Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1968 Bikarinn biasir við KR eftir sigur fyrir norðan Hörkuspennandi baráttuleik lauk með sigri KR 3:2 SIGURGANGA KR-inga er óstöðvuff enn. Þeir sóttu tvö stig til Akureyrar á sunnudag, stig- in sem skipa þeim í forystusæti í 1. deild — og sigurinn og ís- iandsbikarinn er á næsta leiti. í hörkuspennandi leik á sunnu- daginn, unnust sennilega þau stig ,sem nægja KR til sigurs í mótinu, þó enn geti ýmislegt skeff, sem hindrað gæti það. En þessi sigur gegn Akureyringum, sem voru taplausir í mótinu fyr- ir, er þýffingarmesti sigur KR- inga. Eftir eiga þeir leiki við Val og Keflvíkinga. Þrjú stig úr þeim leikjum tryggja sigurinn — og kannski færri, eftir því hvernig aðrir leikir fara. Leikurinn á sunnudag var leikur mikilla sviptinga. KR komst í 3—0 forystu á 23 mínút- um. En allan síðari hálfleik var látlaus sókn á KR-markið og KR-ingar höfðu það að aðal marki að verja fengiff forskot. Það tókst. ★ Þriggja marka forskot KR-ingar unnu hlutkesitið og kusu að leika undan hæigri golu. >að var mikdl spenna í leiknum þegar í byrjun og upp- hlaupi Akureyringa í byrjun var fylgt með kröftugum hróp- um mannfjöldans, sem aldrei hefur verið meiri á 1. deildar leik á Akureyri. En það upp- hlaup gaf enga uppskeru — og var síður en svo fyrirboði um giang leiksins næstu mínúturn- ar. KR-ingar náðu tökum á leikn- um og virtust þegar ákveðnir mjög, með meiri hraða og ákveðni en mótherjarnir. Eyleif ur fékk mjög gott ráðrúm á vall armiðjunni og á 5. mín tók hann sprett frá miðju, lék upp undir vítateig og gaf laust og stutt fram til Ólafs sem skoraði með lausu skoti. Aðeins 3 mín síðar endurtók svipuð saga sig. Eyleifur gleymdist hjá Akureyrinigum, sem fylgdust vel með Þórólfi. Eyleifur fékk stórt athafna- svæði og skaut þrumuskoti af yfir 20 m færi og ósnertur hafn- aði knötturinn í netinu. Samúel markvörður var mjög framar- lega, en átti ella að hafa mögu- leika til að lyfta skotinu yfir. En glæsilegt var skot Eyleifs og 2—0 forysta á 8. mín hafði sín Jón stökk 2.06 m. JÓN Þ. Ólafsson er nú í keppm isferff í Noregi og tók hann/ þátt í fylkjakeppni í Björgvinl í fyrrakvöld. Sigraði hann íl hástökkinu, stökk 2.06 metra.l ÓL-lágmarkiff í liástökki erf 2,06 metrar tvisvar sinnu effa 2,9 metrar einu sinni og\ ’þarf því Jón aff stökkva þessai hæð aftur til að ná lágmark-j inu. áhrif til góðs á KR-liðið, skap- aði því sjálfstraust og aukinn kraft. KR hafði öll tök á leiknum og brutu oftast í fæðingu hæg- fara tilraunir Akureyringa til samleiks, en ónákvæmni eyði- lagði og margt fyrir Akureyr- ingum. Á 24. mín auka KR-ingar for- ystu sína enn. Upp úr hom- spyrnu var stíft pressað að marki ÍBA og gefið síðan inn í vítateiginn frá vinstri og þar tókst Ellert að skaila í markið — og þó snögglega væri að unn ið hjá Ellert var Samúel enn illa með á nótunum. Með 3—0 í pokahominu hefði leikurinn átt að vera þægilega og örugglega unninn fyrir KR. En Akureyringar 'höfðu ekki gef izt upp. Það var eins og þeir vöknuðu af dvala við þessi áföll og nú tóku þeir smám saman völdin á vadlarmiðjunni og hófu skipulagðari sóknarleik, einkum með beittu útherjaspili sem KR- ingar réðu verst við. ★ Tvö mörk ÍBA Á 31. mín bar þetta árang- ur. Valsteinn lék upp vinstri kantinn og út undir enda- mörk og gaf vel fyrir mark- iff. Sendingin hitti vel á Guðna Jónsson sem skoraði viðstöffulaust meff fastri og eldsnöggri spymu, sem Guff- mundur réffi ekki viff. Þetta var fallegasta mark leiksins. Þremur mínútum síffar era Akureyringar enn í svipaffri sókn og aftur sendir Val- steinn útherji vel fyrir mark- iff frá vinstri. KR-vörnin var ekki vel undirbúin og Þor- móður Einarsson, h. útherji, fékk sendinguna og afgreiddi auffveldlega í netiff. Nú var spennan í hámarki. Akureyringar höfðu náð völd um á vellinum og hver sókn- arlotan af annarri reiff yfir vallarhelming KR. Þaff virt- ist tímaspursmál hvenær jafnað yrffi. ★ Meiffsli og tækifæri Samtímis gerðust stórtíðindi í báðum liðum. Harkan hafði vax ið og á 39. mín yfirgefur Þór- ólfur völlinn þar sem meiðsli höfðu tekið sig upp í fæti eftir návígi vfð Akureyring. Kári Árnason hafði og haltrað um völlinn eftir tognun í læri og yfirgaf völlinn um svipað leyti. Og þá fengu Akureyringar gull vægt tækifæri. Skúli var í gúðri stöðu til að skalla inn fyrirsend- ingu við mark KR — en knött- urinn smaug yfir þverslá. Hléið kom KR-ingum til hjálp ar. Það leysti þá úr þessari Framhald á bls. 19 Fast sótt að marki KR markvörffur bjarga. en Ellert, Halldór og Guðmundur (Ljósm. Sv. P.) Lið Fram í aði á Oslo 2.flokki sigr- Ctip mófinu — og stúlknalið Fram komst í lokaúrslita leik, en tapaði með einu marki ÍSLENZKU unglingaliffin stóðu sig meff afbrigffum vel í „Oslo Cup“ keppninni í handknattleik unglinga. I B-flokki karla (2. ald- ursflokki) vann lið Fram og hlaut sérstök verfflaun. í 2. flokki kvenna varff liff Fram í öffra sæti — tapaffi affeins úrslitaleikn um. í C-flokki karla (3. aldurs- flokkur) komst KR í úrslita- keppni 16 liffa en tapaffi þar leik í vítakeppni, eftir aff jafnt stóff aff leiktíma loknum. Liff FH í B- flokki var slegiff út af Larvik, 6 gegn 7. Öll þessi lið frá ísdandi vöfctu Hrafnhildur náði OL-lágmarki Fjórir í hópi sundfólks hafa þá náð þvi — HARFNHILDUR Guffmundsdótt ir náði á sunnudaginn lágmarki því sem Sundsambandið hafði sett til þátttöku í Mexico-leikj- unum i 200 m fjórsundi. Setti hún glæsilegt ísl. met 2:38.2 min, en eldra met hennar var 2:41.0 sett á danska meistaramótinu um fyrri helgi, og hefur hún bætt ísl. metið um 6 sek á stutt- um tima. Ólympíulágmarkiff var 2:39.5 mín og hefur enginn í röffum sundfólksins náff lág- markinu svo rækilega sem Hrafnhildur. Hrafnhildur er sú fjórffa í hópi ísl. sundfólks sem lág- marki nær. Hin eru Leiknir Jónsson, Guðmundur Gísla- son og Ellen Yngvadóttir, öll úr Ármanni, en Hrafnhildur er í ÍR. — Viff eigum ekki von á því, aff fleiri nái lág- mörkum í sundi, sagði Torfi Tómasson, ritari SSÍ, við Mbl. í gær. Þessi fjögur standa nokkuff í sérflokki og nú er þaff Olympíunefndar- innar að ákveða um þátttök- una. Torfi sagði, að á sunnudag- inn hefði Sundsambandið feng- ið Laugardalslaugina kælda nið- ur, fast að 25 gráðum og aðstæð- urnar því verið mjög góðar. Ellen Yngvadóttir synti fjór- sundið með Hrafnhildi og stuttu síðar synti hún 200 m bringu- sund. Þar bætti hún met sitt á vegalengdinni, synti á 2:56.2, en eldra metið var 2:56.8. Lágmark ið á þeirri vegalengd er 2:55.0 mín. mifcla athygli á .mótánu og forráða menn fceppninnar og þá-tttakend- ur hafa óspart iátið í 'ljós hrifn- ingu yfir getu íslenaku ungling- anna. Fram-stúltournar sem ko.miuist í úrslita'leik mótsins töpuðu fyrir Allbertsllund frá Danimöritou eftir mjög jaifnan 'leik. Sérstafca at- hyg.li vakti fraimimistaða mark- varðar F.ram.. Skotgleðin hjá Pr amistú 1 kuinuim hefði gietað ver- ið meiri, því gullið var skammt undan. Mörkin vonu etoká mörifc, ilokatölur 2:1 og stoonu'ðlu Fram- stúlkurnar úr vítakasti, segir í sfceyti frá fréttamanni Mbl. ó mót inu. En nánar verður sfcilfað unn mlótið síðar. Valur — Keflavík 0:0 VALSMENN og Keflvíkingar mættust í 1. deild í gærkvöld. Stigin skiptust en ekkert markiff var skoraff. Langtímum saman var leikurinn þófkenndur mjög og sendingar milli mótherja tíff- ar. Bæffi liff áttu þó dágóffa spretti og góff færi til marka, en fóru herfiliega með tækifær- in. Bikarkeppnin: Njarðvíkingor unnu Þrótt b Á SUNNUDAGINN léku í Bikar keppni KSÍ U'MF Njarðvíkur og B-lið Vestmaninaeyja. Leikurinni fór fram á Njarðvíkurvelli, en þar er nú að koma upp nýtt og efnilegt lið undir leiðsögn Hólm- berts Friðjónssoniar. Njarðvikur- liðið vakti á sér athygli á dög- unum er þ'að sló B-lið Þróttar úr keppninmi og nú slógu Njarð- víkingar B-lið Vesmanniaeyja úr keppniinni, unnu leifcinm, 1-0. Leikurinn var skemimtilegur og fullur baróttu og bikarstemn- ing í baráttunini. Eyjamenn voru leiknari, en hinir börðust af meiri á^afa. Næsti leifcur í Bikarkeppninni er í kvöld á Melavellinum milli Þróttar A og B-liðs Akureyrar. Hefst hann kl. 19. Tvívegis komust Keflvíkingar í dauðafæri og sama var um Valsmenn að segja. Var Her- mann í opnu færi tvívegis, en Guðni bjargaði á marklínu ÍBK og Hermann skaut síðar framhjá af markteig. Vilhjálmur, nýliði ÍBK, átti og dauðafæri og einnig Jón Ólafur. En Sigurði tókst að bjarga marki sínu. Beztir hjá Val voru Ingvar Elísson, sem nú er aftur með og Gunnsteinn Skúlason. Hjá Kefl- víkingum Vilhjálmur nýliði og Guðni Kjartanssom. Eftir leikiina um helgina er staðan þessi — og hafa nú Vals- menn misst síðasta möguleikann til að blanda sér í topptisríðiið: KR Akureyri Fram Valur ÍIBV Keflavík 23-13 14-8 13-10 13-11 11-19 3-16 12 10 9 8 4 3 Reykjavíkurmót í golfi REYKJAVÍKURMÓT GR í golfi hefst á GrafairholtsvelliiniUTn í dag. Verðuæ leikið í dag, mið- vifcudaig og fimimtudag og hefst fceppnin kl. 5 álla dagana. Á lautg ardag lýtour toeppninnii og hefst hún þá kl. 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.