Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPT. 1&68 5 „Hingað koma allir af fúsum vifja“ — XTiðtal við Óskar Jónsson, hjúkrunarmann í Arnarholti á Kjalarnesi, sem er á törum til sérnáms í geðhjúkrun í Noregi MARGT hefur verið ritað og rætt um sjúkdóma og meðferð þeirra. Áður fyrr var það hald manna, að þeir væru húskross, er ekki væri hægt að losna við, en síðustu ár hafa viðhorf breytzt. Skilningur virðist þó fara vax- andi á þeim sjónarmiðum að þess ir sjúkdómar séu rétt eins og aðrir, læknanlegir ef skilyrði eru fyrir hendi, þ.e. sjúkrarúm á geðdeildum almennra sjúkra- húsa og sérmenntað starfsfólk til hjúkrunar, lækninga og endur- hæfingar. — Arnarholt á Kjalarnesi er staður, sem margir vita af, en fáir vita deili á. Óskar Jónsson hefur verið hjúkrunarmaður þar i sex ár, eða frá því er hann útskrifaðist úr Hjúkrunarskól- anum 1962. Hann var einn við hjúkrunina fyrstu fimm árin, og má því ætla, að reynsla hans af Arnarholti sé athyglisverð. Hvað er Arnarholt? Thor Jensen hafði á sínum tíma kúabú hér, en í stríðslok eignaðist borgin Arnarholt og lét innrétta það sem vistheimili. Það var rekið sem slíkt á vegum framfærslunnar, þangað til fyr- ir nokkrum árum, að Sjúkrahúsa nefnd Reykjavíkur tók við rekstrinum. Síðan hefur Arnar- holt þróazt í að verða geðsjúkra- hæli, með 60 sjúkrarúm. ég verð frá næsta ár. Auk þess eru hér fimm starfsstúlkur og einn maður á næturvakt. Við höfum aðgan-g að sjúkraþjáifara, sem kemur eftir þörfum á vet- urna. Félagsráðgjafi hefur kom- ið hingað reglulega, en yfirlækn- ir hælisins er Kristján Þorvarð- arson, sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum. Hvernig gengur að fá starfsfólk hingað? Það hefur gengið ágætlega að fá starfsstúlkur hingað núna. Þetta er ungar konur á aldrinum 16 ára til þrítugs, sem sumar inlega seíustofu og eldhús, sem þær geta notað að eigin vild. Allt er þetta byggt á mjög ný- tízkulegan og ha-gkvæman hátt. Hvernig er búið að sjúklingum? Flestir eru á eins- eða tveggja manna herbergjum, með nafn sitt á hurðinni. Herbergin eru bú in rúmi, fataskáp, borði, stól, myndum, blómum og að öðru leyti persónulegum hlutum ein- staklingsins. Hver hefur sín eig- in föt yzt sem innst. Ókunmug- um kann að þykja þetta furðu- leg upptalning, en þessir hlutir hafa 'því miður ekki ailtaf þótt sjálfsagðir á geðsjúkraihælum. býli og helzt í tengslum við al- rnennt sjúkraihús, eða sem hluti af því. Hvað viðvíkur hæli sem Arnarholti, þá er í fyrsta lagi óhagkvæmt að þurfa að flytja sjúklinga langa leið til að leggja þá inn á sjúkradeild, sem ekki er óalgengt. í öðru lagi hefur það slæm áhrif bæði á sjúklinginn og samfélagið að ákilja þetta að, þ.e. að sjúklingum og aettimgjum þeirra finnst að verið sé að taka þá úr umferð. Aftur á móti er staðurinn að mörgu leyti heppi- legur fyrir þann hluta sjúkliimga, sem endurhæfing kemur ekki til greina á við núverandi aðstæður til lækninga og hjúkrunar. Hér er rólegt og fallegt, og staðsetn- ingin gerir kleift að hafa hælið opið, þ.e. opin deild fyrir lang- dvalarsjúklinga. samband við THNGLA, sem er hreyfing fólks, er vinnur að því að koma á og viðhalda temgslum sjúklinga við umheiminn með félagslegu starfi á geðsjúkrahús- um. Þeir heimsóttu okkur viku- lega síðastliðinn vetur og fcomu á spilakvöld, skemmtanir og dans. Einnig var farið í leikhús- ferðir og ekki má gleyrna vor- fagnaði TENGLA í Templaraihöll inni, sem sjúklingum otg starfs- fólki var boðið til. Nú í sumar hefur heimsóknum verið haldið áfram, og ennfremur hafa TENGLAR tvisvar skipulagt eins dags skemmtiferðir, sem hafa tekizt mjog vel. ALH hefur þetta breytt andrúmslofti mjög til batnaðar og þeir eru margir, sem hlakka alltaf til komu TENGLA. Tel ég starf þetta veiga mikinin þátt í félagslegri endur- hæfingu sjúklinga. Heimsóknir ættingja og vina? Það eru engir ákveðnir heim- sóknartímar, en aðstandendur og vinir eru velkomnir alla daga. Það er dálítið áberaindi í sambandi við heimsóknir, að þær eru nokkuð þéttar í fyrstu, en fækkar smátt og smátt og alltof stór hluti sjúklinga fær sjaldan eða aldrei heimsóknir. Þó eru einstaka sjúklingar, sem fá alltaf réglulega heim- sókn, sem er geysimikilsvert. Það skiptir öllu máli fyrir geð- sjúklinga, að tengsl' þeirra við heimilin rofni ekki, þeir sem þá eiga heimili. Bréfaskriftir og símhringingar eru líka mikils virði. í raun er það ómælanlegt, hvað samband sjúklinga við heimili og vini eða samfélagið í heild er mikils virði. En sjá má þó, hve þeir sjúklingar, sem heim sókn fá eru hamingjusamari. hverjar hafa unnið á sjúkrahús- Arnarholt á Kjalarnesi. Hvernig sjúklingar eru í Arnar- holti? Geðsjúklingar okkar eru flest- ir geðveikir langlegusjúklingar (psychoses). Sumir eru þó hug- sjúkir eða „taugaveiklaðir", eins og það er kallað (neuroses) og um Ve drykkjusjúklingar. Af öðrum stofnunum koma hingað oft þeir, sem eru búnir að vera lengi sjúkir, og sem tekur lang- an tíma að hjálpa. Einnig er þetta gjarnan í þeim tilgangi að rýma til á stofnunum í Reykja- vík fyrir sjúklingum, sem þarfn- ast og læknast af skjótri með- ferð. Hvernig er skipting milli kynja? Karlarnir eru fleiri, og veit ég ekki um annað geðsjúkrahæli, sem hefur fleiri karla en konur. Hér er rúm fyrir 40 karla og 20 konur. Fólkið er frá 16 ára aldri, en flestir á milli fertugs og fimmtugs, Hvaða starfsfólk er hér til hjúkrunar? í fyrra fékk ég ágætis hjúkr- unarkonu mér til aðstoðar, þann ig að við erum búin að vera tvö núna í eitt ár. Þetta er auðvitað allt annað líf, frá því að vera einn. Hún tekur svo við, meðan þegar þær koma. Annars hef ég yfirleitt verið heppinn með starfs fólk. En það er sérmenntað starfslið sem vantar. Fyrir hvaða starfsfólk er þörfin brýnust? Geysilegur skortur er á hjúkr- unarkonum. Hér eru allir undir lyfjameðferð, sem enginn má veita nema hjúkrunarfól’k. T.d. nú í sumar vantar hingað sérlega hjúkrunarkonu til afleysingar. Staðið hefur yfir mikil leit, sem reynzt hefur árangurslaus hing- að til, og er þessu hér með kom- ið á framfæri. Með annað starfs- fólk fer þetta að sjálfsögðu eftir þeim kröfum, sem gerðar eru. Það, sem ég vildi fá fyrst núna, eru iðjuþjálfarar, þ.e. sérmennt- að fólk í handavinnu, myndlist, músík o.s.frv. til endurhæfingar geðsjúkdómum. Hvernig er aðbúnaður starfsfólks? Sérstaklega góður Nýtt starfs- mannahús var tekið í notkun fyrir þrem árum síðan. Er hér um að ræða íbúðir fyrir hjúkr- unarfólk, og ráðskonur, en ein- staklingsherbergi fyrir starfs- stúlkur. Þær hafa einnig sameig- Hvað er gert til að lækna? Meðferðin er í fyrsta lagi lyfjameðferð. Þótt ekki sé að- staða né starfsfóik til að stunda sállækningar (psychotherapy), þá er margt gert til afþreyingar. Hér er bókasafn með á sjötta hundrað bóka, sem er mjög vel sótt. Safnvörður er einn sjúkling ann-a, sem stundar starf sitt af mikilli kostgæfni. Sjónvarp er í dagstofunni og sumir hafa keypt sér útvarps- eða sjónvarpstæki á sín herbergi. Vinna sjúklingar fyrir launum á hælinu? Já, þeir sem vinnu hafa, fá greidd laun. Langflestar kon- umar vinna við hælið, í eldhúsi, borðstofu, ræstingu, saumaskap o.fl. Erfiðara er með karlmenn- ina. Þar vantar okkur mjög iðju- þjálfara, enda virðist ekki vera völ á slíku fólki í laindinu. Samt týnast til hin og þessi störf í útivinnu, svo sem í garðyrkju eða hellusteypun og heyskap á sumrin. Staðsetning Arnarholts sem geðsjúkrahælis? Geð- og taugadeildir eiga sam- kvæmt mínu áliti að vera í þétt- Er þá enginn hér gegn vilja sín- um? Nei, hingað koma allir af frjálsum vilja, og hér er enginn sviptur sjálfræði. Nefna má, að þátttakan í forsetakosningunum var um 50%, sem blýtur að telj- ast gott miðað við önnur sjúkra- hús. Hve lengi dvelja sjúklingar hér? Allt frá nokkrum dögum, upp í fjölda ára. Einstaka sinnum líkar fólki ekki staðurinn og kemur sér fljótt í burtu, annað- hvort heim eða, ef heppnin er með, á önnur sjúkrahús, ef laust rúm finnst. Aðrir hafa svo verið hér fjölda ára. En dvaldartíminn er að styttast, eins og útskriftir sína. Þær aukast með hverju ár- inu, sem líður — með bættri þjónustu. — Fyrir fimm árum voru útskriíaðir 15—20% en eru nú 50—60%. Skilningur og áhugi borgaryfirvalda til bættr- ar geðheilbrigðisþjónustu er fyr- ir hendi, sem nýja geðdeildin á borgarspítalanum er gleggst dæmi um. TENGLAR — samband við um- heiminn. Snemma í vetur komst ég í Bæjarferðir? Engar áætlunarferðir eru frá Arnarholti, og veldur það að sjálfsögðu erfiðleikum. En Arn- arholt hefur nú eignazt 15 manna bíl, sem sannarlega kemur að notum. Sjúklingar fara dag og dag í bæinh eða yfi.r helgar og dvelja hjá fjölskyldum sínum. Reynt er að hvetja fólk til bæjar ferða. Ferð þín til Noregs? Eftir sex ára starf hér hef ég fengið ársfrí frá störfum og fer til Noregs í sérnám í geðhjúkr- un. Skortur á sérmenntuðuðu hjúkrunarfóiki er hvergi gífur- legri en á þessu sviði. Má benda á, að af um 350 starfandi hjúkr- unarkonum er, að ég yeit, aðeins ein sérmenntuð í geðhjúkrun, þótt geðsjúklingar séu í þriðj- ungi sjúkrarúma landsins. Ég fékk skólavist í geðhjúkr- unarskóla norska ríkisins, sem hefúr gott orð á sér. Ég verð á launum hluta námsársins frá sjúkrahúsnefnd en fæ einnig styrk frá Evrópuráðinú. Án þessa hefði þetta ekki orðið mögulegt, ekki sízt þar sem ég er fjölskyldumaður. Þetta er 12 mánaða nám, bóklegt og verk- Framhald á bls. 1C STÚRllTSALA — síðasta vika IJIIarkápur, terylenekápur, plast-regnkápur, dragtir og buxnadragtir frá kr. 1400.OO. Síðbuxur, peysur, pils, sumarkjólar, crimpelinkjólar, jerseykjólar frá 190.oo kr. og tækifæriskjólar frá 290.oo kr. Stórkostleg verðlækkun KJÓLABÚÐIN MÆR, Lækjargötu 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.