Morgunblaðið - 20.08.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1968
Jónas Sigurðsson, skólasijóri:
Atvinnuréttindi skipstjórnar-
manna á íslenzkum skipum
JÓN EIRtFKSSON, skipstjóri,
skrifar langa grein í Morgun-
blaðið 9. og 13. ágúst s.l., þar
sem hann veitist all harkalega
gegn hinum nýju lögum um at-
vinnuréttindi skipstjórnarmanna
á ísl. skipum. Telur Jón, að þær
breytingar, sem gerðar voru frá
hinum eldri lögum séu allar nei
kvæðar og skaðlegar fyrir skip-
stjórnarmenn og siglingar fs-
lendinga yfirleitt, og að þær
skapi meiri hættur og vinni gegn
auknu öryggi skipa og manns-
lífa á ha.finu. Hér er uim þung-
ar ásakanir að ræða, og þar sem
ég var einn þeirra, sem á sínum
tíma voru skipaðir í nefnd til að
endurskoða lögin um atvinnu
við siglingar á ísl. skipum, get
ég ekki látið hjá líða að gera
fyrir mitt leyti nokkrar athuga-
semdir við þessi skrif.
Ég ræði hér aðeins um lögin
eins og þau voru samþykkt á Al-
þingi, en ekki frumvarpið í sinni
upprunalegu mynd, sem ég tel
gagnslaust og aðeins til mála-
lenginga nú tæpum þrem árum
eftir að frumvarpið var samið.
Þær breytingar, sem gerðar
voru á frumvarpinu, áður en það
hlaut staðfestingu, voru þó litl-
ar, en að mínu áliti til bóta, að
undanskildu lengingu hinna
tímabundnu réttinda til þeirra,
sem lokið hafa prófi upp úr 2.
bekk fartmainnadeildair, úr 6 mán.
í 18 mán. Ég var fremur mót-
fallinn þeirri lengingu, þar sem
ég taldi það geta stuðlað að því
að rjúfa eðlilegt framhald á námi
í 3. bekk farmannadeildar.
Jón fær ekki skilið tilgang-
inn með því að veita tímabund-
in undirstýrimannsréttindi á
verzlunar- eða varðskipi. Ég get
frætt hann á því, að þetta á-
kvæði var sett í frumvarpið
vegna tilfinnanlegs skorts á
réttindamönnum til þess að leysa
yfirmenn á verzlunar- og varð-
skipum af í fríum. Var námsefni
2. bekkjar farmannadeildar
breytt nokkuð frá því sem var
til þess að gera þá, er lykju
prófi upp úr þeim bekk, hæfari
að dómi kennaranna til að gegna
undirstýrimannsstöðu á tímabil-
inu milli 2. og 3. bekkjar. Hins-
vegar var aldrei ætlunin að
stuðla að því, að ungir menn
hættu námi í 2. bekk og létu sér
nægja þau réttindi, og því var
þetta ákvæði upphaflega aðeins
bundið við frítímann milli
bekkja.
Þær breytingar frá eldri lög-
um, sem Jón Eiríksson telur sér
staklega hættulegar, eru, að sigl
ingatími til þess að ná stýri-
mannsréttindum er styttur úr 36
mán. í 30 mán. fyrir fiskimenn
og úr 48 mán. í 36 mán. fyrir
farmenn. Ennfremur, að siglinga
tími er nú reiknaður frá 15 ára
a'dri í stað 16 ára áður.
Eftir lýsingu Jóns gætu menn
haldið. að hér væri verið að
bjóða hættunni heim með því
að fela reynslulausum ungmenn-
um yfirmannsstörf á skipum. Ég
vil því benda á eftirfarandi,
sem ég tel að réttlæti fyllilega
þá styttingu siglingatímans, er
hér um ræðir.
Þegar frumvarpið um atvinnu
réttindi skipstjórnarmanna var
samið, hafði verið gert ráð fyrir
með nýjum lögurn og reglugerð-
um fyrir stýrimannaskólann í
Reykjavík að lengja námstíma 1.
bekkjar fiskimannadeildar úr 4
mán. í 6 mán. og auka kennslu-
stundafjölda í bóklegum grein-
um um 7 st. á viku. Þessar
breytingar komu til fram-
kvæmda haustið 1966. Áður
hafði námstími 1. bekkjar far-
mannadeildar verið lengdur á
sama hátt. Jafnframt var náms-
efni 1. bekkjar aukið verulega
sérstaklega í siglingafræði, sigl-
ingareglum og sjómennsku. Fyr-
ir breytinguna var aðeins tekið
próf í stærðfræði, íslenzku,
ensku og dönsku upp úr 1. bekk,
en eftir hana er prófað í öllum
námsgreinum bekkjarins, og þeir
sem standast það próf hljóta
stýrimannsréttindi á skipum allt
að 120 rúml. í innanlandssigling-
um. Fyrir þessa breytingu var
mjög algengt, að nemendur, sem
göfðu einhverja undirbúnings
menntun svo sem gagnfræðapróf
eða annan undirbúninig, tækju
próf upp í 2. bekk, þar sem að-
eins þurfti að standast próf í
stærðfræði, íslenzku, ensku og
dönsku, eins og fyrr segir. Náms
tími þeirra við Stýrimannaskól-
ann varð því aðeins 1 vetur fyrir
fiskimannapróf og tveir vetur
fyrir farmannapróf. Nú er ekki
lengur hægt að stytta námstím-
ann við skólann á þennan hátt.
Hjá mörgum lengist hann því
raunverulega um 6 mánuði.
Með þessu móti verður saman-
lagður náms- og starfstími fyrir
full stýrimannsréttiridi á fiski-
skipum mdamst 43 ¥2 mán. og
minnst 55 V2 mán. fyria- stýri-
mannsréttindi á verzlunar- og
varðskipum. Til þess að hljóta
svo skipstjóraréttindi bætast við
18 mán. stýrimannstími fyrir
fiskimenn og 36 mán. stýrimanna-
tími fyrir farmenn. Þetta er það
reynslruleysi, sem Jón hneykslast
svo mjög á í grein sinni.
Til samanburðar vil ég geta
þess að í Noregi er krafizt 36
mán. siglingatíma fyrir stýri-
mannsréttindi og 36 mán. stýri-
mannstíma fyrir skipstjóra-
réttindi á verzlunarskipi af
hvaða stærð sem er, eða ná-
kvæmlega jafnlangs tíma og hér
er krafizt.
Jón kveðst ekkert hafa við
það að athuga, að 15 ára ungl-
ingar fari á sjóinn, en telur ekki
rétt, að siglingatími þeirra sé
reiknaður frá þeim aldursmörk-
um. Ef 15 ára unglingur gegn-
ir hásetastarfi, fæ ég ekki séð
hvers vegna megi ekki reikna
honum þann siglingatíma. Að
minnsta kosti telja Norðmenin sig
geta það, en hjá þeim er sigl-
ingatíminn talinn frá 15 ára
aldri.
Til stuðnings gagnrýni sinni
vitnar Jón í ummæli úr sjóferða-
skýrslu sænsku siglingastofnun-
arinnar (sjöfartsstyrelsen) fyrir
árið 1962. Leyfi ég mér að taka
ummælin hér upp orðrétt í laus-
legri þýðingu hans.
Helsta orsök sjóslysa er
reynsluskortur ungra skipstjórn
armanna. Margir hinir yngstu
stýrimenn hafa mjög litla
reynzlu til sjós og eina reynzlan
af sjómannslífi eru nokkrir mán-
uðir sem nemar. Þeir hafa ein-
hverskonar stýrimannspróf af
lágri gráðu og hafa svo fengið
Undanþágu vegna skorts á stýri
mönnum (leturbr. mín).
Ég vil nú spyrja Jón einnar
Framhald ábls. 13
Laxá í Aðaldal
Til sölu eru 3 veiðileyfi í Laxá í Aðaldal frá 25.—30.
ágúst. Veiðileyfin eru á svæði Laxárfélagsins.
Nánari upplýsingar
PAN AMERICAN-UMBOÐIÐ,
Hafnarstræti 19, sími 10275.
Skrifstofu, vöruafgreiðslu og verksmiðju vorri verður
lokað
fyrir hádegi vegna jarðarfarar frú Guðrúnar Havstein.
SMJÖRLÍKISGERÐIN LJÓMI H.F.,
SMJÖRLÍKI H.F.
* Þverholti 19.
Hið
nýjasta
í snyrtivörum alltaff ffrá
PIERRE R0BERT
Insticut dc Beauré Píeire Robei t,J6, Rue duI**«b<)urgSaint Honoré,Paris.
LdB nœringarmjólk
LdB krem
LdB Bronze
>f NÝTT LdB sun and body oil
STEINPÚÐUR OG LAUST PÚÐUR:
Ekkert púður er betra fyrir húð
yðar en DREAM MAKE:
13. Tender Tone
14. Soft Sable
15. Donna Sol
17. Raivemna
18. Pale Beige
19. Beach Brown
20. Deep Tain
21. Sun Beiige
NEW SKIN VÖRURNAR:
New Skin Nigth Cream
— — Day Cleams
— — Day Cream
— — Deep Cleans
— — Cardioai Tonic
— — Astringent Tonic
— — Calme Tonic
Hinir dásamlegu
AUGNSKUGGAR:
8. Opal
9. Polaar
10. Light Brown
11. Carraira (hvítur
13. Goid
16. Argent Grey
* Nýtt fyrir karlmenn:
SPRA Y-DEODORANT
HAIR CREAM
SHAVING
LATHER
AFTER SHAVE
HAIR LOTION
COLOGNE
FOR MEN
OCULUS mu
Austurstræti 7 Austurstræti 17
Keflavík
Snyrtivöruverzlunin
EVA HOLTSAPÓTEK
Langholtsvegi 84
>f NÝTT 9-V-A hárlakk
LUXOS og ROSA
HMLEITISAPÖTEK
Háaleitisbraut 68.
MEST SELDU VARALITIRNIR Á ÍSLANDI:
1. Siíliver Rose
2. Pearly Lilac
3. Pearly Blosom
4. Peaxly Orange
5. Pearly Brandy
NYTT
6. Bonniie Red
96. Right Red
97. Oriental Pinik
91. Lucky Times
93. Rose Bud
94. Rose Rose
95. Rose Pearl
67. Pink Peairl
56. Coral Pearl
FLJÓTANDI EYELINER og nýr CAKE EYELINER.
HIÐ BEZTA FYRIR HÁR YÐAR:
Silk Hair Shampoo
Silk Haiir Set Lotion
Silk Hak Balsam
Sillk Hair Color Set (Silver)
>f Jane Hellen snyrtivörur
fyrir unga sem aldn-a
VARALITIR:
59. Carnaby
60 White Peaii
61. Come on boys
62. Sunny and Sheer
63. Fifty-Fifty
64. Chelsea Rose
65. Twiggy Brown
66. Go-on Honey
67. Top Zoom
68. Last Chaince
* NYTT:
69. Kiss Me Clyde
SHA*MPOO BLONDERING
BLOND TONE
LONDON SET
LONDON GEL HAIR SET
HAIR BALSAM
COMPACT STEINPÚÐUR
YOUNG SKIN CREAM
MAKE UP CREAM
JUST FOR FUN
SPRAY DEODORANT