Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 196« Jón Eiríksson tyrrv. formaður Skipstjórqfélags íslands: Lög um atvinnuréttindi skipstjórn- armanna á íslenzkum skipum Hvers virði eru þessar breyt- ingar? Þá er að athuga nánar þessar breytingar og leiðrétitngar, sem Alþingi hefur gert á frumvarp- inu, og að hve miklu leyti þær ganga til móts við óskir okkar, sem mótmæltum frumvarpinu. 1 fyrsta lagi: Aldurmörk stýri manna á fiskiskipum hafa verið hækkuð nokkuð. Segja má, að það sé betra en ekki, en engin frambærileg ástæða hefur verið færð fyrir því, að hafa þauekki sömu og áður. „Rökin“, sem sjáv arútvegsnefnd neðri deildar færa fyrir þessu, hafa nokkuð mik- inn keim af pílatusarþvotti til þess að hægt sé að taka þau alvarlega. í öðru lagi: Undirstýrimanns- réttindi þeirra, sem hafa tekið .próf upp úr 2. bekk farmanna- deildar hafa verið framlengd um eitt ár. Ég skal ekki segja um það með vissu, en ég efast réttindi þekkist annarstaðar stórlega um, að slík tímabundin meðal siglingaþjóða. Ég hef ekki á móti því, að veita þessum mönnum réttindi til stýri- mennsku, ef þeir hafa nógan siglingatíma á skipi yfir 30 rúm- lestir, og þar af skulu 3 mán- uðir vera á Verslunarskipi eða varðskipi yfir 100 rúmlestir. Annars siglingatíma er ekki kraf ist í lögunum. Þeir geta því fengið þessi réttindi með 21 mán aða siglingu á skipi undir 100 rúmlestum og þriggja mánaða siglingu á skipi yfir 100 rúm- lestir, og án þess að hafa nokk- urntíma út i verslunarskip stig- ið. Þesssir menn eiga svo að stjórna vöktum á siglingu á svona 10 til 30 sinnum stærra skipi en þeir hafa verið á áður, og segja fyrir verkum við vöru- hleðslu og losun, sem þeir þekkja ekkert til. En hvers vegna á að taka þessi réttindi af þeim, einmitt þegar þeir hafa fengið nokkra reynslu í starf- inu? Orðið „Valfrelsi" var mik- ið á vörum manna nú fyrir síð- ustu þingkosningar. Hvers vegna 1 ósköpunum mega þessir menn ekki velja um það sjálfir, hvort þeir láta sér nægja að vera und- irstýrimenn, eða hvort þeir vilja afla sér meiri bóklegrar fræðslu sem gæfi þeim kost á hærra prófi og veitti þeim aðgang að hærri stöðu. Ég hef alltaf verið því hlynntur, að prófin væru tek in í stigum, eins og tíðkast hjá allfelatum siglingaþjóðum, en að hafa þennan hátt á því, tel ég alveg ófært. Ég tel því hvorki bót né skaða að því, að lengja þennan tíma um eitt ár. í þriðja lagi: Stærð landróðr- arbáta, sem skylt er að hafa stýrimann auk skipstjóra, hefur vierið lækkuð niður í sína upp- runalegu stæirð, 30 rúmlestir, og er það eina heila sporið, sem Alþingi hefur stigið við meðferð þessa frumvarps, og vert er að þakka. í fjórða lagi: í frumvarpinu hafði verið felld niður krafa, sem var í gömlu lögunum, um 12 mánaða siglingatíma sem yfirstýrimaður á verslunarskipi 1 utanlandssiglinum, til að fá skipstjóraréttindi í utanlands- siglingum. Alþingi hefur auð- sjáanlega viljað gera hér brag- arbót, og af rausn sinni setur það 6 mánuði sem stýrimaður f stað 12 mánuði sem yfirstýri- maður. Það sker niður helming- inn af tímanum, og gerir hinn helminginn, sem eftir er lítils virði, með því að sleppa kröf- unni um yfirstýrimann. í byrjun þessa máls lýsti ég þeim breytingum, sem frumvarp ið gerði á gömlu lögunum, og allar bentu niður á við. Það var lágmarkskr af a Skipst j óraf élags íslands í mótmælum þess gegn frumvarpinu, að ekki yrði slak- að á þeim kröfum til skipstjórn- arréttinda, sem voru í gömlu lög unum. Þessi nýju lög eru óra- langt frá því marki. í þeim er aðeins um þrjár breytingar að ræða, sem ganga í rétta átt, og aðeinis ein þeirra nær því að vera til jafns við gömlu lögin. Og sú breyting fjallar ekki um skipstjórnarréttindi. Kveðjan frá sjávarútvegsnenfd neðri deildar. Það mun tæplega annað til- hlýðilegt en að viðurkenna mót- töku kveðjunnar, sem sjávarút- vegsnefnd neðri deildar sendir okkur „mótmælendum“ í nefnd aráliti sínu, en þar stendur: „Ekki er annað að sjá en að aðilar þeir, sem mótmælt hafa þessum atriðum, hafi ekki vitað um þær breytingar, sem gerðar voru á lögum um Stýrimanna- skólann í Reykjavík vorið 1966 og þetta frumvarp ier beint fram hald af“. Já, ljótt er að heyra. Af þessum orðum nefndarmanna má sjá, að þeir telja okkur, sem mótmæltum frumvarpinu, ekki --------------- t Síðari grein --------------- R fylgjast vel með því, sem gerist á hinu háa Alþingi og sjómenn og siglingar varða. Ég mundi nú telja það ráðlegt fyrir þessa háttvirtu alþingismenn, að næst þegar þeir senda kveðju af þessu tagi, hverjir svo sem mót- mælendur hennar verða, þá finni þeir orðum sínum betur stað Hvað er það í mótmælun- um, sem stangast svona mikið á við skólalögin, að það geti rétt- lætt þessi ummæli? Ef þeir, með því sem á eftir kemur í fram- haldi af „kveðjunni", eru að hleypa stoðum undir þessi orð sín, þá hafa þeir skotið illilega yfir markið Þar stendur: „Lengri skólatími hefur fyrst og fremst verið notaður til að auka þekkingu rnemenda á helstu raf- og radíótækjum, sem notuð eru við fiskveiðar og siglingar". Og svo kemur rúsínan í pylsu- endanum. „Með hliðsjón af þessu telur sjávarútvegsnefnd Nd., að eðlilegt verði að teljast, að siglingatíminn sé styttur" (Leturbreytinig mín J. E.). Þá veit maður það. Ef t.d. skip- stjórnarmaður á verslunarskipi hefur góða þekkingu á nýtísku siglingatækjum, þá þarf hann ekki að eyða löngum tíma í að kynnast öllum þeim margvíslegu störfum öðrum, sem starfinu fylgir. Stjórn Skipstjórafélags Is- lands fór þess á leit við sjávar- útvegsnefnd efri deildar, að fá að mæta á fundi í nefndinni, þeg ar hún hefði frumvarpið til um- ræðu. Niefndin sýndi okkur þá vinsemd að verða við þessum til mælum, en vegna mjög stutts fyrirvara gátu aðrir stjórnar- menn ekki mætt, og mætti ég því einn. Nefndarmenn minntust ekki einu orði á skólalögin, gátu ekki um neitt ósamræmi milli þeirra og mótmæla okkar. Það skyldi þó aldrei vera, að þeir hafi heldur ekki vitað um þau. Böndin berast að þeim! Þeix leggja til að siglingatíminn verði lengdur, en það hefðu þeir auð vitað ekki gert ef þeir hefðu vitað um skólalögin og haft eins skarpan skilning á málinu og kollegarnir í neðri deild. Þeir snúa svo frá villu síns vegar, þegar neðri deild bendir þeim á skólalögin, og samþykkja þá að stytta siglingatímann aftur. En hvað gera nú siglingafræðikenn iarar Stýrimannaskólans? Geta þeir verið þekktir fyrir að halda áfram kennslu, eftir að vera uppvísir að slíkri fáfræði?! I kveðjunni er það beinlínis lát ið í veðri vaka, að við mótmæl- endur höfum ekki vitað hvað við vorum að gera, þegar við mót- mæltum frumv., vegna þess að við vissum ekki um skólalög- in. Við skulum lofa þeim að standa í þeirri trú áfram, ef þeim er einhver hugsvölun að því. En fleiri eru sekir enlngi- mundur, sagði karlinn, þegar hann skyggndi brennivínsflösk- una, sem yfirvaldið hafði tekið af honum og sá að drjúgumhafði lækkað á henni. Það skyldi þó aldrei vera, að þeir sem bregða okkur um fáfræði, hafi sjálfir bergt á bikar fáfræðinnar, og ekki vitað hvað þeir voru að gera. Tilfærð ummæli þeirrahér að framan og lögin í heild, bera þess glögg merki, að þeir hafa ekki haft neina, eða þá alranga hugmynd um störf skipstjórnar- manna á verslunarskipum. En þá þekkingu tel ég nauðsynlega fyrir þá, sem taka að sér að semja lög, er svo mjög snerta starf þessarra manna. Þáttur Farmanna- og Fiskimanna sambands íslands. Þess er getið hér að framan, að nokkur félög skipstjórnar- manna ásamt fleiri aðilum, hafi sent Alþingi mótmæli gegn frurn varpinu. Auk þeirra, sem þar eru nefndir sendi stjórn F.F.S.f. ierindi til Alþingis um frumvarp ið. En það var ekki til að mót- mæla því, heldur var þar skorað á Alþingi, að samþykkja frum- varpið óbreytt. Farmanna-og Fiskimannasam- band íslands er samband sér- menntaðra farmanna og fiski- manna á íslandi, þ.e. skipstjórn armanna, vélstjóra, loftskeyta- manna og bryta. Það á m.a. að vera málsvari þessarra stétta á opinberum vettvangi. Mál það, sem hér um ræðir, snerti eina stétt þessara skipstjómar- manna. Innain þeirra félaga, sem mótmæltu frumvarpinu, er mik- 111 meiri hluti íslenskra skip- stjórnarmanna. Samt fann stjórn F.F.S.Í., eða meiri hluti hennar, hvöt hjá sér til að ganga í ber- högg við yfirlýstan vilja þess- arra sambandsfélaga sinna. Ber er hver að baki bróður nema eigi. Það var ekki ónýtt að hafa slíka málsvara að bakhjarli í þessu málL Ólík störf sérhæfing. Þótt liðin sé meira en hálf öld síðan íslendingar eignuðust sín fyrstu vöruflutningaskip —burt séð frá fáeinum litlum flóabát- um — og þótt íslenskir skip- stjórnarmenn hafi frá byrjun siglt þessum skipum um svo að segja öll heimsins höf, og að á þessum tíma hefur íslenska far- mannastéttin þróast og eflst, og íslenskir farmenn þegar orðnir sérhæfðir í sínu starfi, þá ríkir ennþá í heilabúum manna eins og illkynjuð umferðaveiki, sú meinlega hugsunarvilla, að eng- inn munur sé á starfi manna á farskipi og fiskiskipi eða öðr- um tegundum skipa. Höfundar þessarra laga hafa augljóslega verið mjög illa haldnir af þess- ari veiki. Þar er allt í einum graut eins og vel hristur kokkt eill. Þeir, eins og margir fleiri virðast álíta það nóg, að menn kunni sína siglingafræði og ann að það er útheimtist til að stand ast próf við stýrimannaskóla, þá geti þeir tekið að sér skipstjórn á hvaða skipi sem er, án tillits til þess til hvaða starfs skipið er notað, í orðaskýringum laganna, jafnt þessara sem þeirra gömlu eru taldar upp tvær tegundir skipa, fiskiskip og verslunar- skip, og seinna í lögunum er tal að um varðskip. Atvinnuréttindi skipstjórnarmanna hafa verið miðuð við þetta, svo og við stærð skipa og við utan — og eða innanlangssiglingar. Störf skipstjórnarmanna á þessum skipategundum eru mjög frá- Framhald á bLs. 21 SÍIUI 24850 Til sölu 2ja herb. íbúðir í nýrrí blokk vfð Kleppsveg, um 70 ferm. suðursvalir, allar innrétt- Ingar úr vönduðum harð- við, mosaik á baði, sam- eign frágengin. Góð lán áhvílandi. Sérlega vönduð íbúð. 3ja herb. íbúð við Hjarðar- haga, ásamt einu herb. í risi. 3ja herb. íbúð á jarðhæð við Nóatún, sérhiti, sérinngang- ur, nýstandsett. 3ja herb. kjallaraíbúð vi'ð Skipasund, Sérhiti, sérinn- gangur. 4ra herb. endaíbúð við Álf- heima, um 107 ferm. laus strax. Útb. 500 þús., góð íbúð. 4ra herb. efri hæð við Goð- heima, sérhiti, um 115 fer/n. Tvennar svalir. 4ra herb. íbúð á 3. hæð við Safamýri, suður- og vestur- svalir, vönduð íbúð, bílskúrs réttur. 6 herb. 1. hæð við Þingholts- braut, um 153 ferm. 4 svefn herb., tvær stofur. 5— 6 herb. blokkaríbú’ð við Ásbraut, Kópavogi, allar innréttingar úr vönduðum harðvið. Lítur sérlega vel út. Ibúðin er um 127 ferm., útb. 700 þús. 6— 7 herb. sérhæð við Goð- heima, bílskúr, góð íbúð. Einbýlishús við Hlíðargerði í Smáíbúðarhverfi, hæð og ris. Bílskúr, sérlega vel við haldið hús. / SMÍÐUM Fokheldar 2ja, 3ja, 4, 5 og 6 herb. hæ'ðir í Kópavogi, með sérlega góðum greiðsluskil- málum, með bílskúr eða án. 3ja og 4ra herb. íbúðir í Breið holtshverfi, tilb. undir tré- verk og málningu. Með hag stæðum greiðsluskilmálum. 3ja herb. íbúð í Fossvogi, á 1. hæð við Geitland, um 93 ferm. Selst tilb. undir tré- verk og málningu. Sameign að mestu frágengin. Útb. 400 þús. sem má skiptast. Góð lán áhvílandi. Austarstrætl 10 A, 5. hæ® Sími 24850 Kvöldsími 37272. Einangrið með ARMA PLAST Selt og afgreitt hjá Pi M§SO !Si &LCO- Suðurlandsbraut 6 Sími 38640 16870 IEinbýlishús í Vogunum. Tvær hæðir, 112 ferm. hvor. Bílskúr. Hægt að hafa 2ja herb. sér- íbúð á jarðhæð. 5 herb. efri hæð við Holtagerði, Kópavogi. Sérhiti. Ágæt innrétt ing. 5 herb. neðri hæð við Skólagerði, Kópavogi. Sérhiti. Væg útb. Skipti á minni íbú'ð í Kópavogi möguleg. 4ra herb. efri hæð við Kelduhvamm í Hafn- arfirði. Sérþvotta- herb. á hæðinni. Sér- hiti, og 3ja herb. óinn réttuð risíbúð í sama húsi. 3ja herb. 97 ferm. sér- hæð við Karfavog. Stór bílskúr. Fallegt hús. Fallegur garður. 3ja herb. íbúð á 1. hæð í Kópavogi, tilb. undir tréverk. Tæki í bað- herb. komin. Sérinng. Sérhiti. Góð lán áhvíl andi. Útb. 250—300 þús. 2ja herb. kjallaraíbúð í FASTEIGNA- PJÓNUSTAN Lekur steyptu þukið? Nýtt vatnsverjandi steypuefni, Color Crete, á flöt steinþök til að fvrirbyggja leka. Aðeins 90 kr. á ferm. 3ja—4ra mm lag, beint á steininn. Uppl. í síma 14835 og 15795 eftir kl. 5. Til leigu í Huínurfirði er ný 5 herbergja íbúð á 3. hæð. Leigist frá 1. október. Tilboð er tilgreina mánaðarleigu, möguleika á fyrir- framgreiðslu og fjölskyldustærð, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 28. ágúst, merkt: „Eitt ár 8424“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.