Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Þegar landbúnaðarsýningin í Laugardal lokaði í gærkvöldi höíðu 4200 manns sótt hana yfir daginn og á 11. þúsund dag- inn áður. Þessi mynd var tekin á sunnudag, er verið var að leiða hross í dómhring. Dró þessi samkeppnissýning að sér mik- ið margmenni, eins og myndin gefur reyndar til kynna. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) Ulbricht fékk kuldalegar móttökur — viðrœðum hans og leiðtoga Tékkóslóvakíu lauk í gœrkvöldi — herœfingar hafnar að nýju skammt frá landamœrum Tékkóslóvakíu Prag, 12. ágúst — AP-NTB FORYSTUMENN Tékkóslóvakíu áttu í dag viðræður við æðstu menn Austur-Þýzkalands, með Walter Ulbricht í broddi fylk- drukkna Indlandi Bombay, 12. ágúst — AP RÖSKLEGA eitt þúsund manns hafa drukknað í miklum flóðum í ríkinu Gujarat á Indlandi. Eru þetta einhver mestu flóð sem orðið hafa á þeim slóðum og komu í kjölfar mikilla rigninga í f jóra sólarhringa. Áttatíu þúsund manns misstu heimili sín og skemmdir á rækt- uðu landi eru gífurlegar. Búizt er við, að flóðin séu nú í rén- um, en björgunarstarf hefur gengið mjög erfiðlega. ingar .Viðræðurnar fóru fram í Karlovy Vary, sem er frægur heilsulindarstaður í Tékkósló- vakíu. Brezka útvarpið sagði í dag ,að Ulbricht mundi kanna, hvort tékkóslóvakíska stjórnin hefði áform á prjónunum, um að viðurkenna v-þýzku stjórn- ina. Fundinum lauk um kl. 9 að ís- tíma og var sagt, að sameigin- leg yfirlýsing yrði birt á morg- un, þriðjudag. Það eitt var sagt um viðræðurnar, að þær hefðu verið vinsamlegar. Fréttastofufregnum ber sam- an um, að móttökur almennings hafi einkennzt af ískaldri kurt- eisi og aðeins nokkur hundruð manns höfðu safnazt saman við komu leiðtoganna, og hrópað var „Lifi Dubcek“, en hvergi heyrðust hyllingarhróp um hinn austur-þýzka foringja. Stjórn- málafréttaritarar segja, að fund urinn hafi ekki verið haldinn í Prag, af ótta við mótmælaað- gerðir. Ulbricht er mjög illa þokkaður í Tékkóslóvakíu, enda hefur hann verið einn harðsnún- asti gagnrýnandi umbótastefnu stjórnarinnar þar. Með Ulbricht í förinni er m.a. forsætisráðherra A-Þýzkalands, Willy Stoph, ritari kommúnista- flokksins, Honecker, og ýmsir meðlimir miðstjórnar flokksins. Af hálfu Tékkóslóvaka sitja fundinn þeir Dubcek, Smrkov- sky og Cernik og nokkrir fleiri. Tilkynnt var um komu Ul- Kynþátta- óeirðir Los Angeles, 12. ágúst (AP- NTB) Á SUNNUDAG var efnt til há- tíðahalda í Watts-hverfinu í Los Angeles, til að minnast mikilla kynþáttaóeirða þar fyrir réttum tveimur árum. Fóru hátíðahöldin vel fram í fyrstu, en þegar kvöldaði hófust átök milli blökkumanna og lögreglu. Friður komst að nýju á í morgun, en þá höfðu þrír blökkumenn verið drepnir, og 35 manns höfðu særzt. I uppþotunum í Watts fyrir tveimur árum voru alls 34 drepn- ir, en hundruð særðust. Skotið á flugvélar Rauða krossins brichts, aðeins einni klukku- stund eftir að Tító, Júgóslvaíu- forseti, hélt heimleiðis frá Prag. Kom tilkynningin á óvart, þar sem áður hafði verið látið að því liggja, að frekari viðræðna kommúnistaforingja væri ekki þörf í bili. Stjómmálafréttaritarar í Kar- lovy Vary eru þeirrar skoðun- Framhald á bls. 27 35 fórust I flugslysi Oharleston, 11. ágúst (AP) TVEGGJA hreyfla skrúfuþota of gerðinri F-227 fórst í lend- ingu við Maunteintop-flugvöll- j inn hiá Charleston í Vestur- J Virginíuríki í Bandaríkjunum á I laugardag. f vélinni voru alls 37 manns og fórust 32 þeirra, en fimm var bjargað úr brakinu, og voru flestir þeirra illa slas- aðir. Af þeim, sem bjargað var, létust þrír í sjúkrahúsi á sunnu- dag. Flugvöllurinn, sem vélin átti að lenda á, er í 270 metra hæð jTir sjávarmáli, og við enda hans er um 100 metra djúp gjá, aðeins 50 metrum frá brautar- enda. Þokuslæðingur var yfir flugvellinum, og rakst flugvél- in á gjábarminn á leið til lend- ingar. Eldsneytisgeymar munu hafa rifnað, og flóði logandi steinolían yfir brakið ,sem fuðr- aði upp. Tókst slökkviliði vall- arins að slökkva eldinn eftir stundarfjórðungs viðureign. Annar farþeganna, sem eftir lifa, er Barbara Schiller, 19 ára stúlka frá Cincinnati. Segir hún svo frá: — Við fengum enga aðvörun Ekkert . . Engan grun- aði neitt. Mér fannst þetta eins og martröð, hrein martröð. Ég var ekki einu sinni að horfa út þegar þetta gerðist. Ég rotaðist, og þegar ég kom til sjálfrar min voru þeir að úða okkux með froðu. Dularfull lending MIG-17 véla I Israel Tel Aviv, Beirut, 12. ág. NTB. AP. TVÆR sýrlenzkar orustuþot- ur af sovézkri gerð, MIG 17 — lentu á ísraelskum flugvclli í morgun kl. 7,45 að staðartíma, að því er opinberlega var til- kynnt í Tel Aviv. Stjórnvöld í ísrael hafa neitað að láta upp- skátt, hvernig á lendingunni stóð og segja fréttaritarar það renna stoðum undir þær tilkynn ingar, sem sýrlenzka stjórnin hefur gefið út, um að vélarnar hafi orðið að nauðlenda vegna eldsneytisskorts, og afleitra veð- urskilyrða. Talsmaður sýrlenzka hersins hafði sagt, að vélarnar hefðu villzt af leið og neyðzt til að lenda á flugvelli í Galileu. Bag- dad útvarpið rauf fréttaút- sendingu til að ssgja frá atburð- inum. Stjórnvöld í ísrael hafa eimn- ig neitað að segja nokkuð um, hvort tengsl séu á milli lend- ingar MIG-vélanna og töku ísra- elsku vélarinnar, sem neydd var til að lenda í Alsír á dögunum og hefur verið kyrrsett þar síð- an. Stjórnmálafréttaritarar í Tel Aviv telja, að með þessu hafi fs raelar fengið ágæta aðstöðu til að semja um afhendingu El-AL vélarinnar og 12 farþega hennar, sem enu í haldi í Alsír. Útvarpið í fsrael skýrði frá því, að sýrlenzku flugmennirnir tveir væru nú í yfirheyrslu hjá Framhald á bls. 17 Hlé á matvælafiutning- um til Biafra Lagos, Addis Abeba, Kaupmanna höfn, 12. ágúst (AP-NTB). ★ Talsmaður Alþjóða Rauða- krossins skýrði frá því í Lagos í dag að stjórn Nigeríu liefði neitað að verða við ósk samtak- anna um að hætta að skjóta á Rauða-kross-flugvélar, sem flytja matvæli til Biafra. h Tilkynnt var í Stuttgart í dag að skotið hafi verið á tvær flug- vélar, sem voru á leið til Biafra i dag með matvæli og lyf, og neyddust vélarnar til að snúa við. Jafnframt var frá því skýrt að skotið hafi verið á eina af vélum Rauða-krossins á fimmtu- dag og aðra á föstudagskvöld, og var þeim báðum snúið við. ★ Fulltrúar Biafra og Nigeríu komu saman til fundar í Addis Abeba í dag undir forsæti Haile Selassie Eþiópíukeisara, og stóð fundurinn í þrjár og hálfa klukkustund. Var þetta fjórði fundur fulltrúanna á rúmri viku, og jafnframt sá lengsti. Að hon- um loknum var tilkynnt að næsti fundur yrði haldinn á morgun, þriðjudag. Ekki er vitað hvort nokkuð miðaði í samkomulagsátt á fund inum í dag, en áður en hann hófst bað talsmaður Biafra-nefnd arinnar Haile Selassie keisara að knýja stjórnina í Lagos til að hætta áð skjóta á flugvélar Framhald á bls. 17 Banvænn afli Fort Myers, Florida, 12. ágúst (AP) FIMM sjómenn létust af eitr- un er þeir voru að vinna að löndun á fiskfarmi i Fort My- ers í Florida á sunnudag. Voru mennirnir fimm ofan- þilja við lestar fiskiskipsins „Novelty“ að undirbúa lönd- un, og höfðu rétt opnað fyr- ir vatnsrennsli niður í lest- ina til að unnt yrði að dæla aflanum á land, þegar þeir skyndilega féllu hver á eftir öðrum niður í lestina. Voru þeir allir látnir, þegar björg- unarmenn búnir gasgrímum komu að. Ekki vita yfirvöldin hvað heldur valdið eitruninni, og er málið í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.