Morgunblaðið - 20.08.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIB, WiIÐJUDAGUK 20. ÁGTJST 1968 Yfir 80 þús. sáu Land- búnaðarsýninguna Dýrin farin og verið oð taka allt niður. Þróunardeildin fœr að standa um sinn Landbúnaðarsýningunni lauk um helgina. Síðasta daginn sáu hana 17 þúsund manns og var oft þröngt á þingi. En alls sáu sýninguna 80.209 manns. Er það fleira en forráðamenn hennar höfðu þorað að vona. „Við erum bjartsýnir á að við förum sæmi- lega út úr þessu fjárhagslega", sagði Agnar Gu'ðnason, er Mbl. náði tali af honum. „Við teljum að sýningin hafi náð tilgangi sínum, en ætlazt var til þess að fólk gæti séð aðstöðu landbúnað- arins í dag og einnig að gestir hefðu ánægju af að koma á sýn: inguna. Þetta hefur tekizt ágæt- lega. Og þó bændasamtökin þurfi kannski að leggja eitthvað til, þá teljum við að því fé sé ekki illa varið.“ í gær var búið að flytja burtu öll dýrin, nema einn geithafur og hrafninn frá Hornafirði. Dýr unura varð ekki meint af dvöl- inni á sýningunni. Að vísu veikt- ist eitt hross frá Kirkjubæ í gær, en ekki svo að það væri ekki ferðafært. Engin óhöpp urðu og það eina sem týndist var tanngarður, sem einn gestur inn missti, og ekki hefur fundizt. Kenna gárungamir ferhyrnda hrútnum um að hafa etið tann- garðinn. í gær var farið að hreinsa svæðið og taka niður girðingar, en ætlunin er að skila staðnum í þokkalegu ástandi, að því er Agnar sagði. Það eina, sem fær að Standa, em sýningar deildarinnar í kjall aranum, sem verða ekki teknar niður fyrr en eftir 28. ágúst, svo að hinir fjölmörgu erlendu gestir á Nordisk byggedag, sem vetða þar á dansleik, geti fengið að skoða þetta. Þarna er þróunar- deild, hlunnindadeild og deild veiðistjóra, og sýna þær ágæt- lega þróunina í landbúnaði frá aldamótum. Agnar sagði enn- fremur, að hann sæi ekkert á móti því að hópar fólks gsetu fengið að skoða þetta meðan það stendur óhreyft, ef þeir fara fram á það. Loftmynd af Landbúnaðarsýningarsvæöinu tekin sl. laugardag. — Ljósm.: vig. Ungir sjálfstæðis- menn á Norðurlandi þinga á Siglufirði Siglufirði, 19. ágúst. SAMBAND ungra Sjálfstæðis- mana í Norðlendingafjórðungi kom saman til þinghalds hér á Siglufirði sl. þriðjudag, og hófst það kl. 2 e. h. Á þinginu mættu Veður betra á miðunum Mörg síldarskip farin heim ÁGÆTT veður var á sildarmið- unum í gærkvöldi, er Mbl. hafði -samband við síldarleitina á Dala tanga, og voru bátamir eitthvað lítilsháttar farnir að vinna. Ann- ars em margiir síldarbátanna farnir heim í bili, þar sem engin veiði hefur verið að kalla síð- ustu tvær vikurnar. Tvö síldarflutningaskip bíða á miðunum og fá lítið af síld, Haf- örninn og Nordard. Einnig er Laxá þar, en Katrína er á leið til Noregs eftir síldartunnum. um 40 kjörndr fulltrúar, víðs- vegar að úr landsfjórðungnum. Þingið getti varaformaður þess, Steingrímiur Blöndal, Siglufirði, í fjarveru formanns, Halldórs Blöndals. Þingið ræddi félagsmál, landsmál og skipulagsmál Sjálf- stæðisflokksins á breiðum grund velli. Ákveðið er að framhalds- fundur verði hhaldinn á Sauðár- króki seint í september næstkom andi og voru kjörnar millifunda- nefndir til að fjalla um einstök mál á milli funda. í ljós kom mikill áhugi og al- menn þátttaka var í umræðum og meðferð mála. Ungar stúlkur úr félagi ungra Sjálfstæðis- manna á Sauðárkróki sáu um veitingar. — Stefán. Hopson gehn góð rnð London, 19. ágúst NTB-AP Sir Donald Hopson, brezki sendiráðsfulltrúinn, sem nýlega fékk Ieyfi til að fara frá Pek- ing eftir þriggja ára taugaslít andi störf í kínverska alþýðu- iýðveldinu kom heim til Eng- lands í dag. Hann sagði í við- tali við blaðamenn á flugvellin- um, að hann væri reiðubúinn að gefa ráðuneytinu ýmis góð ráð varðandi val á manni til að senda í sinn stað til Peking. Fyr ir utan venjulega hæfileika dipl ómata skyldi sá maður vera stutt klipptur með þykka höfuðskel, stálhraustan maga og óbilandi þolinmæði.“ Hopson upplýsti að ástandið í Peking væri nú orðið sýnu skárra en var fyrir ári, þegar kínverskir ráuðliðar réðust á brezku sendiráðsbygginguna, kveiktu í henni og misþyrmdu starfsfólki sendisveitarinnar. Hann sagði, að emginn sendi- ráðsstarfsmanna hefði komizt hjá misþyrmingum en enn þann dag í dag hefði Pekingsstjórnin * ekki beðizt afsökunar á meðferð ' ' - inni á brezku diplómötunum, — ' hún hefði einungis tilkynnt, að þeir gætu sjálfum sér um kennt um það sem gerzt hafði. gWoggttnltlahlh Athugasemd um sjðnvarpsþátt Mbl. hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Haraldi J. Ham- ar: Vegna forysstugreinar í Tíman- um sl. sunnudag óskar undirrit- aður umsjónarmaður sjónvarps- þáttarins „í brennidepli“ að koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: Það var ekki viegna óska „frá hærri stöðum" að ég átti viðtal við forsætisráðherra, dr. Bjarna Benediktsson, í sjónvarpinu sl. föstudag. Það var min eigin hug mynd og samkvæmt minni ósk, að ráðherrann kom í sjónvarpið og gerði stuttlega grein fyrir vanda miálum líðandi stundar og af- stöðu sinni til beirra. Eftir því sem ég bezt veit telst það mjög eðlilegt í sjónvarps- stöðvum á Vesturlöndum, að leit að sé tiil ráðherra og annarra valdamanna og laigðar fyrir þá spurningar um ástand og horf- ur án þess að það sé ófrávíkjan- leg negla að samtímis séu kvadd- ir til þeir leiðtogar, sem líklegt sé að hafi aðrar skoðanir é lausn hinnia ýmsu vandamála. Ég veit ekki hvernig hægt væri að starfrækja lifandd frétta þjónustu ef aldrei mætti tala við neinn án þess að allir þeir, sem aðrar skoðanir hefðu fengju tækifæri til þess að segja sitt álit samtímis. Hopson á gangi í Hong Kong. r Islenzk kvik- mynd í Edinborg ÞANN 18. þessa mánaðar hófst í Edinborg hin árlega listahátíð, sú 22. í röðinni. Liður í þessum hátíðahöldum er alþjóðleg kvik- myndahátíð í ár er einkum helg- uð dokumentarmyndum og skipu leggur m.a. sérstakar dagskrár í tilefni af 70 ára afmæli Dr. John Grierson, sem er höfundur og skipuleggjandi merkilegra heim- ildarmynda, sem áttu blóma- skeið sitt á fjórða tug þessara aldar og hafa raunar haft mikil áhrif allar götur sfðan. Frá Islandi tekur þátt í þessari alþjóðlegu kvikmyndahátáð Þor- geir Þorgeirsson með kvikmynd sinni Maður og verksmiðja. Þessi mynd er 10 mínútna heimildar- mynd um síldarverksmiðju, án skýringartexta og án hljómlistar. Mynd þessi er á dagskrá sýning- arinnar mánudaginn 26. ágúst og verður þá sýnd í Cameo Cinema kl. 3 e.h. f þessu sambandi sé ég ekki að máli skipti hver forsætisráðherr ann er eða hvar í flokki hann er. Ég tel mjög eðlilegt að hann sé beðinn að gera grein fyrir á- sfeandi og horfum í sjónvarpi hve nær sem þörf krefur án þess að aðrir flokksforingjar séu kvadd- ir til samtímis. f þessu sambandi má ennfrem- ur geta þess, að umrætt sjón- varpsviðtal var sent út beint, þ. le.a.s. um leið og það fór fram. Fyrirfram vissi ég ekki hvaða svör ráðherrann gæfi við þeim spurningum, sem ég hafði undir- búið. Það varð ekki ljóst fyrr en eftir á, að viðtalið skapaði að nokkru ný viðhorf. Vitanlega bíð ur fól'k viðbragða annarra flokksforingja með eftirvænt- ingu og væri ekki óeðlilegt, að þau kæmu einnig fram í sjón- varpi. í þeim sjónvarpsþætti, sem ég , annast, hafa komið fram menn úr öllum stjómimálaflokkum að því er ég bezt veit. Annars skipta stjórnmálaskoðanir ekki máli, þegar ég leita að fóiki til þess að koma fram í sjónvarpi með mér, 'heldur — hvort það hefur eitthvað að sagja, eða hvort það er í aðstöðu til þeiss að veita meiri upplýsingar en aðrir. Hitt er svo amnað mál, að þáfeturinn „f bVennidepli" er enginn alls- herjarmælikvarði á efni sjón- varpsins. Það flytur ýmsa aðra þætti, sem veitt hafa rúm fyrir allar skoðanir, bæði stjórnmála- manna og annarra. Það er því lefcki hægt að taka eimn þátt út úr heildinni og segja, að sjónvarpið sé misnotað af því að öll sjómar- mið koma ekki fram einmitt þar, Haraldur J. Hamar Brezba sýningín opin doglegn BREZKA landkynningarsýningin að Fríkirkjuvegi, sem Burton skátadeildin koom með ,er opin daglega, alla virka daga kl. 19,30 til 22.90, á laugardögum 13—-20 og sunnudögum 10—12. Vegna prentvillu í blaðinu, þegar frá þessu var skýrt, leiðréttist sýn- ingartíminn hér með. Haukur Davíðsson hdl. Lögfræðiskrifstofa, Neðstutröð 4, Kópavogi, sími 42700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.