Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 17
MORiGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1968 17 — Heyskaparútlit Framhald af bls. 28 ir vegna mikilla kalskemmda í túnum. Útlitið hefur þó batnað mikið síðan fyrr í sumar. Nýting heyja er góð, en þó vantar enn nokkiurt magin af heyi, svo að meðallag hafi náðzt. Sömu sögu er að segja um Strandasýslu. Hefur komið til tals að kaupa hey úr Óslandshlíð í Skagafirði og stóð tiil að byrja að flytja það um helgina, en úrskurður frá saðfjársjúkdómanefnd um það hefur ekki fengizt enn. ★ Sláttur hófst ekki almennt í A-Hún. fyrr en um síðustu mán aðamót. I>á voru öll óskemmd tún ágætlega sprottin. Nokkrir bænduir hófu slátt fyrr en hey þeirra hröktust nokkuð vegna óþurrka. Síðan hafa verið óvenju góðir þurrkar að örfáum dögurn undanteknum og eru all ar horfur á, að miklu betur ræt ist úr með heyskap hér um slóðir en nokkurn grunaði. Þrátt fyrir það verður heyfengur margra bænda mjög rýr, því á dauðkal inni jörð vex ekki annað en arfi. Úthagi og heiðalönd eru rnjög vel sprottin. — 0 — I Fljótum austanverðum er lítið kal og ágæt spretta. Lítur því út fyrir gó'ðan heyskap og sums staðar er búið að hirða tún. Háaspretta virðist æifa að verða góð. í vestanverðum Fljótum er töluvert kal á sumum bæjum og var seint byrjað að slá. Und- anfárið he'fur sprottið miklð. Heysláttur þar og í Sléttuhlíð og Hofslhreppi gæti víða odðið í meðaillaigi. Mjög bagailegt er þó, hve mikill arfi er í túnum, sérstaklega upp úr kalblettum og þar sem snemma var borið á. í Blönduhlíð ér mjög lítið kal og spretta er að verða góð. Hey- skapur hefur gengið ágætlega það sem af er. Má búast við með al heyfeng. í úthaga hefur sprott ið talsvert síðustu daga. I Lýtings staðahreppi eru bændur mis- jafnlega langt komnir með hey- skap. Kal er mikfð á sumum jörðum og arfi í túnum og sumir bændur eru nýlega byrjaðir að slá. Þar verður heyfengur mis- jafn og sums staðar rýr. Sama má segja um úthéraðið. Að vest- an spraitt seint. Á eiinstaka jörð- um er sláttur nýlega hafinn. Nýt ing á heyjum er góð. Haldist svipað tíðarfar eru bændur von- góðir. — 0 — Á Mið-Austurlandi hefur spretta verið ágæt og stórkost- leg breyting átt sér stað frá því í byrjun júlí. Kaltolettiirniir hafa víða gróið nokkuð, nema á nokkrum bæjum í Borgarfirði eystra og yzt á Héraði. Bænd- ur á Mið-Austurlandi eru al- mennt byrjaðir að slá og eru víða vel á veg komnir. Nýting heyja er góð og haldist góð tíð eru heyskaparhorfur sæmilega góðar á Mið-Austurlandi. — xxx — í gær var bezti þurrkdagur sumarsins á Suðurlandi og hey skapur í fullum gangi. Spretta er víðast hvar orðin með af- brigðum góð og voru bændur orðnir langeygðir eftir þurrk- inum. Vélakostur er víðast hvar arðiimn svo gtóður, að ef þuirrkur helzt fram yfir næstu helgi fara bændur langt með að heyja tún sín. f gær spáði Veðurstofan að í dag mætti vænta rigningar á SuðuirJamdi og kepptuist flestilr við að sœta og galta heyið fram á nótt, en sú spá rættist sem bet ur fór ekki. Vona menn, að nú sé kominn þurrkurinn, sem allir hafa þráð. í Norður-Þingeyjarsýslu er sláttur sums staðar vel á veg kominn í inmsveitum, en í út- sveitum var mikið kal í vor og sjá bændur þar vart fram á meira en 10% meðalheyfeng, þó sums staðar eitthvað meira. í út eveitum ertu bændur fairnir að slá heilu svæðin, en upp úr kal- iinu kemur ekkert nema arfi. Norður-Þingeyiingar hafa sótt mikið hey til Eyjafjarðair og víðar. — O — Góða tíðarfarið sem hér hef- ur verið sl. mánuð hefur valdið því, að nú lítur yfirleitt sæmi- lega út með heyfeng bænda í S-Þing. þrátt fyrir bal og miklar túnasikemmdir í vor. í Mývatns- sveit en spretta talin góð og nýt ing heyja ágæt, sem og annars staðar í sýslunni það sem náðst hefur í dölunum er sprettan misjafnari, en hvergi er útlit slæmt. Þegar nær dregur sjó er eiins og sprettan sé lélegri og hvort tveggja sé, að túnin hafi farið verr í vor og að þeir hafi gengið verr að ná sér aftur. Á yztu bæjum á Tjörnesi mun hey- fengur verða langt undir meðal- lagi. f Flatey á Skjálfanda er sagt kafgras, en þar verður ekki borinn ljár í þúfu þetta sumar- ið. - MIG-17 Framh. af bls. 1 öryggisþjónustunni. Útvarpið hef ur einnig staðhæft, að þegar vél- arnar lentu hafi þær haft nægi- tegt eldsneyti og varageymiair ver ið fullir. Fréttin um lendingu MIG-17 vélanna vakti mikla athygli í fs- rael og streymdi fólk að til að sjá þær. Bent er á, að flugmenn irnir hafi beðið rólegir eftir að þeir höfðu lent og gerðu enga tilraun til að sýna mótþróa, þeg- ar ísraelskir starfsmenn öryggis þjónustunnar komu á vettvang. Flugvellinum við Damaseus í Sýrlandi var lobað fyrir umferð erlendra flugvéla aðfaranótt mánudags, en opnaður aftur í morgun. Engin skýring var gef- in. Sömuleiðis var símasamband við Damascus rofið, einnig án nokkurra skýringa. Árið 1966 gerðist flugliðsfor- ingi frá írak liðhlaupi, er hann flaug MIG 21 vél til ísraels og var það í fyrsta skipti að vél af þessari gerð komst óslremmd í hendur fulltrúa vestræns lands. Brann SLÖKKVILIÐIÐ á Vopnafirði vair kvatt út á 1 augardagskvöld klukkan 9:30, en kviknað hafði í reykingairkofa að Ytra-Núpi. Þeigar slökkviflið kom á staðinn var kofinn bnuinininin til öskiu. Lionisíklúibbur Vopnafjarðar af- henti 8. ágúst sl. sveiitairstjóran- um, Haraldi Gíslasyni, öndunar- tæki að gjöf tiil sjúkraskýliisins á staðrnum. — Ragmar. Walter Ulbricht Lmbætur eru honum eitur í beinum — 7 SENDINEFND a-þýzkra 1 kommúnista er nú stödd í 4 Tékkóslóvakíu undir forystu L Walter Ulbrights. Á nefndin að eiga viðræður við þar- lenda ráðamenn. A-þýzkir kommúnistar hafa verið manna harðastir í afstöðu sinni gegn frjálsræðisstefnu Tékka. Observer-grein sú, er hér fer á eftir, segir frá við- brögðum manna í A-Þýzka- landi við atburðunum í Tékkóslóvakíu. Berlín, 9. ágúst. Það eru engar biðraðir sýnilegar við blaðsölutuma hér í A-Berlín eins og þær ger ast í Prag. Einu tíðindin, sem Í flokksfélagar gátu fengið af yfirlýsingunni vegn-a Tékkó- slóvakíumálsins var með því að lesa samv-izkusamlega til- 1 kynniingu miðstjómarinnar um Bratislava-fundinn. Til- kynningin birtist í „Neues Deutsdhiland“ málgagni kommúnistaflokksins. „Miðstjórnin lýsir yfir fylgi sínu við yfirlýsinguna (frá Bratislavafundi Tékka, Rússa og fylgiríkja) og ánægju yfir árangri fundar- ins, sem hún telur mjög já- kvæðan“. Austur-Berlíniarbú- ar á leið til virmu í neðan- jarðarlestunum, litu flestir hverjir rétt sem snöggvast á fyrstu lín-urnar, og flettu því næst upp á íþróttasíðunni. — „Flestir landa minnia hafa nú hugann við íþróttir þessa dag ana“, sagði flokksstarfsmaður nokkur. Sá hafði ekki alveg á röngu að standa. Bæði félagar á kommúnista flokknum og óháðir A-Þjóð- verjar leita frétta af atburð- unum í Tékkóslóvakíu frá báðum hliðum, þ.e. frá aust- ur- og vestur-þýzkum út- varps og sjónvarpsstöðvum. En það, sem er að eiga sér stað í Prag„ virðist fjarri öll- um raunveruleika í A-Þýzka landi. „Það eru engir Dubcekar hér“, sagði stúdent nokkur frá Leipzig, sem staddur var í veitingasal járnbrautar- stöðvarinnar í Friedrich- strasse. Andstaða gegn flokknum er fyrir hendi, en hana skortir gjörsamlega grundvöll til að beita afli sínu fyrir endurbótum. Robert Havemann, prófess- or, sem hefur forystu um hugmyndafræðilega gagn- rýni á Ulbrichtsstjórnina, er hafður undir 24 stunda eftirliti. Aðrir fylgjendur „þriðju leiðarinnar til sósíal- isma“, eru annað hvort liðin lík eða hafa verið lækkaðir í embætti. Þegar þannig er um húntana búið, hvaða mögu- leika hefur þá tékkneska sótt kveikjan á að festa rætur í A-Þýzkalandi? „Austur-þýzki kommún- istaflokkurinn er eins agaður og bugsazt getur“, sagði tékkneskur sendiráðsmaður. „Þegar áróðurinn gegn Dub- cek náði hámarki, neituðu "kunningjar mínir úr flokkn- um að láta sjá sig opinber- lega með mér“. Ef minnstu umbætur ættu að eiga sér stað yrðu þær að eiga rætur að rekja til öfl- ugs hóps flokksmanna, sem krefðist endurbóta. Eins og í Tékkóslóvakíu myndi slíkt sæta harðri andstöðu aftur- haldsins í flokknum. í augna- biikinu virðist engin „slíkur hópur að verki í A-Þýzka- landi. Embættismaður í A-Ber- lín, sem fer með menningar- mál, játaði að árið 1964, þeg- ar slakað var á flokkstökun- um um skeið, hefði meiri grózka ríkt í mennimgarlíf- Walter Ulbricht — heldur löndum sínura í járngreipum. inu en nú. Hann var spurður varfærnislega, hvort hin ein- strengingslega flokkslína væri orsök ríkjandi ládeyðu. Svarið var aðeins „kannski“. En sagan var ekki öll sögð með þessum orðum. Þess, sem hann lét ógetið, var hinn jámharði flokksagi bæðd á andlega- og stjórnmálalega sviðinu í A-Þýzkalandi. Ofan á allt bætist svo, að menn eru þess meðvitandi að öll umbótaviðleitni er af flokkn- um umsvifalaust stimpluð sem ögranir að undirlagi Vestur-Þjóðverja. 'i „Þýzkai-and er klofið í tvö ríki og þjóðin að auki. Þetta gerir allt miklu erfiðara um vik en í Tékkóslóvakíu", út- skýrir stúdentinn frá Leip- zig. „Af þeim, sem ég þekki er varla nokkur maður, sem álítur að Vestur-Þýzkaland sé það sem við eigum að taka til fyrirmyndar. En flokkur- inn vantreystir okkur“, bætir hann við. En það er einmitt sú sama tortryggni, er ríkir innan- lands, sem kemur í veg fyrir að hugsanlegir endurbóta- menn opni hug sinn við skoð an-abræður. Einangraðir í eig in hugmyndaheimi 'halda þeir áfram að láta sig dreyma um mannúðtegan kommúnisma. Reykjabólstrarnir teygðust upp fyrir þokuhjúpinn, sem lá yfir borginni, og sáust þeir vítt að. Þessi mynd er tekin úr Öskjuhlið. - NÍGERÍA Framh. af bls. 1 Rauða-krossins. Eftir að fundin- um lauk ræddi keisarinn við Nigeríu-nefndina, en ekki er vit- að hvað þeim fór á milli. Rauði krossinn hætti öllu flugi með matvæli til Biafra á laugar dag, eftir að skotið hafði verið á tvær flugvélar frá samtökun- um. Fór talsmaður samtakanna í Lagos, Robert Hitz, þess á leit við stjórnina, að hún heimilaði áframhaldandi matvælaflutninga til sveltandi íbúa Biafra, en fékk þau svör að afsta'ða stjórnarinn- ar væri „óbreytt“. Segir Hitz að allt frá því er de Gaulle Frakklandsforseti lýsti samúð með stjórninni í Biafra fyrir tíu döguxn, hafi orðrómur verið á sveimi um vopnaflutninga til Biafra með flugvélum. Viðbrögð yfirvaldanna hafi verið þau að skjóta bæri á allar flugvélar á leið þangað. I frétt frá Kaupmannahöfn er sagt að Poul Hartling utanríkis- ráðherra Danmerkur hafi boða'ð fulltrúa frá utanríkisráðuneyt- um Norðurlandanna til fundar þar á morgun, þriðjudag. Er ætlunin að ræða þar hugisanleg- ar sameiginlegar aðgerðir til að- stoðar bágstöddum í Biafra. - SJÓRINN Framhald af bls. 28 h«fði gosið upp stærra bál en þeir áttu von á. Strax á laugardagskvöld hófu starfsmenn stöðvarinnar að brenna olíu í fjörunni og hreinsa til og var því sta-rfi haldið áf-ram á sunnudag og í gær. í gær fóru starfsmenn stö'ðvarinnar svo á- samt hafnsögumönnum út á sjó, en þá fannst sama og engin olía á sjónum. Sagði Svan,að mestri olíunn-i hefði nú verið eytt úr fjörunni og kvaðst hann ekki hafa orðið var við að hún yrði fuglum til skaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.