Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁG-ÚST 1968 Þessi bíll sem er 3ja ára, byggður á rússneska jeppagrind með 4ra hjóla háu og lágu drifi, en úrbræddri díselvél, er til sölu. Uppl. í síma 1242, Akranesi. Athugasemd f sunnudagsblaði yðar er þess getið í „leiðara" að í sjónvarps- þættinum „Á öndverðium meiði“, sem fram fór föstudaginn 9. þ.m. um hvort þjóðnýta ætti veiði- árnar og vötnin, og þar sem um þetta efni kappræddu Helgi Sæ- mundsson, ritstjóri, stuðnings- maður þjóðnýtingar og undirrit- aður, sem andstæðingur hennar, hafi ég ekki komið fram með þá röksemd gegn þjóðnýtingu veiði áa og vatna, sem þyngst væri á metunum, en hún sé sú, að miðað við núverandi skipulag, sé eigendum þessara verðmæta mjög í mun að vernda veiðina og auka hana með ræktun og öðrum ráðstöfunum, gagnstætt því, sem verða mundi, ef þjóð- nýting yrði. Hér virðist mér sjáandanum og hlustandarium hafa heldur betur bæði missýnzt og mis- heyrzt. Húsmæður • Óhrelnlndl og blettir, svo sem lltublettir, eggja- blettlr og blóSblettir, hverla ð augabragði, ef notað er HENK-O-MAT I forþvottinn eða til að leggja i bleyti. Siðan er þvegið ð venju- legan hðtt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALS VARA FRÁ Það voru einmitt þessi atriði, sem ég lagði einna þyngsta á- herzlu á í málflutningi mínum gegn þjóðnýtingunni, sérstak- lega á ræktun snemmgengna, stærsta, sterkasta og verð- mesta laxints og benti á stað- reyndir og dæmi, máli mínu til stuðnings — margendurtekið í þættinum. Ég lagði sérstaka áherzlu á þann vaxandi skilning, er nú væri fyrir hendi í þessum efnum á milli „veitenda" (þ.e. bænd- anna) og „þiggjenda“ (þ.e. veiði manna) um fiskræktina, ekki að- eins til viðhalds laxastofnunum heldur til öflugrar aukningar á þeim og árangurinn víða nú þeg ar að koma í ljós. Þjóðnýting mundi hér ekki verða til bóta — þvert á móti. Þá gat ég þess einnig að skiln- ingsleysi í þessum efnum og á skaðsemi netaveiðanna, gæti hinsvegar leitt til hinna alvar- legustu og verstu ráðstafana, þar á meðal þjóðnýtingar, svo sem til dæmis það, þegar stjörn Veiðifélags Árnesinga hefði að engu aðalfundarsamþykkt um merkilega friðun vatnasvæðisins og veiðiréttareigendur, sem að þessari samþykkt stóðu, fengu engan stuðning Veiðimálastofn- unarinnar í sambandi við fram- kvæmd þessarar samþykktar. Slíkt stjórnleysi gegnir mikilli furðu og er óskiljanlegt með öllu. Vísast er að þegar þannig er á málum haldið, sé ekki langt undan versnandi áhrifavalds hins opinbera af þessum málum. Hinsvegar datt mér aldrei í hug I fyrrnefndum kappræðu- þætti að gera bændum og veiði- réttareigendum þær getsakir, að þeir mundu grípa til vand- ræða ráðstafana eða athafna til skemmdarverka á veiðiám og vötnum, jafnvel þótt til þjóðnýt ingar í þessum efnum komi, en óbeint er að því látið liggja í „sunnudagsleiðara" yðar, sem í upphafi er að vikið. 1 þessu felst grundvallar mis- munur á mínu sjónarmiði og yð- ar í málum þessum. Með þökk fyrir birtinguna, og að öðru leyti vinsamleg ummæli yðar um málflutning minn. Jakob V. Hafstein. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 10«1Q0 BIKARKEPPNIN MELAVÖLLUR: í kvöld kl. 79 /e/lcer Þróttur a - Akureyri b Mótansfnd BÆNDUR - • • BUNAÐARSAMBOND Cerð MTZ-50 Fleiri og fleiri islenzkir bændur kaupa nú rússneskar dráttarvélar, vegna þess að • Jbær eru framúrskarandi sterkbyggðar • þær eru tæknilega fullkomnar • þær eru sérstaklega kraftmiklar • þær eru ódýrustu dráttarvélarnar Fjórar gerðir fyrirliggjandi: DT-20 T-40 MTZ-50 MTZ-52 20 ha. 40 ha. 50/55 ha. m/drifi á öllum hjólum 50/55 ha. Kr. 80.500.00. Kr. 114.000.00. Kr. 139.000.00. Kr. 179.000.00. Innifalið í verði- Fullkomið hús, 'ökvattýri, tvívi'kt vökvakerr: á beizli, vökvastýrður dráttar- krókur, þrítengibeizli, aflúrtak, lœst mismunadrif, stefnuljós, hemlaljós vinnuljós, nokkurt magn at varahlutum, nauðsynleg verkfœri, eins árs ábyrgð eða 7000 vinnutímar FULLKOMIN VARAHLUTA- OC VIÐGERÐAÞJÓNUSTA OC TÆKNILEG AÐSTOB EINKAUMBOÐ Á ISLANDI FYRIR v.o. TRACTOROEXPORT BJÖRN OG HALLDÓR HF. Síðumúla 9 — Aðeins steinsnar frá Laugardalnum. Sími 36930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.