Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 13. AGUST 1968 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA‘SKRIFSTOFA SÍMI 1D-1DD Sjórinn undan Lnugarnes- tanga eitt eldhaf — um 30 tonn af olíu runnu í sjó tram GÍFURLEGT bál myndaðist á sjónum undan Laugarnestanga síðd. á laugardag, þegar eldur logaði þar í um 30 tonnum af olíu, sem runnu í sjó fram fyrir mistök hjá starfsmanni olíu- stöðvar Olíuverzlunar fslands h.f. í Laugarnesi. Starfsmenn stöðvarinnar kveiktu í oliunni og hugðust þannig þurrka hana burt, en eldurinn varð þá meiri en svo, að þeir fengju við hann ráðið. Stigu eldsúlurnar hátt í loft upp og reykjarmökkinn lagði mörg hundruð metra upp í loftið. Um tíma voru tvö sam- stæð hús og skúr á tanganum í hættu, en þeim tókst að bjarga. Þó mun eitthvað af rúðum hafa sprungið í húsunum. Slökkvilið ið var kvatt á vettvang klukkan 18:25 og tók slökkvistarfið rösk- an klukkutíma, en við það voru notaðir fimm slökkvibílar og ein kraftmikil dæla. Á sunnu- dag og í gær unnu starfsmenn olíustöðvarinnar í Laugarnesi að því að brenna burt olíu í Laug- arnesfjöru og var ætlunin, að því starfi yrði haldið áfram í dag. Svan Friðgeirsson, stöðvar- stjóri, sagði Morgunblaðinu í gær, að olían hefði runnið í sjó fram fyrir mistök hjá einum starfsmanni stöðvarinnar. Hefði hann opnað fyrir ventil á rangri leiðslu. Starfsmenn stöðvarinn- ar hefðu þá ætlað að reyna að þurrka olíuna af sjónum með því að kveikja í henni, en þá Framhald á bls. 17 IVIaður brenndist í Surtsey MAÐUR brenndist illa úti í Surtsey á laugardagskvöld, ex hann var að kveikja í sorpi í eynni. Maðurinn notaði benzín og komst siðan eldur í föt hans. Er kunnugt varð um slysið fóru læknar úr Vestmannaeyjum á staðinn, og fluttu manninn í sjúkrahúsið í Eyjum. Maðurinn var færður á Landsspítalann í Reykjavík að lokinni rannsókn og er líðan hans nú eftir atvik- um. W. H. Auden Dagstjarnan í síldarflufninga HLUTAFÉLAGIÐ Þyrill h.f. hef- ur keypt skipið Dagstjörnuna af Einari Guðfinnssyni, útgerðar- manni í Bolungarvík, og sagði Sigurður Markússon, frkvstj. Þyrils h.f., Morgunblaðinu í gær, að samningar hefðu verið gerðir við síldarverksmiðjuna á Eski- firði um flutninga á síld til henn- ar. Sagði Siguxður, að Dagstjarn- an myndi halda á síldarmiðin um leið og lokið er nokkrum breyt- inguim á dælukerfi skipsins, sem nú er verið að framkvæma. Þá sagði Sigurður, að félagið hygðist eiinnig leigja skipið til fliutniniga á lýsi og olíiu, þegar síldarfliutaiingair etru ekki fyrir hendi. Sjórinn undan Laugarnestanga var eitt eldhaf. ( Ól. K. M.) Ölíkt betra heyskaparútlit nú en í vor GÓÐ heyskapartíð var um mestallt landið um helgina og eru bændur nú víðast hvar byrjaðir að slá, sums staðar vel á veg komniir og í Eyja- firði, t.d. í Svarfaðardal eru bændur búnir með fyrri slátt. Spretta hefur yfirleitt verið mjög góð, nema í Strandasýslu og á Norðausturlandi, þar sem kalsins gætti mest í vor. Á Mið-Austur- landi hefur útlitið stórum breytzt frá í vor og víða eru bændur nú miklu bjartsýnni á heyfeng en þeir voru fyrr í sumar. Morgun- blaðið hafði í gær samband við ýmsa fréttaritara sína og spurði þá um heyskap og heyskaparhorf ur: Mjög góð spretta hefuir verið í sumar í Mýra og Borgarfjarðar- sýslu og á Snæfalilsnesi og um Dali. Sums staðar hafa bændur aldrei séð jafn mikla sprettu og í sumar ,en mikliir óþurrkar hafa valdið því, að grasið hefux fúnað í rót og hefur orðið að slá það | þrátt fyrir óhagstæða táð. Hefur því hey víða brakizt iilla. Kal var sama og ekkert á þessu svæði og telja bændur, að þeir geti bjarg- að mikl-u, ef þurrkur helzt í viku | tíma eða svo. —O— , f Rauðasandshreppi hefur ver- ið mi'kil vætutíð undanfarið, en í gær kom þurnkurinin. í vor bjugg ust bændur í Rauðasandshxeppi ekki við meira en 40—50% meðal heyfeng, en spretta hefur verið Höfrungur III. með 230 funnur — af Surtseyjarmiðum Akranesi, 12. ágúst. HÖFRUNGUR III kom í höfn í gær með 230 tunnur af síld af Surtseyjarmiðum, en Höfrungur hefur undanþágu til veiða við suðvesturland vegna beitudflun- ar. Síldin var fryst og seld strax Brezka skáldið W. H. Auden t viðtali: Hefði sótt um að verða íslenzkur ríkisborgari — ef lögin um skattlagningu bandarískra borgara erlendis til skipa, sem veiða á línu. Allir bátar, sem stunda hand- færaveiðar frá Akranesi, en þeir eru 6 að tölu, eru nú við Kol- beinsey, en þaðan höfðu borizt góðar aflafréttir. Ásmundur AK 8 kom til Þor- lákshafnar í dag með um 1800 kg af góðum humar og 3-4 lest- ir af fiski. Aflanum er ekið til Akraness og harnn unniim í hrað frystihúsinu Heimaskaga. — Hjþ. meiri en voniir sfóðu til og haldist þurnkurimin eitthvað telja bændutr möguleika á alilt að 70% meðal- heyfeng að þessu sinini. í V-Húnavatnssýslu hefur tíð verið ágæt undanfarið og er»u bændur almemnt byrjaðir að slá fyrir nokkru. Spretta er nokkuð góð víðast hvar. Upp af kalblett unum hefur sprottið mikill arfi og eru sumir bændur illa stadd- Framhald á bls. 17 Þjófnaður í Keflavík Aðfaranótt sunnudags var brotizt inn í verzlunina Stapa- fell í Keflavík. Lét ránsmaður greipar sópa og hafði á brott með sér nokkur útvarpstæki, segulbandstæki, vindlingakveikj- ara, rafmaginsrakvélar og fleira og er varningurinn metinn á 70—80 þúsund krónur. Lögregl- an handtók ma,nn í gærmorgun vegna þessa, en málið er enn 1 rannsókn. Fyrsti uppskurð- urinn á hafi úti hefðu verið samþykkt á þingi í GREIN um brezka skáld ið Wyston Hugh Auden, sem nýlega birtist í viku- riti brezka dagblaðsins ,,Daily Telegraph“, er það eftir honum haft, að hefði bandaríska þingið sam- þykkt frumvarpið um að leggja skatt á bandaríska borgara erlendis, hefði hann sótt um að verða ís- lenzkur ríkisborgari. Aud- en tekur fram, að hann hafi samhönd á Islandi, en sem kunnugt er, hefur hann komið hingað til lands oftar en einu sinni og á hér marga vini og aðdáendur. Auden kom til íslands i fyrsta sinn árið 1936 og ferð- aðist víða um landið ásamt vini sínum, skáldinu Louis MacNeice, sem látinn er fyr- ir nokkrum árum. Þeir skrif- uðu saman bókina „Letter Framhald á bls. 11 FYRSTI uppskurðurinn um borð í íslenzku skipi á hafi úti var framkvæmdur um borð í varð- skipinu Óðni í fyrrinótt, þegar Hannes Finubogason, skurðlækn- ir, skar einn smyrjarann á Óðni, Lárus Eggertsson, upp við botn- langabólgu. Tókst uppskurður- inn hið bezta og líður Lárusi nú vel eftir atvikum. Tíiu dagar eru nú síðan Óðimn kom á síldarmiðin með lækni uim borð og hefux læknkimai átta sinnum veitt íslenzkiuim skips- mönnum minndiháttair læknis- hjálp. Á mámudag veiktist Lárus Eggertsson, smyrjari á Óðni, og kom í ljós að uim alvarlega botn- langaibólgu var að ræða. Var8- skipið sigldi þá í var undir Bjsrnarey og í fyrriinótt skair Hannes Finnibogason, lækmitr, Láxus upp með aðstoð skipverja af Óðni. Sem fyrr segir tóiksit uppskuirðurinn ágætleiga og reyndust öll læknistæki og að- staða um borð hið bezta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.