Morgunblaðið - 20.08.1968, Síða 15

Morgunblaðið - 20.08.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1968 15 Pétur Ottesen segir ffrá Grænlandsför í Garðabyggð ANNAN daginn sem vér vorum um kyrrt í Grænlandi hafði veðrinu slotað. Nokkur blástur var þó enn úr fjallaskörðum og á Eiríksfirði, en veðrið fór batn andi er á dagin.n leið. Ferðinni var þennan dag heitið að Görð- um sem eru í all mikilli fjar- lægð við flugvöllinn. Annars vegar við flugvöllinn hefir á stríðsárunum verið by.ggð haf- skipabryggja stór og mikil og ölíustöð upp af henni óhemju stór og eru olíutankarnir í langri röð með bergstalilinum, en landslagið þarna er þannig hátt- að, að fjallið gengur þverhníft í sjó fram og er það svo eins langt og augað eigir þeim meg- in fjarðarins. Frá þessari bryggju var farið á allgóðum mótorbát sem var búinn nokkr- um þægindum í miðskipsrúmi. Það er rúmlega klukkutíma tíma sigling til þess staðar sem stígið er á land við Eiríksfjörð á leiðinni að Görðum og er um klukkutíma gan.gur yfir háls sem liggur á milli Eiríksfjarðar og Einarsfjarðar, en við þann fjörð eru Garðar. Ágætlega rudd og slétt braut er yfir háls- inn. hinn bezti bílvegur, en bíla mentiingin hefir enn ekki hafið innreið sína á þessum slóðum. Sennilega hefir hinn íslenzki kynstofn, sem bjó í Görðum, lagt hönd að þessari vegabót sem enn býr þá að fyrstu gerð. Garðabændur eiga land að Eiríksfirði þar sem vér stigum á land og virðist það land vera mikiu gróskumeira e.n í heima- byggðinni, enda hafa þeir sýni- lega beint fjárræktinni til þeirra stöðva þó í okkurri fja.r- lægð sé. frumstæðrar veiðimeninsku og snúið sér að öðrum störfum eins og sauðfjárrækt sem vel lánast þeim í góðum árum, en er stór áföllum háð ef út af ber með tíðarfarið eins og bezt kom í ljós árið 1967, er þeir misstu þriðjung fjárstofnsins. Græn- lendingum er því lífsspursmál að auka ræktunina svo fóður- skorturinn verði ekki fjárhag þeirra að fótakefli. Bændasam- tökunum á fslandi mundi vera það mjög ljúft að gefa Græn- lendingum góð ráð og bemdingar með góðri aðstoð hiinina ágætu forstjóra sem í hvívetna vaka yfir hjörð sinni og láta ekkert úr greipum ganga er orðið get- ur skjólstæðingum þeirra til gagns og ánægju á ferðalaginu. Ég komst þarna inná bóndabæ. Bóndinn og húsfreyjan tóku mér með þeim innileik, að það var eins og þau, strax við fyrstu kynni, ættu í mér hvert beim. En sá var ljóður á að bóndinn kunni ekkert nema grænlenzku, en konan hafði nokkur tök á dönskunni svona álíka og ég svo gengd er oft mikil i grænienzku fjörðunum og hleypur hún oft á land svo að hún liggur í stór- um kösum á ströndinni. Er hún þá þurrkuð á klöppunum með líkum hætti og hey er þurrkað og notuð hert bæði til manneld- is og skepnufóðurs. Konan fór út í garð, eins og dóttirin og kom inn með tvær nokkuð stór- ar kartöflur sem hún vildi endi- lega að ég hefði heim með mér til merkis um garðræktarbúskap þeirra hjóna. Síðan var kaffi fram borið með ágætu heima- bökuðu hveitibrauði, en smjörið sagði hún að væri keypt í búð- inni. Bóndinn hafði þrjú hundr- uð fjár á vetrarfóðri og þrjár kýr. Lömbin selur hann á fæti og fær um 40 krónur danskar fyrir dilkinn. Eitt af því sem bóndakonan upplýsti mig um er, að nú hafa allir G'rænlendingar fasta bústaði. Að búa í tjöldum Frá Görðum. — Ljósm. Hanna ðrynjólfsdóttir. Þar sem vér stigum þarna á land blasi við sjónum stór og reisuleg hlöðu- og fjárhúsabygg ing sem vel hefði sómt sér á stórbýli á íslandi, enda er bygg ing þessi og aðrar slíkar á þessu svæði, reistar að íslenzkri fyrir- mynd. Eins og kunnugt er hafa grænlenzkir sauðfjárræktar- bændur gert sér tíðförult til fs- lands uppá síðkastið til þess að kynnast fjárrækt hér og bera þessar byggingar merki þess að þeir hafa mikið af oss lært á þessum ferðum sínum. Þarna við Eiríksfjörð hafa Garðabænd ur hafið nokkra ræktun. Við veginn yfir hálsinn hefir á sl. vori verið sáð byggi og höfrum í stórt iandsvæði sem hvort- tveggja hefir tekið miklum þroska og var byrjað að slá byggið og þurrka til grænfóð- urs .Á hálsinum eru fjárhús á víð og dreif og sjást nokkur merki þar um ræktun, en allt er það í mjög smáum stíl enn sem komið er. Grænu blettiirnir eru eins og títuprjónshausar í víðáttunni. Á hálsinum er ann- arsvegar vegarins gríðarstórt votlendissvæði upp frá stöðu- vatni, ekki virðist vera grýtt svo nokkru nemi, en grýttur jarðvegur gerir ræktun á Græn- landi torvelda. Með því að þurrka þetta land og rækta að islenzkum hætti mætti gera þarna flæmistórt tún. Það hvarflaði því að mér að hag- kvæmt væri Grænlendingum að leggja kapp á það að kynma sér ræktunaraðferðir fslendinga og helzt fá til Grænlands duglega jarðræktarmenn til þess að kenna þeim handtökin við rækt unina, vélanotkun til þeirra hluta og fleira. Nú hafa Grænlendingar sagt skilið við hinn gamla Adam í ræktunarmálum á sama hátt og þeir hafa leiðbeint þeim á sviði sauðfjárræktarinnar. Það fór vel á því að Grænlendingum berist frá íslandi góð ráð og bendingar til þess að endurlífga atvinnulífið í hinum fornu ís- lendingabyggðum þar. Á hálsinum á milli fjarðanna varð á vegi okkar töluvert slang ur af sauðfé. Kannaðist ég fljótt við fjárbragðið. Lömbin voru mjög þroskavænleg, enda gekk féð vel fram á síðastliðnu vori. Landrými er þarna geysimikið og hinu frjálsa eðli sauðkindar- innair er þetta óskáland. Það er nokkuð bratt af hálsinum ofan að Görðum og vegurinn allmik- ið sneiðskorinn. Blasir hér við heldur hlýleg byggð þar sem hefst við nokkuð á annað hundr að manns. Lifir þetta fólk á landbúnaði, sauðfjárrækt aðal- lega, en þar eru og nokkrar kýr Tvo hesta sá ég þar, bleikan og rauðan. íbúðarhúsin, sem ýmist eru hlaðin úr steini eða byggð úr timbri, eru öll fremur lítil og standa í hvirfingu á tiltölulega litlu svæði innan um túnin sem yfireitt voru óræktarleg og sum þeirra blaðsnögg og eins og þá stóð engan veginn ljáberandi, í tvo eða þrjá bletti í þessum tún- krögum hafði verið sáð byggi í vor sem óx vel og sýnir þetta að skilyrði til ræktunar eru þarna fyrir hendi ef vel og rétt væri að henni staðið. Einn bóndi var að byrja að bera út, en þar var bezt sprottni bletturinn sem ég sá þarna í byggðarlaginu. Mér hafði verið það ríkt í huga þegar ég fór í þessa Græn- landsferð að fá aðstöðu til þess að komast inná grænlenzkt heimili og kynnast þar háttum heimilisfólksins. Þetta tókst það var að þessu leyti líkt á komið með okkuir og gekk okk- ur ágætlega að leysa tungumála- vandann og leiða allt til skiln- ings og úrlausnar á báða bóga. Þau hjónin leiddu mig um alla íbúð sína sem ekki er stór að rúmmáli: allstór stofa nokkuð vel búin húsgögnum, hæginda- stólar stoppaðir, mjög laglegt lít ið skrifborð húsbóndans sem hefði að mér skildist nokkuð hönd í bagga um málefni byggð arlagsins. Eldhúsið vair við hlið stofunnar. Þar var kolavél, göm- ul. Eldiviður kol og þurrkað hrís og lyng til drýginda og til þess að spara kolakaupin. Olíu- Síðari grein Lampar voru notaðir til lýsing- ar. Voru það hringbrennarar bæði til þess að hanga í lofti og standa á borði. Upp á loftið lá mjög þröngur og brattur tré- stigi, en þar voru tvö svefnher- bergi undir súð, anhað fyrir hjónin en hitt fyrir börnin sem voru sex ,fjórar dætux og tveir synir. Eitthvað af þeim var flog- ið úr hreiðrinu og ekki sá ég nema yngstu dótturina sjö til átta ára gamla. Ég vék að henni einhverju smávegis af sælgæti sem hún þáði með miklum þökk um, en brá sér samstundis út í garð og sótti þangað litla næpu sem hún rétti mér og ég át með góðri list. Þá kom kon- an inn með hertan þyrskliing og herta loðnu og bragðaðist hvorttveggja mjög vel. Loðnu- á sumrum en snjóhúsum á vetr- um er úr sögunni. Hárbönd kvenna, sem Sigurður Breið- fjörð lýsir, eru einnig úr sög- unni. Grænlenzkar konur eru hárprúðar og kosta kapps um að bylgja hið svarta hár sitt. Konan sagði mér, að bóndi sinn spilaði á fiðlu. Var ég þá fljótur til þess að fara þess á leit við konuna að biðja hainin að taka lagið fyrir mig. Það stóð ekki á því að hann yrði við þeirri bón. Stillti hann vel strengma áður en hann lagði boga á streng og spilaði hann fyrir mig bæði danslög og sáknaiög. Varð hann sem fjaðurmagnaður og steig taktinn þegar hann spilaði dianslögin og lék þá á als oddi. Konan sagði mér að hann væri alvanur að spila fyrir dansi og það ley.ndi sér ekki að hann var enginn viðvaningur að hand- fjatla fiðluna til þess að vekj a fjör og kátínu. I húsi þeirra hjóna býr einnig háöldruð móðir bónda og kom ég inn til hennar í mjög vist- legt stofuherbergi. Var þar al- sett myndum allt í kring á veggjum stofunnar. Meðal þess- ara mynda er ein af Friðriki Danakonungi og föður bónda þar sem þeir eru hlið við hlið. Bóndi þessi er nú látinn; vav áttatíu og fjögurra ára þegar hann lézt. Prýðir dannebrogs- kross barm gamla mannsins. Þessi gamli dannébrogsmaður hafði um lanigan aldur gegnt for ystuhlutverki í byggðarlagi sínu og farizt það svo vel og rögg- samlega úr hendi, a'ð við hann festist heitið konungur byggð- arinnar eða Amos konungur, en það var heiti hans. Þetta frétti Friðrik Danakonungur þegar hann eitt sinn var á ferð á Grænlandi og er ieið hans lá um í Görðum vildi hann ekki láta ónotað tækifærið til þess að heilsa upp á stéttarlegan sam- heitismann sinn og vair þessi mynd þá tekin af þeim konung- um. 'Hafði móðir bónda sýnilega mikla ánægju af því að eiga þessa mynd og vekja athygli gesta sinna á henni. Þegar ég hafði lokið kaffi- drykkjunni hjá þessu vinafólki mínu, kom Kristján forstjóri og kallaði á mig til kirkjugöngu, því efnt hafði verið til þess að kirkjukór staðarins syingi nokk- ur sálmalög fyrir ferðafólkið í kirkjunni .Bóndi og ég brugð- um skjótt við og fórum með Kristjáni í kirkjuna og var það í þann mund að söngurinn skyldi hefjast. Brá bóndi sér skjótt í raðir söngkórsins því þar ætti hann heima. Söng kór- inin nokkur lög og leikið var undir á orgel af organista kirkj- unnar. Voru sum lögin alkunn sálmalög hér heima, önnur ekki. Var söngurinn hlýr og þýður, raddirnar vel samæfðar og bar hann söngmennt staðarbúa gott vitni. Er út úr kirkjunni kom söng kórinn þjóðsöng Grænlend- inga. Söngfólkið var flest nokk- uð við aldur og voru konumar í miklum meirihluta. Drottinn minn dýri, ekki var þar fegurð- inni fyrir að fara, en innileik- inm og sakleysið skein út úr hverjum drætti í ásjónu þessa fólks. Heimsóknin í Görðum var hin ánægjulegasta og kvaddi ég þessi elskulegu hjón sem tóku mér svona innilega að skilnaði með kossi og handabamdi. Tvo traktora sá ég þarna og fengu forstjórarmir annan þeirra ásamt stórum vagni með trégólfi til þess að flytja okkur til baka yfir hálsinn sem lúðulakalegust vorum til gangs. Sátum við þarna á berum fjölunum og hossuðumst upp og niður. Sætt- um við okkur vel við farkost- inn og hrósuðum happi yfir því að losna við það erfiði að þurfa að ganga aftur alla þessa löngu leið. Þegar við komum að lend- ingarstaðnum við Eiríksfjörð, beið okkar þar bátur til þess að flytja okkur aftur til fluigvall- ariins. Á þessari leið var mikið ís- rek á firðinum og varð bátuir- inn iðulega að breyta um stefnu til þess að komast firam hjá stór um jökum sem voru á leið okk- ar. Þessi ís berst útí Eiríksfjörð úr öðrum firði, en í botni hams er skriðjökull mikill sem sífellt er að brotna framan af og spýt- ir þeim kynstrum af jökum útí fjörðinn sem svo berast þaðan um allam Eiríksfjörð, og þaðan alla leið á haf út. Geysileg sam- felld ísbreiða hafði þrúgast sam- an þar sem þeir mætast, Eríks- fjörður og skriðjökulsfjörðuir- inn. Eru það kaldranaleg heim- kyinni sem auganu mæta í þess- arri ísjakaborg .Eru það hinar furðulegustu myndir sem biirt- ast í gerð og lögun þessa jökul- geims. Er þar eins og hlaðið sé stalli ofan á stall sem svo end- ar með kirkjuturnslögun. Þetta hefir stundum á sér það listasnið, að það mundi þykja hið mesta listaverk, ef með hönd um væri gjört. Þá gætiir mikilla litbrigða í ísinum og sýmist manni að blámi himinhvolfsims skreyti þair sillur og súlnagöng. Vér komum úr þessari skemmtllegu Garðaför um sjö- leytið um kvöldið og settumst að kvöldverði. Tóku menn þar hraustlega til matar síns, hress- ir og endurnærðir af ferðalag- inu og létu að venju gamminn geisa. Morguninn eftir, síðasta dag- inn sem vér dvöldum í Græn- landi var ferðimni heitið í Bratta hlíð sem er önnur hinna fornu Frarahatd á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.