Morgunblaðið - 20.08.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1968 Útgefandl Framkvæmdas t j óri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúl Fréttastjóri Auglýsing ast j óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. ER HÆGT AÐ EYÐA MEIRU EN AFLAST F’ngin þjóð getur eytt meiru ^ en hún aflar. Lífskjörin hljóta á hverjum tíma að mið ast við það, hvernig bjarg- ræðisvegum landsmanna vegnar. Undanfarin ár hafa verið mikil góðæri hér á landi. Framleiðslutæki þjóðarinnar hafa stöðugt orðið stórvirk- ari, verðlag hefur verið hag- stætt á útflutningsafurðum og framleiðsla aukizt frá ári til árs. í kjölfar þessara stað- reynda hafa lífskjör almenn- ings á íslandi stórbatnað á síðustu árum. Stórkostlegar framkvæmdir hafa staðið yf- ir í landinu, bæði á vegum hins opinbera og einstaklinga. Öll aðstaða fólksins í lífsbar- áttunni hefur verið að batna. Húsakynni hafa verið bætt að miklum mun, lýðhjálp og lýð tryggingar auknar stórlega og öll aðstaða almennings í lífsbaráttunni stórbatnað. En á árinu 1967 verða þátta skil. Þá tekur afurðaverð að lækka verulega og stórlega dregur úr síldarafla. Þessir erfiðleikar halda áfram að aukast á yfirstandandi ári, með þeim afleiðingum að á s.l. vetri varð vart nokkurs atvinnuleysis, og í sumar hef- ur atvinna verið miklu minni en undanfarin ár. Allt eru þetta staðreyndir, sem allur almenningur á ís- landi þekkir af eigin raun. Segja má að þetta sé ekki ný saga. í íslenzku atvinnulífi hafa jafnan skipzt á skin og skuggar. Sjávarafli er svipull og grasspretta misjöfn. En á þessu tvennu hefur afkoma íslenzku þjóðarinnar fyrst og fremst oltið á liðnum tíma. íslendingar verða nú, eins og oft áður, að gera sér ljóst, að þeir verða að miða eyðslu sína og lífskjör við afkomu bjargræðisvega sinna. Þeir geta ekki eytt meiru en þeir afla. Það er þýðingarlaust að ætla sér að krefja atvinnu- vegina og framleiðslutækin um meira en þau geta risið undir að greiða. Sú stað- reynd er svo auðskilin, að hún þarfnast ekki langra útskýr- inga. Ekkert einstakt heim- ili getur veitt sér meira en aflafé fjölskyldumeðlimanna getur risið undir. Nákvæm- lega hið sama gildir um þjóð- arheildina. Því verður ekki að óreyndu trúað, að íslenzkt fólk bresti þroska og ábyrgðartilfinn- ingu til þess að mæta erfið- leikunum á sama hátt og gert hefur verið á liðnum tíma. Stjórnarandstaðan heldur því að vísu fram, að erfiðleikarn- ir séu fyrst og fremst að kenna rangri stjórnarstefnu. En allur almenningur veit að það er fjarstæða. Það var ein mitt í skjóli jákvæðrar stjórn arstefnu, sem atvinnuvegirn- ir hafa stórbætt framleiðslu- tæki sín á undanförnum árum. Það var einnig í skjóli hyggilegrar stjórnar- stefnu, sem þjóðin eignaðist gilda gjaldeyrissjóði, sem sl. 2 ár hafa komið í veg fyrir að til vandræða kæmi, þegar gjaldeyristekjurnar minnk- uðu og erfiðleikar steðjuðu að. Nú skiptir þess vegna meg- inmáli að skynsamlega verði á málunum tekið. íslenzka þjóðin hefur undanfarin ár lifað við mesta góðæri, sem yfir hana hafa komið. Það væri hörmulegt ef hana brysti þroska og manndóm til þess að mæta stundarerf- iðleikum. Hún hefur nú betri aðstöðu til að sigrast á þeim heldur en nokkru sinni fyrr. Hún á betri framleiðslutæki en nokkru sinni fyrr, hún býr í betri húsakynnum en nokkru sinni fyrr, hún býr almennt við betri efnahag en nokkru sinni fyrr. Þegar á allt þetta er litið ættu íslendingar að geta horft bjartsýnir til framtíðar- innar, ef þeir aðeins sameina krafta sína um það að sigr- ast á stundarerfiðleikum, sem spretta af árferði til lands og sjávar. SJÓNVARP OG STJÓRNMÁL Dlöð Framsóknarflokksins ** og kommúnista eru mjög miður sín vegna sjónvarps- þáttarins, í brennidepli, á föstudaginn, þar sem rætt var við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um ástand og horfur í þjóðmálum yfir- leitt og efnahagsmálum sér- staklega. Er einna helzt að skilja á þessum blöðum, að sjónvarpið megi ekki hafa viðtal við forsætisráðherra, nema forustumenn allra hinna flokkanna fái einnig að leggja þar orð í belg. Óhætt er að fullyrða, að sjónvarpið hefur markað mjög frjálslega stefnu í frétta flutningi af stjórnmálum inn anlands. Það hefur birt við- töl í ýmsu formi við forustu- menn stjórnmálaflokkanna og stjórnmálamenn og þegar á allt er litið mun erfitt að halda því fram, að þar hafi einum flokki eða einum VERJENDUR TRÖARINNAR Thomas von Kempen: De Imi- attione Christi — Nachfolge Christi und vier andere Schrift- en. Lateinisch und deutsch. Kös- el-Verlag 1966. DM 28. — Augustine of Hippo. A Bio- graphy. Peter Brown. Faber & Faber 1967. 70/— John Henry Newman. Charles Stephen Dessain. Nelson 1966. 30/—. Kempen er smábær skammt frá Köln, og við þann stað er Thomas kenndur. Hann fæddist 1379 eða ári síðar og lézt 1471. Rit Thomasar, einkum „Breytni eftir Kristi" er skrifað í anda „devotio moderne“ og höfuðrit þeirrar hreyfingar. Sú hreyfing átti uppruna sinn á Niðurlönd- um og barst þaðan til Þýzka- lands, Frakklands og ftalíu, seint á 14. öld. Hreyfingin stefr.di að innilegra trúarlífi og íhugun um pínu Krists og endurlausnarverk hans. Þessi stefna var tengd þeim siðbótaráhuga innan kirkj- unnar, sem uppi var um þetta leyti og varð kveikjan að auknu og innilegra trúarlífi meðal leik- manna. Á 10. öld og á 12. öld vakna siðbótarhreyfingar innan kirkjunnar, sumar þeirra tengj- ast kirkjunni, aðrar neita yfirráð um hennar og fylgismenn þeirra eru ofsóttir sem villutrúarmenn. Trúaráhugi verður almennari á 15. öld en áður hafði tíðkazt og tók hann oft á sig undarlegar myndir meðal fjöldans. Niðurlæg ing kirkjunnar, kirkjusundrung- in og ýmsar efnahagslegar breyt- ingar, sem losuðu um miðalda- þjóðfélagið, vöktu efasemdir um réttmæti kenninga kirkjunnar og urðu allar þessar hræringar til þess að móta nýjar stefnur innan kirkjunnar og erja jarðveginn fyrir nýbreytni utan hennar. „Breytni eftir Kristi" var og er eitt vinsælasta og mest lesna trúarrit meðal kaþólskra manna. Á 15. öld vita menn um 700 hand- rit og alls hefur ritið verið gefið út í um fjögur þúsund útgáfum á ýmsum málum. Bókin var ætl- uð sem leiðbeiningarrit í kristi- legri íhugun og einnig sem hugg- unarrit. Höfundur setti bók sína saman á árunum 1414-1425. Hann gjörðist ungur múnkur og var klaustramaður allt sitt líf. Hann var talinn hafa verið mjög eftirsóttur sem skriítafaðir og leiðbeinandi. Hann vann löngum að skriftum, setti saman íhugan- ir og afritaði bækur. Skrif hans eru öll mettuð guðræknisanda, uppbyggilegar hugvekjur. Merk- asta rit höfundar er „Breytni eft- ir Kristi" og er það sett saman á latínu sem önnur rit hans. Rit þetta skiptist í fjórar bækur. ís- lenzk þýðing þessa rits og útgáfa var hafin 1955. Útgáfa Kösel-forlagsins er prentuð bæði á latínu og þýzku og hefur Friedrich Eichler þýtt ritið eftir handriti frá Brússel, séð um útgáfuna og ritað inn- gang, auk þess sem hann hefur þýtt fjögur smárit Thomasar eft- ir handriti og eru gefin út hér með þessu höfuðriti hans. Útgáf- an er vönduð og allur frágangur mjög smekklegur. Játningar heilags Ágústínusar eru taldar til höfuðverka heims- bókmenntanna (ísl. þýðing: Ág- ústínus — Játningar. Þýðing úr frummálinu ásamt inngangi og skýringum eftir Sigurbjörn Ein- arsson. Menningarsjóður 1962). Þar er að leita aðalheimilda að lífi Ágústínusar og hefur höfund- ur þessa rits notað þær sem slík- ar og einnig aðrar heimildir. Heilagur Ágústínus lifði hnign- unartíma hins gamla heims, hug- myndir og lífsskoðanir fy-rri alda voru gengnar sér til húðar, gróf- asta efnishyggja var komin í stað hinna fornu dyggða og senn leið að því að höfuðborg heimsins yrði tekin af villtum siðlitlum ribbaldalýð. Nú á dögum telja menn, að hrun rómverska heimsveldisins hafi verið yfirvofandi frá því á 3ju öld, þá hafi tekið að gæta þeirra bresta, sem klufu það og sundruðu, en þeirrar tíðar menn voru um of bundnir sínum tím- um til þess að álita lokadægrið á næsta leiti. Fall Rómar olli því hinni mestu skelfinu. Það var því líkast sem villiroenn hertækju Lundúni og París nú á dögum. Róm táknaði þá hinn siðaða heim, þótt að borgin gegndi ekki þá því hlutverki, sem hún hafði gegnt fyrrum, þá var hún tákn Rómaveldis. Hieronymus skrifaði, þegar hann frétti fall Róroar: Ef Róma- borg er hertekin, hvar er þá að finna öryggi? Ágústínus er sá samtíðarmanna, sem fall Rómar verkaði hvað sterkast á strax, hann talar um þennan atburð í ræðum og bréfum sínum og hann varð honum kveikjan að öðru höfuðriti hans „De Civitate Dei“. Þar andmælir hann ákaft þeirri skoðun, að fall borgarinn- ar sé að kenna banninu við dýrk un hinna fornu guða. Afstaða Ágústínusar var kristnin og einn- ig blandin öðrum kenndum. Honum virtist sem sá gamal- kunni rómverski heimur væri ekki jafn örugg wstarvera og áður, en þó virðist hann álíta, að Rómaveldi muni standa, þrátt fyrir töku Rómar. Höfundur þessarar ævisögu tengir Ágúst- ínus nánari böndum við samtíð sína og einkum verða þessi tengsl Ijós í fyrsta hluta ritsins, þar sem segir frá æsku Ágústínusar og svo síðar í ritinu, þar sem rak- in eru viðbrögð hans við töku Rómar og afstaða hans í barátt- unni gegn Vandölum síðar. Höf- undur skrifar sögu Ágústínusar af meiri víðfeðmi en flestir hafa hingað til gjört, hann bindur sig ekki eingöngu við kristilegar forsendur, og ævihlaup hins helga manns færist nær okkur í tíma og rúmi, vegna þess að at- burðir og viðbrögð manna við þeim á 4. og 5. öld eru ekki ósvip uð þeim á 20. öld. Höfundur dreg ur upp ágæta aldarfarslýsingu og hún verður bakgrunnur per- sónunnar, sem hann lýsir. Breyt- ingarnar voru örar og róttækar, þær höfðu allar sín áhrif á Ág- ústínus og hann hafði sjálfur rót- tæk áhrif á hugsunarhátt sam- tíðarmanna sinna. Heimildir höfundar eru eins og áður segir rit Ágústínusar og hann notar þessar heimildir á þann hátt, að mynd hans af honum verður okk ur'tímatengd. Ágústínus var síð- asti Rómverjinn og fyrsti nútíma maðurinn, í ritum hans er að finna margt það, sem nútíma- maðurinn glímir við. Hugmynd- ir hans mótuðu þróun kristninn- ar og móta ennþá og sálrænt innsæi hans er einsdæmi í ritum samtímans og nútímans. Höfund- ur hefur skýrt og skerpt mynd þessa ágæta kirkjuföður og þess tíma, sem hann lifðL Rit kirkjufeðranna, Ágústínus- ar og annarra eru nútíma kirkj- unni stöðug og frjóvgandi upp- spretta. Lengi vel voru rit þeirra litin hornauga, einkum af þeim, sem kenndu sig við það sem var nefnt „frjálslyndi" og „nýguð- fræði“, sem var reyndar oft erf- itt að henda reiður á hvað merkti. Sá maður, sem vakti hvað mest- ar deilur um trúmál á Englandi á 19. öld og stóð að endurmati á kirkjulegum kenningum leitaði kenningum sínum stuðnings í biblíu og ritum kirkjufeðranna og þær athuganir hans birtu hon um hve enska biskupakirkjan var nátengd þeirri rómversk kaþólsku. Höfundur þessarar bókar hefur varið lífi sínu til rannsókna á ritum Newmans og staðið að útgáfu bréfa hans og dagbóka, auk þess sem hann hef- ur skrifað fjölda greina um hann í tímarit. Áhrif Newmans hefur gætt mjög upp á síðkastið og kom þetta berlega í ljós á síðasta kirkjuþingi í Vatíkaninu. Starf hans innan rómversk kaþólsku kirkjunnar var ekki alltaf litið með velþóknun af stjórnendum Framhald á bls. II manni verið mismunað um- fram aðra. Að þessu sinni var rætt við forsætisráðherra um málefni, sem mjög hafa verið rædd meðal almennings und- anfarnar vikur. Sl. haust birti sjónvarpið viðtal við Eystein Jónsson um hringveg um landið og samkvæmt kenningum Framsóknar- blaðsins nú, hefði þá væntan lega átt að birta viðtöl við þingmenn Austurlandskjör- þingmenn úr öllum flokkum. Aðalatriðið er, að starfsmenn sjónvarpsins hafa reynzt þeim vanda vaxnir að flytja fregnir af stjórnmálaviðburð- um innanlands án þess að með sanngirni sé hægt að saka þá um að draga taum eins umfram annan. Og er þess að vænta að áskorun Framsóknarblaðsins um að fulltrúar stjórnmálaflokk- anna hafi frekari afskipti af störfum sjónvarpsins verði ekki sinnt. Á hinn bóginn gegnir það nokkurri furðu að blöð stjómarandstöðuflokk anna ræða ekki efnislega um viðtalið við forsætisráðherra og má þó búazt við, að al- menningi leiki nokkur hugur á að vita um viðbrögð stjórn- arandstöðunnar við óskum forsætisráðherra um samráð allra flokka um lausn þess vanda, sem við blasir. í skrifum kommúnistablaðs ins um þetta mál er vikið að útvarpinu, og segir þar: „ . . . starfsmenn hljóðvarpsins hafa orðið sjálfstæðari og metnaðarfyllri í störfum sín- um, en einmitt slík viðhorf eru forsenda þess, að skoðana frelsi móti starfíjmina“. Þessi orð eru rituð af manni, sem hefur gert það að lífsstarfi sínu að verja þjóðskipulag sem bannar frjálsa skoðana- myndun og sjálfstæði blaða og annarra fjölmiðlunar- tækja. Þau hljót^ því að valda starfsmönnum útvarpsins nokkrum áhyggjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.