-ur, sólskin og hlýviðri. Allt virtist með svo eðlileg- um hætti, að nánast var furðu legt. Eólk virtist hafa mestan áhuga á að njóta góða veðurs ins oe hvíla sig. Það var ekki fyrr en fólk var spurt að því beinlínis, hvað það áliti að framtíðin bæri í skauti sér, að það kom fram, um hvað allir voru að hugsa, og það var: Hvað hafði gerzt í Cierna nad Tisou, hvað hafði gerzt í Bratislava? Svörin, sem fengust, sögðu ekki mikið en samt nóg: „Við verðum að vera bjartsýn og við erum það, af því við verð um að vera það“. „Við erum öll biartsýnisfólk“ eða „Við hér í Tékkóslóvakíu höfum orðið að þola svo margt, að það er loks kominn tími til, að við öðlumst betra hlut- skipti. við eigum það áreiðan lega skilið“. Það var þó þegar vitað, að hættan var liðin hjá. Fyrir för sína á Bratislavafundinn hafði Dubcek lýst því yfir í sjónvarps- og útvarpsviðtali, að ekkert væri að óttast og svo virtist, sem hver maður tryði því. „Úr því að Alexand er Dubcek segir það, hlýtur það að vera satt“. Ýmis ytri merki þess, að spennan væri úr sögunni, sáust greinilega á sunnudags kvöld. Hundruð erlendra blaðamanna tóku saman fögg ur sínar og héldu á brott, en þungir langferðabílar þétt- skipaðir farþegum frá Frakk- landi, Vestur-Þýzkalandi, Bandaríkjunum og víðar að tóku að streyma inn í Prag. Við götur hótelanna var ekki lengur unnt að leggja bifreið þeir Tito torseti Júgóslavíu og Geausescu forseti Rúmeníu að koma nærri strax eftir fundinn í Cierna, sem upphaflega átti ekki að standa yfir nema einn dag. í stað þess var haldinn nýr fundur, þar sem kommúnista- leiðtogar þeirra fimm ríkja, sem skrifað höfðu svonefnt Varsjár- bréf til kommúnistaflokks Tékkó slóvakíu, komu saman í Brati- slava. Þetta var talin eftirgjöf, eins og sakir stóðu. Þjóðin vildi fá að vita meira um, hvað samið hafði verið um í Cirena nad Tisou og Braitslava og kom þetta m.a. fram í úti- fundum, sem haldnir voru ekki aðeins hér í Prag heldur einnig á öðrum stöðum í landinu. Þetta izt að samkomulag’i um, að ekki vararáðherrum meðtöldum o.g skuli framar deilt í blöðum að- ildarríkja Varsjáfuindarins og Tékkóslóvakíu hvert á annað á neitt í sambandi við Varsjár- fundinn eða það, sem gerzt hef- ur eftir hann. Það þýðir hins vegar ekki,' að það sé búið að binda fyrir hendur okkur blaða- manna og takmarka prentfrelsið í framtíðinni. Ef gagnrýni hefst á okkur að nýju í hinum rikj- um Varsjárbandalagsins, erum við reiðubúnir til þess að svara henni fullum hálsi og munum þar örugglega ekki láta okkar hlut eftir liggja. Það sem framundan er, er í fyrsta lagi þetta. í september he.ldur kommúnistaflokkurinn sérstakt flokksiþing og þar verð- ur örugg'lega þeim, sem eftir eru af gömlum íhaldsmönnum, vikið brott. En það er ekki nóg fyrir kommúnistaflokkinn að víkja brott 'þeim íhaldssinnuðu, ef Ungir mótmælendur við styttu Johans Huss í Prag. um, því að þar fylltu nýjustu tegundir vestrænna bifreiða hvert bílastæði og skáru þess ir bílar mjög í stúf við gamla og úr sér gengna bílana, sem einkenna umferðina í Prag. Áður hafði þó verið nóg af er lendum ferðamönnpm, nú voru þeir allsstaðar. Hér á eftir skýra nokkrir íbúar Prag frá viðhorfum sín um strax á eftir ræðu Dubc- eks. Allir vildu fá að vita sannleik- ann. Pavel Knasa, 38 ára gamall og ritstjóri við Svobodné Slovo, blað Sósíalistaflokks Tékkósló- vakíu (en það er ekki sama og kommúnistaflokkurinn, heldur annar flokkur): — Eftir fundinn í Cierna nad Tisou var þjóðin alls ekki ánægð með þær fréttir, sem fengust um fundinn né held ur ánægð með þá opinberu yfir- lýsingu, sem gefin var út eftir fundinn, því að þessar opinberu fréttir sögðu nærri því ekki neitt. Allir vildu fá að vita sannleik- ann. Orðrómur var á kreiki um að ýmis önniur mát hefðu verið rædd á dagskrá fundarins, held- ur en þau, sem áður hafði verið gefið í skyn. Margir óttuðust, að eftir þennan 4 daga fund, myndi sumt af gömlu stjórmaraðferðun- um verða innleitt hjá okkur að nýju. Samkvæmt þeim fréttum, sem við áður höfðum fiengið, áttu var ástæðan fyrir því, að Alex- ander Dubcek kom fram í sjón- varpi og talaði í útvarp og skýrði nánar frá því, hvað gerzt hafði. Ég held, að við getum sagt eftir fundinn í Cierna og Brati-1 slava, að að þeim loknum sé haf- in góð byrjun á leit að nýjum leiðum. Engin þjóðfélagsréttindi sem áunnizt hafa að undanfömu, eins og prentfrelsið verða skert. Að þessum viðræðum loknum er öðru stigi þeirrar þróunar lokið, sem hófst í janúar sl. Nú skiptir mestu máli að koma efnahag lands okkar á réttan kjöl. Ég játa, að við óttuðumst, að Rússar kynnu að beita vopna- valdi gegn okkur, en það hefði ef til vill verið það versta, sem þeir gátu gert sjálfum sér. Þess vegna vorum við öll bjartsýn á, að til slíks myndi aldrei koma og þessi bjartsýni reyndist á rök um byggð. Það væri mjög rangt að segja að mínu viti, að við hötuðum rússnesku þjóðina, þvert á móti höfum við dálæti á Rússum, sem frændum okkar, því að við er- um líka Slavar og það var Rauði herinn, sem frelsaði mesfcan hluta Tékkóslóvakíu í heims- styrjöldinni, og í 'þeirri baráttu féllu hér í Tékkóslóvakíu þús- undir sovézkra hermanna. En við erum mjög andvígir hinni harkalegu stefnu sovézkra leið toga í stjórnmálum og það verð- ur að greina skýrt á miilli þessa tvenns. Eftir þessa tvo firamangreindu viðræðufundi hefur verið kom- menn með sömu skoðanir, sem nú sitja á þjóðþinginu, eiga að sitja þar áfram. Ég er því þeirr- ar skoðunar, að það verði látnar fara fram nýjar þingkosningar ekki seinna en á næsta ári, ef til vill þegar á þessu ári, og það sem meira er, það verða frjálsar kosningar, þar sem þeir stjórn- málaflokkar, sem nú eru í land- inu, munu leiða saman hesta sína, en það eru kommúnista- flokkurinn, sósíalistaflokkurinn, sem er flokkur minn og ber að aðgreina skýrt frá kommúnista- flokknum og svo þriðji flokkur- inn, svokalilaður þjóðarflokkur, sem er bezt lýst sem kristileg- um lýðræðisflokki, því að hann nýtur mest stuðnings meðal þeirra, sem trúarbrögðin eiga ítök í. Þessi flokkur er í sjálfu sér ekki sósíalistískur flokkur, enda þótt hann hafi ekki lýst sig andvígan sósíalistískum stjórnar háttum okkar. Bæði sósíalista- flokkurinn og þjóðarflokkurinn eiga ráðherra í ríkisstjórninni. Flokkur minn á þar dómsmála- ráðherrann, dr. Kucera, en em- bætti dómsmálaráðherra er ein- mitt mjög mikilvægt nú vegna endurupptöku svo margra dóms- mála, þar sem sakfelldu fólki, sem ekkert hafði til saka unnið, er veitt uppreisn æru. Þá sltipar ráðherra úr þjóðarflokknum stöðu heilbrigðismálaráðherra, Auk þess eru ennfiremur í ríkis- stjórninni tveir ráðherrar firá Slóvakíu, sem eru úr öðrum flokkum en kommúniistaflokkn- um. AMs eru 29 ráðherrar með 25 þeirra eru úr kommúnista- flokknum. Það sem framundan er enn fremur, eru því blátt áfram til- raunir í þjóðfélagsmálum, sem ekki hafa verið framkvæmdar í neinu öðru sósíalistísku ríki til þessa. Ef kosningar fara firam verður það eftir sem áður svo- kölluð þjóðfylking, sem með völdin fer, en allir stjórnmála- flokkarnir eiga aðild að henni. Kosningarnar myndu hins vegar skera úr um það, hver mest hefði áhrif innan þjóðfylkinigar- innar og það er það, sem skiptir máli. Það verður að mínu viti sá flokkur, sem ber firam beztu stefnuskrána. Við verðum að stjórna okkur sjálfir. U. Wolf, 31. árs gamall jám- brautarverkamaður: — Maður verður að vona, að allt gangi vel. Sjáðu til. Allt virðist hafa gengið vel í Cierna nad Tisou og Bratislava. En við höfum búið við lögregluríki í 20 ár, þó einkum á árunum milli 1950-1960, og það virðist vera of gott til þess að trúa því, að þessi tími sé liðinn. Ég verð að játa, að ég er mjög tortrygginn gagn- vart því, að 'þetta verði vairan- legt. Ég tilheyri ekki þessum svo- kölluðu menntamönnum. Ég er járnbrautarverkamaður og mig skiptir ekki svo miklu máli, hvort þessi og þessi rithöfundur- inn fái inni í þessu og þessu blaði. En það er vissulega mikil framför að geta rólegur sagt skammaryrði um stjórnina og kommúnistaflokkinn, án þess að það standi ekki lögregluþjónn einhvers staðar til þess að grípa mann eða það sem jafnvel enn verra er, já blátt áfram viðbjóðs- legt, að eimhver vinnufélagi manns eða nágranni hleri, hvað maður segir og komi því svo áleiðis til einihverrair leyniílög- reglu, sem komi síðan, án þess að maður eigi nokkra von á henni, einn góðan veðurdag og skelli manni í steininn fyrir um- mæli, sem voru kannski álveg eins fram komin fyrir það eitt, að það lá illa á manni, firemur en að maður væri að gagnirýna eitthvað eða einhvern í alvöru. Ég held, að kommúnistafilokk- urinn hafi gert suma hluti vel, svo sem fyrir okkur verkamenn- ina, en undir hans stjórn hafa einnig verið framdir svo hræði- legir hlutiir, að þeir yfirskyggja allt annað, eins og aftökur á blá- saklausu fólki. Svo virðist sem Rússar ætli að láta okkur í friði að sinni og leyfa okkur að ráða sjálfum mál um okkar. Það er vel, og ég vona, að Rússar haldi sig sem lengst í burtu. Þeir hafa gert nóga bölv un. Hvorki þeir né aðrir geta kennt okkur, hvernig stjórn við eigum að hafa. Úr þeim vanda verðum við Tékkóslóvakar sjálf ir að ráða. En Sovétríkin eru slíkt stórveldi og hafa náð slíkiu tangarhaldi á okkur, að þeir geta gert það við okkur sem þeim sýnist. Þess vegna óttast ég, að þessi nýja leið okkar verði ekki varanleg, ef Rússar samþykkja hana ekki í framtíðinni, enda þótt þeir þykist gera það nú. Við ,fóLkið hér í Tékkósló- vakíu, höfum orðið að þola svo margt, fyrst heimsstyrjöldina og Gestapo, síðan langt tímabil óttans, sem var litlu betra, að við verðum að vera bjartsýn- ir. Við meðtökum mótlætið um of sem sjálfsagðan hlut, en ég Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.