Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1968 f V 0 „Kom á óvart“ Hér er ánægjulegt bréf frá Á.E.M um Hótel Borgarnes: Á ferðum mínum um landið kemst ég ekki hjá því að verða oft fyrir leiðindum, vegna vankunnáttu eða kæruleysis margra þeirra, sem tekið hafa að sér að selja ferða- mönnum beina, vxðs vegar á hinu fagra landi okkar Stundum er það aðbúnaður 1 gistihúsun- um, svo sem stutt og mjó rúm, ónógurþrifn aður, sér-staklega í snyrtiklefum og á sal- ernum, en oftast veldur þó meðferð og framreiðsla matar óanægju minni. En í síð- ustu viku lá svo við, að ég varð fyrir alveg óvæntri ánægju. Ég gisti í Hótel Borgarnesi, og þar var ekki í kot vfsað. Er við komuna í anddyri gistihúsins mætti okkur strax þessi ósvikna hlýja og prúðmennska, sem er aðall allra góðra hótelmanna, en er því miður svo allt of sjaldgæf hér á landi. Þegar eftir innritun, var okkur fylgt upp I tandurhreint gisti- herbergi með smekklegum húsgögnum og öllu þvi, sem þar þarf að vera. Þegar komið var fram á salerni, það sem hótelgestunum er ætlað að nota sameigin- lega, ljómaði þar allt af hreinlæti og snyrti- mennsku. Það vakti strax athygli mína, að á vegg yfir salernisskálinni var kassi með eérstökum setuklæðum úr pappír, vatns- vörðum, sem hver notandi fær til að breiða á salemissetuna og fleygir síðan. Þama er á ferðinni mjög þörf nýjung, sem ég hefi hvergi séð hér á landi, nema í Hótel Borg- arnesi, þó svo að þetta sé vel þekkt á fyrsta flokks gisti- og veitingastöðum erlendis. Þeir sem reka Hótel Borgarnes kunna sannartega til veika. Þegar að lokinni snyrtingu, lá leiðin niður í veitingasal hxíssins, og þar bar allt vitni um sömu snyrtimennskuna og áður var lýst, hvítir, tandurhreinir dúkar á borð- um og brosandi framreiðslustúlkur í hrein- um og smekklegum búningxxm inntu gesti kurteislega eftir því, hverjar óskir þeirra væru. Og hér brá svo við, að þær kunnu að þéra gesti sína, jafnframt því sem þærgátu leyst úr spurningum okkar um þá rétti, sem á matseðlinum voru. En eins og flestir, sem víða fara um landið, vita, er það fátítt, að framreiðslustúlkur viti eða vilja vita neitt um það, sem á boðstólum er. Meðal þess, sem Hótél Borgames hafði á matseðlinum að þessu sinni, var lax, en, eins og allir vita, er hann viða framreiddur um þessar mundir, en fólk, sem neytir fæðu sinnar með fullri rænu, forðast yfirleitt að panta lax á greiðasölustöðum, vegna þeirr- ar furðulegu meðferðar, sem þessi kjörTétt- ur fær víðast hvar. Við ákváðum þó vegna meðmæla framreiðslustútkunnar að borða laxinn. Einnig á þessu sviði kom Hótel Borgarnes okkur mjög þægilega á óvart, laxinn var ekki aðeins fallega framborinn, ann var frábær fæða, svo frábær, að ég held að ég hafi aldrei bragðað betri lax, ekki einu sinni í veiðimannahúsi. Þegar maður deilir á það, sem ólhæft er, ber manni einnig að þakka það, sem vel er gert og þá ekki sízt, þegar það er frábært. Ég leyfi mér því að biðja þig, Vel- vakandi góður, að bera kveðjur mínar og þakklæti þeim ágætu mönnxxm, sem standa að rekstri Hótels Borgaraess. Jafnframt mæli ég með hvíldar- og leyfls dvöl í því góða hóteli, og hvet menn til að njóta frábærrar laxmáltíðar í hinu sérkenni lega og fagra klettaþorpi Borgfirðinga. á. e. m. 0 Seltirningum þökkuíi aíistoð á Þingvöllum „Illa haldið fólk á Þingvöllum" skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég get ekki látið ógert að skrifa þér nokkrar línur, þó að ég sé litt pennafær. Við fórum nokkur saman til ÞingvaUa helgina 27. júU og lentum í vonzkuveðri. Við vorum svo mörg, að við kamumst ekki öU í einni ferð á Utlum bíl með allt okkar dót, þvi að meining var að vera I viku, og lentum við í basU með að tjalda, því að stormur og rigning var, sem við vonuðum að mxmdi batna. Það stóð maður við veiði skammt frá. Ég fór og bað hann að hjálpa okkur, sem hann gerði ekki. Hvað hann sagði, hirði ég ekki um að segja hér. En veðrið fór vensnandi, en ekki batn- andi helgina þá. Og við flossnuðum upp eftir miðdegi á sunnudag. Það varð að fara tvær ferðir og vont að koma dótinu saman, svo blautt sem aUt var, en það má segja, þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Þarna voru tveir ungir menn að reyna að veiða, þó að vont væri. Þeir vora svo elskulegir að taka af okkur fuUt aftxxrsœtið í bíl sínxxm og töldu það sjálfsagt, þegar talað var við þá um að taka eitt af okkxxr. Því vil ég biðja þig, Velvakandi góður fyrir okkar beztu þakkir til þessara pilta, sem ég veit ekki hvað heita, en eiga heima á Seltjarrrarnesi. Svo fljóta og góða hjálp ber sannarlega að þakka. Illa haldið fólk á ÞingvöIIum". 0 Það þarf mikið til ........ N. N. skrifar: „Herra Velvakandi: Það þarf mikið til þess, að jafn vænjfcært (en ekki að sama skapi sómakært) fólk og við íslendingar hrökkvxxm upp úr velferðar sæluvímudraumum okkar og förxxm að fá samúð með öðru fólki, a.m.k. ef það býr lengra í burtu en á Norðurlöndum eða 1 Englandi. Nú virðist öllum bregða við síðustu at- burði í Tékkóslóvakíu, en áður stóð öllum á sama um þetta fólk og aimað, sem býr undir gerræðisstjórn kommúnista. Ég þekki nokkuð til þarna eystra og á góða kunningja bæði í Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi .Þegar ég hef minnzt á örlög og kjör þessara kunningja mimxa undir ráðstjórn sósíalismans, hefur við- kvæðið jafnan verið á vinnustað mínum (og jafnvél á mínu eigin heimili): Góði, vertu ekki með þetta ofstæki. Svo kemur: Já, þetta er kannske nokkuð slæmt, en þetta er allt á batavegi. Þetta lagast altt smám saman .Vertu ekki að nöldra þetta. Heimurinn er að batna. £ Er hann ofstækismaður? Nú ættu augu manna að opnast fyrir því, að kommxinismi þrífst ekki nema undir ein- ræði, ritskoðxm og andlegu ófrelsi. Þetta er ékki frumlega sagt, enda er ég aldrei beð- inn um að vitna, þegar stóratburðir gerast, og því ekfci vanur að færa hugsanir mínar i prenthæfan búning. En gat nokkur virki- lega orðið hissa á þessu? Varla þeir, sem samvizkusamlega fylgjast með fréttum. Nú um stund, meðan menn muna eftir Tékkóslóvakíu, verður sagt við mig: Já, líklega hefur þú haft alveg rétt fyrir þér. En bráðum, þegar allt er gleymt (og fsl- endingar eru fljótir að gleyma), verður sagt að nýju: Góði bezti, vertu ekki með þetta andskot ans ofstæki. Einn, sem ann frelsi, N. N.“. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Sími 22-0-22 Rauðarárstig 31 \^J siK11-44-44 mum Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. Til leigu húsnæði í Miðborginni, hentugt fyrir skrifstofu- eða læknastofu. Upplýsingar eftir kl. 6 í síma 14435—32419. Verksmiðjustarf Reglusamur maður óskast til starfa í verksmiðjunni Varmaplast við Kleppsveg. Upplýsingar gefnar hjá Þ. ÞORGRÍMSSON & CO., Suðurlandsbraut 6. HAHST - IJTSALA Okkar árlega haustútsala stendur aðeins fáa daga. — Gerið reglulega góð kaup. LAUGAVEGI 26 BÍLALEIGAN AKBRALT SENDUM SÍMI 82347 Húsgögn frá Kaupið núna það borgar sig Ul » 1 1 mn m\ 3 Simi-22900 Laugaveg 26 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstaett leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 01743. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.