Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1968 0 Ljóðalesturs Ævars „Árnesingur" skrifar: „Kæri Velvakandi Eitt albezta efni, sem útvarpið hefir flutt okkur um langa hríð, er ljóðalestur Ævars Kvarans. Þannig vill til, að ég hefi lagt nokkra stund á athugun á upplestri ljóða í tóm- •* stundum mínum, og sit ég mig því aldrei úr færi að hlýða á, þegar ljóð eru lesin á almannafæri eða í Ríkisútvarpinu. Einnig geri ég það að gamni mínu á vetrarkveld- um að lesa kvæði upphátt. Það er mikil list að lesa kvæði, og sú list er því miður allt of fáum íslendingum gefin nú á dögum. Menn hafa glatað brag- eyranu, og fleira kemur til. Það er oftast hörmung að hlusta á Skólagengna leikara lesa kvæði í útvarpinu, þeir hafa hvorki til- finningu fyrir stuðlum, rimi né réttri hrynjandi, sem kvæðin byggjast þó á. Gæti ég nefnt ýmis hroðaleg dæmi, máli mínu til sönnunar. Ekki veit ég, hver ber ábyrgð á því, að slíkir misþyrmendur ísl- enzkra ljóða komi fram fyrir alþjóð. „Fjall- konan“ okkar seytjánda júní hefur líka oft verið mislukkuð. Nú veit ég vel, að ekki er einhlítt að lesa kvæði eingöngu eftir réttum bragreglum og hrynjandiföllinn. Innlifun og áherzla á efnivið kvæðisins verður lika að vera túlk- uð. En þetta getur allt farið saman, þegar listamaður, sem lagt hefur á sig að nema galdur íslenzkrar Ijóðlistar eða hefur bergt hana með móðurmjólkinni, les upp. 0 Lesturinn verði gefinn út á hljómplötum Þannig les Ævar Kvaran upp að mínu áliti. Honum skeikar aldrei í áherzluliðum og réttum framburði, það er eins og kvæðið yrkist ósjálfrátt upp úr honum, en samt tekst honum að gefa lestrinum hæfilegan leikarablæ, — þannig, að' hann „lifir sig inn í“ ljóðið, sem hann les. Ég skal ekki hafa þessi orð öllu lengri: Þetta er fyrirmyndarlestur í hvívetna, þjóðlegur, listrænn og fagur. En ég vil koma uppástungu á framfæri: Þannig lestur verður að geyma á hljóm- plötum. Mér finnst sjálfsagt, að kennslu- yfirvöld landsins láti sjá um upptöku á ljóðalestrinum og sendi nokkur eintök í hvert einasta skólahús landsins, þar sem nemendur fá að heyra, hvernig á að lesa íslenzk kvæði. Bókasöfn landsins ættu að vera hljóm- plötusöfn um leið, og væri prýðilegt tæki- færi að byrja með þessari plötu. Ef ríkisvaldið hirðir ekki um eða tímir ekki að gera þetta, tel ég Harald í Fálkan- um manna vísastan til þess að gefa slíka plötu út, og veit ég, að margir mundu verða til þess að gefa börnum sínum og barnabörnum Ijóðalestur Ævars Kvarans á grammófónsplötu. Vertu svo blessaður, Árnesingur". 0 Viðskiptabann „Hlutlaus" skrifar: Velvakandi: Sameinuðu þjóðirnar eru að hugsa um að setja algert viðskiptabann á Ródesíu vegna stefnu ríkisstjómarinnar þar 1 kynþátta- málum. Nú er ég enginn vinur þeirra, sem vilja misrétti kynþátta, — síður en svo. En hvers vegna er ráðizt á þetta eina land, Ródesíu? í fyrsta lagi hefur ekki heyrzt, að svertingjar í því landi kvarti mikið undan stjórnarfarinu. í öðru lagi viðgengst miklu hroðalegra kynþáttamisrétti í mörg- um ríkjum, sem fulltrúa eiga hjá Sam- einuðu þjóðunum. Nígeríumenn, sem eru að slátra íbúum í Biafra, hafa þar fulltrúa, og mun hann sjálfsagt forææma það, sem hann kallar misjöfnuð kjmflokka í öðrum ríkjum en sínu eigin. Sovétríkin eiga þrjá fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, en í landi þeirra er á skipulagsbundinn hátt unnið að því að útrýma eistnesku, lett- nesku og litháisku þjóðemi (svo sem með brottflutningi úr Eystrasaltslöndum oginn- flutningi Rússa þangað, upptöku nýs staf- rófs o.s.frv.), afmáun gyðinglegrar menn- ingar og hreinni upprætingu kynþátta í Kákasus (viðurkennt af Krúsjeffi sjálfum). Hvers vegna þetta misræmi? Hvers vegna staðbundin réttlætistilfinning? Hvers vegna tvöfalt siðgæði, eftir því hver í hlut á? Svarið er: HRÆSNI. HIutlaus“. 0 Málvillur útvarpsmanna „Ágúst" skrifar: „Herra Velvakandi: Allgóðir þykja mér þættir Tryggva Glsla- sonar í Ríkisútvarpinu um málfar og mál- villur, en oftar mætti hann víkja að vit- leysum samstarfsmanna sinna. Einn sá versti er fiskasérfræðingur útvarpsins, sem heldur víst enn, að eignarfall af orðinu „fiskur" sé fiskjar. Það er náttúru- lega „fisks“, sem þýðir einfaldlega veiði, og hélt ég að allir vissu það sem einhvem tímann þykjast hafa séð fisk. í kvöld talar sami maður um að „byggja veg“ (!) og um Lögberg, þegar verið er að ræða um Lækj- arbotna. Er ekki hægt að koma svona mönnum í íslenzkutíma útvarpsins a.m.k.? Ágúst". ____ðí _ H»AUr<;« RB RIKISINSl Ms. Baldur fer til Snæfellsness- og Breiða fjarðarhafna á miðvikudag. Vörumóttaka í dag og morg- un. Stúlka Óskum eftir að ráða stúlku vana IBM götun. Um- sóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 17. þ.m., merktar: „8422“. KITCHD & WE8TII\IGH0USE viðgerðarþjónusta. Viðgerðir og endurbætur á raflögnum. Hringið í okkur í síma 13881. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Síml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Rauðarárstíg 37 MAGIMÚSAR skipholti21 símar21190 eftir lokun simi 40331 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt Ieigugjald. Símí 14970 Eftir lokun 14976 eða 81748. Sigurð'ur Jónsson. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 82347 SÍM11-44-44 maiFim Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. KAU PMAN NASAMTÖK ÍSLANDS Ódýrt fargjald Reykjavík - Köln - London - Reykjavík Félag Ijósmyndavöruverzlana hefur í hyggju að taka „Gullfaxa“ — þotu Flugfélags íslands — á leigu í sam- bandi við hina heimsfrægu ljósmyndavörusýningu „Photoklna“, sem hefst í Köln 28. sept. nk, ef næg þátttaka fæst. Þar sem félagið mun ekki þurfa að nota öll sæti vélar- innar, er þeim, sem vildu notfæra sér óvenjulega ódýrt fargjald, gefinn kostur á að kaupa farseðla og notfæra sér ferðina, fyrir aðeins kr. 5.500.00. Farseðillinn gildir frá Reykjavík til Kölnar (beint flug) og frá London til Reykjavíkur. Þátttakendur verða sjálfir að kosta sig frá meginlandinu til London, en það kostar u.þ.b. kr. 1000.00 með járnbrautarlest. Væntanlegir þátttakendur geta látið skrá sig á eftir- töldum stöðum og verða þá að greiða um leið kr. 3.500.00: Skrifstofu Kaupmannasamtakanna, Marargötu, Verzluuinni Fókus, Lækjargötu 6 B., Filmur og vélar, Skólavörðustíg 41, Verzluninni Sportval, Laugavegi 116. Kynnið yður þetta hagstæða tækifæri. Félag Ijósmyndavöruverzlana. RAFIMAUST SF. Barónsstíg 3. Dömur nokkrir tímar lausir JÓNS ÁSGEIRSSONAR PH. TH. Bændahöllinni, sími 2-31-31 Ódýror burnobuxur Smekkbuxur, verð kr 134, flauelsbuxur, verð frá kr. 145, barnaúlpur, verð frá kr. 458, barnapeysur, verð frá kr. 155, kvenpeysur, verð frá kr. 199, kvenblússur. Sængurgjafir í úrvali. Útisett, peysa, húfa og buxur, verð kr. 415. Greiðslu- sloppar, náttkjólar og margt fleira. Bama- fatnaður í miklu úrvali. Nælonsokkar í 6 tízkulitum. Prjónagarn í fallegum litum — Póstsendum. . LLA Barónsstíg 29 - sími 12668

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.