Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPT. 1968 23 — Bráðabirgðalög Framhald af bls. 1 um hefur að undanfömu verið mun óhagstæ'ðari en gert hafði verið ráð fyrir, jafnframt því sem ríkissjóður hefur orðið að taka á sig viðbótarskuldbinding- ar vegna erfiðleika atvinnuveg- anna. Nauðsynlegt er að fá nokk- urt svigrúm til þess að kanna rækilega allar aðstæður og horf- ur í efnahagsmálum þjóðarinnar og ræða skilyrði til almenns sam starfs stjómmálaflokka um lausn vandane, svo áð Alþingi geti á sínum tíma tekið endanlegar á- kvarðanir. Hins vegar verður ekki hjá því komizt, að nú þegar séu gerðar ráðstafanir til þess að draga úr gjaldeyrisnotkun og greiðsluhalla ríkissjóðs. Ríkis- stjórnin telur þvi brýna nauð- syn bera til, að gerðar verði nú þegar bráðabirgðaráðstafcinir í þessu skyni, me'ð því að lagt verði á 20% innflutningsgjald á allar innfluttar vörur, svo og sam svarandi skattur á útgjöld til ferðalaga erlendis. Jafnframt hef ur ríkisstjómin ákveðið, að tak- markaðar verði a/5 sinni, svo srem föng eru á, allar yfirfærslur fyrir duldum greiðslum til útlanda. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Af tollverði allrar innfluttrar vöru skal greiða 20% innflutn- ingsgjald, er rennur í ríkissjóð. Um innheimtu gjaldsins gilda, eftir því sem vi'ð á, ákvæði laga nr. 63/1968 um tollskrá o. fl. og lög nr. 68/1956 um tollheimtu og tolleftirlit. Innflutningsgjaldið skal greitt af öllum vörum, sem teknar eru til tollmeðferðar frá og með 3. september 1968. Hafi innflytj- andi fyrir 3. september 1968 af- hent til tollmeðferðar skjöl, sem eru að öllu leyti fullnægjandi til þess að hægt sé að tollaf- greiða viðkomandi vöm þegar í stað, skal varan því aðeins af- greidd án greiðslu innflutriings- gjalds, skv. 1. mgr., að tollaf- greiðslu sé lokfð fyrir 10. sept- ember 1968. Innflutningsgjald skal einnig greitt af vörum, sem hafa verið afhentar innflytjendum með leyfi tollyfirvalda gegn trygg- ingu fyrir greiðslu aðflutnings- gjalda, sbr. 22. gr. tollskrárlaga, nema fullnaðartollafgrei&sla eigi sér stað innan tveggja mánaða frá gildistöku þessara laga. 2. gr. Heimilt er að greiða úr ríkis- sjóði bætur vegna verðhækkana, sem innflutningsgjaldið hefur í fór með sér á eftirtöldum vörum. brennsluolíu og umbúðum sjáv- arútvegsins, vefðarfærum, sem ekki eru framleidd innanlands, svo og fóðurvörum landbúnaðar- ins. 3. gr. óheimilt er að hækka verð á birgðum innfluttrar vöru, sem innflutningsgjald hefur ekki ver ið greitt af, og sama gildir um birgðir iðnaðarvara, sem fram- leiddar eru úr efni, sem inn- flutningsgjald hefur ekki verið greitt af. Til birgða teljast í þessu sambandi vörur, sem inn- flutningsgjald hefur ekki verið greitt af og ekki eru komnar í hendur innflytjenda. Verðlagsnefnd skal heimila verzlunarálagningu á sem næst 30% þeirrar hækkunar, sem af innflutningsgjaldinu leiðir. Nú er vara, sem innflutnings- gjald hefur verið greitt af, flutt inn með erlendum grefðslufresti með leyfi réttra yfirvalda, og skal þá rikissjóði heimilt að end- urgreiða gjaldið eða hluta þess, að svo miklu leyti, sem skuldar upphæðin í krónum kann að hækka á greiðslufreststímanum vegna ráðstafana íslenzkra yfir- valda. Fj ármálar áðherra setur nánari reglur um slíka endur- greiðslu. 5. gr. Heimilt er ríki&stjórninni að ákveða, a'ð lagt skuli allt að 20% gjald á útgjöld til ferðalaga er- lendis, sem renni í ríkissjóð. Setur hún nánari reglur um til- högun og innheimtu gjaldsins. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu gilda til 30. nóvember 1968. Gjört að Bessastöðum 3. sept. 1968. Kristján Eldjám (sign). Magnús Jónsson (sign). — Þióðareining Framhald af bls. 1 þrengt að atvinnuvegunum og ef við eigum ekki að standa frammi fyrir því versta, sem er atvinnuleysi, verður að hjálpa atvinnuvegunum og þá sérstaklega sjávarútveginum, þar sem sum fyrirtæki eru þannig á vegi stödd, að þau eru að stöðvast eða stöðvuð. Frá því að þessir erfiðleikar hófust fyrir u.þ.b. tveimur ár um hefur rikisstjórnin lagt álherzlu á að forðast í lengstu lög að skerða lifskjör almenn ings og láta heldur abvinnu- vegina taka á sig byrðar eftir því sem við var komið. Nú er hins vegar brýnasta verk- efnið að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna og það er óumflýjanlegt að fólk geri sér slíkt ljóst, að eðli vand ans er, að það verður að skerða lifskjör almennings. — Hvaða áhrif hafa þessar aðgerðir á kaupgjaldið? — Lögin eiga að gilda til 30. nóvember en kaup ætti skv. kjarasamningum að hækka 1. des. Verði ekki frek ari ráðstafanir gerðar mundu verðhækkanir vegna þessara aðgerða koma fram í kaup- gjaldi þá. Hins vegar er ljóst, að endanlegar ákvarðanir um efnahagsaðgerðir til lengri tíma verður að taka áður en þessi lög falla úr gildi. — Ber að skilja ákvæði lag anna um 20% gjald á útgjöld vegna ferðalaga erlendis svo að þetta gjald nái einnig til fargjalda? — Nei, þetta er eingöngu gjald á ferðagjaldeyri, ekki farseðla. — Hvaða áhrif hafa þessar aðgerðir á tekjur ríkissjóðs? — I>essi lög eru fyrst og fremst sett til þess að draga úr eftirspurn eftir gjaldeyri og forðast spákaupmennsku. Hefði eingöngu verið um fjár hagsvanda ríkissjóðs að ræða hefðum við beðið þess að þing kæmi saman. Hins vegar er það Ijóst, að greiðsluhalli hjá ríkissjóði hefur þau áhrif, að óeðlileg eftirspurn verður eft ir gjaldeyri og þess vegna nauðsynlegt að koma í veg fyrir alvarlegan greiðsluhalla ríkissjóðs. Það liggur nú ljóst fyrir að áætla'ðar tekjur ríkis sjóðs skila sér ekki á þessu ári og til viðbótar var óum- flýjanlegt í sumar að taka á ríkið viðbótarskuldibindingar til að koma í veg fyrir stöðv- un ú’tflutningsframleiðslunn- ar. Af þessari ástæðu og jafn framt vegna þess, að samdrátt ur í innflutningi h'lýtur að rýra tekjur ríkissjóðs er það óhjákvæmilegt að afla ríkis- sjóði aukinna tekna og það er gert með því, að tekjur af inn flutningsgjaldinu renna í rí'k- issjóð. Það er hins vegar ekki hægt að gera sér grein fyrir því hve hér er um mikla fjár hæð að ræða. Það fer að sjálf sögðu eftir áhrifunum af þess um nýju aðgerðum. — Hvað felst í þeirri fyrir- ætlan ríkisstjórnarinnar að takmarka duldar greiðslur? — Duldar igreiðslur eru greiðslur fyrir ýmis konar þjónustu erlendis. í þessu felst t. d. það að ef óskað ar gjald- eyrisyfirfærslu til viðgerðar á skipi erlendis er líklegt að því yrði synjað ef hægt væri að framkvæma viðgerðina inn anlands. Þannig miun yfirleitt reynt eð beina slSkri þjónusbu starfsemi inn í landið. — Hvað viljið þér segja að lokum, fjármálaráðherra? — Þetta eru vitanlega ekki ánægjulegar aðgerðir og rík- isstjóminni er það ekkert gleðiefni að grípa til svona ráðstafana, sem hafa rýrandi áhrif á kjör almennings. En það þýðir ekki að loka aug- unium fyrir því stórkostlega vandamáli, sem við er að fást og er því eðlilegt að þjóðin verði um sinn að búa við lak- ari kost. öllum mega rauruar vera Ijósir þeir mifclu erfið- leikar, sem skaipasf hafa vegna hins mikla verðfalls og afla- brests, sem hafa dxegið meir úr útflubningstekjum þjóðar- inmar á skömmum táma en vit- að er um að amnars staðar hafi gerzt, eins og Ijóst er af því, að gert er ráð fyrir að útflutningstekjiur þjóðarinnar í ár verði 40% lægri en 1966. Og einmitt þessir stórfelldu erfiðleikar leiða glöggt í ljós þá miklu nauðsyn að sem víð- tækust þjóðaireining Skapist um lausn vandans og sem rik- isstjómin leitast nú við að hafa forusbu um. - Sýndu og segðu Framhald af bls. 13 mínum? Hann er þó læstur inni í bílskúr. Á síðustu stundu tók hann þó ákvörðun. Hann ákvað að fara og fékk með naumindum far með bandaríska hópnum. Af raunamæddum svip hans mátti lesa, hvað hann var að hugsa um. Það var Jagúarbif- reiðin. Þegar þennan morgun hafði andspyrnan gegn Rússum tek- ið á sig þá mynd, sem hún mót aðist af æ síðan. í stað ögrana var skorað á fölk að hafa eng- in samskipti við rússnesku her mennina, leggja þeim ekki lið á neinn hátt, láta þá ekki hafa neinar vistir, gefa þeim engar upþlýsingar, en sýna þeim að- eins þögla fyrirlitningu. Frá kl. 12—1 á hádegi var aHsherjarverkfall. í rauninni breytti það ekfci miklu í mið- borginni, því að öll starfsemd lá þar niðri að miklu leyti hvort sem var. Á Wenseslas- strætd hófu stúdentar geysilegt setuvenkfall (sit iin). Þúsundiir þeirra settiust á götuna fyrir framan stybtu heilags Wensesl- as. Þar hafði verið kornið fyrir svörbum sorgarfána og beint fyr ir framan srt.yttuna lágu blóð- ugar buxiur 14 ára drengsins, sem skobinn hafði verið á stræt- inu morguninn áður. Mér hafði verið sagt, að þekfetur maður myndi tala á þessum útifundi og var því áfeveðinn í að bíða og sjá, hverju fram yndi. Rússinesdtír bryndrekar voru víða meðfram strætinu, en hermennirnir, sem I þeim voru, horfðu rólegir á, hvað fram fór. Maður nofekur tók að flytja ræðu frá fótstalli Wenseslasstyt'tunnar og þegar ég spurði hver það væri, var mér svarað, að það væri ein- hver úr miðstjórn kommún- istaflokksins. Ég og kunn- ingi minn, vestur-þýzkur blaðamaður urðuim báðir fyrir vonbrigðum, ákváðum að fara burt og ihitba tékfenesfcan vin minn á hóteli míniu og fá frétt- ir af því, sem gerzt hefði um morguninn annars sbaðar í borg intm. Við hefðum bebur ekfci farið. Aðeins stuittu seinna var mér sfeýrt frá því, að Emil Zatopek, langhlauparinn víðfrægi, sem nú er foringi í her Tékfeóslóv- akíu, hefði komið skyndilega fram og flutt ávarp við feitoniar lega hrifningu viðsbaddra. í ávarpi sínu hefði hann hvatt til einingar og stuðnings við leið- togana, sem nú voru fangels- aðir í Moskvu. Þá skoraði Zatopek á fólk að leggja áherzlu á óbeina andspyrnu gegn innrásarliðkiu, en forð- ast átök. Að ræðu sinni lokin/ni, sem ekki var löng, hélt Zatopek þegar burt. Allsher j arverkfallinu var varia lokið kl. 1, er leynistöð- in „Frjáls Prag“ flutti tilkynn- ingu til Zatopeks um, að hann sfeyldi ekki halda heim til sín. Við heimili hans hefði sézt til bifreiða með ákveðnum númer- um, sem vitað var, að Rússar notuðu til þess að tatoa fasta þá menn, sem þeir töldiu hættu lega. Zatopek hvarf síðan „und- ir jörðiina" eiins og svo margir aðrir og vissi enginin, hvar hann faldist. Þegar leið á dagdnn tók speran an á Wenseslasstræti að magn- ast verulega. Stúdentar til- kynntu, að þeix ætiuðu að efna til mikils útifundar á Wenses- lasstræti 'kl. 5 og vintu þainmig að vettugi tiimæli um að gera ekkert, sem gæti leibt til átaka. Þá lýstu þeir því yfir, að þeir myndu hafa að engu bann, sem hernámsyfirvöldin höfðu lagt við þessum fundi og var það mun alvarlegra. Klukkan 4 voru þegar tekin að safn- ast saman þúsundir manna á strætinu. Þetta var að lang- mestu leyti ungt fólk, sem tók sér stöðu fyrir framan hervagn ana og skriðdrekana og ögraði rússnesku hermönnunum óspart, hrópaði síðan í kór: Dubcek, Dubcek, Svoboda, Svoboda. Þegar lá við að upp úr syði. Fólkið var farið að kasta í hermennina og af og til mátti iheyra skotið af vél- byssu upp í loftið ,en engiran virtist gefa því nökkurn gaum. Skyndilega mátti sjá, hvar all- ir rússnesku hermennimÍT tófcu sér stöðu, lásinn var itekinn af hríðskotabyssum bryndrekanna og þeiim öllum miðað í sömu átt, þ. e. út á strætið, þar sem mainnfjöldiran stóð. - TÉKKÖSLÓVAKÍA Franihald af bls. 2 ekki verið kosnir í miðstjórn tékkneska kommúnistaflobksins, en þeir eru meðal þeirra for- ystumanna tékkneskra, sem 'hafa orðið fyrir einna harðastrj gagnrýni Sovétmanna, þegar frá eru taldir þeir Jiri Hajek og Ota Sik. Utanríkisráðherra Rúmeniu, Corneliu Manescu kom til Lond on í dag frá New York. Ekki var þess getið, að hann mundi Ihitta starfdbróður sinn, Michael Stewart, en hins vegar tilkynnt, að Stewart færi í heimsókn til Rúmeníu innan fárra daga. Sendiherra Sovétrfkjanna í Brussel, Vasili Grubakov, gekk í dag á fund Pierre Harmel, ut- anríkisráðherra Belgíu og kvart aði undan þvi, sem hann nefndi „óeðlilegt annríki" í aðalstöðv- um NATO í Brussel. Harmel gaf þau svör, að fastaráð bandalags ins hittist daglega til að ræða um það ástand, sem upp kæmi, þegar tilfærslur yrðu á herjum Varsjárþandalagsins. Hann not- aði tækifærið til að tjá sendi- herranum, að hann hefði þungar áhyggj ur af ástandinu bæði í Tékkóslóvakíu og viðar í Austur Evrópu. Embættismaður ungverska ut- anríkisráðuneytisins sagði í dag, að engin ástæða væri til að grípa til hernaðarJhlutunar í Rúmeníu, þar sem ekkert hefði gerzt þar, er benti til, að stjórnskipulagið væri í hættu. AP-fréttastofan segir, að blöð í Rúmeníu — sem eru ritskoð- uð hafi dregið talsvert úr gagn- rýni á innrásina í Tékkóslóvakáu og hernámið. Þess í stað er lögð álherzla á að birta skjöl og plögg, þar sem lýst er yfir fullum stuðn ingi við stefnu flokksleiðtogans Ceausescu. NTB-fréttastofan sagði í kvöld að tékkneskir blaðamenn hefðu fengið ákveðin fyrir- mæli sem þeir væru staðráðnir í að fara eftir, þar sem þeir vissu að mikið væri í húfi, ef gagn- rýni birtist á stjórnarvöld Sov- étríkjanna og yfirséjórn hernáms liðsins. Helztu reglur fjölmiðl- unartækja eru sagðar að 1. bannað skuli að gagnrýna eða fara niðrandi orðum um Sovét- ríkin og hin Varsjárbandalags- löndin fjögur, sem að innrásinni stóðu. Erlendar blaðaathuga- semdir, sem eru fjandsamlegar í í--------------------------j Nýr fundur í vikunni ? Prag, 3. sept. NTB. SKÝRT var frá því í Prag í kvöld, að nýr fundur æðstu manna Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu verði haldinn /í þessari viku. Var þetta haft \ eftir áreiðanlegum heimild- í um, en hefur ekki verið stað- i fest opinberlega. í þeim fundi 7 munu taka þátt þeir Leonid 1 l Brezhnev og Alexei JCosygin ( 1 og nokkjlr aðrir Sovétleiðtog-1 í ar og af hálfu Tékkóslóvakíu 7 7 þeir Dubcek, Cernik Svoboda J \ og Smrkovsky. ^ garð greindra landa eru bann- aðar. 2. gagnrýni er bönnuð á flokk- inn, lögregluna, herinn, innan- ríkisráðuneytið og nokkurrar fleiri stofnanir. Willy Brandt, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands sagði á Genfarráðstefnunni í dag, að til raunir V-Þjóðverja til að auka frið og jafnvægi í Evrópu hefðu orðið fyrir miklu áfalli, en vest- ur-þýzka stjórnin myndi halda áfram stefnu friðsamlegrar sam- búðar þrátt fyrir allt. Sovétríkin hafa ásakað V- Þýzkaland fyrir að boma illind- um af stað og ala á úlfúð á milli Sovétríkjanna annars vegar og Austur-Evrópuríkja hins vegar, segir í tilkynningu, sem flokk- ur Kurt Kiesingers, kanzlara V- Þýzkalands, sendi frá sér í dag, að loknum fundi. Á fundinum hafði Kiesinger gert grein fyrir viðræðum sínum við sovézka ambassadorinn Semjon Tsarap- kin. Á sendiherrann að hafa í- trekað fyrri ásakanir sovéstjórn arinnar á hendur v-þýzku stjórn inni. í NTB-fréttum frá Bonn í kvöld segir, að Pólland, Ung- verjaland og Búlgaría hafi byrj- að að flytja á brott heri sina úr Tékkóslóvakíu í dag, þegar kunn ugt var að austur-þýzkir her- menn höfðu horfið aftur til stöðva sinna í A-Þýzkalandi. Hlaup í Skaftá HLAUP gerði í Skaftá i fyrra- dag og leggur mikla brenni- steinsfýlu úr ánni samkvæmt upplýsingum Siggeirs Björnsson ar fréttaritara Mbl. í Holti á Síðu. Slíkt hlaup varð siðast fyr- ir hálfu öðru ári. Mbl. hafði tal af Sigurði Þór- arinssyni, jarðfræðingi og spurð ist fyrir um hlaup þetta. Sigurð- ur taldi líklegt að upptök hlaups ins væru á sama stað og venju- lega. Búast má við sigi í ofan- verðum Skaftárjökli. Ekki kvað Sigurður urant að fullyrða hvort um gos undir jöklinum væri að ræða eða vatnsþrysting af völdum leir- hvera. Hann sagði að hvort- tveggja gæti verið orsök, en taidi vatnsþrýstinginn senni'lega orsök. Um hlaup í Kolgrímu í Suðursveit sagði Sigurður að þar væri líklegt að jökullón hefði tæmzt. Hlaup í Skaftá var síðast fyr- ir hálfu öðru ári og þar áður ár- ið 1964. Ekið á kyrr- stæða bifreið SÍÐASTA dag ágústmánaðar kl. 24 á miðnætti var ekið á ljós- gráa Daf-bifreið, þar sem hún stóð við húsið Fálkagötu 5. Dæld aðist hægra afturbretti bifreið- arinnar, sem ber einkennisstaf- ina R-19719. Um líkt leyti sást til lítils hvíts bíls og er talið víst að hann sé valdur að árekstrinum. Rann- sóknarlögreglan biður ökumann hans um að koma til viðtals við sig hið allra fyrsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.