Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1966 eða hvað? Vertu ekki vond við mig, elskan! Hann lyfti annarri hendi og ætlaði að snerta andlitið á henni. Pam reyndi að slíta sig af hon- um, en hann hélt því fastar í hana. Það var þá, að Jeff, sem hafði staðið út við riðið, kom stik- andi til þeirra, bálvondur, og hreif hana úr höndum mannsins. Maðurinn tautaði eitthvað og dragnaðist burt, en Pam heyrði ekki, hvað hann sagði. Hún var ofglöð til þess. Svo að Jeff var þá ekki sama um hana, að minnsta kosti ekki alveg sama. Nóg til þess að gera það, sem hann gerði. En hún vildi ekki láta hann sjá, hve fegin þessu hún var. — Þakka þér fyrir, sagði hún. — Hann var farinn að verða dá- lítið leiðinlegur. — — Maðurinn gat varla staðið á löppunum, sagði hann reiði- lega. — Hann stóð nú aðallega á mínum löppum, sagði hún og hló. En hann hló ekki. Til þess virtist hann vera í ofillu skapi. — Ef þú hefur gaman af að láta drukkna menn gera þig að viðundri, þykir mér leitt, að ég skyldi fara að skipta mér af þessu, sagði hann, stuttaralega. — Það er allt í lagi, sagði hún. — Ég er feginn, að þú skyldir skipta þér af því. Þú dansar miklu betur. — Ég er feginn, að það skuli bæta þér upp missinn á dans- herranum þínum. svaraði hann kuldalega. — En úr því að þú vilt sýnilega ekki dansa við mig, skulum við heldur setjast niður. — Ó, Jeff, ég vil alltaf gjarna dansa við þig, sagði hún hátt. Hún þoldi ekki -þetta kuldalega afskiptaleysi hans lengur. Henni var ómögulegt að vera að lát- ast vera köld og kærulaus. Það var gjörsamlega óhugsandi. 26 -----——------- i — Það er ómögulegt að sjá, svaraði hann kuldalega. — Þú hefur ekki eytt á mig einu orði í stíheila þrjá daga. — En þú hefur heldur ekki talað neitt við mig, benti hún honum á. — Ekki síðan ... Hún þagnaði snögglega. Þau dönsuðu stundarkorn þegj andi. Betty hafði þá haft á réttu að standa. Hann hafði verið að taka eftir henni. Hann hafði ver ið að horfa á hana vitleysast með þessum karlmönnum. Og næstu orð hans staðfestu þetta. — Ég hef ekkert tækifæri fengið til að tala við þig. Hve- nær, sem ég hef nálgazt þig, hef urðu verið umkringd af öðrum mönnum. — Þú ætlar þó ekki að fara að segja mér, að þú sért afbrýði samur, Jeff? sagði hún háðslega. — Afbrýðisamur! Hann næst- um hrækti orðinu út úr sér. — Ég hef aldrei á ævinni verið af- brýðisamur gagnvart nokkurri konu, og ætla ekki að byrja á þér. Það er bara þetta, að ég hef verið vinur þinn, og kann ekki við, að þú sért að gera þig hlægilega, við þessa menn, sem þú virðir ekki meira en jörðina, sem þú gengur á. Og ég þoli illa að sjá þig gera lítið úr sjálfri þér. — Hvernig dirfistu! Augu hennar leiftruðu, og röddin varð hás af reiði. Þau hættu að dansa. Stóðu þarna á miðju gólfinu og störðu hvort á annað, án þess að verða þess vör, að hitt dansfólk ið væri til. — Jeff! Ég geri ekki lítið úr mér, hvæsti hún. — Þú verður að gera svo vel að taka það aftur! — Nei, fjandinn hafi ef ég geri það, svaraði hann snöggt. Hann var líka hás, og eldurinn í brúnum augum hennar speglað- ist í hans augum. — Hverni.g heldurðu, að mér hafi liðið þessa síðustu daga? Er þér alveg sama um það? Já, ég sé, að það er þér. Þú ert ekki annað en ómerki leg daðurdrós. Góða nótt. Síðan stikaði hann burt frá henni. Hann olnbogaði sig gegn um hópinn af dansfúlki og niður eftir þilfarinu. Pam stóð ein eft- ir og var of reið til þess að hreifa sig neitt. Hann hafði kallað hana ó- merkilega. Já, hann hafði sýnt henni þá ósvífni að kalla hana ó- merkilega! En svo hvarf reiðin jafnsnöggt og hún hafðiblossað upp. Hún hljóp burt ein og hló og hló. En þá varð hún þess vör, að hún var ekki að hlæja, heldur gráta. En henni var alveg sama. Hann hafði játað, að sér væri ekki sama um hana. Hún hafði komið honum til að kæra sig um hana, gegn vilja hans. — Hann er bálvondur, hugsaði hún. — En hann hefur bara ekki nema gott af að vera svolítið vondur við mig um stundarsak- ir. Eftir að hafa unnið þennan lít ilfjörlega sigur, ákvað Pam, að breyta bardagaaðferð sinni. Til að sjá varð hún kátari en nokkru sinni áður. Þau Jeff töluðust ekki við, en hún gat fundið, að reiðilegt augnaráð hans hvíldi stöðugt á henni. Hún tók líka eftir því, að hann var tekinn að fara einförum. Meira að segja virtist hann vera farinn að hafa óbeit á nærveru Phyllis. Hún hafði aldrei af ásettu ráði reynt að gera mann afbrýðisaman, en nú rak einhver illkvittnispúki hana til þess að gera sitt bezta til að gera hann afbrýðisaman, og vitundin um, að henni hefði tekizt það var eins og græði- smyrsl í sárið. Nokkrum dögum seinna bauð einn kunningi hennar tólf af far- þegunum til kampavínsveizlu. Hún var haldin í einkaherbergi og var heldur betur fjörugt sam kvæmi. Allt fór vel fram, en all- ir voru kátir. Þarna var sungið — gömul uppáhaldslög — og loks ins seint og síðar meir komu all- ir upp á þilfar til að taka þátt í dansinum. Maðurinn, sem veizluna hélt, gat fengið hljómsveitina til að leika alla mögulega gamla valsa og polka og meira að segja ,,lan- ciers“. Og það var í þeim dansi, sem Pam hrasaði og datt. Þilfar- ið var hált og herrann hennar hlaut að hafa sveiflað henni of hrúgu á þilfarinu. Ofurlítil stuna heyrðist frá vörum henn- snöggt í hring. Hún lá þarna í ar, og hún fékk sáran Verk í bak- ið. Þá var það að áður en nokk- ur fengi áttað sig á því, sem var að gerast, að Jeff ruddist gegn um hópinn og tók hana upp af þilfarinu í fang sér. — Hvað er að, Pam? spurði hann hás. — Hefurðu meitt þig? — Það er ekki nema lítið, sagði hún veiklulega. Ég hlýt að hafa tognað í bakinu. — Ég skal bera þig í káetuna þína, sagði hann, — og svo skal ég ná í lækninn. Hún streyttist ekikert á mó'ti, heldur hallaði höfðinu upp að brjósti hans, lokaði augunum og andvarpaði. Hún andvarpaði vegna þess að hún var svo bjána lega hamingjusöm. — Hefurðu verk? spurði hann alvarlegur. — Ég verð strax orðinn góð aftur, sagði hún lágt. Nú voru þau kominn að káet- unni hennar. Hurðinn stóð í hálfa gátt, Jeff sparkaði henni upp með fætinum og lagði hana á rúmið. — Ég ætla að hringja á þjón- inn og fá konjak. — Nei, ég er líklega búin að fá nóg að drekka, sagði hún með skjálfandi hlátri. Hann leit á hana og hleypti brúnum. — Það er kannski satt, sagði hann snöggt. — Þú ættir ekki að vera að skemmta þér með þessu fólki, Pam, mér lízt ekki á það. — Ó, Jeff ætlarðu nú að fara að halda siðapredikun yfir mér? Samstundis var hann kominn á hnén við rúmið. Hann greip aðra hönd hennar og þrýsti hana fast. — Fyrirgefðu Pam. Röddin hálfkafnaði. — Nei, ég ætlaði ekki að fara að tukta þig til. Fyrirgefðu mér. En ég hafði bara áhyggjur af {fcír. •> Skólastjóri óskast við Barna- og unglingaskólann Suðureyri. fbúð fyrir hendi. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar, Ingi- björg Jónasdóttir, Súgandafirði. Inalrel/ Smurbrauðsdama Viljurn ráða smurbrauðsdömu 1. september næstkom- andi. Upplýsingar í síma 20600 kl. 4—6 í dag. Sóltjöld Sólstólar Sólbekkir Miklatorgi, Lækjargötu 4, Akureyri, Vestmannaeyjum, Akranesi. BEZT AD AUCLÝSA í MORCUN8LAÐINU Gróðurhús — Gróðurhús Danska plast-gróðurhúsið sem sýnt er á landbúnaðar- sýningunni hefur vakið mikia athygli. Bætizt í hóp ánægðra garðeigenda, eignizt „H. B. gróðurhús“. Það er til sýnis á sýningarsvæði skrúðgarðyrkjumeist- ara (til vinstri við aðalinnganginn á útisvæðið). Innflytjandi. NYTT Það þarf ekki lengur að fínpússa eða mála loft og veggi ef þér notið Somvyl. Litaver Grensásvegi 22—24. ■ NÝTT Somvyl veggklæðning. Somvyl þekur ójöfnur. Somvyl er auðvelt að þvo. Somvyl gerir herbergið hlýlegt. Somvyl er hita- og hljóð- einangrandi. Það er hagkvæmt að nota Somvyl. Á lager hjá okkur í mörgum litum. Klædning hf. Laugavegi 164.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.