Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPT. 1968 3 UNÐANFARIÐ hefur verið unu- ið að því að rífa Skátaheimilið við Snorrabraut. A þeim stað hafa verið aðalstöðvar islenzk r»r skáta hreyfingar í tæplega aidarfjórð- ilng, — þarna hafa skátamir lðngum haldið sínar félagssam- komur. Skátaskemmtanir verið haldnar frá 1947 til 1968 og ann- að það farið fram sem heyrir til félagsstarfs skáta. Þess Vegna þótti Morgunblaðinu ekki úr vegi að rifja lítillega upp sögu heimilisins, og fengum við Ottó Ottósson tii liðsinnis við okkur, en hann er í hópi fróðustu manna um sögu heimilisins. Það voru Englendingar sem reistu braggana þrjá, er mynd- Þannig minnast flestir skátah eimilisins. Skátaheimii rifið eftir dygga þjónustu — en skátar hyggjast reisa nýtt heimili á sama stað uðu skátaheimilið, og var það skömmu áður en Bandaríkja- menn tóku við vörnum hér á stríðsárunum. Voru braggarnir í fyrstu notaðir fyrir samkomu- stað yfirmanna hersins, en síðar hafði Rauði krossinn þarna að- setur sitt. Þegar stríðinu lauk og banda- ríski herinn hafði ekki lengur not fyrir bragga þessa, fengu skátar þá til afnota fyrir félags- starf sitt á mfðju ári 1946. Mest- an þátt í því átti Helgi Tómas- son, yfirlæknir og þáverandi yfir maður skátahreyfingarinnar. Að sögn Ottós var ástand bragg anna heldur dapuxlegt, þegar þeir komu í hendur skátunum. Að vísu höfðu þeir verið í ágætu ásigkomulagi, þegar skilið var við þá, en svo stóðu braggaifnir auðir nokkurn tíma og fengu heldur Ula útxeið á þessu tíma- bili. Það var því mikið verk, sem beið skátanna. Mangvíslegar end urbætur þurfti að gera og var td. skipt um bárujám á öllum bröggunum og þeir innréttaðir að nýju. Voru tveir bragganna teknir í notkun árfð 1947, en mið bragginn ekki fyrr en mifclu sdð- ar, enda var hann langverst far- inn. Til að bárujárnsklæða bragg ana að nýju, var fengið báru- járn af bandarískum bröggum, sem rifnir höfðu verið á Kefla- víkurflugvelli. Oig það er kannski I frásögu færandi, að maður sá, er hafði umsjón með því verki fyrir skátana, er einmitt hinn sami og tekið hefur að sér að rífa skátaheimilið nú. í upphafi fór öll starfsemi skát anna frarn á þessum sta'ð. Skáta- félögin í Reykjavík voru þrjú á þessum tíma, og ennfremur var Bandalag íslenzkra skáta og skáta blaðið með bækistöðvar sínar í heimilinu um langt skeið. Um sumarið 1947 var Skátabúðin sett á laggirnar og var hún fyrsta árið til húsa inn í sjálfu heim- ilinu, áður en hún flutti í bragga þann sem hún er í nú. Fyrst var heimilið eingöngu notað fyrir starfsemi skátanna en brátt kom í ljós að svo gat ekki gengið til lengdar. Rekstur þess reyndis ákaflega kostnaðar Samur og varð því að leigja salar kynni heimilisins út. Mest hafa þáð verið átthagafélög, bridge- klúbbar og dansskólar, sem feng íð hafa salina leigða. Var það strax mikil bót, þótt það dygði ékki til, en þá hljóp borgin undir bagga og veitti skátunum sljyrk. Hefur hluti hans farið til heim- ilisrekstursins. Sem fyrr segir var miðbragg- inn ekki tekinn strax í notkun. Úr því fór starf skátanna heimilinu sjálfu smá saman að minnka, og á árunum 1965—67 var byrjað að leigja húsakynnin út, m.a. hafði umferðarlögreglan þarna aðsetur sitt þar til hún fluttist í nýju lögreglustöðina. A'ð sögn Ottós má fullyrða að skátaheimilið hafi verið rekið með halla síðustu 5 árin. Hita- og rafkostnaður var þá orðinn gífurlegur, og miklar upphæðir fóru í viðhald á heimilinu. Þó hafa skátar aldrei orðið fyrir verulegum áföllum með húsa- kynni sín — 2—3 sinnum hefur Frá fjölmennri samkomu í ská taheimilinu á „gullaldartíma- bili“ þess. Var hann í fyrstu notaður sem ahaldageymsla, en árið 1957 var skautasvelli komið upp í salnum. Það gekk þó ekki nema 3—4 ár, því að aðsókn reyndist ekki nægi leg til að það stæði fyllilega undir sér síöasta árið. Voru þá frystivélarnar seldar og parkett- gólf sett á steingólfið, og það rekið síðan sem samkomusalur. Árið 1964 varð sú breyting á skipulagi skátahreyfingarinnar, að byrjað var að dreifa félags- starfinu út í hverfin, og var bæft um í fyrstu skipt í '5 hverfi. komið þar upp eldur án þess að verulegt tjón hlytist af. Og núna eru skátar í nokkrum byggingarhugleiðingum. Þeir fengu árið 1962 vilyrði fyrir lóð- inni, þar sem skátaheimilið hef- ur staðið, og þar hyggjast þeir reisa nýjar höfuðstöðvan Mun nýlega hafa verið gengið frá lóðarsamningi. Engar teikn- ingar liggja þó fyrir af hinu nýja heimili, en ýmsar hugmyndir #ru uppi meðal skáta, hvemig húsið skuli vera. En fyrst í stað verður lóðin, þar sem áður stóð Skáta- íheimilfð, notuð sem bilastæði. Einn braggi mun þó standa eftir meðan skátar undirbúa byggingarframkvæmdir sínar. Er það braggi sá sem Skátabúðin er til húsa, og þar geta skátar fengið nauðsynja varning allt þar til nýtt heimili hiefur risið af grunni. — Heyskaparhorfur Framh. af bls. 24 sunnainfjalls á Snæfellsnesi. Páll Pálsson á Borg í Mi'klaholts- hreppi sagði að heys'kaparhorfur væru mun verrí en oft áður. Sláttur hófst þremur vikium síð- ar en vant er og hefur verið stöðug óþurrkatíð í sumar — sífeUdar rigningar og náðist ekkert hey inn fyrr en um miðj- an ágúst. Þá komiu noklkrir þurT- ir dagair, en svo stormiasamir að erfitt var að athafna sig með hey. Viða er nú mikið hey úti, sem hefur farið illa í riginingunum. Tún eru svo blaiut að þau eru ill yfirferðar oig langan þurrk- tímia þarf ti’l þess að unnt sé að þurrka á þeim. Bregði ekki til batnandi veðráttu — sagði Páll, er elkki bjart útli't og líkur á að fella þurfi mil'kinn bústofn í haus’t. í nærsveitum Bolungavíkur hefur spretta verið saemileg, sam< kvæmt upplýsingum Halls Sig- urbj örnesonar fréttaritara Mbl. Nokkur óþurrkatíð hefur verið að 'undanförmu en kal er ekki áberandi. Bændur kvarta ekki um anmað ©n óþurrk, en búgrein er hér nær eingöngu sauðfjárrækt. Þórður Jónsson, fréttaritarí Mbl. á Látrum tjáði blaðinu að mikið hefði lagast að uindanförrau þar í sveitinni. Allur fjöldi bænda þar um slóðir mun fá svip aðan heyfeng og að umdanförnu og sumtr meira en í meðallagi. Lítur ékki út fyirir nein vamd- ræði — sagði Þórður, en tíð hef- ur verið heldur grófgerð og nú er komin versta haustveðrátta. Líkur eru á að dilkþungi verði í meðiallagi, en mamgir bændur hafa enn dkki rúið fé sitt og horf ir til vandræða í þeim efnum að áliti Þórðar. Stolið úr bifreiðum Og þannig leit það út í gær. f FYRRAK^bLD var stolið úr bifreið neðarlega á Hverfisgötu ferðaútvarpi og höfuðpúða ljós- gráum a@ lit. Sjónarvottar, að þessu innbroti í bílinn, eru beðn ir að gefa sig fram við rann- sóknarlögregluna. ¥ _________, t ,___ Landbúnaðar- bappdrættið DREGIÐ var hj á borgarfógeta í Landibúnaðarhappdrættinu í gær. Scoutbifreiðin bom upp á miða nr. 15129, en 8 ferðir á Smitlh- field-landlbúnaðarsýniraguna í London í desember komu upp á miða nr.: 7612, 17279, 17437, 32076, 37752, 51000, 52487' og 63934. (Birt án ábyrgðar). Vinnings má vitja hjá Fræðslu deild SÍS. STAKSTEIMAR Hafa þeir ekkert lært? Þing Sambands ungra Fram- sóknarmanna var háð nokkrum dögum eftir innrás kommúnista ríkjanna í Tékkóslóvakíu. Samt sem áður sést það ekki á álykt- unum þingsins um utanríkismál að þessi atburður hafi haft til- takanleg áhrif á þingfulltrúa og að þeir hafi gert sér grein fyrir hinum víðtæku áhrifum þessa verknaðar. Málgagn Framsókn- arflokksins benti þegar á það eftir innrásina, að hún hlyti að leiða til þess, að lýðræðisþjóð- irnar efldu samstöðu sína. Er sú afstaða í fullu samræmi við þá staðreynd, að innrás Sovét- ríkjanna og leppríkja þeirra í Tékkóslóvakíu hefur í einu vet- fangi breytt ástandinu i Evrópu sem er nú mun ótryggara en áð ur, járntjaldið er fallið á ný og Evrópa stendur í sömu sporum og þegar kalda stríðið stóð' sem hæst. Þrátt fyrir þessar aug- ljósu afleiðingar atburðanna í Tékkóslóvakíu ályktar þing ungra Framsóknarmanna að segja beri varnarsamningnum UPP og að varnarliðið eigi að hverfa úr landi. Þetta er í hæsta máta óábyrg afstaða á hættu- tímum og algjörlega óafsaka|i- leg. Ástæða er einnig til að spyrja, hvort Framsókn- arflokkurinn sem slíkur telji það ef til vill hagkvæmt í stö.ð ugri viðleitni sinni til þess aö fiska í gruggu vatni Alþbl. að málgagn flokksins dragi réttar ályktanir af atburðunum í Tékkó slóvakíu en samtök yngri manna móti þau sjónarmið, sem líkleg séu til að draga óánægð og utan gátta öfl úr Alþbl. til samstarfs við Framsóknarflokkinn. Hver sem skýringin er, er afstaða ungra Framsóknarmanna til ör- yggismála þjóðarinnar vítaverð og þeim sjálfum til skammar. Enga frjdlsa flokka — engin frjdls blöð Þau orð, sem einn af ritstjór- um kommúnistablaðsins setti á prent sama daginn og kommún- istaríkin frömdu ofbeldisverkn- að sinn í Tékkóslóvakíu að „mikið mega Tékkóslóvakar fagna því að eiga engan Sjálf- stæðisflokk í landinu. — Og ekk ert Morgunblað" hafa betur en flest annað lýst hinni raunveru- legu afstöðu kommúnista til at- burðanna í Tékkóslóvakíu. Þeir telja það sem sagt fagnaðarefni fyrir Tékkóslóvaka að hafa enga frjálsa fiokka og engin frjáls blöð. Ritstjórinn, sem þetta skrifaði, hefur undanfarið set- ið við skriftir á Regent Palace Hóteli í Lundúnum, en er nú kominn heim og aumur mjög. Hann segir í blaði sínu í gær: „í fjarveru minni hefur Morg- unblaðið rifið nokkrar setning- ar setningar úr pistli mínum xir samhengi . . . .“ Þetta er skelfi legt að heyra. Hann segir einn- ig: „Ég er ýmsu vanur eftir meira en tveggja áratuga bl*ða mennsku, en mér er nær að halda, að þessi málflutningu* Morgunblaðsins sé met í afstyrm islegu siðleysi" Svo!! Og loks grípur hann til þess sem jafnan er hans síðasta hálmstrá, þegar rökin þrjóta, siðareglna Blaða- mannafélagsins, sem enginn maður visar oftar til en hann. Hann segir: „Það er hægt að afskræma prentfrelsi með fleiru en ritskoðun einni. Ein- mitt þess vegna setti Blaða- mannafélag íslands fyrir nokkr um árum siðareglur, þar sem blaðamönnum er m.a. gert að skyldu að segja satt og rétt frá.“ Skyldi nokkur núlifandi íslenzk ur blaðamaður hafa ríkari þörf fyrir að leggja sér þau ákvæði vel á minni, að blaðamaður eigi að segja satt og rétt frá, en ein- mitt þessi ritstjóri kommúnista blaðsins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.