Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPT. 1968 því sjálfur. En maðurirm hennar hefur geonilega haft grun um, að eitthvað væri milli okkar. Þa5 er hræðilegt að hugsa til þess. Jafr, hræðilegt fyrir Phyll- is og mis. Ég þarf ekki að taka það frarr við þig, að við vorum saklaus a! þessu - en kannski höfum við samt hagað okkur þjánaleg ; standum. En þú skilur að úr því að ég var á vissas hátt valdur að dauða mannsins henn- ar. finr.st mér ég þurfa að standa við hlið hennar. Annars verður hún alveg að ræfli. Hún sver. að r.ún skuli drepa sig, og það held ég hún mundi gera. Þá hefði ég tvö mannslíf á samvezkunni. Það er þessvegna, sem ég get ekki yfirgefið hana. Það varð þögn. Pam fann, að öll von M að fá hann ofan af þessu ti'ræki sinu var rokin út í veður og vind. Jeff mundi gift ast Phyllis. úr þvi . hann hafði lofað því Hann var þannig gerð Hún gerði síðustu örvænting- arfullu tilraunina. — Ertu viss um það Jeff, að þessi grunur mannsins um sam- band ykkar Phyllis hafi verið raunverulega ástæðan til þess, að um, að hún hafi ekki bara fund ið það upp sjálf? Eða, jafnvel þótt ha:m hefði skrifað þetta bréf, þá sé hún ekki bara að nota sér það. Ég veit, að ég ætti ekki að vera að segja en ég get bara ekki annað. Hann leit á hana kuldalega. — Svona getsakir sæma þér ekki, Pam Hún beit á vörina og þagði. Hvað var hægt að gera þegar við annan eins kvenmann var að eiga og Phyllis Bevan? Þau sögðu varla orð, hvort við annað. á leiðinni heim aftur, og þegar heim var komið, af- sakaði Jeff sig og fór næstum strax út aftur. Frá Mýrarhúsaskóla Innritun í 6 ára deildir skó ans fer fram í skólanum fimmtudaginn 5. september kl. 10—12 fyrir hádegi. Símar 20980, 17585. SKÓLASTJÓBI. SÖNGMENN Karlakórinn Fóstbræður óskar eftir fáeinum nýjum söngmönnum á þessu hausti. Aðeins verulega góðar raddir koma til greina. Upplýsingar veitir Þorsteinn Helgason, símar 2-44-50 og 1-61-14 (heima). Þegar hann ^ var farinn fór Pam að gráta.Ákafur og örvænt ingarfullur grátur. Hún gat ekki stillt sig um það. Svo virt- ist sem úti væri um allt hjá henni. Hún varð þess ekki einu sinni vör, að Kay var komin inn í herbergið, fyrr en hún ávarp aði hana Hún stóð og horfði á Pam, og augun voru full með- aumkunar. — Veslings barn! sagði hún — Svo að þetta hefur þá ekki bor ið neinn árangur? Hún gekk lengra inn í her- bergið oí; , snerti við öxl Pam. — Mér þykir afskaplega fyrir þessu, sagði hún, og hennar eig in rödd var grunsamlega hás. — 45 Eg hefði ekki viljað . . . láta þig auðmýkja sjálfa þig, fyrir nokkurn mun. Enda þótt ég fái ekki séð að það sé nein auð- mýking fyrir stúlku að segja karlmanni, að hún elski hann. Ó! sagði hún og röddin varð hvell, — karlmenn eru svo vit- lausir! Jaff er ágætis maður, en hann er nú engu að síður bjáni. Þó að hann hafi sýnt Phyllis einhverja nærgætni undanfarið, þarf hann ekki sóma síns vegna að fara að eiga hana! Hann ætl- ar að láta hana eyðileggja bæði sitt líf og þitt! Ef eitthvað hefði verið milli þeirra, væri öðru máli að gegna, en það var það bara alls ekki! — Ég veit það, sagði Pam. Hún reis nú upp og þerraði aug un. — Eg ætti heldur að fara héðan, Kay. Ég ætla að fara heim með fyrsta skipi. Eins og ástaxt er g:t ég ekki verði hérna lengur. — Ó Pam! sagði Kay. Nú voru hennar augu líka orðin tár vot. Ég pet ekki til þess hugsað, að þú farir. Ég get alls ekki lýst því. hvað mér væri illa við það. Mér hefur þótt svo gaman að hafa þig hérna. Pam brosti vandræðalega. — Mér væri lika illa við að fara. Meir en ég get með orðum lýst. Ég gæti ekki með neinu móti lýst því fyrir þér, en. . . .ég gæti ekki hugsað mér að vera áfram. Héðan af gæti ég ekki þolað að sjá Jeff daglega. Þú skilur það? Kay kinkaði kolli dræmt. — Já, víst skil ég það . . . en ennþá get ég ekki hugsað til þess að hann fari að giftast þess um kvenmanni. Og mun aldrei geta. Ég finn á mér, að eitthvað verður til bragðs að taka, en hvað getum við gert?. Við þessu átti Pam ekkert svar. Þær horfðu hvor á aðra, þegjandi. En þá stóð Pamsnögg lega upp. IITSALA Okkor árlega haustútsala stendur yfir STÓRLÆKKAÐ VERÐ A LÍFSTYKKJAVÖRUM OG UNDIRFATNAÐI. LÍTILSHATTAR GALLAÐAR LÍFSTYKKJAVÖRUR FYLGIZT MEÐ FJÖLDANUM. GERIÐ GÓD KAUP. LAUGAVEGI 26. Sjáðu vinur minn, hvað mér tókst að fá íyrir nokkra gamla bögglaða seðla sem ég fann í gömlu fötunum þinum. — Jæja þá, sagði hún. — Eg verð að fara að þvo mér í fram- an. Ég h!ýt að líta hræðilega út. 17. KAFLI Næsta dag fóru þær Pam og Kay til Rio til þess að panta far fyrir Pam heim til Englands. Þetta var engin skemmtiferð. — Æ góða mín sagði Kay oft ar en einu sinni á leiðinni. — Ég get ekki til þess hugsað, að þú sért að fara. Pam hló ofurlítið. — Ég er nú heldur ekkert hrifin af því sjálf En annað er ekki haegt að gera. Þær fengu að vita það á af- greiðslunni, að engin skipsferð yrði fyrr en eftir tíu daga. —Tíu dagar er þó alltaf nokk uð, sagði Kay vonglöð. — Ó, Pam ýmislegt gæti nú skeð á tíu dögum. Eitthvað, sem hindr- aði brottför þína. Ég vil enn ekki gefast upp, og ofurselja hann Jeff og hamingju hans þess um kvenmanni. Það sver ég! Þær fengu sér að borða i ein- hverju stærsta gistihúsinu, fóru svo í búðir og seinna síðdegis óku þær heim aftur. Jeff sat úti fyrir dyrum og var að lesa, er þær komu heim. < — Halló! sagði hann með upp gerðarkæti. — hvað hafið þið verið að hafast að í Rió? — Við fórum í búðir, sagði Kay. Svo leit hún fast á hann — Og svo vorum við að ganga fré farinu hennar Pam til Englands — Farinu hennar? át hann eft ir. Það gætti bæði tortryggni og kvíða í rómnum. — Vitanlega, svaraði Kay snöggt. — Eftir það, sem gerzt hefur. . Hún þagnaði snöggt og beit á vririna. — Nú jæja, mér kemur bað nú annars ekkkert við sagði hún og sneri inn í húsið. Pam og Jeff urðu eftir ein á svölunum. Það varð vandræða- leg þögn — Þér er ekki alvara, að þú ætlir að fara að fara heim til Englands svona fljótt? sagði han I loksins. Orðin komu hikandi. Og I það lá einhver einkennileg ör- vænting að baki orðunum. — Já, skipið mitt fer eftir tíu daga sagði Pam. En hún leit ekki á hann um leið og hún tal- aði. Hún gat það ekki. Hann sagði, og enn með þess- ari einkennilegu röddu: — Ég... við munum sakna þín. Guð minn góður, andvarpaði hann, — þarftu endilega að fara? — Það virðist heldur tilgangs lítið, að ég verði hér áfram, sagði hún hóglega og reyndi a8 halda röddinni eðlilegri. — Nei, líklega er það ekki, sagði hann loksins. Án þess að segja fleira gekk hann niður af svölunum og nið- Stjörnuspá 'í-i ¦:'¦¦': -:¦¦ Jeane Dixoi 4. SEPTEMBER. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Láttu ekki misnota þig. Skipuleggðu vel starf þitt, og víktu ekki frá þv£, sem þú hefur ákveðið. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Byrjaðu snemma á verki þínu, og leggðu mátulega hart að þér. Gefðu gaum að því, er þú hefur vanrækt. Tvíburamir 21. maí — 20. júní. Haltu áfram sömu braut og þú ert laggður út á. Þér gefst tæki- færi til að láta ljós þitt skína — heima. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Haltu þig við efnið, og viktu ekki spönn. Þú skalt njóta kvölds- ins af elju-og atorku. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ef þú lendir í deilum, skaltu allavega leyfa öðrum að segja eitt- hvað líka. Varaztu rógburð. Meyja n32,. ág-úst — 22. sept. Það getur hugsazt, að það taki nokkurn tíma fyrir áform þín að bera arð. Reyndu smá breytingar. Vogrin 23. sept. — 22. okt. Leggðu þig aUan fram til að skilja til hlítar það, sem skeður. Reyndu að vinna jafnt og þétt í dag, en njóta kvöldsins vel. Sporðdrekinn 23. okt .— 21. nóv. Loforð eru ekki jafn tímafrek og efndir þeirra. Geturðu ekki breytt um starfsháttu. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Ef með þarf, er betra að gera hlutina sjálfur. Reyndu það. Skemmtu þér síðan vel í kvöld. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Taktu fólki og fjarskyldum hugmyndum vel. Þér berst vitn- eskja um bankainnstæðu, eða þér verður eitthvað til fjár. Seztu niður og hugsaðu ráð þitt vandlega. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Reyndu að ljúka einhverjum viðskiptum, sem dregizt hafa og athugaðu, hvort ekki er hægt að gera þetta með hagnaði. Bjóddu fáeinum góðkunningjum heim í kvöld. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz. Erfitt getur reynzt þér að horfa i augu við staðreyndirnar. Reyndu að fá aðstoð annarra til að þú getir betur áttað þig á hlutunum. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.