Morgunblaðið - 20.08.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.1968, Blaðsíða 11
MORGUNB'LAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1968 11 Sjötíu og fimm ára í dag: Margrét Jónsdóttir, skáldkona í DAG er Margrét Jónisdót'tiir, skáldkiana, sjötíu og fimm ára að aldri. Húm á sér að baki lamgam og merkan kennara- og rithöfumdaiferil, emda er húm löngu þjóðkumn, eimkum fyrir ritatörf sím í lausu mtóli oig ljóð- uim. Margrét Jónisdóttir er fædd að Árbæ í Holtum í Ranigár- vallasýslu 20. ágúst 1893. For- eldrar henmar voru Jón G. Sig- urðsson frá Skriðulandi í Skaga firði, þá sýsluskrifari hjá Páli Briem, og Stefanía Jónsdóttir, fædd og uppalin í Vopnafirði, þáverandi bústýra hjá Páli sýslu manmi. Jón varð síðar bæjarfó- fógeta skrifari í Reykjavík um nokkur ár og síðast í mörg ár bóndi að Hofgörðum á Snæfells- nesi, kunmur hagleiksmaður og hagyrðingur. Að honum stóðu góðar skagfirzkar og eyfirzkar ættir, og voru þeir þremenningar að fræmdsemi hann og dr. Vil- hjálmur Stefánsson landkönn ið ur, en þeir Jón og Stephan G. Stephansson skáld voru fjórmenm iirngar. Stefanía, móðir Margrétar, var gáfuð kona og af góðu bergi brotin. Skáldgáfa var rík í ætt- inni, því að móðir hemnar og móð ursystur voru góðir hagyrðimg- ar. Foreldrar Stefamíu bjuggu við mikla fátaekt, eins og eigi var óalgengt á þeim árum, en engu að síður komst hún í Ytri- Eyjarskóla til frú Elínar Bri- em. f sambandi við nóm Stefamíu þar, má geta þess, að Mangrét Jónsdóttir orti fagurt kvæði til frú Elínar áttræðrar (í ljóðabók inni Laufvindar blása), og þyk- ir mér líklegt, að þar kenni á- hrifa frá Stefaníu móður sfcáld- konunnar. En Margrét ólst upp með móður sinni á ýmsum bæj- um í Rangárvalla- og Árnessýsl- uim við kröpp kjör. Inman við fermingu fór hún að vinna fyrir sér, en var þó oftast samvistum við móður sína, enda var mjög ástúðlegt með þeim mæðgum. Mangrét var mjög bráðþroska, læs fjögurra ára gömul, og bók- hneigð að sama skapi. Hefir hún í prýðitegu kvæði sínu „Bækur“, er hún tileinkaði Lestrarfélagi kvenna í Reykjavík á 25 ára af- mæli þess (í bók hennar Lauf- vindar blása), lýsti því fag urlega, hvemig bækurniar opn- uðu henni þegar í bernsku nýja uindraheima, og fer, meðal ann- ans, um það þessum orðum: Man ég það enin, er ég Mjallhvít las við móðurkné á mildu kvöldi. Hló ég og gladdist og grét á víxl með fyrstu bók bernsku rninnar. Barnung fór Margrét einnig að setja saman vísur, enda var henni ljóðhneigðin í blóð borin, þar sem hagyrðingar stóðu að henni í báðar ættir, eins og fyrr getur. Hún gekk aldrei á barna- akóla, en þótt lítil efni væru fyr ir hendi, komst hún ung í Kvennaskólann í Reykjavík, og stundaði þar nání í 3. og 4. bekk skólans vetuma 1910-12. Að því námi loknu, þá 19 ára gömul, fékkst hún næstu fimm vetur við heimiliskennslu í Borgarfirði og Gullbringusýslu, ien vann á sumr in við ýmis konar störf. Móðir hennar var þá flutt til Reykja- víkur, og í nokkur ór stundaði Margrét verzlunar- og skrif- stofustörf þar. En þau störf voru henni eigi að skapi, og lék hemni hugur á að afla sér meiri menntunar. Með það fyrir augum fór hún til Dammerkuir vorið 1923 og sótti kennaranámskeið í Hindsgavl á Fjóni. Dvaldi hún árlangt erlendis og vann þar fyr ir sér, fyrst í Kaupmammahöfn mleð saumaskap, og síðam i Björg vin í Noregi, en iþar vann hún við imnanhússtörf á heimili hins þekkta málfræðings, Torleivs Harnmas yfirkennara, er á sínum tíma stundaði nám í Reykjavík, og var fslandsvinur mikili. Jafn framt notaði Margrét einmig, eft- ir föngum, ársdvölina erlendis til þess að kymmast landi og þjóð, merkisstöðum og menningarstofn- unum, og læra að tala málim. Sum arið 1924 kom hún heim aftur, settist þá um haustið í ammtam bekk Kennaraskóla fslamds, og lauk kennaraprófi vorið 1926 með ágætisteimkumn. Sama haust varð hún kennari við barnaskól ann í Reykjavík og hélt því starfi áfram lengst af við Aust- urbæjarskólanin eftir að hann tók til starfa 1930) þamgað til hún varð að hætta störfum vegna veikinda 1944. Hún var vinsæll kennari, enda lagði_ hún mikla rækt við starf sitt. Árið 1935 fór hún til Norðurlamda, kyn/nti sér starf barnaskóla bæði í Kaup- mannaihöfn og Stokkhólmi, tók þátt í kennaramámskeiði í Vad- stena í Svíþjóð, sat kennaraþing í Stokkhólmi, jafnframt því að hún ferðaðist allvíða um Sví- þjóð. Eftir að Margrét komst aft-ur til sæmilegrar h-eilsu, vann hún um 10 ára skeið (1951-1961) sem gæzlukoma á Þjóðminjiasafninu, og fór það vel úr hendi, emda miá óhætt fullyrða, að það starf hafi vierið henmi harla geðþebkt, jafn þjóðleg og hún er og þjóð- rækin í beztu merkingu orðsins, eins og mennimgarleg starfsemi henmar og ri'tstörf bera órækam vott. Einmig var hún prófdómari við Austurbæj'arskólanm þar til nú á þessu ári að hún hætti því starfi. Margrét hefir tekið drjúg- an þá'tt og farsælam í ýmsum félags- og menningarmá’lum, fyrst og fremst í starfsemi Góð- templarareglunmiar, en hún átti 50 ára afmæli sem góðtemplar é síðastliðnum vetri. í þakkar skyni fyrir ágætt starf henmar á því sviði, kaus stúka henmar, „Mímerva“, hana heiðunsfélaga 1943, einnig er húm heiðursfélagi Stórstúku íslands. Hún starfaði mikið í Lestrarfélagi kvenna í Reykjavík, meðan það var við lýði, og var kjörin heiðursfélagi þess. Sama sóma sýndi Ungmemma félag Skeiðamanma í Árnessýslu hernni nýlega í viðurkenmingar skyni fyrir störf hennar í þágu þess á fyrri árum. Eins og vænta mátti, tók Margrét einmig á kenm araárum sínum aillmikimm þátt í félagsstörfum kennara, og átti oftar en eimu sinni sæti sem full- trúi á kennaraþingi. Á seinni árum hefir hún ferð- azt talsvert sér til hressimigar, skemmtumar og fróðleiks, bæði imnan lamds og utam. Ber sér- staklega að geta þess, að sumar- ið 1958 fór hún til Svíþjóðar og tók þátt í hátiðahöldunum í Karl stad í tilefni af aldarafmæli skáldkonummar Selmu Lagerlöf, og sat jafnframt rithöfundafumd þann, er haldinm var í sambandi við afmælið. Fór vel á því, að Margrét sótti þessa afmælishá- tíð, jafn miklar mætur og hún hefir á þessari frægu skáldsyst- ur sinni, emda eru þær um margt andlega skyldar, svo sem um feg- urðarást, þjóðlegan anda, mamm- ást og heilhuga bjartsýni. Em þó að Margrét Jónsdóttiæ hafi lagt sinrn góða og þahkar- verða sberf til félags- og menm- ingarmála á ýmisum sviðum, er hún þjóðkunmust fyrir ritstörf sín, sem orðiin eru næsta mikil að vöxtum, skyildi jafnframt í minni borið, að þau hafa, fram á síðustu ár, verið unmin í tóm- stundum frá tímafrekum skyldu störfum. Hún var ritstjóri barnablaðs- ins Æskunnar í 14 ár (1928- 1942), og leyisti það starf ágæt- lega af hendi, enda lætur henmi sérstaklega vel að rita og yrkja við hæfi barna, eins og sögur hannar og ljóð, sem komu í Æsk- unni eða er að fimna í barma- bókum heninar sýná ljóslega en eftir hana hefir komið út fjöldi slíkra bóka, frumsaminma og þýddra, sögur, ljóð, ævimtýri og leikrit. Fara þar saman hugþekkt lestrarefni, skemmtileg frásögn og 'smiekkvísi í meðferð íslenzks máls. Barnabækur Margrétar hafa eimmig að verðugu orðið vin sælar, sumar þeirra verið gefnar út oftar en einu sinni. Nýjasta barnabók henmar, að því er mér er kunnugt, er Vísnabók krakk- anna (1967) , en hún va’.di efmið í hama og bjó hana til prentunar. Er það smekkleiga yalið safn kvæða og vísna við hæfi hinna ungu lesenda sem það er ætlað, prýtt ágætum teikningum eftir Halldór Pétursson. Gott er eimm ig til þess að vita, að væn.tan- legt mun á næstunmi úrva'l af smásögum Margrétar og leibritum hennar úr eldri bókum hennar og Æskunni. Margskonar lesmtól eft ir hama, svo sem sögur, ljóð og ferðaþættir, hefir komið í blöð- um og tímaritum. Ljóð og sögur eftir hana hafa verið tekin upp í lestrarbækur barnaákólamna, einkum handa yngstu aldurs- flokkum. Hún hefir ennfnemur, fyrr og síðar, flutt margs konar efni í Útvarpið, einkum í bama- tímum. Það er því ekki ofmælt, að Mamgréí Jónsdóttir hafi, innam kenmslustofunmar og utam, sér- staklega helgað börmunum starf semi sína, og verða víðtæk og heilbrigð áhrif af starfi hemnar í þeirra þágu hvorki auðveld'tega mæld né metin. Hún átti eimnig um skeið sæti í stjórmiskipaðri nefnd til undirbúnings bama- verndunarlöggjöf, og er það enm einn vottur þess, hve annt húrn hefir látið sér um velferð barna og uinglinga. Margrét Jónsdóttir skipar með sóma sess sinn í skáldahópi ís- lenzkra kvenna. Eftir hana hafa kornið út þes9ar ljóðabækur: Við fjöll og sæ (1933), Laufvindar blása (1940), Ljóð við 10 söng- lög eftir J. S. Bach (1952), Með- an dagur er (1953), Á léttum vængjum, ljóð fyrir böm og ungl inga (1960), og í vökulok (1964), úrval úr gömlum og nýjum ljóð- um skáldkonunnar, einkum tveim fyrstu ljóðabókumum, sem fyrir löngu eru ófáanlegar. Margrét yrkir í „hefðbumdnu" formi í þeim skilningi, að ljóð hennar eru stuðluð og rímuð að aldagrónum íslenzkum kvæðasið, og þar sem kvæði hemrnar eru einnig bæði ljóðræn og léttstíg, eru þau lömgum sönghæf í sama mæli, enda eru mörg þeirra í sömgvasöfnum fyrir böm, og hafa vterið notuð við söng- kennslu í barnaskólum. Samhliða ljóðrænum blæ þeirra, eru mörg kvæði Mar- grétar þrungin fegurðarást, og lýsir það sér í mörgum prýði- legum náttúrulýsingum hennar, þar sem brugðið er upp glögg- um myndum og orðhögum. Brag- fimin sameinast einnig blæfall- egu málinu á ljóðum hennar, t.d. yrkir hún heilt kvæði í hring- hend'um, og fatast ekki tökin á því listræna ljóðformi. Kvæði heinnar eru þjóðleg um efni. Hún hefir ort hugljúf sögukvæði íagrar sveitalýsingar, og innileg ættjarðarljóð, er lýsa ásit hennar á móðurmoldinni og íslenzkum menningarerfðum. Af sömu rót- um er það rumnið, að þuluhátt- urinn li.ggUT henni létt á tungu og sum fegurstu kvæði heninar eru ort undir þeim hugþekka bragarhætti. Lífsskoðun Margrétar er ljósu lítri skráð í kvæðum hennar. f þeim er tíðum undirstraamur djúpra tilfinninga, og jafnan grunnt á samúðinni með mönn- um og málleysingjum, öllum þeim, sem áveðurs standa í líf- inu. Mamndóm og andans atgervi kann hún að sama skapi vel að meta, eins og fram kemur í fögr- um og hlýjum kvæðum til ým- issa góðvina hemnar, en sjálf er hún v.m/föst mieð atfbrigðum. Djúpstæð hugsjón.a áisft og bj'argföst trú, á sigur hiins góða verma ljóð hemnar, en bjartsýni hennar á rætur sínar í einlægri og víðfbðmri guðstrú hennar. Þeim ummælum til staðfestingar má benda á hinn tilfinnigaríka „Þakkargálm" hennar (í ljóðabók- inni Meðan dagur er) og hinn fagra sálm hennar „Þótt kveðji viinur einn og einn“ (í bókinni Laufvindar blása), er að verð- leikum hefir verið tekinn upp í íslenzku Sálmabókima frá 1945. Andstreymi það og þeir erfið- leikar, sem Margrét hiefir átt við að stríða um dagana, hafa orðið henni vængir tid flugs og styrkt trúarvissu hennar, svo að hún horfir vonbjörtum augum fram til hins ókomna. Þetta jókvæða horf hennar við lífinu lýsir sér eftirminnilega í kvæðinu „Hausit“ (f bókinni í Vökulok): En nú er haust og húm á öllum leiðum, og hjarta mitt berst ótt af duldri þrá, og bliknuð laufin falla af flestum meiðum, og fölnuð hníga sumarblómin smá. En aftanroðans ey í bláa sænum, hún er þó meir en vö'kudrauma- sýn, og um það hvíslað ler í svölum blænum, að eitt sinn þangað liggi sporin min. Þannig heldur hin há'lf-áttræða skáldkona vanandi eldi anda síns og skapandi skáldgáfu, og sinnir enn ritstörfum eftir þvi sem orka og aðstæður leyfia. Fágæta ást og umönnun sýndi Margrét móður siinni, þar til hún andaðist árið 1956 í hárri elli. Fyrir níu árum (1959) giftist Margrét Magnúsi Péturssyni, er verið hafði um langt skeið virt- ur og vinsæll kenmari á Akur- eyri, gáfumaður og skáldmælifcur vel og hinn mesti mannkostamað- Um leið ag ég í nafni okhar hjónanna beggja, óska Margréti skáldkonu hjartanlega til ham- ingju á þessum merkisdegi henn ar, og þak'ka henni ljóðin fögnu og víðtæk nytsemdarsitörf henn- ar, veit ég, að fjölmargir aðrir vinir hennar taka sama huga undir þær óskir og þakkir. Sam- eiginlega er það hin einlæga ósk okkar vina hennar, austan hafs og vestan, að hún og maður hennar megi sem lengst hópinn prýða, og birta og hlýja umvefja þau um ókomna ævitíð. Richard Beck. "mjólkin bragöast mo,bezt m*NESQU/K — og þú getur búið þér til bragðgóðan og fljótlegan kakoarykk 1. Hella kaldri mjólk í stórt glas. 2. Setja 2—3 teskeiðar NESQUIK út í. 3. Hræra. Mmmmmmmmm. NESQU/K KAKÓDRYKKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.