Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 5. SEPTEMBER 1968 Bandaríkjamerm sterkari en nokkru sinni fyrr SPÁDÓMURINN um, að Banda- ríkjamenn verði enn sterkari í sundgreinum Olypmíuleikanna nú en í Tokíó 1964, virðist ætla að rætast. í öllum greinum eiga þeir sæg keppenda sem eru und- ir eða við heimsmetin. Skemmst er að minnast heimsmetanna 8, sem sett voru á úrtökumóti í kvennagreinum — og á lokadegi mótsins voru enn sett þrjú heims met á þriðjudaginn. Er þá ekki minnst á öll Bandaríkjametin sem sett voru. Heimsmetin þriðjudags- kvöld voru sett í 800 og 1500 m skriðsundi og í 4x100 m. skriðj; sundi karla. Sami maður, Mike Burton, sem er 21 árs, setti tvö hin fyrrtöldu er úrslitakeppni fór fram í 1500 m. Hann synti 800 m í því sumdi á 8:43.4 mín og bætti þar með verulega heimsmet Frakkans Luyce sem var 8:42.0. Tími ha.ns í 1500 m var 16:05.5 sem er 19,6 sek betra en fyrra heimsmetið sem Mexikaninn Hevarrira átti. í boðsundi karla 4x100 m setti bandarísk sveit heimsmet 3:32.5 mín. Sá tími er aðeiins 1/10 úr sekúndu betri en met er bandarísk sveit setti í fyrra. Til marks um getu Bandaríkja manna í sundi má geta þess, að í einni sundgrein kvenna, syntu fjórar stúlkur umdir gildandi heimsmeti. Aðeins þrjár þeirra komast til leikanna, því að e'kk- ert land má senda fleiri kepp- endur en þrjá í hverja grein. Það dugar því e'kki þar í landi að setja heimsmet til þátttöku í OL. Og jafnvel þó heimsmet séu sett eru ekki nema sekúndubrot í naesta eða næstu menn á úr- tökumótum í Bandaríkjunum. Dregið í bikarkeppni KSÍ: Akureyringar mæta Val og Eyjamenn Keflvíkingum Fjórir bikaríeikir um helgina KOMIÐ er að aðalkeppni bikar- keppni K.S.Í. í knattspymu. Eft- ir eiga að leika 1. deildar liðin 6 Skemmtileg og jöfn firmakeppni í Nesi Margir kepptu fyrir eigin firmu Á LAUGARDAGINN fór fram firmakeppni hjá Golfklúbbi Ness og var megintilgangur fjár- öflun til kaupa á mjög fullkom- inni sláttuvél fyrir klúbbinn. Þátttaka var takmörkuð við þann fjölda leikmanna sem keppa vildu og tóku 36 firmu þátt í keppninni. Voru leiknar 18 holur með forgjöf og þótti það einkar skemmtilegt hve margir léku fyrir sín eigin firmu. Sigurvegari í keppninni varð Einar Sverrisson sem keppti fyr ir Strandberg s.f. Fór hann 18 holur í 91 höggi en hafði 17 í forgjöf svo nettóútköman var 74 högg. 2-3. Ólafur Þorláksson fyrir Slippfélagið 93-16 eða 77 högg og Gunnar Þorleifsson fyrir Fé- lagsbókbandið 83-8 eða 77 högg. 4-5. Kristimn Hallsson — Vá- tryggingafélagið 98-20 eða 78 Einar Sverrisson — sigurvegarinn Pétur Olafsson — keppti fyrir Mbl. högg og Ragnar Jónsson fyrir Rafiðjuna 86-8 eða 78 högg. Fyrir Morgunblaðið keppti í þessari keppni ungur piltur, Pétur Ólafsson nýlega 16 ára og byrjaði golfleik með föður sín- um í vor. Hann lék á 105 högg- um, hafði 22 í forgjöf svo nettó tala hans var 83. Þykir það góð frammistaða hjá nýliða. Um næstu helgi fer fram keppni um FÍ bikarinn hjá Ness klúbbnum og sækja hana marg- ir meistarar víða að. tvö af eftirtöldum fjórum lið- um: Akranes, KRb, Þróttur og Víkingur. í gær var dregið um hvaða lið léku saman i 1. um- ferð aðalkeppninnar. Viðstaddir voru nokkrir forráðamenn K.S.Í. og fulltrúar frá liðunum. Jón Magnússon formaður mótanefndar K. S. í. dró út fyrsta miðann úr stórum kampa- vínsflöskuvasa með nafni KRa. Sigurgeir Guðmannsson dró síð- an um hvaða lið skyldi keppa við íslandsmeistarana og kom upp hlutur KRb, eða Akraness, en þau lið eiga eftir að keppa. Næsta nafn sem kom upp var Akureyri og féll það í hlut Haf- steins Guðmundssonar í Kefla- vík, að draga hvaða lið léki við þá. „Ætli það verði ekki Kefla- vík“, sagði hann — en svo varð ekki. Á miðanum stóð nafn Vals. Gunnar Felixson dró hins veg ar nafn Keflavíkur á móti Vest- mannaeyjum og voru þá aðeins tveir miðar eftir í pottinum á þeim stóðu Fram, sem mætir Þrótti eða Víkingi. Það hefur ekkert að segja hér á landi, hvaða, lið er dregið á undan, varðandi staðsetninigu leiksins. Hún er ákveðin af for- ráðamönnum K.S.Í. í gærkvöldi var ákveðið um fyrstu leikina. Kl. 4 á laugardaginn leika Keflvíkingar og Vestmannaey- ingar í. Keflavík. Á sunnudaginn kl. 5 síðdegis leika Akureyringar og Valsmenn á Akureyri. Áður höfðu tveir leikir verið ákveðnir á sunnudaginn hér í Reykjavík. Fara þeir báðir fram á Melavelli og leika kl. 2 KRb og Akurnesingar og kl. 5 síðdegis Víkingar og Þróttarar. Meistararnir skor- uðu ekki mark - en töpuðu heldur ekki 2. UMFERÐ deildarbikarkeppn- innar í Englandi var leikinn í Molar Keino frá Kenýa hefur til kynnt, að hann muni keppa í þremur hlaupagreinum í Mex ico, 1500 m. 5000 m. hlaupi hefur áður reynt við gull- verðlaun á þessum þremur greinum á sömu leikum. Japanir senda 184 keppend ur á Mexicoleikanna og keppa í 17 af 19 keppnisgreinum. Þetta er annar stærsti hópur sem keppt hefur á OL-leikun- um undir fána Japans. í Ber- lín voru 179 Japanir á kepp- endaskrá. Japanir senda nú 31 fararstjóra með keppend- um sínum. fyrrakvöld og gærkvöldi. Úrslit á þriðjudagskvöld voru forvitni- leg, eins og oft vill vera þegar fyrstu deildarfélögin mæta félög um úr Iægri deildunum . Manehester City, sem eru Eng landsmeistarar ,tókst t.d. ekki að skora mark gegn Huddersfield, en töpuðu þó ekki. Norwich vann Ipswich á útivelli og Ori- ent Fulham o.s.frv. Hér eru úrslit leikjanna: Barnsley — Millwall 1-1 Birmingham — Chelsea 0-1 Coventry — Portsmouth 2-0 Everton — Tranmere 4-0 Huddersfield — Manohester 0-0 Ipswich — Norwich 2-4 Nottm. For. — West Brom. 2-3 Orient — Fulham 1-0 Scunthorpe — Lincoln 2-1 Southport — Nowcastle 0-2 Walsall — Svwansea 1-1 Sprenging í OL blysi | OLYMPÍUELDURINN er nú j . á leið 'til Mexico. Kom eld- , I urinn sem borin verður víða' ) um lönd, áður en hann verð-1 i ur tendraður í Mexico, til I Barcelona á Iaugardaginn. Á, I leiðinni þangað kom fyrir ’ | smáóhapp. Er tveir hlaupar-1 , ar voru að tendra eldinn á | ; nýju blysi, varð sprenging í, 1 blysinu, sem er sérstaklega ’ I útbúið með gasloga. Hlutu ( i báðir hlaupararnir smávegis | 1 meiðsli, en þegar í stað voru J I fengnir aðrir hlauparar og ’ I blysið heldur áfram á leið I i sinni til Mexico. Molar OLYMPÍULIÐ Mexico í knattspyrnu sigraði á mið- vikudag HM-lið Chile í gróf- um og mjög hörðum leik sem fram fór á Aztec-Ieikvangin- um í Mexico — Olympíuleik- vanginum. Lokatölur urðu 3—1, en 2—1 í hálfleik. Kipchoge Keino frá Kenýa sigraði í míluhlaupi á Nairobi á úrtökumóti frjálsíþrótta- manna frá Kenýa. Hljóp hann á 3:55.3 mín. á velli sem er í 1130 m. hæð. Annar varð ungur skólapiltur, Ben Jupc- ho á 3:59.8 — og náði einnig lágmarki þar í landi til OL- þátttöku. Finnor sendn 61 til Mexico FINNAR hafa nú ákveðið að senda 61 keppanda á Olympíu- leikana í Mexico og er það loka- tala þátttakenda þaðan — nema haldið er enn opnum möguleika til að senda sveit fjögurra manna í hjólreiðakeppni. Þarf ©kki að gefa upp endanlega þátttöku í þeirri grein fyrr en 13. sept.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.