Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPT. 1968 17 Bændur láta erfi ekki buga sig —Frá aðalfundi Stéttarsambandsins ADALFUNDUR Stéttarsambands bænda var haldinn í Skógaskóla um síðastliðna helgi. Svo sem getið var í Mbl. í gær samþykkti fundurinn að Stéttarsambandið setti eigið verð á búvöru fyrir 25. september, ef ákvörðun yrði ekki komin fyrir þann tíma. Einnig samþykkti fundurinn að til mála gæti komið að setja sölubann á búvöru, ef verðið yrði að dómi sambandsins of lágt, Á fundinum var rætt um erfiðleika, er steðja að landbúnaðinum í dag og á sunnudag ávarpaði Ingólfur Jóns son, landbúnaðarráðherra fund- inn. Hér fier á etftir ágrip atf skýrslu stjórnar Stéttarsambandsrns. Afurðasalan 1967. Formaður Stéttarsambandsins Gunnar Guðbjartsson flutti skýrslu stjórnar. Þar segir að framleiðsla mjólkur hafi verið mjög svipuð á síðastliðnu ári og 1966. Jókst hún um 0.22 af hundr aði. Mjólkurmagnið var verulega minna fyrst framan af árinu '67, en mun meira hins vegar síð- ustu fjóra mánuði ársins. Ný- injólkursalan jókst um 1.8 millj ón lítra eða um 4.2 af hundr- aði. Rjómasalan var 4.5 af hundr aði meiri, en skyrsalan minnk- aði um 5.2 af hundraði. Osta- og nýmjólkurmjölframleiðsla minnkaði verulega en undan- rennuiramleiðsla jókst til mik- illa muna. Þá jókst smjörfram- leiðsla um 186 lestir og er sam- band milli smjörframleiðslu og mjólkurmjölframleiðslu. Sala smjörs innanlands jókst um 65 lestir e'ða 4.2%, en birgð- ir minnkuðu um 192 lestir. í árs lok voru birgðir 663 lestir. Útflutningur osts minnkaði verulega mikið eða úr 902 tn. í 404 tn., en birgðir jukust um 34 tn, og voru tæp 564 tn. í árs- lokin. Ostasalan innanlands óx um 11.1%. Kjöt sem kom í sláturhúsin sl. ár var það mesta, sem orð- ið hefur, eða samtals 12.639 tn. og er það 766 tn. meira en árið áður eða 6,4% aukning. Salan á almanaksárinu befur ekki verið gerð upp með sama hætti og á mjólkurvörunum, hins vegar var verðlagsárið 1966-'67 gert upp, og í saman- burði við verðlagsárið 1965-1966 óx kjötsalan innan- lands all verulega eða 4,7% af dilkakjöti og 11% af ærkjöti og geldfjárkjöti. í heiH má því segja að sala búvöru innanlands á síðasta ári hafi þróast í eðlilega átt þ.e. aukning gölu hafi orðið svo að segj a á öllum vöruflokkum. Útflutningurinn var eins mik- ill og frekast var hægt með til- liti til útflutningsbóta, en það ®em umfram varð af osti,, og kjöti iá í birgðum. Kjötbirgðirnar ollu talsverð- um vandkvæðum. Þær urðu til þess að mjög mikið dró úr sölu kjöts af nýju framleiðslunni á haustmánuðunum. Margir neyt- endur, þeir sem höfðu geynrslu- aðstöðu, birgðu sig upp af kjöti til vetrarins af gamla kjötinu, sem selt var með auknum nið- urgreiðslum úr ríkissjóði í sept. og hiálfan októbermánuð. En síð an hækkaði verðið snögglega er iniðurgreiðslur minnkuðu en nýtt kj'öt kom á markaðinn. Eftir- stiöðVar gamla kjötsins entust fram í aprílmánuð sl. og eftir íáramót var það selt með af- slætti, sem var bættur með greiðslu úr verðjöfnunarsjóði. Afurðasalan þetta ár. Eins og mjólkurframleiðsla óx á síðustu mtánuðum síðasta árs, hélt hún áfram að vera var hún um 8,7% meiri en á sama tíma í fyrra og sú mesta, sem nokkru sinni hefur verið á hálfu ári. Hins vegar gætti samdráttar á nýmjólkursölu, sem nam 356 þús. ltr, eða 1,6%. Gætir þar áhrifa frá þeirri truflun er varð af verkföllunum í marz. Rjóma- salan varð líka minni sem nam 2,7%. Aftur á móti virðist skyrsal- an hafa aukizt verulega eða um 15,1%. Framleiðala á smjöri óx á umræddum tíma um 257 tn.. eða 55% miðað við sama tíma- bil árið á undan. Sala smjörs dróst saman um 60 tonn eða 7,8%. Og birgðir smjörs jukust því um tæp 140 tn. og voru orðnar 1. júlí um 680 tn. á móti 540 árið á undan. Ostaframleiðslan óx lika all verulega, þar hélt salan áfram að aukast, og er aukningin 1,6%. Útflutningur osts var líka auk- inn, en samt höfðu birgðir auk- ist um 44 tn. frá f. ári. NýmjólkurmjöJsframleiðslan er aftur á móti 50% minni. Mjöl ið fer svo að segja allt á er- kndan markað. Kjötsalan innanlands hefur á verðlagsárinu frá 1. sept. sl. til 1. júlí minnkað um 370 tn. eða 5,25%. Það hefur því orðið verulega óhagkvæm þróun í frfcnleiðslu og sölumálum landbúnaðarins á þessu ári. Framleiðslan er verulega meiri bæði á kjöti og mjólk, en salan innanlands verulega minni á nær öllum vörum. Þetta hefur komið illa við bændur og sölufyrirtækin. Útflutningur hefur orðið meiri en nokkru sinni áður og mun meiri en útflutningsbætur duga til að verðbæta. Ostaúttflutn. hef ur aukizt um 41% og útflutn- ingur kindakjöts úr um 2,200 tn. í nær 4.000 tn. og auk þess meira magn nautakjöts og ærkjöts en áður, undanfarin ár. í miðjum júlímnáuði var bú- ið að nota að mestu útflutnings- bótaréttinn og voru þá notaðar rúml. 251 millj. kr. Ekki er upp- gert að fullu hver réttur okk- ar er, en líklegt að fjárhæðin verði í hæsta lagi 260 millj. kr. Þegar útflutningsbæturnar eru þrotnar, er eftir að greiða reikn inga fyrir útflutning, af því sem Framleiðsluráð hafði ákveðið að flutt skyldi út, að upphæð ná- lægt 100 millj. kr. Afkoma bænda. Nú hefur Hagstotfa íslands skil að úrtökum úr framtölum bænda fyrir sl. ár. Valdir hafa verið 89 bændur (kvæntir á aldrinum 25 -66 ára) með 317 ærgilda bú, sem er nálægt vísitölubústærð. Niðurstaða úrtaksins sýnir brúttótekjur af landbúnaði 132.662,00. Eftir er að draga frá því vexti og fyrningu útihúsa. Séu þeir liðir teknir eins og í verðlagsgrundvellinum, kr. 39.237.00, þá eru eftir í laun fjölskyldunnar kr. 93.425.00 eða 105 þús. kr. lægra en í verð- algsgrundvellinum. Þessum lágu tekjum hafa úr- taksbændurnir mætt með sparn- aði í neyzlu, með eyðslu af eign um og með skuldasöfnun, sem namur um 54 þús. kr. að meðal- tali en fjárfesting á árinu er um 28 þús. kr. að meðaltali. Búreikningastofan hefur skil- að uppgjöri búreikninga fyrir 61 bú með 436 ærg. að meðal- tali. Rekstrarafgangur þeirra til greiðslu vaxta og fjölskyldu- launa eru kr. 140.508.00. Eigið fé er talið kr. 757.928.00 og séu meiri á þessu ári og til 1. júlí reiknaðir 6% vextir af því, kr. 45.475.00. eru eftir til vinnulauna kr. 95.033,00. Einkaeyðslan er að meðaltali rúml. 166 þús. kr. Til viðbótar þeim 140 þús., sem hér eru af- gangs, er skuldasöfnunin um- fram fjárfestingu 10 þús. kr. og afskriftafé notað til neyzlu. Niðurstaða úrtaks viðmiðunar stéttanna sýnir meðaltekjur kr. 228 þús. og er þá vinnutekjum kvenna og barna sleppt. Það vantar því rúmlega 130 þús. á að bændur hafi sambærilegar tekjur, eða m.ö.o. vantar um 30% áafurðaverðið. Að nokkru er þetta vegna sér staklega óhagstæðs árferðis ag að nokkru vegna verðfalls ull- ar og gæra, en að mestu vegna þess að verðlag búvaranna hef- ur ekki fylgt hækkuðum rekst- urskostnaði. Sala á erlendu kjarnfóðri jókst enn frá árinu á undan um tæplega 10 þús. tn. og varð á tímabilinu 1. júlí 1967 — 30. júní 1968 tæpl. 53 þus. tonn. Er- lenda kjarnfóðrið varð nú tvö- falt á móti þvl sem var 1963- 1964. Áburðarsalan óx líka sl. vor og varð samtals 23.802 tn. í hrein um efnum á móti 21.497 tn. ár- ið áður og er aukningin rúml. 10,7%, sem er svipuð magnaukn ing eins og sl. ár. Búfé á fóðrum sl. vetur virð- ist heldur færra skv. upplýs- ingum Hagstofunnar en árið áð- ur. Nautgripir eru um 1000 færri og sauðfé 47 þús/ færra. Sýni- legt er af þessum tölum að fóð- urkostnaður búfjársins hefur orðið all miklu meiri á sl. vetri en áður, þar sem eytt er miklu meira magni af aðkeyptu fóðri á miklu hærra verði í færra bú- fé. Aukning skulda hjá bændum hefur sýnilega orðið allmikil á sl. ári og verulega meiri en nem ur fjárfestingu á árinu. í fyrra voru meðalskuldir taldar «kv. athugun Stéttarsambandsins 266 þús. á bónda. Úrtakið sýnir aukn ingu um.54 þús., og má því ætla, miðað við reynslu undanfarinna ára, að meðalskuldir nú séu 320- 330 þús Ógreidd árgjöld við Búnaðarbankann frá sl. ári voru 1. ágúst um 17 millj. kr. og nokk ur upphæð frá tveim nsestu ár- um á undan. Það árar því ekki vel fyrir bændur nú, þegar allt verðlag stógur, án þess ða tilsvarandi hækkun fáist í vasa bændanna á afurðaverðinu. Framreiknaður grundvöllur skv. framreikningsreglum 1959, sýnir 10.3% hækkun gjalda frá úrskurðinum sl. haust, en 2,5% hækkun frá því sem ákveðið var í grundvellinum 31. maí sl. Birgðasöfnunin og sölutregða gera það að verkum, að sölufé- lögin, kaupfélögin og mjólkur- búin geta ekki hækkað útborg- un til bænda og jafnvel vill það til, að þau neyðast til að lækka útborgun. Framltald á 1>ls. 16 Bref sent Mbl: Æskan og stjórnmálin Hr. ritstjóri. Undanfarið hefur höfundur „Staksteina" í blaði yðar verið að velta þvi fyrir sér, hvers vegna ungt fólk fáist ekki til starfa í stjórnmiálaflokikunum. Hann kemur með ýmsar tiigátur um, hvernig á þessu geti staðið. Hann telur, að það þyki „fint" að vera á móti stjórnmálaaf- s/kiptuim og þess vegna vilji fáir láta bendla sig við stjórnmála- störf. Einnig telur hann, að unga fól'kið viti ekki beinthvað það vilji, það vilji bara gera uppreisn gegn þjóðfélaginu, en hafi engar fastmótaðar tillögur til úrbóta. Mig langar að biðja yður um að birta eftirfarandi hugleiðingu, sem ef til vill getur vísað höfundi „Staksteina" og fleirum líkt þenkjandi á svarið við þessari spurningu. Það er mín sikoðun, að sök- ina sé frekar að finna hjá stjórn málaflokkunum sjálfum en hjá æskunni. Ég held, að margt ungt fólk sjái pólitíkina sem marg- höfða ófreskju, sem enginn ráði við og fólk verði að umbera líkt og veðrið eða haíísinn. Þessi ófreskja hefur teygt kaldar krumlur sinar inn í allt líf í landinu, og er ég viss um, að leita verður austur fyrir járn- tjald til að finna hliðstæðu. í al'lar stöður er skipað pólitísíkt, ef mögulegt er: Sýslumannsiein- bætti, bankastjórastöður, stöður forstöðumanna ríkisstofnanna, skólastjórastöður, stöður fræðslu Iflulltrúa, byggingalfulltrúa, skatt stjóra, verðlagseftirlitsmanna, og svo mætti endalaust upp telja. Fólik hefur horft upp á þetta með vanþóknun í áraraðir, en við því virðist lítið að gera, þeir eru nefnilega allir með sama markinu brenndir, þessir bless- aðir stjórnmálaflokkar. Fólk tek ur þessari plágu eins og öðr- um, sem á dynja, en það hefur engan áhuga á að skipta sér meira af þessum málum en jþað miá til. Þess vegna gefa engir aðrir koat á sér til starfa í floikkunum en þeir, sem ætla að hagnast af því persónulega. Afleiðingarnar af því, hve valdamikil pólitíkin er innan em bættismannakerfisins eru marg- vistegar. Ein er sú, að ekki hetf- ur vaxið upp embættismannaafl sem mótvægi við hið pólitíska, og svo andkannalega sem það hljómar, þá veldur það póli- tíska valdinu erfiðleikum. Stjórn málamennirnir þurfa að hafasér við hlið menn, sem leggja fyrir þá rrtálin frá sérfræðilegu sjón- armiði. Auk þess er oft gott að geta skotið sér bak við embætt- iamennina, þegar lítill hópur kjós enda heimtar sérréttindi sem eru andstæð hagsmum*m þjóðar innar í heild. Eg held einmitt, að þjónkun stjórnmiálamannanna við litla hagsmunahópa eigi mjög stóran þátt í þeim erfiðleikum, sem við eigum í. Við hötfum mokað peningum svo hundruð- um milljóna skiptir í fjárfest- ingu, sem hægt var að segja fyr ir að ekki yrði arðbær. Þannig höÆum við lagt vegi, rafmagn og síma að býlum, sem vitað var fyrirfram, að ekki borgaði sig að búa á nútímabússkaparhátt- um. Hraðfrystihús og aðrar fisk- vinnslustöðvar rísa í hverju þorpi án þess að rannsakað hafi verið fyrirfram, hvort nægt hrá efni og vinnuafl sé fyrir hendi. Fiiárfestingarmálin eru yfirleitt í mjög miklum ólestri hjá okkur. Fyrirtaaki og einstaklingar hafa anað út í fjárfestingu, sem þeir hafa ekki haft fjármagn til að fullgera svo að hún yrði arð- bær, og standa því til vitnis gap andi steinkassar úti um allt. Eig endur þeirra eru margir hverjir búnir að ganga svo á rekstrarfé fyrirtækja sinna, að þau eru nánast óstarfhæf, og er þar v>afa- laust að finna megin or- sök rekstrarfj'árakorts íslenzkra fyrirtækja í dag. Ég býst við að flestir, sem um iþessi mál hugsa af alvöru séu saimmála um, að fjiárfestingin á undanförnum árum hafi ver- ið alllt of mikil og óskipuleg. En spurningin er: Hvar erlausn ina á þessum vanda að finna? Ekki væri nú betra að setja fjártfestingarhömlur á aftur með ölluin þeim pólitísku hrossa- kaupum sem þeim fylgja. Nei, það er rétt, en það eru til stof n anir, sem eiga að hatfa hemil á fjárfestingunni og það erj BANKARNIR, bæði rikisbankar og einkabankar. Þeir eiga að meta allar aðstæður áður en þeir lána til fjártfetstingarfram- kvæmda, Þeir eiga t.d. að neita um lán til hraðfrystihúss, ef annað er á staðnum sem full- nægir eftírspurninni. Þeir eiga að ganga úr skugga um, að menn sem leggja út í fjárfestingu hatfi nægilegt fé til að ljúka fram- kvæmdinni, en treysti ekki á guð, lukkuna og verðbólguna. En bankarnir eru ekki færir um að gegna þessu hlutverki, fyrr en pólitíkin sleppir kverkataki sínu á þeim. Ef Viðreisnanstjórnin hefði gert sér þetta ljóst í upp- hatfi, væri öðru vísi urn aS litast í íslenzku efnahagslí'fi í dag. Eitt veigamikið atriði vil ég nefna, sem áreiðanlega hefur haft mikil áhrif á andúð unga fólksins á stjórnímiálamönnum, en það er hinn barnalegi málflutn ingur þeirra í blöðum og út- varpi. Ég held, að ekkert hafi drepið eins mikið niður stjórn- málaáhugann í landinu og eld- hiúsdaigsuimræður í útvarpinu. Hugsum okkur ungan mann, sem heifiur áhuga á umbótum, og hann er ákveðinn í að styðja þann stjórnmálaflokk, sem bezt brýtur vandamálin til mergjar og leggur fram skynsamlegustu tillögurnar til úrbóta. Hann ákveður að eyða 2 kvöldum í að hlusta á eldhúsdagsumræður í útvarpinu, enda ætti það að vera tilvalið tækifæri til að hlusta á rök og gagnrök for- mælenda flokkanna. Ungi mað- urinn heyrir fyrst málflutning stuðningsmanna stjórnarinnar. Þeir hamra á þvi, að stefna Iþeirra sé hin eina rétta oghalda beri hiklaust áfram á sömu braut. Síðan koma stjórnarand- stæðingarnir, Þeir halda þvi fram, að ekki sé heil brú í neirau, sem stjórnin hefur gert og þvi að sjálifsögðu aðeins ein lausn, að kúvenda og halda „hina lsiðina". í þessum skolla- leik eru tvær undantekningar- lausar leikreglur: í fyrsta lagi má aldrei viðurkenna nein mis- tök hjá sér og sínum flokki. í öðru lagi má aldrei viðurkenna, að neitt sé rétt í gerðum and- stæðinganna. Eftir þessum regl- um er karpað tvö kvöld og hvergi bryddir á lausn aðsteðj- andi vandamála, af því að báð- ir aðilar eru í algerri sjálfheldu. Stjórnarliðar gíta ekki breytt raeinu, því að það virkar sem viðurkenmng á því, að eitthvað hafi verið rangt við fyrri stefnu. Stjórnarandstæðingar geta ekki komið með neinar tillögur, nema að þaer séu í algerri andstöðu við gerðir stjórnarinnar ogskilj anlega er erfitt að byggja upp heilbrigðar tillögur með slíkar hindranir í veginum. Ungi maðurinn endist ekki nema hálft fyrra kvöldið að hlusta á þetta tilgangsilausa blað ur, og getum við ekki láð hon- um það. En ofnæmið sem hann hefur fengið, endist honum lengi. Hann sér enga lausn, það verð- ur að búa við þessa plágu eins og aðrar plágur þessa lands hugsar hann, en óánægjan sýð- iur í honum, af þvi að hann veit, að hægt er að búa góðu lífi í þessu landi, etf fólkið stend ur saman og varpar fyrir róða öllum kreddum og vinnur að miál um af heilbrigðri skynsemi. Nú sjást þess víða merki, að þolinmæðin er að bresta. Þjóð- in vilíl losna úr þessum víta- hring, en hún veit ekki, hvern- ; ig hún á að fara að því. Nú vantar bara nokkra unga menn, sem hafa hugrekki til að rísa upp og leiða þessa byltingu á réttar brautir. Sjúiklingurinn bíð ur eftir læknum, sem þora að segja honum sannleikann um meinsemdina. Hann er orðinn þreyttur á homopötum meðtöfra lyf og fagurgala. Hann er til- j búinn að þola sársauka, á með- 1 an á aðgerðinni stendur, eí J hann á von á betra lifi á eftir. | Reykjavík 28. ágúst 1968. 1 Gunnar Már Hauksson. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.