Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJ UDAGUR 13. ÁGÚST 196® Guðjón Þorsteinsson trésmíðameistari GUÐJÖN Þorsteinsson trésmíöa- meistari, Hellu andaðist 4. þ.m. að Sólvangi í Hafnarfirði. Hann var alla tíð heilsuhraustur nema síðasta árið. Hann gekk undir upp>skurð 1 nóvember s.l. en fékk aðeins stundarbata. Guðjón var fseddur að Beru- stöðum í Holtum 22. febrúar 1888 og var hann því á 81. ald- ursári. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Ingigerður Run- ólfsdóttir og Þorsteinn Þorsteins son. Bjuggu þ§u lengi að Beru- stöðum við mikla rausn og mynd arskap og komu stórum og mann- vænl'egum barnahópi vel tii t Tengdamóðir mín, Ingibjörg Kristjánsdóttir, andaðist að Elliheimilinu Grund aðfaranótt 12. þ.m. Klara Jónasdóttir, t Móðir okkar og tengdamóðir, Hallgerður Nikulásdóttir Dalalandi 8, andaðist á Landsspítalanum 10. ágúst sl. — Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðlaugur Guðjónsson, Ingigerður Jónsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Vilberg S. Helgason. t Elsku sonur og dóttursonur, Guðbjörn Jón Guðbjörnsson Hlíðarbraut 2, Hafnarfirði, andaðist sunnudaginn . 11. ágúst á Barnaspítala Hrings- ins. Soffía Jónsdóttir, Karen Gíslason, Jón Bergmann Gíslason. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för, Halldórs Jónssonar frá Arngerðareyri. Aðstandendur. t Þökkum hjartanlega auð- sýnda vináttu og hluttekningu við andlát og jarðarför, Hjálmars Jónssonar frá Dölum í Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarlfðs lyfjadeildar m C Landsspítalans, fyrir frá bæra umönnun í veikindum hans. Einnig viljum við þakka lrÁlfseyingum“ fyrir vináttu þeirra og tryggð. — Guð blessi ykkur ölL Aðstandendur. manns. Guðjón ólst upp í for- eldrahúsum og vann öll venju- leg bústörf. Hann byrjaði ung- ur að fara til sjós á vetrarver- tíðum, eins og algengt var að þeirrar tíðar hætti. Hugur hans hneigðist tilsmíða og byrjaði hann að vinna við húsasmíði 19 ára gamall. Upp frá því má segja að mikið af hans tíma færi til ýmiskonar smíðastarfa. Árið 1918 giftist GuðjónBjarn heiði Magnúsdóttur frá Arabæ í Flóa. Sama ár hófu þau búskap að Arabæ og búnaðist vel í stuttri sambúð, þar sem Bjarn- heiður dó árið 1921. Guðjón bjó í Arabæ til 1924. Það ár flutt- ist hann að Brekkum í Holtum og bjó þar til 1941. Árið 1923 giftist Guðjón öðru sinni Margréti Halldórsdóttur frá Sandhólaferju. Með fyrri konu sinni eignaðist Guðjón eina dótt ur, Kristrúnu, sem er gift Magn- úsi Guðmundssyni, Mykjunesi. Með seinni konunni átti hann 4 börn, Ingigerði, sem er gift Ósk- ari Karlssyni, Miðtúni í Hvol- hreppi og 3 syni, Pálmar, nem- anda í Kennaraskóla íslands, Bjarnhéðin og Sigurð, sem báð- ir eru lærðir smiðir. Eru bræð- urnir allir ókvæntir. Ásamt bú- skapnum stundaði Guðjón smíð- ar eftir því sem tími vannst til. Hann var mjög eftirsóttur smið- ur vegna dugnaðar og vand- virkni. Árið 1939 missti Guðjón síðari konu sína. Var yngsti son urinn Pálmar þá tekinn í fóstur að Syðri-Rauðalæk. Ólst hann þar upp hjá því ágæta fólki, Gunnari Runólfssyni og systur hans Valgerði. Guðjón hætti bú- skap árið 1941 og lagði þá ein- göngu stund á smíðar. Árið 1943 byggði Kaupfélagið Þór á Hel’lu trésmíðaverkstæði og flutti Guð jón þá að Hellu og tók við for- stöðu verkstæðisins. Var það mik ið happ fyrir kaupfélagið og sýslufélagið að slíkur maður sem Guðjón var tók að sér þetta starf. Þegar verkstæðið var byggt efuðust margir um að það væri rétt að stíga það spor. Tal- ið var vafasamt að það svaraði kostnaði, þar sem ólíklegt væri að það hefði nægileg verkefni. En það fór á annan veg, verk- efnin urðu mikil og margvísleg undir ötulli forstöðu Guðjóns. Allir s'em áttu erindi við hann fengu góða afgreiðslu. Verkstæð ið fékk á sig gott orð vegna þess að forstöðumaðurinn var traustur og ábyggilegur. Guð- jón sameinaði það tvennt að gera sem bezt fyrir viðskipta- manninn, um leið og hann gerði sér grein fyrir því að kaupfé- lagið varð að hafa nokkurn hagnað til þess að geta haldið t Innilegustu þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför, Hólmfríðar Jóhannsdóttur frá Isafirði. Fyrir hönd barna, tengda- bama og baraabarna. Kristján H. Jónasson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, Ferdinu Stefaníu Bachmann Ásmundsdóttur. Magnús Gíslason, börn, tengdaböm og barnaböm. Guðlaug Grimsdóttir. uppi nauðsynlegri þjónustu og gert verkstæðið vel úr garði. Guðjón var mikill afkastamað ur við vinmi, þrekmikill og ósérhlífinn. Hann hafði gott lag á því að fá aðra til þess að vinna vel og ná góðum vinnu- hraða. Guðjón gleymdi oft að líta á klukkuna og vann áreið- anlega oft lengur heldur en tíma þann, sem á vinnuskýrsluna var skrifað. Guðjón leit á verkstæð- ið sem sérstaka stofnun sem hann bæri ábyrgð á. Það kom því ekki annað til mála en að hann fengi að ráða á sínu starfs- sviði. Það er mikill hagur fyrir fyrirtæki að fá í þjónustu sína mann með þeim kostum og skap- gerð sem Guðjón hafði. Guðjón var vinsæll í hérað- inu sem eðlilegt var, kom það hvað bezt fram þegar hann var sjötugur. Þá sóttu hann margir heim til þess að óska honum til hamingju og þakka fyrir löng og góð kynni. Hafa fáir fengið meina fjölmenni á afmælisdegi heldur en Guðjón í það sinn. Þótti hon- um vænt um þær heimsóknir sem hann taldi sýna vináttu og þakk lætisvott héraðsbúa í hans garð. Guðjón Verður jarðsunginn í dag frá Oddakirkju. HINN 8. þessa mánaðar var gjörð útför ísaks Sakríssonar frá Hafnarfjarðarkirkju. ísak var sænskur að ætt, en járnsmiður að iðn, og stundaði þá iðn ævi- langt. Fæddur var hann 18. febrúar 1887, en dánardægur 2. ágúst s.l. Til íslands kom ísak 1926 og dvaldi hér síðan, leugst af norð- ur í Strandasýslu, en síðustu ár- in í Hafnarfirði og vann þar í vélsmiðju, sem ber nafn staðar- ins. ísak var kvæntur íslenzkri konu, Hildi Vigfúsdóttur frá Búðum á Snæfellsnesi, og eign- uðust þau hjón eina dóttur, Ragnhildi, sem gift ©r Lárusi Jörundssyni rafvirkjameistara í Reykjavík. En þau hjón eiga nú 11 ára gamlan ísak, sem saknar nú afa síns og nafna. ísak var mætismaður, vel met- inn af vinnufélögum og öllum sem honum kynntust, enda átti hann orðið marga vini hér. ísak átti dóttur, búsetta í Nor- egi, Soffíu að nafni, og son hér heima, áður en hann giftist, Hauk, stýrimann í Hafnarfirði. Er Haukur kvæntur Soffíu Georgsdóttur frá Siglufiirði. Guðbrandur Magnússon. Rangæingar og fleiri vinir hans munu fjölmenna við jarðar förina og votta heiðursmanni virðingu og þökk. Menn koma og menn fara. Ég vil enda þessar línur með þeirri ósk að ávallt verði fyrir hendi, menn með hugarfar og trúmennsku Guðjóns Þor- steinssonar. Á því mun þjóðin þurfa að halda, ekki síður í fram tíðinni heldur en verið h'efur hingað til. Ingólfur Jónsson. - PRAG Framhald af bls. 15 he,ld, að þekn mun fegnari sé- um við, er okkur vegnar vel, enda þótt það sjáist ekki svo mjög á okkur t.d. eftir þessi góðu tíðindi nú í kvöld. Ég hef valið þann kostinn að skipta mér ekki af pólitík. Mér þykir mest gaman að fá mér öLkrús ,horfa á fótbolta og ekki hvað sízt, leika mér við strák- ana mína þrjá. Frelsið hefur hafið innreið sína L. Prouza, 67 ára, kvaðst hafa orðið mjög feginn við ræðu Dub ceks. Nú yrði haldið áfram á þeirri leið til aukinnar þjóð- félagsmannúðar og afnáms lög- regluríkis, sem hafizt hefði í janúar. Nú fyrst mætti fara að búazt við því ,að almenningur færi að læra frelsið og njóta þess. — Sjáið þér til, sagði Prouza. — Við erum orðnir svo agaðir af 20 ára harðstjórn, að við hnegðumst ekki lenigur við eins og ef til vill eðlilegast hefði verið og svo margar aðrar þjóð- ir myndu hafa gert. Ef þetta hefði verið í París, þá hefðu sjálfsagt herskarar fólks komið út á götumar til þess að láta í ijós fögnuð siran. Ég er það gamall maður, að ég mara aðra tíma og betri fyrir stríð. í heimsstyrjöldinni var ég í brezka flughernum og barðist, leyfi ég mér að segja, af hörku gegn nazistum. Fyrir dvöi mína og barátfcu í brezka flughemum hef ég orðið að þola beiraar ofsóknir og harðneskju af kommúnistum, þessum sömu mönnum, sem reyrat hafa og reyna enn að telja heiminum trú um, að þeir einir hafi barizt gegn nazistum, já, beinlínis haft einkarétt á því, því að aillir aðr- ir hafi gert það af annarlegum ástæðum. Ég gef yður ekki 'heimilisfang mitt,' enda hafið þér ekkert við það að gera, en ástæðan er fyrst og fremst sú, að hér í landinu eru tvö öfl: annað framfarasinn- að, hitt íbaldssamt. Hinir ihalds- sömu dyljast enn í ýmsum mik- ilvægum stöðum, enda þótt þeir séu örugglega í miklum minni- hluta. Ég verð að játa, að ég, sem sá ýmislegt í sfcríðinu, el með mér ótta gagnvart þessum möranum, sem eru sterkari en ef ti-1 vill flest annað, sem í mér býr. Þegar maður hefur búið við þennan ótta í 20 ár, mismunandi mikinn að vísu, þá grefur hann svo um sig, að hann verður ómeðvitandi þáttur í sálarlífi manns. Frá því í janúar hefur líf hér í Tékkóslóvakíu tekið að breyt- ast mjög til hins betra, ef til vill ekki efnalega, sem skiptir ekki mestu máli, en frelsið hef- u:r hafið innreið sína og það er byrjað að losna um óttann. Ég og flestir aðrir vonum, að þess- um manni, Alexander Dubcek, sem við treystum og fcrúum á, hvorfc sem við erum kommún- istar eða ekki, takizt að koma í framkvæmd þeim vonum, sem áður voru bældar niður, en hann hefur vakið með okkur að nýju, svo að við erum á leið með að verða að nýrri þjóð. Mín skoðun er sú, að Rússar hafi ekki viljað beita hernað- arvaldi gegn landi minu, sö.kum þess að það hefði þýtt, að heims kommúnisminn hefði liðazt al- gjörlega í sundur. Sovétríkin hefðu ef til vill 'haldið sínu hér um ednhvern tíma sem stórveldi, en kommúnisminn hefði beðið rothögg ekki bara hér í Tékkó- slóvakíu, heldur út um allan heim. Við getum rétt ímyndað okkur, hvað hefði gerzt í Frakk- landi og Ítalíu. Þar eru komm- únistaflokkarnir verulega öfiug- ir, en þeir myndu hafa liðið und ir lo-k. Þá má ekki gera of lítið úr stuðningi Júgóslavíu og Rúmen- GUÐJÓN Þonsteinsson trésmíða- íu. Það hefur heyrzt ag ég áiít lagt Duboek og öðrum leiðtog- um okkar að ganga alveg fram á fremsta hlunn og sýna eins mikið sjálfstæði gagnvart Rúss- um og þeir frekast gætu. Rússar myndu aldrei þora að grípa til hervaldsins. Ég er sannfærðuT um, að þeir Tító og Ceausescu hafi verið okkur meiri liðsstyrk ur, en nokkurn getur órað fyrir í fljótu bragði. Ég held líka, að okkar menn hafi teélt ja#n- djarflega og raun varð á, ekfci hvað síst vegna stuðnings Júgóslavíu og Rúmeníu. Lokað í dag vegna jarðarfarar Þorsteins Guðlaugssonar. Hárgreiðslustofa Steinu og Dódó, Laugav. 1S. ísak Petter Sakris- son — Minning t Alúðarþakkir færum við öll- um þeim mörgu vinum sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og jarðarför, fsaks Petters Zakríssonar. Hildur Vigfúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn hins látna. Ég þakka hjartanlega ykkur öllum, sem heiðruðuð mig með heimsóknum og gjöfum á áttræðisafmæli mínu þann 16. júlí sl. Jón E. Oddsson Lunansholtl. Innilegt þakklæti til allra þeirra sem heiðruðu mig á 70 ára afmæli mínu 6. ágúst sL Irma Weile Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.