Morgunblaðið - 20.08.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, Þ-RIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1968 Jennifer Ames: hún fengi þess nú einhverjar bætur — Við ætlum að gifta okkur undir eins og við komum aftur til Englands, hélt Betty áfram — Við getum ekki beðið með það Líklega held ég áfram starfi mínu Þá hef ég eitthvað fyrir stafni Ken verður svo mikið að heiman — Þykir þér það ekki verra? Betty reyndi að brosa — Jú vitanlega þykir mér það, en ég elska Ken ofmikið til þess að láta það á mig fá Og sv verða alltaf nýir hveitibrauðsdagar þeg ar hann kemur heim Við fáum aldrei tíma til að verða leið, hvort á öðru Hún hló aftur, en þegar hún leit á Pam, spurði hún snöggt: — En hvað ert þú að gera hérna niðri, Pam? Hversvegna ertu ekki uppi að dansa við hann Jeff? — Af þeirri einföldu ástæðu, að Jeff dansar ekki í kvöld sagði Pam — Hann er niðri hjá henni Phyllis Bevan — Niðri hjá henni Phyllis Be- van? stamaði Betty — Og ég eem hélt, að hann væri á dans- leiknum með þér Til hvers vor- um við að þræla við þennan bún ing allan daginn, ef þú ert ekki að dansa við hann? — Eg ætlaði líka með honum, en hún taldi honum trú um, að hún gæti ekki þolað að vera ein — O, bölvuð ekkisens tæfan! æpti Betty reiðilega — Þetta er reyndar ekki verra fjandsem isbragð en búast hefði mátt við af henni. Hversvegna gerirðu ekki eitthvað í þessu? Pam yppti öxlum. — Ef honum þætti nógu vænt um mig, þyrfti ég ekki að gera neitt. Hún reyndi að tala hörkulega, en röddin skalf. — O, vitleýsa! sagði Betty. — Jeff þykir víst vænt um þig. Ég hef séð, hvernig hann hefur horft á þig. Og þú hiefðir átt að heyra hvernig hann talaði um þig við mig um daginn. Ég held á reiðanlega, að hann sé ástfang- inn af þér. En hún hefur náð kverkataki á öllum tilfinningum hans, og ef mér leyfist að segja það, þá er hún lagnari við karl- menn en þú ert. Það er hennar starfsgrein. Konur á borð við hana, eyða allri ævinni í að sjá gegnum þá. Þú ert of hreinskil- in og blátt áfram, og þar hefur hún betri aðstöðu. Og auk þess er auðveldara að leika leikinn slynglega, ef hjartað er ekki með í leik. Nei, Pam, ef þú ert raun- verulega ástfangin af honum, kemur til þinna kasta að hafast eitthvað að. ' — En hvað get ég gert? spurði Pam í örvæntingu sinni. — Við komum til Rio á morgun. Svo fer skip til Englands, strax næsta dag. Og með því verð ég að fara. Ég hef ekki einusinni nóga peninga til að búa í gisti- húsi, jafnvel þó ég vildi. — Já, þessir peningar, sagði Betty niðurdregin. — Það er nú allt meinið. Ef þú bara þekktir einhvern í Rio, sem vildi bjóða þér að vera. — En það geri ég bara ekki. Nei, það er ekki annað fyrir, en að ég verð að fara með fyrstu skipsferð til Englands. Allsnemma næsta morgun sigldu þau inn í hina giæsilegu 32 ---^----- i höfn í Rio de Janeiro. Pam hafði verið á fótum síðan í dögun. All- ir höfðu sagt henni, að þessi inn sigling í höfnina í Rio mætti ekki fara framhjá henni. Og hún var fegin að hafa farið eftir Þessu. Fegurðin, sem þarna blasti við, var alveg dásamleg. Og fjöllin virtust vera purpura- rauð og gyllt. — Þetta er sannarlega ný Paradís, hugsaði hún. Hún hafði aldrei séð neitt jafniglæsilegt á ævinni. Það var svo fallegt, að einmanakenndin greip hana aft- ur. Það er stundum sárt að horfa á of mikla fegurð, fyrir þann, sem er einmana. Kunningjar farþeganna komu nú streymandi um borð, til þess að taka á móti þeim. Pam var niðurdregin og fann til dálítill- ar öfundar. Ef einhver kemur að taka móti manni, þýðir það sama sem, að einhver kærir sig um mann. Hún gekk niður í káetuna, til þess að ljúka við að taka saman dót sitt. En hún hafði ekki verið þar lengi, þegar barið var að dyrum. — Kom inn, sagði hún án þess að líta við. Hún bjóst við, að þetta væri þjónninn, til að taka farangur hennar. — Ert þú Pamela Harding? spurði viðkunnanleg kvenrödd að baki henni. Hún hrökk við, og sneri sér snöggt við. — Já, það er ég, sagði hún. Hún sá þarna laglega, há- vaxna stúlku eitthvað rúmlega tvítuga, á að gizka. Hún var með töfrandi bros, sam var ofurlítið hikandi, jafnvel feimnislegt, nú er þær hittust í fyrsta sinn. FANNHVÍTT FRÁ FÖNN NESCAFÉ er stórkostlegt - kvölds og morgna, - og hvenær dags sem er, Það er hressandi að byrja daginn með því að fá sér bolla af ilmandi Nes- café, og þegar hlé verður 1 önnum dagsins er Nescafé auðvelt, þægilegt og fljótlegt 1 notkun, og bragðið er dásamlegt. Nescafé er einungis framleitt úr völdum kaffibaunum - ioo°/o hreint kaffi. Hvenær sem er, og hvar sem er, þá er Nescafé hið fullkomna kaffi. Nescafé Sendið okkur stykkjaþvottinn í dagsins önn, því sú saga er sönn, að allt fer far.nhvítt frá I'ÖNN. SÆKJUM — SENDUM. Langholtsvegi 113. — Sími 8-22-20. Jeane Dixon 20. ÁGÚST. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þér verður heirrili þitt mikilvægast í dag. Hagræddu ýmsu heima fyrir, sem bezt þú mátt. Nautið 20. apríl — 20. maí. í dag er gott að ráðast á garðinn þar, sem hann er hæstur, og koma ýmsum einkamálum í lag. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Ef þú reynir, er líklegt, að þér hagnist vel. Skipuleggðu ekki of þétt, það, sem þú ert að gera, því að ekki er ólíklegt, að kallað verði á þig til ráðgjafar vini, ekki langt í burtu. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Þetta er ágætur dagur til að losna við óþægilegar byrðar, ó- þarfar eigur, gamlan fatnað, og þess háttar. Ef þú gefur eitthvað öðrum mun þér verða launað það seinna. Ljónið 23. júlí — 22 ágúst. Þú skalt ekki búast við beinum árangri í dag. Gefðu þér tíma til að athuga smámunina, og gerðu ráð fyrir að þurfa að vinna fram eftir. Vertu þolinmóður. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Gamlir vinir kcma á sjónarsviðið og segja meiningu sína. ýmislegt, er varðar öryggi þitt virðist vera á sínum stað. Bjóddu vinum þínum heim í kvöld. Vogin 23. sept. — 22. okt. Þú heldur áfram að vinna að trúnaðarstörfum i dag, og allt fer vel, ef þú gerizt dálítið ýtinn. Taktu þér stuttar hvíldir, til að yfirvega málefnin. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Viðurkenndu alla þá greiðvikni, sem þér hefur verið sýnd, og grannskoðaðu umhverfi þitt, þú kannt að verða margs visari. Bogmaöurinn 22. r.óv. — 21. des. Hresstu upp á málefni, sem hafa orðið fyrir einhverjum truflun um og gerðu þetta með elju og atorku. Haltu áfram að kynna þér málin áfram, sem þú ert byrjaður á. Steingeitin 22. des. —19. jan. Allt 1 einu virðist rómantíkin vera á næstu grösum. Fólk, sem lengi hefur verið gift, á eftir að upplifa eitthvað skemmtllegt með nýjum keim, unga fólkið bíður með eftirvæntingu tilbreyt- ingarinnar. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Þú verður sennilega að deila með öðrum, því, sem þér kann að áskotnast umfram venju. Búztu við meiri meðvindi. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Haltu áfram og vertu iðinn, meðan áhuginn endist. Gerðu þér grein fyrir því, hvort þú ert að vaða villur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.