Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1&68 3 JÓN Sigv-aldason, sendilherra Kanada í Noregi og á íislandi, er um það bil að hætta störf- um. Eru þau hjónin Jón og Olga Sigvaldason stödd hér, til að kveðja á íslandi. Buðu þau til kveðjuihófs á Hótel Sögu í gær. Jón lætur aif em- bætti fyrir aldurs sakir. 1. október og fara þau þá til Kanada og setjast að í Ott- awa. Er þetta því síðasta ferð hans hingað sem sendiherra. Jón Sigvaldason var skipað- ur sendiherra í Noregi og á íslandi með aðsetri í Osló í marðbyrjun 1964, og kom til fslands 3—4 vikum seinna. í þessi 4 Mt ár, sem liðin eru síðan, heifur hann komið til fslands tvisvar á ári. Hafa þau hjónin ferðazt mikið um land ið, og m.a. heimsótt heima- byggðir foreldra hans, sem bæði voru Þingeyingar og fluttu til Ameríku sem ungl- Jón Sigvaldason, sendiherra Kanada og kona hans, frú Olga, ásamt ræðismanni Kanada, Hallgrími Hallgrímssyni og frú Margréti. Myndin er. tekin á Hótel Sögu, þar sem sendi- herrahjónin voru að kveðja íslenzka vini. Jón Sigvaldason, sendi- herra Kanada, kveður ingar. Jón ólst því upp á heim ili, þar sem töluð var bæði íslenzka og enska. Talar hann mjög vel íslenzku enn, þó hann hefði ekki tækifæri til að tala málið frá því hann var 17 ára gamall og þar til hann varð sendiherra á ís- landi. — Þegar maður lærir vel á unga aldri, þá gleymist það ekki alveg, sagði Jón Sig- valdason við blaðamann Mbl. í gær. Ég kom snöggvast til íslands á stríðsárunum. Þeg- ar ég kom svo fyrst sem sendiherra var ég dálítið stirð ur í málinu fyrst, en svo liðk aðist það. Það hefur líka ver- ið mikil hjálp í því að lesa alltaf islenzku blöðin, sem é.g fæ til Osló. Áður en Jón varð sendi- herra á íslandi, hafði hann lengi verið í utanríkisþjón- ustu Kanada víða um heim. Hann var t.d. í Pakistan, Bret landi og Indónesíu og í þrjú ár hafði hann eftirlit með sendiráðum Kanada erlendis og ferðaðist þá mikið um all- ar heimsálfur, til þeirra staða, þar sem Kanada hafði sendi- ráð. — Og það varð mér sér- stök ánægja að fá að verða sendiherra á íslandi, áður en ég hætti, sagði hann í gær. Og óhætt er að bæta við, að íslendingum var líka mikil ánægja og heiður að því að fá að hafa hann sem fulltrúa Kan ada á íslandi. - TÍMINN Framhald af bls. 2 Kanada um 6 milna land- helgi og 6 milna yiffbótarland helgi fyrir fiskveiffar, þar sem strandriki hefðu einkarétt til fiskveiða. Þessi tillaga náffi ekki % atkvæffamagns. Þá greiddi ísland atkvæffi með tillögu Sovétríkjanna um allt að 12 milna landhelgi og enn- fremur greiddi ísland atkvæffi meff tillögu nokkurra Asíu- og Afríkuþjóffa um 12 mílna mark. Hvorug þessara til- lagna náði tilskyldu atkvæða magni. Þannig greiddi ísland á Genfarráffstefnunni 1958 atkvæffi meff þremur tillög- um, sem fólu í sér 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Hins veg-' ar greiddi fsland atkvæffi á móti tillögu Bandarikjanna um 6 mílna landhelgi og 6 milna fiskveiðilandhelgi til viffbótar, þar sem hins vegar átti aff virffa „hefffbundinn" „fiskveiffirétt“ annarra þjóffa. Á Genfarráffstefnunni 1960 kom sams konar tillaga fram „Ég hef heyrt, að þegar sumarsalan er búin verði allt fyllt af nýjum og glæsilegum vörum og þær verða ekki hækkaðar“. og ísland greiddi einnig þá atkvæffi gegn henni. Þetta eru staðreyndir málsins, en Tíminn segir hins veigar að ísland hafi barizt gegn því með odd og egg, að 12 mílna hámark næði fram að ganga sem álþjóðalög. Þannig er sannleiksástin á þeim stað. í forustugrein Tímans í gær segir að „með nauðung- arsamnimgnum 1961 féllu ís- lendingar frá eimhliða rétti til útfærslu á fiskveiðiland- helginni og geng.ust inn á, að vísa frekari útfærslum til al- þjóðadómstólsins í Haag, ef Bretar krefðust þess ......... Engin alþjóð’leg lög eða samn ingar eru til um víðáttu fisk- veiðilandhelginnar. Reynt hefur verið á tveimur alþjóð- legum ráðstefnum að ná sam komulagi um víðáttu fiskveiði- landhelginnar en það hefur mistekizt. Meðan svo háttar er mikil hætta á, að alþjóða- dómstóllinn verði ihaldssam- ur og varfærinn í úrskurðunv um slík má'l. Því máittu ís- lendingar ekki afsala sér hin- um einhliða útfærslurétti, enda eru ömurlegar afleiðing ar þess komnar í ljós“. Hvaff segir nú formaffur Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson prófessor viff lagadeild Háskóla íslands um þetta atriffi? í ræffu á Alþingi 14. nóvember 1960 sagði Ól- afur Jóhannesson orffrétt: „Og þess vegna eigum við ekki að skorast undan því að eiga orðastað við aðrar þjóðir um þetta mál og við eigum ekki að skorast undan því að taka þátt í viðræðum við aðr- ar þjóðir um það. Og ég verff að segja, og vil láta þaff koma ég tel raunar eina veikleika- merkið í okkar málstaff hér vera þaff, ef rétt er hermt, aff viff höfum neitaff aff leggja þetta mál til úrlausnar hjá alþjóðadómstólnum. Ef það er rétt, þá hefur verið haldið á annan veg á þessu máli held- ur en var gert 1962, þvi að ef ég man rétt ög það leiðréttist þá hér eftir, ef ég fer með rangt mál, þá var það boð fs- lendinga þá, að 'leggja það mál og þá deilu, sem þar af spratt, undir úrlausn alþjóða- dómstólsins, þegar fjögurra sjómílna fiskveiðilandhe'lgin var ákveðin. Og vissulega er þaff svo aff smáþjóð verffur aff varast þaff aff ganga svo langt, aff hún geti ekki alltaf veriff viff því búin aff leggja mál sín undir úrlausn alþjóffadóm- stóls, því sannleikurinn er sá, að smáþjóð á ekki annars staðar frekar skjóls að vænta heldur en hjá alþjóðasamtök um og alþjóðastofnunum af því að hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðunum eiins og stórveld in. Og þess vegna hefffi aff mínu viti, hvert spor í þessu máli átt aff vera þannig und- irbúiff aff viff hefffum veriff viff því búnir aff leggja þaff undir úrlausn alþjóffadóm- stóls“. Væri ekki ráff fyrir Ólaf Jóhannesson formann Fram- sóknarflokksins aff biffja Tím ann að hætta skrifum um land helgismálið, svo aff Ólafur Jóhannesson prófessor þurfi ekki að andmæla sjónarmið- um blaðsins frekar en orffiff fram í sambandi viff þetta, aff er? ★ KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1. — SÍMI 12330. Vegno ráðstaíona stjórnarvaldaná höíam við ákveðið að framlengja okkar vinsælu „SUMARSÖLU" ENNÞÁ UM EINN DAG 50—60% AFSLÁTTUR. EFTIRTALDAR VÖRUTEGUNDIR FÁST ENNÞÁ í ÚRVALI. ★ KJÓLAR ★ KÁPUR ★ STAKAR BUXUR ★ BLÚSSUR ★ PILS ★ VETRARFRAKKAR ★ SÍÐBUXUR ★ SKYRTUR ★ HERRAPEYSUR O. M. FL. Nýjar vörur án 20% innflutningsgjalds teknar upp á morgun STAKSniNAR Afmælisgjafirnar hans Ulbrichts Þaff sýnir ef til vill hezt af- stöðu kommúnista á íslandi til A-Evrópulandanna, aff þaff ríki, sem þeir hafa mest samskipti viff, er einmitt þaff leppríki Rússa, sem mest kúgun ríkir í, stærsta fangelsi heims, A-Þýzka land. En þótt fólkiff sé kúgaff í A-Þýzkalandi og lokaff inni með Berlínarmúr iog gaddavírsgirff- ingum, varffhundum og jarff- sprengjum, er þar ein stétt manna, sem lifir öffru lífi en al- múginn. Þaff er hin nýja stétt, yfirvaldiff í landinu og efst á þeirri krúnu trónir Walter Ul- bricht. Hann átti afmæli um dag- inn, nánar tiltekiff 30. júni sl. Þá varff blessaffi gamli maffurinn 75 ára gamall og er þó furffu em enn. Og eins og vera bersendi „fólkiff" honum afmælisgjafir. Og afmælisgjafirnar voru til sýnis aff þýzkum siff á 1500 fermetra gólffleti í A-Berlín. Þar gátu A- Berlínarbúar dáðst aff afmælis- gjöfunum í gegnum glerrúffu og sáu þar ýmislegt, sem sauffsvart- ur almúginn á ekki kost á aff eignast í A-Þýzkalandi. Þaff sem þarna var til sýnis var ein- göngru fyrir hina nýju stétt. Sós íalíski sameiningarflokkurinn í Magdeburghéraffi sendi Ulbright nýtízkulegt sjónvarpstæki. „Fólk iff“ í Karl-Marx-Stadt sendi honum plötuspilara „stereo“ al fullkomnustu gerff. Innanríkis- ráffuneytiff (þaff stjómar lög- reglunni og skoffanakúgun) sendi honum styttu af varff- manni meff varffhund, sem vænt- anlega hafa veriff aff gæta þess aff enginn slyppi úr sæluríki Ul- brichts. Framleiffendur í Thur- ingia sendu honum skíffi og skíffaskó. „Verkamenn“ I IFA bílaverksmiðjunum í ILudwigs- feld sendu honum „gó kart“ þ.e. lítinn kappakstursbíl. Sýningar svæðiff var alþakið yfirlýsing- um bundnum í leffur frá fyrir- tækjum, sem lofuffu m.a. aukinni framleiffslu á smásjám, húsgögn- um og kúafóffri í tilefni afmælis Foringjans. Samband garffyrkju- manna í A-Þýzkalandi sendi honum skrá yfir afrek sín á þessu ári. Skeyti frá sláturhúsi í Erfurt upplýsti Ulbricht um að sláturhúsiff hefffi fariff fram úr áætlaffri framleiðslu, sem næmi 191,1 lest á fyrra helm- ingi þessa árs. „Viff erum alltaf reiffubúin áff berjast fyrir friff og sósíalisma“ sagffi í kveffjufrá skóla í Leipzig. Og aff lokum má nefna handskrifaffa kveðju frá flokksdeildinni í Cottbus, sem er einkar smekkleg, ekki sizt í Ijósi síffustu atburða: „Sem 6- þreytandi baráttumaður fyrir ein ingu og hreinleika hinnar komm únísku alþjóffahreyfingar. . . . átt þú persónulega verulegan þátt í hlutdeild sendinefnda miff stjórnar flokksins á alþjóffleg- um ráffstefnum og í affgerffum okkar innan bandalags bræðra- flokkanna.“ Þaff voru vissulega orff að sönnu. Hlutskipti hinna útvöldu Þannig er hlutskipti hinna út völdu í kommúnistaríkjunum. Og þeir stilla munaffarvörum sínum út í glugga svo aff almúginn geti betur séff, hver munur er á lífs kjörum og hlutskipti fólksins og yfirstéttarinnar í kommúnista- ríkjunum. Þaff er viff menn af þessu tagi sem kommúnistar á íslandi leggja sérstaklega lag sitt . Og þaff mun koma í ljós aff þrátt fyrir innrásina í Tékkó slóvakíu draga kommúnistar hér ekki úr samskiptum sínum viff yfirstéttina í ríki Ulbrichts, enda er A-Þýzkaland uppáhald komm únista hér og einna mest sam- skipti viff þaff af öllum komm- ! únistaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.