Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐHO, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPT. 1968 11 vinnsla vegna orkulindanna býður heim fjölbreyttari sjóefnavinnslu Rmtt vtv Baldu: Líndal, eínaverkfrœðing ísland er fátækt land af vínnshihæfum efnum. En eyj an er umlukt sjó er hefur að geyma f)eiri -iinp'eyst efni og efnasambönd, sem notuð eru oe eru <ö uhæf á heimsmark- aðinum. en flest okkar gera sér ljóst. Stendur nú yfir gagneerð rannsókn á því hvort tilt^kilegt sé og hag- kvæmt að vinna þessi efni hér, og fékk sérstök nefnd á vegum Rannsóknarráðs ríkis- ins þetta rannsóknarverkcfni ! á sl. ári. Ýmislegt kemur til I greina varðandi ákvarðanir | um hugsanlesra sjóefna- j vinnslu. því ekki er fsland Rannsóknir áíslandi eina landið með aðgang að sjó. Því fer fjarri. Og stofn- kostnaður slíkrar vinnslu er hár. Um 20 ára skeið hefur Baldur Uíndal, efnavsrkfræðingur, unn- ið að rannsóknum varðandi nýt- ingu jarðgufu í sambandi við iðnað, m.a. vinnslu salts og fleiri efna úr sjó, og er hann manna kunnugastur þessum málum. Mbl. leitaði því til hans um fræðslu. Ræddum við um sjó- efnavinnslu almennt og mögu- leika fslendinga á því sviði. — Það sem við erum í raun- inni að gera, er að leita að leið um til að notfæra okkur nátt- úruauðlindir fslands, svo sem orkuna, sem er að grundvelli til einstaklega hagkvæm og gefur góða efnahagslega möguleika, sagði Baldur eftir nokkurt rabb fram og aftur. — Til að geta notfært okkur þessa orku, þurf- um við hráefni, helzt hráeíni, sem ekki strax þrjóta. Haldgóð hráefnalind er mjög mikilvægt atriði nú á dögum, því fjárfest- ingin er oft há og því þarf að byggja tö langs tíma. Það hefur komið okkur til þess að snúa okkur að þeirri óendanlegu hrá- efnalind sem sjórinn er, þó það kunni að kosta okkur miklar bollaleggingar og skipulagningu að finna leiðir til að nýta hana á raunhæfan hátt. — Við höfum sem sagt nóg af sjó, sem fullur er af alls kyns efnum. En í hverju liggja erfið- leikarnir? — Frá hráefnalegu sjónar- miði er sjórinn að sjálfsögðu mjög öruggur. Hins vegar er af- ar erfitt að komast inn í efna- vinnslu sem þessa, án þess að hafa á einhvern hátt sérstöðu. Allir hafa yfir sjó að ráða. Hvers vegna skyldum við þá fremur fara að vinna úr honum en aðr- ir? Svarið er, að við gerum okk- ur vonir um að finna og nýta það sem er betra en sjór í þesisu sambandi og að það muni lyfta okkur yfir þá örðugleika sem við er að ;tja. — Og það er? — Okkar góða samkeppnis- aðstaða ætti að liggja í orku- lindunum. Út af fyrir sig fáum við enga sérmöguleika með efn- unum í s^ónum. Ef aðeins væri um það að ræða að nýta bau, þá get ég ekki séð að það skipti verulegu máli fyrir okkur. Þessi efni eru hreint ekki óalgeng og þeirra vegna mundum við ekki ná sérstakri samkeppnisaðstöðu. — Þessar orkulindir? Er það raforka eða jarðhiti? — Hvort tveggja. Þarna er um að. ræða orkufrekan iðnað. All- ir kannast við raforkunotkun- ina í þessu sambandi. En hins vegar er færra fólki það ljóst, hve geysimikla möguleika jarð- hitinn gefur sem hjálparmeðal í efnaiðnaði. Hitaorka er afar sterkur þáttur í framleiðslunni. Verðið á henni getur haft mikla þýðingu í efnaiðnaði. Og raf- orku getum við framleitt nærri helmingi ódýrara en þróuðu iðn aðarþjóðirnar gera. En hitaork- an hjá okkur getur verið 5—10 sinnum ódýrari en sú hitaorka. sem almennt er notuð. Það er einmitt þetta, sem við erum að reyna að koma þarna að, þ.e. að finna leiðir til að nýta sem allra bezt þessa tvo meginþætti raforku og jarðhita. — Við mundum þá ekki vinna efni úr sjó með sömu aðferðum og aðrir? — Vinnslunni þarf að haga öðru vísi hér, miða hana við okk ar aðstæður. Allt er undir því komið að við getum lagað hana sem mest eftir þeim náttúrulegu aðstæðum, sem hér eru fyrir hendi. Við megum ekki reikna með að gera þetta eins og aðr- ir. Það er alveg út í hött. — Nú eru mörg efni í sjón- u,m. Hvaða efnum er sérstaklega verið að sækjast eftir? — f bili salti. Eins og aðstæð- urnar eru hér, þá er um að gera að framleiða saltið nógu ódýrt. Það hefur svo almennt gildi sem undirstaða efnaiðnaðar. Og ein- mitt er verið að kanna mögu- leikana á ódýrri framleiðslu á því. Til þess að unnt verði að koma upp alhliða og nokkuð ör- uggum efnaiðnaði hér, þurfum | við fyrst að fá salt. En það væri tilgangslaust að geta unnið salt, án þess að hafa aðila, sem get- Efnamagn og verðgildi efna í 100 tonnum af sjó: Natríum sem salt Magnesíum sem magnesíumoxíð Magnesíum sem málmur Brennisteinn sem natríumsúlfat Kalíum sem kaliumklórið Bróm sem brómvökvi Kalsíum sem kalsíumoxíð Bór sem bórax Strontíum sem strontíum-súlfat o. s. frv. Þungi í kg 2680 í kr. Baldur Líndal. ur tekið á móti þvi og þarf á því að halda. Því þarf líka að rannsaka hvaða möguleikar gætu verið fyrir hendi á notkun þess. — Þá skilst mér að þið séuð ekki bara að hugsa um að vinna salt? Er þá um margar verk- smiðjur að ræða? — Já, í rauninni Þetta geng- ur stig af stigi. Uppbyggingin í þessum iðnaði gengur þrep af þrepi. Sem dæmi um slíkt mætti tiltaka að á fyrsta stiginu hér myndu vera framleidd ýmis sölt, svo sem natríumklórið, magnets- íumklórið, kalíumklórið eða sul- fat, og ef til vill fleira. Hér er um a'ð ræða saltverksmiðjuna. Auk þess sem hún seldi mikið af framleiðslunni til fjarskyldra frarnleiðslugreina (salt, kalí o. fl.) myndi hún framleiða hrá- efnið fyrir annað stigið. Annað stigið gæti tekið til framleiðslu léttra málma með raforku, svo sem magnesiums og natríums eða fleiri efna. Meginframleiðsl- an frá þessu stigi yrði seld beint, en auk þess veitir þetta hrá- efni fyrir þriðja stigið. Frá vinnslunni á öðru stigi verður að gera ráð fyrir töluverðu af klóri, sem við hana myndast. Klór má væntanlega selja sem slíkt, en engu að síður myndi það notað mestmegnis til að byggja upp ýmis lífræn efnasambönd úr efn um, sem fást í því sambandi við olíu. í þriðja stiginu má þannig framleiða plasttegundir og fleira, sem við myndum hafa áhuga á. Það annað, sem kæmi til greina á þriðja stiginu, er framleiðsla á títaníum, sem er einn hinna léttu málma. Auk títanum-hrá- efnis þarf til þess klór og natr- íum, sem fáanlegt er frá næsta stigi á undan. Hér er þannig um möguleika á fjöldamörgum verksmiðjum aS ræða. — Gæti verið um sölumögu- leika að ræða á öllum stigum? — Já, en þeim mun hærra er verðið sem lengra er komið úr- vinnslunni. — Hvaða grunnefni eru að- gengilegust? — Það sern við köllum sjó- efnavinnslu er breytt svið og nær til allra efna, sem eru í sjónum. Við höfum verið að reyna að átta okkur á því á hvaða sviði er aðgengilegast að bera niður, á hvaða sviðum við gætum beitt okkur með árangri í þessu mikla efnahafi, sem um er að ræða. Þegar rannsókn okk- ar byrjaði, voru 40 efnasambönd og hrein efni hugleidd, en við athugun varðandi tækni, hrá- efnaleg atriði og markaðsatriði fækkaði þeim fljótt, svo að að- alframleiðsluefnin sem eftir verða, voru aðeins sex, en að auki efni, sem fást með annarri aðalframleiðslu. Aðalframleiðslu efnin byggjast reyndar á tveim ur aðalsöltunum í sjónum, natrí umklóríði og magnesíumklóríði, en þetta eru einmitt þau sölt, sem hafa mest verðmæti miðað við sjávarmagn. — Hafið þið ekki eitthvað sér stakt í huga af unnum og dýr- mætum efnum? — Jú, t.d. mundi vinnsla á magnesium hæfa okkar aðstæð- um vel að mínum dómi. Og fleira gæti komið til greina í þessu sambandi. — Magnesíum er mjög verð- mætt efni, er það ekki? — Jú, það er verðmætara en ál. Söluverð er hærra á heims- markaðinum. — Er það rnikil og margbrot- in vinnsla? , — Ojá, maður þarf að vinna önnur efni með. Heildarfram- leiðslukerfið er því umfangs- mikið á þessu sviði hér á landi. — Manni skilst, að stofnkostn aður sé ákaflega hár. Er hægt að gefa hugmynd um hann? Hleypur þetta á milljónum, tug um milljóna eða hundruðum milljóna? — Saltverksmiðjan myndi hverasvæði streymir upp heitt vatn, sem er miklu saltara en venjulegur sjór. Hvað það er? Það er væntanlega sjór, en þann ig umbreyttur að önnur efna- samsetning kemur fram. Þetta hefur mikla kosti og mundi gera vinnsluna miklum mun einfald- ari. — í hverju liggja aðalkost- irnir? — Aðalkosturinn liggur í því að ódýrara verður að vinna salt ið á þennan hatt. Efnasamsetn- ingin er miklu aðgengilegri en er í sjónum. Kalíuminnihaldið er líka miklu hærra. Það eykur verðgildi salta hveravatnsins og hjálpar til við að koma þessari vinnslu í gang. Vel seljanlegt aukaefni mundi bæta mjög að- stöðuna. — Fæst nægilegt magn af þessu salta hveravatni á Reykja nesinu? — Við gerum okkur góðar von ir um að þar fáum við nóg af söltu hveravatni til að geta fram leitt mikið magn af salti. En bor anir eiga að sýna endanlega fram á, hvort þær vonir eru raunverulega á rökum reistar. Gosið úr fyrstu borholunni, þeg ar hún var opnuð um daginn, gaf góðar vonir. Og nú verður haldið áfram að bora. — Mundi nokkur annar aðili vinna þessi efni á sama hátt og við, nota salt hvexavatn? — Nei, á Reykjanesi eru mjög óvenjulegar aðstæður. Þó hafa komið fram dálitlar hliðstæður í Kaliforníu, en óvist að það sé að öllu leyti eins. — En loftslagið er mun heit- Sjóefnavinnsla og afleidd framleiðsla. Sjór Skeljosondur "H Fromleigslg solto No Cl, KCI,Mg CIj.Noí.SQ, . KZS04. o fl. MoCL'z -> Solf -^- Koli —> Alkoh' súlföt NoCt Léttír mólmor og klóröt Mg, No, NaCLOj, 0.fl. CU Oliusombond T^onium ovÁS -> Mognesium —^* Ndtrium -^- Natrium klórat HCL.No Lífræn klórsambönd og fitonium. -> PVCplost -^ Lifrœn klórsamlx -% Ti'toníum kosta nokkur hundruð milljón- ir. Hins vegar myndi heilsteypt framleiðslukerfi á þessu sviði miklu fremur kosta 2 þúsund milljónir. — Hvert er umfang slíkrar vinnslu? Hve mikið magn af sjó efnum gerið þið ráð fyrir að hægt verði að vinna? — Það fer eftir því hve sjó- efnavinnslan er ákveðin víðtæk. Reikna má með að saltverksmiðj an muni vinna 150—250 þús. tonn á ári. Markaðurinn nú er 50 þús. tonn innanlands og það sem umfram yrði, það færi til áframhaldandi sjóefnavinnslu. — Nú hafa rannsóknir staðið um nokkurt skeið. Eru þær langt komnar? — Það hefur farið fram mikil undirbúningsvinna. Samt er enn eftir ákvarðandi rannsókn. Fyrsti 'þátturinn í henni eru þessar bor anir, sem nú fara fram á Reykja- nesi. Þar háttar svo til, að á ara í Kaliforníu en hér. Hefur góð aðstaða til kælingar ekkert að segja í þessu sambandi? — Jú, kælingaraðstæður hafa oft mikla þýðingu í efnaiðnaði, og er það sérstaklega mikilvægt í þessu tilfelli. Á Reykjanesi mynd um við nota sjóinn í þessu skyni. Hins vegar ber mér ekki að neita því, að hin sólvernda Kalifornía hafi sína sérstöðu líka. — Hvað er næsta skrefið eftir að rannsókn st lokið með borun- um? — Ef við getum framleitt nógu ódýrt salt munu allar dyr standa okkur opnar. Meira vildi þessi gætni maður ekki um þetta segja á þessu stigi málsins, og við þökkuðum Baldri Líndal fyrir fræðsluna um þetta mikilvæga mál, sem ráða- menn hafa sagt að mundi verða okkar næstu stórframkvæmdir í iðnaði eftir að áliðnaður er kom- inn í gang. — E. Pá. Sumarútsalan heldur áfram aðeins í dag KARNABÆR tískuverzlun unga fólksins Týrsgötu 1 sími 12330

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.