Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1966 Útgefandi Framkvæmdas t j óri Ritstjórar RitstJ ór narf ulltrúl. Fréttastjóri. Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjaid kr 120.00 í lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Súni 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innaniands. Kz. 7.00 eintakið. NYTSAMIR SAKLEYSINGJAR að er ótrúlegt en satt, að á sama tíma og kommún- istaríkin fremja glæpaverk sín í Tékkóslóvakíu og hættu- og óvissuástand skap- ast af þeim sökum í Evrópu, ganga ungir Framsóknar- menn í lið með kommúnist- um og krefjast þess að Is- land verði varnarlaust. Jafn- framt sýna þeir glögglega hug sinn til Atlantshafs- . bandalagsins og aðildar ís- lands að því með því að lýsa því yfir í ályktun þings síns, að „sem stendur er ekki ástæða til úrsagnar okkar úr Nato.... “ Þessi afstaða, sem hluti Framsóknarflokksins hefur þannig tekið með af- dráttarlausum hætti, sýnir fullkomið ábyrgðarleysi um öryggismál þjóðarinnar í kjölfar þess hættuástands, sem skapazt hefur við innrás kommúnistaríkjanna í Tékkó slóvakíu. Sá verknaður hef- ur í ein vetfangi gerbreytt stjórnmálaástandinu í Ev- rópu, sem er nú óvissara en það hefur verið um langt skeið. Enginn veit hvenær púðurtunnan í A-Evrópu springur og enginn veit hve víðtækar afleiðingar það get- ur haft í V-Evrópu og á N- Atlantshafi. Frammi fyrir slíkum at- burðum og slíku ástandi er brýn nauðsyn til þess að frjálsar þjóðir V-Evrópu efli mjög varnir sínar og sam- starf. Tíminn, málgagn Fram sóknarflokksins dróg einnig þá ályktun af atburðunum í Tékkóslóvakíu, strax eftir innrásina. En ungir Fram- sóknarmenn eru á öðru máli. Þeir skeyta engu um öryggi lands og þjóðar. Þeir ganga til liðs við kommúnista og krefjast þess að ísland verði varnarlaust á hættutímum og láta greinilega í það skína, að aðild að Atlantshafsbanda laginu sé svo sem ekki mik- ilsverð fyrir land og þjóð. Mönnum, sem bregðast þannig við ofbeldisverknaði kommúnista, er ekki hægt að treysta. Og það er raunar átakanlegt, að slíkt ábyrgð- arleysi og skeytingarleysi um öryggi þjóðarinnar skuli koma fram hjá ungum lýð- ræðissinnuðum mönnum. — Eldri kynslóðin hefur áður horft framan í slík ofbeldis- verk sem innrásina í Tékkó- slóvakíu Þetta er hins vegar í fyrsta sinn, sem stór hluti ungu kynslóðarinnar upplif- ir slíka atburði, þótt þeir séu í fjarlægð. Og einmitt ungu fólki á að vera ljós nauðsyn þess að svara ofbeldinu með fullkominni einurð, með því að efla fremur en draga úr vörnum lýðfrjálsra ríkja, með því að auka samstarf þeirra ríkja. Þeir sem kalla sig „unga“ Framsóknarmenn hafa hins vegar kosið þá leið að ger- ast nytsamir sakleysingjar, að skipa sér á bekk með kommúnistum. Það er hörmu legt ábyrgðarleysi, er sýnir jafnframt, að ungt fólk get- ur ekki treyst „ungum“ Framsóknarmönnum til þess að standa vörð um öryggi lands og þjóðar. VILJA SPILLA VIÐRÆÐUNUM ITiðræður stjórnmálaflokk- * anna hófust í fyrradag og er enginn vafi á því, að allir landsmenn vona ein- læglega, að þær fari á þann veg, að eining skapist um nauðsynlegar aðgerðir til þess að ráða fram úr um- fangsmestu efnahagserfiðleik um, sem íslenzka þjóðin hef- ur átt við að glíma um langt skeið. Hins vegar er því ekki að leyna, að viðbrögð kommún- istablaðsins við þessum við- ræðum eru ekki á þann veg, að það gefi miklar von- ir um, að þeir aðilar, sem að því blaði standa, taki ábyrga afstöðu til vandamála þjóðar innar. Kommúnistablaðið segir í gær: „En með tilboði sínu til stjórnarandstöðunnar nú viðurkennir ríkisstjórnin, að vandamálin séu henni of- viða, að málefnasamningur hennar dugi ekki til þess að ráða fram úr viðfangsefnum landsmanna, að stefna henn- ar hafi beðið skipbrot.“ Menn sem ganga til við- ræðna stjórnmálaflokkanna með hugarfari eins og því, sem lýsir sér í þessari til- vitnun í kommúnistablaðið í gær, eru ekki líklegir til að taka jákvæða og ábyrga af- stöðu til málanna. Ríkisstjórn in hefur óskað eftir samráði við stjórnarandstöðuflokk- anna af þeirri eðlilegu ástæðu, að vandinn, sem stað ið er frammi fyrir, er svo stór, að það getur einungis orðið þjóðinni til tjóns, ef hörð átök verða um lausn hans. Tilboð ríkisstjórnarinn ar um þessar viðræður er engin „viðurkenning“ á því, að stjórnin telji sér ekki fært j U1 AN UR HEIMI Sadruddin Aga Khan prins og flóttamannahjálp S.þ. Prinsinn væntanlegur til íslands á föstudag FRÁ því hefur verið skýrt hér í blaðinu að von sé á tignum gesti í heimsókn til landsins á föstudag. Er það Sadruddin Aga Khan prins, forstjóri fóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Ræðir prinsinn hér við forseta ís- lands og fulltrúa ríkisstjórn- ar, en eftir sólarhrings við- dvöl heldur prinsinn flugleið- is til Stokkhólms. Sadruddin Aga Khan prins var einróma kjörinn forstjóri flóttamannahjálpar SÞ á Alls- herjiarþingi samtakanina hinn 3. desember 1965, og tók við embætt'iniu 1. janúar 1966. Er hann kjörinn til þriggja ára, og rennur kjörtímabilið út um næstu áramót. Þegar prinsinn •tók við embættinu, lýsti hann því strax yfir að hann m/undi starfa í sama ópólitíska manm úðaranda og fyrirrennarar hans (Hollendingurinn dr. G. J. Heuven Goedhart frá 1951 tii 1956, og Svisslend- inigarnir dr. August Lindt 1956—1961 og Felix Schnyder 1961—1965). Flóttamenn frá Aisír í rúm þrjú ár hafði Sadnuddin prins verið aðstoð- arforstj óri flóttamannahj álp- arinnar, þegar hann var kjör- inn í embætti forstjórans. Á því slkeiði tók hann fyrst og fremst þátt í starfsemi flótta- mamnahjálparinnar í Afríku og Asíu þar sem stöðugt voru að koma upp ný aðkallamdi vandamál. Um þetta leyti var eitt af meginverkefnum flótta mannahjálparinnar stórfelld aðstoð við flóttamenn frá Alsír í Túnis og Marokkó, og var sú aðstoð veitt í samráði við Alþjóðarauðakrossimn og samsvarandi samtök í lönd- um Múhameðstrúarmanna, A1 þjóða-hálfmánanm. Sadruddin prins átti veigamiikinn þátt í samningsviðræðunum sem leiddu til þess, að flótta- mannahjálpin var beðin að starfa með fulltrúum frönskiu stjórnarinnar og bráðabirgða- stjórnarinnar í Alsír í sér- stakri nefnd, sem hafði eftir- lit með heimsendingu 180.000 þessara flóttamanna. Það gerð ist á miðju ári 1962 í sam- bandi við Evian-sáttmálanm. Sem aðstoðarforstjóri flótta mannahjálparinnar átti hann þátt í að undirbúa heimkomu flóttamamna og stóð í stöðugu sambandi við rí'kisstjórnirnar í Marokkó og Túnis og við alsírsbu leiðtogana. Hið mik- ilvæga hlutverk, sem flótta- mannahjálpiinni var fengið í þessu sambandi, fyrst í beinni aðstoð við flóttafólkið, en einbanlega meðam á heim- sendiingu þess stóð, hafði í för með sér fyrstu meiriháttar viðurkenniingu utam Evrópu á ópólitístou mannúðarstarfi flóttamamnahjálparinnar. Önnur verkefni Eftir þetta starfaði Sadrudd in að sérstötoum verkefnum í Aiustur-, Mið- og Vestur- Afríku, þar sem flóttamamma- hjálpin hefur mör.g járn í eldinum. , Árið 1964 ferðaðist hanm til larnda Rómönsku Ameríku. Skýrslur hans um hin alvar- legu vandamál margra aldur- hniginna flóttamanna, sem fluttust yfir hafið þega'r. þeir voru ungir og heilsuhraustir, en voru nú orðnir gamlir og lifðu við alvarlegam skort, leiddi til þess að flóttamanna- hjálpin jók starf sitt í þessum heimshl'uta. Árið 1965 heimsótti Sadrudd im Fininland, Noreg og Svíþjóð og dró athygli stjórnvalda í þess'um löndum og ýmissa einkaaðilja að hinu nýja á- standi í Afríku og Asíu, sem krefðist aiukins átaks iaf hálfu flóttaimammahj álparinnar. Áður en Sadruddin prins varð aðstoðarforstjóri flótta- manmiahjálpariinnaT hafði hamn þegar árið ,1959 starfað fyrir stofnunina í tilefni af alþjóð- lega flóttamanna'árinu. Hann gerði venulegt átak til að fá Sadruddin Aga Khan prins allmörg lönd í Asíu til að taka þátt í mjög velheppnuðu verkefni, þar sem yfir 70 ríki gáfu út sérstök flóttamanna- frímerki í tilefni ársims og létu ágóðEunm renna til flótta- m'annahjálparinnar. Árið 1960 var Sadruddin prims útnefndur sérlegur ráð- gjafi forstjóra Menningar- og vísindastofniunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) vegna framkvæmdaráætlunar um að bjarga fornminjum Núbíu undan væntamlegu stöðuvatni sem Asúan-stíflan myndaði. Sadruddim prims, sem fædd- ist árið 1933, er soniur hins látna Aga Khams Hann lauk prófí. í stjórnvísindum frá Harvard-háskóla árið 1954 og lagði síðan stund á málefni Miðausturlanda sem sérgrein um þriggja ára skeið. Starfsemi flóttamannahjálpar- innar — og von hennar Flóttamannahjálp Samein- uðu þjóðamna, sem hefur að- alaðsetur í Genf, var sett á laggirnar sem bráðabirgða- stofnun af Allsherjarþdngin'U og átti að starfa í þrjú ár frá 1. janúar 1951. Síðan hefur Allsherjarþingið endurnýjað umboð hennar þrisvar — fimm ár í senn — og renmur Framliald á bls. 1S að ráða við vandann. Óskir hennar um viðræðurnar sýna þvert á móti, að hún horfist af fullkominni ábyrgðartil- finningu í augu við staðreynd ir málsins og vill að lausn verði fundin sem víðtæk sam staða náist um. Kommúnistar hafa hins vegar lagt það í vana sinn að taka óábyrga afstöðu til málefna íslenzku þjóðarinn- ar, en það væri vissulega hörmulegt, ef sú ofstækis- klíka, sem ræður kommún- istablaðinu, fær að komast upp með að spilla þessum samningaviðræðum að sín- um geðþótta. GRÍMUNNI KASTAÐ IZommúnistar hafa nú end- anlega sýnt sitt rétta andlit í Tékkóslóvakíumál- inu. í útvarpsþætti sl. laug- ardagskvöld voru talsmenn kommúnista spurðir að því hvers vegna Alþbl. og Æsku lýðsfylkingin hefðu brugðifc svo skjótt við að mótmæla innrásinni. Svar þessara tals- manna kommúnista var mjög athyglisvert. Þeir svöruðu því ekki til að þessir aðilar hefðu mótmælt, vegna þess að fullveldi smáþjóðar hefði verið fótum troðið eða komið í veg fyrir að almenn mann réttindi fengju að þróast í Tékkóslóvakíu. Þeir svöruðu því til að þess ir aðilar hefðu mótmælt, vegna þess að „þarna“ hefði það legið svo ljóst fyrir, að Sovétríkin hefðu verið að ráðast gegn sósíalismanum. Það var sem sagt ekki and- úðin á glæpaverkinu, sem rak kommúnista til mótmæla, það var óttinn við, að glæpa- verkið skapaði erfiðlpika í áróðri þeirra fyrir sósíalísku þjóðfélagi, sem varð til þess að kommúnistar hundskuðust til að mótmæla. Þá hafa menn það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.