Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐED, MIBVIKUDAGUR 4. SEPT. 1968 '¦'¦ Inhn::: r * ^aag:aÉ**-ff^::"""a_r '^0tpmÆ^^J^m. '^IPPrpP „jeppa-að 0 Blekking er fyrireögn á bréfi frá tíu ára dáanda" í Kópavogi. Hann segist hafa farið að sjá Iandbúnað- arsýninguna, og að honum hafi þott hún góð, nema að einu undanskildu. Einn sýningarjeppinn hafði verið festur niður í 45 gráðna halla, því að hann hafi ekkiget- að staðið í svo miklum bratta af eigin rammleik. Segist hann geta fært sönnur á mál sitt, því að jeppinn hafi verið reyrður niður með keðju að aftan. — Velvakandi vill ekki leggja neinn dóm á þetta mál, en að óreyndu trúir hann drenngum. 0 Hana langar til að læra grænlenzku á tslandi Velvakanda hefur borizt eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi: Mig langar til að læra grænlenzku: Égles, tala og skrifa íslenzku, norsku, ensku og írsku eða keltnesku (móðurmálið mitt). Ég heimsótti ísland tvisvar sinnum, og ég ætla að koma aftur sumarið næstkomandi (1969), ef allt gengur vel. Ef hægt er að hjálpa mér, kannske þér getið skrifað ein'hvern tíma. Yðar einlæg, Virginia Barclay, 76 Dufferin Avenue, Bangor, Country Down, North Ireland. Velvakandi skilur bréfið þannig, að hún vilji komast í kynni við einhvern á íslandi, sem kann grænlenzku. Þeir munu víst fáir, en þar eð hún býr við breiðstræti, sem kennt er við hinn mikla íslandsvin, Duffer- in lávarð, finnst honum, að reyna ætti að hjálpa upp á sakirnar með einhverju móti. 0 Því þegja kennarar? Auður Ingvars skrifar: „Borgarnesi, 24. ágúst, 1968. Ágæti Velvakandi. í>ar sem Jóhann Hannesson er svo elsku legur að senda svör og þenkingar 1 dálkum þínum 17. þ.m. við áðurkominni grein miiini, iangar mig tii að leggja málin enm fram þar út frá. Samkvæmt upplýsingum bans virðast ísl- enzkir menningarfrömiuðtr og skólamemi lítinn áhuga sýna á siðferðisuppeldi æskunn ar. Á meðan kvartað er undan rótleysi hennar og slæmu framferðl barna og ungl- inga, er „nálega ókleift*' að fá útgefna al- menna og kristilega siðfræði, og hefur „ekki verið gert áratugum saman". Skóluin- um er ekki séð fyrir nauðsynlegum hand- bókum til kennslu og bugvísinduni lítill gaumur gefinn. Skólinn er uppeldisstofnun engu síður en fræðslustofnun. Því þegja kennarar svo þunnu hljóði? 0 Foreldrar eiga í vök að verjast Foreldrar eiga í vðk að verjast. Áhrif heimilanna fara sífellt minnkandi þrátt fyrir góðan vilja. Félagarnir og skólinn grípa svo fljótt inn I l£f barnanna, og oft fara börn meira eftir orðum eldri félaga en foreldra sinna. Það ætti því að vera sjálfsögð krafa, að skólinn leiti og neyti allra gagna, sem fáan- leg eru, til að glæða siðferðisvitund æsk- unnar og göfga huganin. Jóhann reynir að útskýra, hvers vegna bíbílusögur Gamlatestamentisins (G.t.) eru kenndar í barnaskólum. Þar kemur prest- urinn fram, ekki kennarinn. í kristinfræði, jafnvel fremur en öðru, verður að gæta þess, að fræða hlutlaust og miða efnið við þroska hverju sinni. Hér verður að ganga hægt um garða. Eitt er víst: Kristin- fræði-fræðslan þarfnast gagngerrar endur- skoðunar, ef ekki á að hljótast skaði af. Það þarf um fleira að hugsa em lands- prof. Ég get fullvissað Jóhann um, að börnin munu læra um Gyðinga, svo »g allar aðrar þjóðir á sínum tíma, ag mé ég kannske segja í réttum tíma. Og þau munu læra, að það eru ekki bara Gyðimgar, sem fyrir of- beldi hafa orðið. Ef hægt væri að mæla slikt, er spursmál, hvaða þjóS hefur þar orðið verst úti. Ofsóknir eru í fuilum gangi enn í dag, við stöndum á kafi I fréttum af þeim. Hinir ofsóttu eiga samúð heimsins og fyrirbænir að bakhjarli. Hver vill biðja fyrir o-sófcnurunuin? Hvort mun hatur betra á einni þjóð en annarri? 0 Stendur kirkjan í gömlum heimi? Fullyrðingar um guð og gildi G. t. hafa engan tilgang, hvorki með né móti. FuHvax ið fólk ætti að hafa öðlazt þroska til að mynda sér þar skoðun sjáift. Vilji kirkjan standa á kafi 1 gömlum heimi, — þá hún um það. í heiminum eru á ferð sterkir straumar, mikilla meistara. Prestarnir eru að dragast afturúr. Það er mjög ánægjulegt, að Jóhann Hannesson hefur fundið kjarnann i krist- inni trú. Hins vegar er ekki víst, að hans kjarni sé annarra kjarni. Ef við tökuxn mesta meistara kristinnar trúar, þá sagði hann ekki bara: Biðjið.... Hann sagði lfka: Leitið.. .Knýið á. Þetta sama segja meist arar annarra trúarbragða og það sem nær er, meðfædd eðlisávísun allra manna segir þetta líka Við værum ekki stöðnuð í ein- hverjum uppgötvuðum sannleika hvert fyrir sig, ef við færum eftir þessu í öllu tilliti. Þrátt fyrir allt: Ég þakka Jóhanni Hannessyni. Hann var sá eini, sem lét sig málin varða. Og þér Velvakandi þakka ég fyrir að hafa veitt mér pláss í dálkum þínum. Kær kveðja. Auður Ingvars". 0 Hegðun Rússa gagnvart ís- lenzka síldveiðiflotanum „Sjómaður" skrifar: „Herra Velvakandi: ÓgeðsAegt er að frétta um framferði Rúss anna við íslenzku sfldveiðiskipin á miðun- um kringum Bjarnarey. Svona dónaskap- og hætfculega ósvífni má með engu móti þola, heldur verða íslenzk yfirvöld að mót- mæla kröftuglega. Morguhblaðið hefur það eftir skipstjóra, að yfirgangur Rússa á miðunum og gegndar laus frekja kosti íslenzku skipin um 20 prs. af hugsanlegum afla. Eg leyfi mér að hafa það hér með opinberlega eftir þremur góð- um skipstíórum, að þetta eigi að vera 25— 35 prs. Annars er yfirgangssemi og frekja Rússa á sjónum skrítið fyrirbæri. Þeir hafa gert sig alræmda úti um allan heim fyrir slæma hegðun og oft stórhættulega á sigUngaleið- um. En mér var sagt fyrir stríð af gömlum farmönnum í Eystrarsaltshöfnum, að fyrlr valdatöku kommúnista hefðu rússneskir sjómenn verið vinsælir einmitt fyrir prúð- mannlega hegðun. Þetta hefði breytzt skyndilega eftir fyrra stríð. Engu væri lík- ara en yfirmönnum þeirra hefðu verið gefn ar ordrur um að reyna að komast eins langt og þeir gætu á frekjunni. 0 Njósnir í íslenzkri landhelgi? Svo á hið opinbera að taka harðara á þessum njósnaskipum, sem sífellt eru að sniglast hér inmi á fjörðum. Norðmenn og Færeyingar segja það hörmulega staðreynd, sem ekki þýði Iengur að fást um, að erlend skip séu búin að mæla upp alla firði og alla landhelgi hjá þeim, sennilega með kafbáta- lægi og olíugeymslur i hernaði í huga. Hér við land fréttist alltaf annað veifið um skip inni í fjörðum, ekki sízt eyiðfjörðum fyrir austan og vestan, sem liggja þar án leyfis og þykjast stunda viðgerðir. Jafnvel það er bannað án leyfis íslenzkra yfirvalda, því að hér er um atvinnurekstur að ræða á islenzku lögsögusvæði, sem útlendingar þurfa að fá leyfi til. En kunnugir fullyrða, að lítið fari fyrir viðgierðamönnum, en meira fyrir mælingamönnum. Við munum eftir Veiðileyeufirði og niú síðast Hvalfirði. Hér þurfa yfirvöld að taka rögg á sig og gera þessum aðiljum Ijost i eitt skipti fyrir öll að svona spíónerí líðst ekki. Sjómaður". BILALEIGAIV - VAKUR - SundlauraveKÍ 12. Sími 35135. Eftir iokun 34936 or 36217. BUAU/CAM Simi 22-0-22 Rauðarárstíg 31 m •""1-44-44 mwoiR Hverfiseötu 103. Simi eftir lokun 3116*. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SIMI 82347 IVfAGIMUSAR 4KIPH(MJ»21 SÍMAR21190 eftlrlekunv- 40381 ( LITLA BÍLALEIGAN Brrtstaffastræti 11—13. Hafstætt leigurjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. Balastore gluggatjöldin j Balastore gluggatjöldin eru í senn þægileg og smekkleg. Uppsetning er afar auðveld, og létt verk að halda peim hreinum. Fóanleg í breiddum frá 40-260sm (hleypur ó 10 sm). Margra óra ending. Vindutjöld Framleiðum vindutjöld í öllum stærðum eftir móli. Lítið inn, þegar'þér eigið leið um Laugaveginn! Húsgagnaverzlun KRISTJÁNS SIGGEIRSSONARHF. Laugavegi 13, sími 13879 BEZT að auglýsa í Morgiufcblaðinu Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnlramt þaS langódýrasta. Þér greiðið álika fyrir 4" J-M glerull og 2Vi" frauð- piasteinangrun og fáið auk þess 4lpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Lof tsson hí. Hringbraut 121. - Sími 10600. Iðnaðarhúsnæði óshnst 100 til 150 fermetra iðnaðarhúsnæði á jarðhæð óakast. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „6882". Sumarbústaður óskasf Er kaupandi að góðum sumarbústað á skemmti- legum stað. Upplýsingar óskast í síma 81115. Keflavík Herbergi óskast á leigu fyrir starfsmann. GBÁGÁS S/F., sími 1760. Fiskbúð til sölu Til sölu fiskbúð á góðum stað. Nánari upplýsingar á skrifstofunni SKIP OG FASTEIGNIR, Austurstræti 18, símar 21735, eftir lokun 36329. ¦pf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.