Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPT. 1968 - BÆNDUR Framhald af Ws. 17 Harðindi. Sl. vetur og vor var gjaffelld- ur í meira lagi og fóðurkostn- aður bænda meiri en áður og mátti teljast kraftaverk að tókst að koma búfé sæmilega fram á sumar áfallalaust eða áfallalít- ið. Þetta kostaði meiri kjarnfóð- urgjöf en nokkru sinni áður. Kjarnfóðurkaup á tímabilinu 1. júlí 1967 — 1. júlí 1968 munu hafa numið 380-400 millj. króna. Áburðarkaupin í vor námu um 311 millj. kr. Samanlagt verð- mæti þessara tveggja vöruflokka er því um 700 millj. Kal var með mesta móti sl. vor og leit lengi vel illa út með sprettu, en þegar kom fram í júlímánuð komu hlýindi og rætt- ist þá mjög úr meS sprettu. Út- lít er nú fyrir að víðast á land- inu verði meðal heyskapur, þó með nokkrum undantekningum sé. En í vor var búist við gras- bresti í mörgum héruðum og fóð urskorti víða á landinu. Þetta er því vonum betri útkoma. Ekki þarf því að reikna með veru- legum niðurskurði búfjár vegna fóðurskorts. Harðærisnefndinni var í vor falið að halda áfram störfum og gera sérstaka rannsókn á fjár- hagsástæðum bænda og réði hún Árna Jónasson fyrrv. bústjóra í Skógum til þess starfs, en það verk er mjög tímafrekt og því verður tæpast lokið á þessu ári. Lokaorð formanns. Að lokum sagði í skýrslu atjórn ar Stéttarsambandsins: Nú eru almennir fjárhagserfið leikar í þjóðarbúinu, útgerðin gengur illa, m.a. hefur síldveiði brugðist að mestu, nraðfrysti- húsin eru, þrátt fyrir sérstaka fyrirgreiðslu ríkisins, að kom- ast í þrot. Gjaldeyirshallinn á þessu ári er geigvænlegur. Af iþe-ssum sökum öllum er búist við sérstökum efnahagsráðstöf- unum í haust. Hverjar þær verða veit enginn ennþá, en mjög oft í umræðum um þetta drepið á gengisfellingu á nýjan leik eða hliðstæðar ákvarðanir. Gengisbreyting eins og nú er komið högum bænda og aðstöðu Iills atvinnureksturs er engin lækning á fjármálaástandinu. Þar parf annað og msira að koma til. Gengisbreytingin í fyrrahaust hefur nú orsakað 10.3% hækk- un framleiðsluksostnaðar bú- ÚTSALA í dag á kvenskóm og telpnaskóm Aœ'tursitiræti. Vöruskemman Grettisgötu 2 Verzlið þar sem úrvalið er mest, ódýrast og bezt ------- Vöruskemmun Grettisgötu 2 Gengið inn frá Klapporslíg vara, þó ekki sé tekið tillit til fjármagnsaukans í búinu, sem af henni leiðir. Þetta er meiri hækkun á hverja vörueiningu heldur en hækkunin á afurðaverði erlend is nemur. því grunntala þess var svo lág að 24.6% hækkun þess er minni en 10.3% hækkun hér innanlands. Mestur munur til ó- hagræðis er í viðskiptum við þau lönd, sem felldu gengi sitt eins og Bretland gerði. Hækkun á osti á Bandaríkja- markaði hefur orðið um 7,20 pr. kg. en verðhækkun vegna áhrifa gengisbreytingarinnar innan- lands rúml. 10 kr. pr. kg. Kjöt á brezkum markaði hefur hækk að ca. 7.00 pr. kg., en innan- lands hækkunin 10-12 kr. pr. kg. Augljóst er af þessu að séu engar hliðarráðstafanir gerðar til lækk unar á tilkostnaði, þá á ég ma. við niðurgreiðslu áburðarverðs, lækkun tolla af fjárfestingarvör- um, niðurgreiðslu vaxta og bætt lánakjör, þá er gengisbreyting landbúnaðinum til bölvunar og etftir því sem hún er stærri, þeim mun verri er hún. Og trúlega á þetta sama við um suma aðra þætti útflutnings framleiðslunnar, bilið milli fram leiðslukostnaðar annarsvegar og söluveiðs hins vegar, er orðið svo stórt Hækkun söluskatts til tekjuöflunar í því skyni að færa á milli stétta í þjóðfélaginu mun líka koma illa við bændur. Það er ekki tímabært að ræða þetta frekar nú. Bændur hafa sýnt mikla þol inmæði. Þó að þeim hafi þrengt mjög mikið að undanförnu Þeir hafa líka sýnt mikla sjálfsbjarg arviðleitni og má minna á við- leitni Þistilfirðinga til að heyja á Suðurlandi o.fl. þessháttar. Þetta sýnir kjark og einbeittan vilja til að láta erfiðleikana ekki buga sig. Bændur munu sjálfsagt enn þurfa á þessum eiginleikum að halda í ríkum mæli, þvi sameig- inlegir erfiðleikar þjóðarbúsins munu vissulega koma við hjá þeim ekki síður en öðrum. En ég, sagði Gunnar Guð- bjartsson, vil vona að bændur fhaldi þolgæði sínu og kjarki, hvað sem á dynur. Landbúnað- inn má ekki drepa niður því án landbúnaðar og bændastéttar er þjóðin búin að vera. -----------» ? •»----------- - HINGAÐ KOMA Framhald af bls. 5 legt. Verklega námið fer fram á ýmsum sjúkrahúsum í Noregi, en það tekur einnig yfir kynnis- ferðir á stofnanir á hinum Norð- urlöndunum. Að lokum. Ég vil að lokum segja það, að þó eitthvað hafi verið gert fyrir geðsjúka á allrasíðustu árum má þó betur ef duga skal. Þetta er fólk, sem líður illa, an sem mar.gt er hægt að gera fyrir, og þó það kosti peninga að lækna og endurhæfa þetta fólk, sem nú er mögulegt í flestum tilfellum, er enn dýrara að gera það ekki. Á ég þar bæði við frá mannúð- legu sjónarmiði og fjárhagslegu fyrir þjóðfélagið. S. H. ----------•*-+-•---------- t Endurbætur á Sundhöll Hafnarfjarðar 25 ÁR eru liðin síðan Sundhöll Haínarfjarðar tók til starfa, ea það var 29. ágúst 1943. 1 sumair hafa verið framkvæmd ar ýmsar endurbætiur á fyrirtæk- inu m. a. sett upp ný og fullkom in hreinsitæki, laugarþró máluð og grasflaitir settar á sólbaðs- skýli. Sundhöllin er opin alla virka daga kl. 7,30—12 og 13,30— 22, nema laugardaga til kl. 19 og sunnoidaga kl. 10—12. Fjórir starfsmenn vinna við fyrirtækið aoik forstöðumanns, sem er Yngvi Rafn Baldvinssoftu Fréttatilkynning frá Sundhöll Hafnarfjarðar. LESBÓK BARNANNA LESBÓK 3ARNANNA Mexíkó. Hafði hann ekki lika séð auglýsinguna um daginn, þegar hann kom til þorpsins með föð ur sínum? Og átti hann ekki einmitt núna tíu aura til þess að hann fengi að aka í hrirugekj- unni. Jói batt asnann sinn við tré og fór að miðasöl unni til þess að kaupa miða. „Herra minn", sagði hann. „Ég á tíu aura og ég ætla að kaupa mér miða til þess að fá aka hringekjunni". „En góði drengur", sagði miðasalinin vin- gjarnlega. „Miðinn kost- ar tíu krónur, ekki tíu aura. Þú hefur ekki næga peninga. Ef þú átt ekki tíu krónur getur þú ekki fengið að aka í hringekj- unni". Og Jói litli gekk í burtu, dapur í bragði. Hann heyrði börnin tala glaðlega um dýrin, sem verið var að setja í hring ekjuna — og hann gat ekki afborið það. Mikið áttu pessi börn gott að eiiga tíu krónur. Hvers vegna vissi hann ekki að miðinn kostaði tíu krón- ur í stað tíu aura? ,,Ég vildi óska þess, að ég hefði aldrei komið hingað", sagði hann við sjálfan sig. „Ég vildi, að það væri alls engin hring ekja til". Litli grái asninn hans var nú orðinn svangur og lét ófriðlega — en eng inn virtist veita því eftir- tekt. „Rólegur, Gráni", sagði Jói og gekk að trénu, þar sem Gráni var bundinn. „Við hðf- um ekkert að gera hérna. Við skulum bara koma heim, og þú getur fengið að bíta gras á leiðinni". En einmitt þá varð hræðilegt uppnám. Einn hestanna í hringekjunni fannst hvergi. Já, einhver hafði gleymt, að setja hann inn í vörubifreið- ina! „Hvað á ég að gera", sagði eigandinn. „Hjálparmennirnir hristu höfuðin, daprir í bragði. „Það er orðið of seint", sögðu þeir, „að fara til baka að sækja hestinn". Skyndilega datt eig- andanum gott ráð í hug. Hann leit yfir torgið í áttina að Jóa, sem var um það bil að klifra á bak Grána sínum. „Jói!" kallaði hann. „Jóni, bíddu!" Einn af hringekjuhestunum mín- um er ekki hér. Viltu lána mér asnann þinn? Ef hann vill standa á hringekjunni skal ég borga þér vel". „Og fæ ég þá líka að fara í hringekjuna?" spurði Jói. „Eins oft og þú óskar", sagði eigandinn. „En þú verður að leyfa börnun- um að sitja á asnanum þínum". Jói var svo ánægður, að hann gat fyrst í stað varla sagt orð. Loksins sagði hann: „Fyrst verð- ur Gráni að fá eitrhvað að borða". „Að sjálfsögðu", sagð' eigandinn. „Hann getur fengið eins mikið hey og hann vill". Fljótlega var allt tilbú ið. Og asninn fékk sinn stað á hringekjunni, og þar sem hann var raun- verulegur, en ekki úr tré, vildu 611 bömin fá að sitja á honum. Og Jói litli var að sjálfsögðu mjög hreykinn af asnan- um sínum. Og þannig leið dagur- inn, þar til sólin hvarf loksins á bak við hseðina fyrir ofan þorpið og hring ekjan var stöðvuð. Eig- andinn gaf Jóa nokkra silfurpeninga og Grána gaf hann korn fyrir hjálp ina. Jói kvaddi börnin, steig á bak asnanu'm sín- um og hélt heimleiðis. Mikið hlakkaði hann til að segja pabba frá þess- um stórkostlega degi sín um í þorpinu! Ráðningar HvaS hentar hverjum? (svar úr síðasta blaði): A: 3-8-11 — B: 4-6- 13 _ C: 7-10-14 — D: 1- 5-12 — E: 2-9-15. Finnið landið. (svar úr síðasta blaði) ÍTALÍA. 45P .-* Dragið strik milli punk tanna frá 1 til 30 og þá sjáið þið hvaða dýr þetta er. SMÆLKI Kennari: „Úr hverju eru fataefnin búin til, Jóhann litli?" Jóhann þegir. Kennari: „Svona nú, svaraðu drengur. Þú veizt þetta vel. Úr hverju eru fötin þín?" Jóhann: „Úr gömlu buxunum hans pabba". Kennarinn: „Jón litli. Þegar einn meter af flaueli kostar sjö krónur, þá geta fjórir metrar ómögulega kostað tutt- ugu krónur". Jón: „Jú, ég hugsaði mér, að það væri á út- sölu". Pétur: Eg hefi veðjað um, að ég skuli ekkert borða í 14 daga og ekkert sofa í 14 nætur. Stjáni: Það var heimskulegt. Þú getur það aldrei. Pétur: Það er auðvelt. Ég sef á daginn og borða á nóttunni. Rakarinn: (við dreng, sem hann er nýbúinn að klippa) „Hvað vilt þú nú litli vinur?" Drengurinn: „Mamma sr óánægð með klipping- una og biður yður að gera það upp aftur. Húa segir, að ég sé of snöggt klipptur".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.